Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 Honolulu: Orsakir spreng- ingar eru ókunnar Honolulu, 12. á(pÍ8t. AP. YFIRVÖLD eru nú að reyna að grafast fyrir um orsakir sprengingarinnar er varð í farþegarými Jumbo-þotu Pan Am- flugféiagsins sem var á leið frá Tokyo til Honolulu í gær, en einn maður lét lífið og 15 slösuðust. Hópur sérfræðinga er nú á leið frá Washington til Honolulu til að aðstoða við rannsóknina, en um borð í vélinni voru 285 farþegar. Reynt verður að ákvarða gerð sprengjunnar í þeim tilgangi að reyna að komast nær því hver gæti hafa komið henni fyrir, en sérfræðingar eru fullvissir um að ekki var um tæknibilun að ræða. Vélin sem lagði upp frá Hong Kong hafði þriggja klukkustunda viðdvöl á flugvellinum í Narita, áður en lagt var af stað til Hono- lulu. Lögregluyfirvöld í Narita hafa því skipulagt rannsókn þar, sem miðar að því að grafast fyrir um það hverjir komu þar um borð í vélina, jafnt farþegar sem starfsmenn. Sprengjunni hafði verið komið fyrir undir sæti 16 ára gamals japansks drengs og við sprenging- una kom gat á gólf farþegarýmis vélarinnar auk þess sem loftþrýst- ingur hennar lækkaði mjög. Óeirðir í Póllandi Varsjá, Póllandi, 12. á|pwL AP. UM ÞAÐ BIL 1000 manns kölluöu ókvæðisorð að yfirvöldum eftir jaröarför sonar og tengdadóttur verkalýðsleiðtogans Marian Jurczyk fyrr í þessari viku í Szczecin, samkvæmt heimildum er bárust í dag. Jurczyk, fyrrum yfirmaður skipasmíðastöðvarinnar í Szczec- in, var leystur úr varðhaldi til að vera viðstaddur jarðarför sonar síns, Adam, og tengdadótturinnar, Dorota, sem fór fram á þriðjudag. Bee Gees í starfshlé l»ndon 12. ágúst. AP. BEE GEES, breska popphljóm- sveitin sem samdi tónlistina í „Saturday Night Fever“ er nú um það bil að taka sér starfshlé nastu átján mánuðina, sam- kvæmt upplýsingum frá Barry Gibb, elsta bróðurnum í tríóinu. „Okkur fannst þetta tíma- bært. Eg er að fara að gefa út sólóplötu og sömu sögu er að segja um Robin. Þess vegna munum við ekki koma fram sem hljómsveit fyrr en á árinu 1984,“sagði Gibb áður en hann sté upp í flugvél á leið til Flórí- da í morgun. Bee Gees , Barry og tvibura- bræður hans, Maurice og Rob- in, hafa skipað efstu sæti vin- sældalistanna beggja vegna Atlantshafsins nú um tveggja áratuga skeið. Þetta eru fyrstu víðtæku mót- mælin sem sagt er frá í pólskum blöðum frá því er miklar óeirðir voru á sama stað í byrjun maí- mánaðar, er fjöldi ungmenna gerði uppreisn gegn lögreglu og réðist að henni. Þessi mótmæli nú koma í kjöl- far þess að verkalýðsleiðtogar Samstöðu hafa lagt til að haldið verði uppi mótmælum síðari hluta þessa mánaðar til að láta enn einu sinni í ljós andstöðu við herlögin sem hafa nú staðið í níu mánuði. Samkvæmt blöðum í Póllandi mun Dorota hafa látist af sárum er hún hlaut er hún féll út um glugga á þriðju hæð húss þann 5. ágúst sl., en Adam framið sjálfs- morð fimm klukkustundum eftir andlát hennar. Að jarðarför þeirra lokinni munu viðstaddir eða a.m.k. 700 manns, hafa flykkst í miðborgina og kallað ókvæðisorð að yfirvöld- um. Lögreglan dreifði mannfjöld- anum án þess að beita ofbeldi, en handtók u.