Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 27 • Sigurrtur Pétursson hefur forystu í meistaraflokki, en Ragnar Óíafs- son og Björgvin Þorsteinsson eru hvorugur langt undan. Sigurður mið- ar hér út pútt en hinir tveir eru í baksýn. Mynd þessa tók Guðjón i GrafarholtKvellinum í gjer. Leikur „Shuggie“ aftur í Skotlandi? Jóhannes „Shuggie" Eðvaldsson „Ég er í rauninni að ákveða framtíð mína núna,“ segir Jó- hannes. „Ég vil vera áfram í Skot- landi, en hvort það verður í knattspyrnunni eða ekki verður tíminn að skera úr um. En ég veit að ég get enn orðið að gagni fyrir lið hér. Ég er í leikæfingu eins og er, og þá hef ég æft einn síðan ég kom aftur, þannig að ekki tæki langan tíma að komast aftur i fulla æfingu." — SH EFTIR að meistaraflokkarnir höfðu ieikið 36 holur á Landsmótinu í gær var Sigurður Pétursson, GR, enn með forystuna í karlaflokki. Hann náði þó ekki eins góðum árangri og fyrsta daginn, en þá fór hann á vall- armeti, eins og við sögðum frá í g»r. Hann lék á 46 höggum og er því á 146 höggum samanlagt. Ragnar Ólafsson GR, skaust upp fyrir Björgvin Þorsteinsson frá Ak- ureyri í g»r, Björgvin var í öðru s»t- inu eftir fyrsta daginn á 73 höggum, en í gær lék hann á 77 höggum og er því með 150 samanlagt. Hann er í þriðja sætinu. Ragnar lék best þeirra allra í g»r og fór hringinn á 73 höggum, eða tveimur yfir pari, og er hann nú með 148 samanlagt. Keppnin er nú hálfnuð hjá meistaraflokkunum og lýkur henni á laugardaginn. Þeir þrír sem nú eru í efsta sætinu í karla- flokki eru greinilega sigurstrang- legastir, þó engan veginn sé hægt að spá um úrslit strax. 10 efstu menn í meistaraflokki karla eru þessir: 1. Sigurður Pétursson, GR 146 2. Ragnar Ólafsson, GR 148 3. Björgvin Þorsteinsson, GA 150 4. —5. Jón H. Guðlaugsson, NK 156 Hilmar Björgvinsson, GS 156 6.-8. Hannes Eyvindsson, GR 158 Sveinn Sigurbergsson, GK 158 Þorbjörn Kjærbo, GS 158 9. Magnús Jónsson, GS 159 10. Sigurður Sigurðsson, GS 160 íslandsmeistarinn í kvenna- flokki, Sólveig Þorsteinsdóttir, GR, tók heldur betur við sér í gær og skaust upp að hlið Ásgerðar Sverrisdóttur sem var best eftir fyrsta daginn. Sólveig fór fyrstu 18 holurnar á 92 höggum, en Ás- gerður notaði aðeins 85. í gær lék Sólveig síðan á 83 höggum, 7 betur en Ásgerður, sem fór á 90. Eru þær því báðar með 175 högg. Þór- dís Geirsdóttir sem var önnur eft- ir fyrsta daginn, vermir nú þriðja sætið með 178 högg samanlagt. Én hér kemur röð efstu keppenda í flokknum: 1.—2. Sólveig Þorsteinsd., GR 175 1.—2. Ásgerður Sverrisd., GR 175 3. Þórdís Geirsdóttir, GK 178 4. Jakobína Guðlaugsd., GV 186 5. Kristín Pálsdóttir, GK 187 Fyrsti flokkur kvenna er einnig hálfnaður með mótið, búinn að leika 36 holur. Þrjár efstu eru þær sömu og í gær en röð þeirra hefur breyst. Ágústa Dúa Jónsdóttir, GR, sem var fyrst á 87 höggum, notaði 10 höggum meira í gær, og er nú í þriðja sæti á 184 höggum. Ágústa Guðmundsdóttir er nú komin í fyrsta sætið, en hún var önnur eftir fyrsta daginn, var þá á 88 höggum. í gær fór hún á 90 Leikur til úrslita í tíunda sinn Sigurður skoraði sigurmarkið RANGHERMT var í Morgunblað- inu í gær, að Guðbjörn Tryggvason hafi skorað sigurmark ÍA á síðustu mínútu undanúrslitaleiks ÍA og Vík- ings í fyrrakvöld. Það var hinn trausti miövörður liðsins, Siguröur Lárusson, sem skoraði markið dýr- mæta og er hann beðinn velvirð- ingar á mistökunum. JÓHANNES Eðvaldsson, eða „Shuggie" eins og aðdáendur Celtic kölluðu Búbba er hann lék með lið- inu, hefur mikinn áhuga á því að leika á ný í Skotlandi. Morgunblað- inu barst í g»r nýleg úrklippa úr einu útbreiddasta blaði Glasgow, Evening Times, þar sem Jóhannes greinir frá þessu í viðtali. Blaðið segir að Jóhannes hafi nú snúið aftur til Skotlands í von um að halda knattspyrnuferli sínum áfram. „Ég hafði alltaf í huga að snúa aftur til Skotlands hvort sem var,“ segir hann. „Ég seldi ekki einu sinni húsið mitt þegar ég fór frá Celtic. Það var staður sem ég vissi að ég myndi snúa til á ný.“ Jóhannes segir ennfremur að sér hafi alltaf líkað mjög vel við skota. Þeir hafi tekið sér mjög vel í byrjun og það hafi auðveldað sérmikið að laga sig að aðstæðum hjá Celtic. „Allir voru mjög vina- legir við mig, og ég mun aldrei gleyma hvernig fólk kom fram við mig þann tíma sem ég spilaði hér.