þ.b. 30 manns,sam- kvæmt því er blaðið Glos Szcec- inski segir í dag. Jurczyk ásamt Walesa og öðrum helstu verkalýðsleiðtogum lands- ins hafa verið í haldi frá því her- lög tóku gildi og voru ekki meðal þeirra 1227 sem leystir voru úr haldi þann 21. júlí síðastliðinn. Tom McClean vel fagnað af eiginkonu sinni, Jill, er hann kom til Land’s End í Englandi. Á þriggja metra skútu á 51 degi yfir Atlantshafið LjhmPh Knd, Knglandi, 12. ágúift. AP. OFURHUGINN Tom McClean kom í dag að landi í Land’s End í Englandi á 3 metra skútu sinni eft- ir 51 dags ferðalag yfír Atlankshaf- ið. Er þetta mettími á svo litlu fleyi i austurátt yfir hafíð. Fyrir 14 árum sigldi maður á tæplega tveggja metra langri skútu vestur yfir haf- ið en sú ferð tók 85 daga. Fyrra metið á sambærilegum báti, var 54 dagar. McClean sagðist hafa kom- ist 20 dögum fyrr að landi ef ekki hefði komið til kröftugur mótvind- ur á miðri leið. McClean var hinn borubratt- asti er hann kom að landi og sagði fréttamönnum að sér hefði ekki leiðst hót á siglingunni á milli þess, sem hann saup á kampavíni og tók á móti kossa- flaumi frá fagnandi eiginkonu sinni. Hins vegar hefði honum verið tekinn að leiðast dósamat- urinn, sem hann hafði meðferðis og ennfremur var hann farinn að þrá að geta gengið um. McClean er ekki með öllu óvanur Atlantsálum. Hann reri yfir hafið einn síns liðs árið 1969, fyrstur manna. Ekki sakar e.t.v. að geta þess, að hann rekur skóla í Skotlandi fyrir fólk, sem hefur áhuga á að læra hvernig komast á af við hinar ólíklegustu aðstæður. SINDRA Ka mm STALHR Fyrirliggjandi í birgðastöð PR0FÍLPÍPUR ni im h—M—ini—iac=ii=3 Euaczin Fjölmargir sverleikar. Borgartúni31 sími27222 Mannfræðingar þjarka enn um „týnda hlekkinn“ AtlanU, Georgíu, 12. ágúst AP. ÞEKKTUR mannfræðingur, Donald Johanson, hefur skýrt frá þvi, að steingervingar, sem fundust í Austur- Afriku á síðasta áratug, séu næstir því að vera „týndi hlekkurinn", þ.e. vera sem að hluta var maður og að hluta api, í þróunarsögu mannsins. Johanson fann sjálfur „Lucy“, en svo hefur steingervingur af eins metra hárri beinagrind verið nefnd- ur. Höfuð steingervingsins líktist mest höfði á simpansa, en búkurinn líktist mannslíkama. „Lucy“ er talin Skotið á sendi- * ráð Israela (áuatemalaborg, 12. ágúsL AP. MENN Á vörubílspalli hófu skyndilega skothríð á sendiráð ísraela í Guate- malaborg í gærkvöld og sprengdu síð- an sprengju um 300 metrum frá sendi- ráðinu. Engan sakaði, en skemmdir urðu talsverðar. Öryggisverðir skutu á byssumenn- ina á móti og tókst að hrekja þá á brott. Ein rúða brotnaði í sendiráð- inu, en nærliggjandi hús urðu fyrir meiri skemmdum. vera 3—4 miiljón ára gömul og mannfræðingar hafa lengi deilt um hvort hún líkist meira apa eða manni. Deilurnar um uppruna og tegund steingervingsins hafa staðið allt frá því hann fannst snemma á síðasta áratug. Johanson heldur fast við sína skoðun, að hér sé um veru ná- tengda manninum að ræða. „Vissu- lega er höfuðið líkara því sem gerist á öpum, en frá hálsi og niðurúr er líkaminn miklu líkari því sem gerist hjá manninum, eins og við þekkjum hann úr þróunarsögunni." Johanson heldur því ennfremur fram, að „Lucy“ hafi gengið upprétt, en þeirri kenningu hefur nýlega ver- ið hafnað alfarið af mannfræðing- um, sem hafa einbeitt sér að beina- byggingunni og komist að þeirri niðurstöðu, að útilokað sé að veran hafi gengið upprétt. ERLÉNT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.