“ Þá segir Búbbi að Cathy, kona sín, sé skosk og sonurinn Jóhannes sé einnig fæddur þar, þannig að hann hafi ákveðnar taugar til landsins. Blaðið segir að á síðasta keppn- istímabili hafi liði hans, Hannov- er, naumlega mistekist að tryggja sér sæti í Bundesligunni. „Kannski ég hefði verið þar um kyrrt eitt keppnistímabil til við- bótar ef við hefðum farið upp. En það tókst ekki, og auk þess langaði mig aftur til Skotlands, og konu mína einnig að sjálfsögðu,“ segir Jóhannes. Þá kemur fram í blaðinu að að- eins séu örfáar vikur síðan Edvaldsson hætti að leika, og að hann sé nú tilbúinn í slaginn á næsta keppnistímabili, „ef — og þau gera örugglega — skosk lið sýna honum áhuga.“ Fram kemur að Hannover, sem fékk hann ekki til að vera áfram, krefst ekki mjög mikils fyrir hann, og hvaða úr- valsdeildarlið sem er ætti að hafa efni á því að kaupa hann. úrslita í tiunda skiptið frá því að keppni þessi hóf göngu sína árið 1960. 22 úrslitaleikir hafa fariö fram og munar engu að Skagamenn hafi verið i öðrum hverjum leik. Fljótt á litið virðast Skagamenn því hafa átt miklu bikarliði á að skipa og má það að nokkru leyti til sanns vegar færa. En athyglisvert er, að þrátt fyrir að hafa leikið níu sinnum til úrslita, hefur ÍA aðeins einu sinni unnið bikarinn, en átta sinnum tapað úrslitaleiknum. Og það var ekki fyrr en síðast er ÍA lék til úrslita, árið 1978, að liðið vann loks, sigraði þá Val 1—0 í úrslitum. Ef við rekjum feril ÍA í úrslit- unum fram á þennan dag, þá lék liðið fyrst til úrslita árið 1961, tapaði þá 3—4 fyrir KR, sem reyndar vann þessa keppni fimm fyrstu árin, þar af þrívegis eftir úrslitaleiki gegn ÍA. Liðin léku einnig til úrslita 1963 og 1964, KR sigraði í bæði skiptin, fyrst 4—1 og síðan 4—0. 1965 var ÍA enn í úrslitunum, en tapaði nú 3—5 fyrir Val: Skagamenn léku til úr- slita í 5. skiptið árið 1969 og mættu þá ÍBA, en töpuðu 1—2. Árin 1974, 1975 og 1976 léku Skagamenn síðan til úrslita, en það voru fastir liðir eins og venju- lega, 1974 tapaði liðið 1—4 fyrir Val, 1975 0-1 fyrir ÍBK og 1976 0—3 fyrir Val. Loks gerðist undrið árið 1978, ÍA lék til úrslita gegn erkifjandanum Val og sigraði loks 1-0. Keflvíkingarnir hafa verið hógværari í bikarkeppninni, að- eins tvisvar leikið til úrslita, þar af einu sinni gegn ÍA eins og fram kemur hér að framan. En hitt skiptið lék liðið til úrslita gegn Fram árið 1973 og tapaði 1—2. Næst á eftir ÍA hefur Fram komið oftast við sögu í úrslitum þessarar keppni, eða átta sinnum. Valur og KR hafa sjö sinnum leikið til úr- slita, KR raunar átta sinnum, en B-lið félagsins gerði sér lítið fyrir og komst í úrslit árið 1968, en tap- aði 1-2 fyrir ÍBV. - Rg- / Sigurður Lárusson höggum og er með 178 samanlagt. Jónína Pálsdóttir, GA, færist upp um eitt sæti, er nú önnur á 179 höggum. Hún var í þriðja sætinu eftir 18 holur með 90 högg. Keppendur í 1. flokki kvenna eru níu og röð þeirra sem hér seg- ir: 1. Ágústa Guðmundsdóttir, GR178 2. Jónína Pálsdóttir, GA 179 3. Ágústa Dúa Jónsdottir, GR 184 4. Guðrún Eiríksdóttir, GR 191 5. Lóa Sigurbjörnsdóttir, GK 199 6. Hanna Gabríelsdóttir, GR 200 7. Guðfinna Sigurþórsd., GS 204 8. Elísabet Möller, GR 218 9. Laufey Karlsdóttir, GR 225 Keppni lauk í þremur flokkum í gær. Var þar um að ræða 1., 2. og 3. flokk karla. íslandsmeistari í 3. flokki varð Arnar Guðmundsson, GR, á 378 höggum og annar var Sveinn J. Sveinsson, GOS, á 379. Tveir urðu jafnir í 3.-4. sæti, Ólafur Guðjónsson, og Þorsteinn Lárusson, báðir GR, á 380 högg- um, og sigraði Ólafur í bráðabana. Einar Gunnar Einarsson, GR, varð í fimmta sæti á 381 höggi. Þarna sést að keppnin í 3. flokki hefur verið mjög jöfn. Keppnin í 2. flokki var hins vegar ekki alveg eins jöfn, því þar sigraði Ómar Kristjánsson með yfirburðum, notaði 10 höggum minna en næstu tveir menn. Hann fór á 346, en Bergur Guðnason og Jón Ó. Carlsson, báðir GR, fóru á 356. Léku þeir siðan bráðabana og hafði Jón betur í honum. Hlaut hann því 2. sætið. í 1. flokki bar Stefán Unnars- son, GR, sigur úr býtum. Fór hann holurnar 36 á 320 höggum, og ann- ar varð Sæmundur Pálsson, GV, á 323. Keppni í þessum flokki var mjög spennandi og eftir 2. daginn voru til að mynda þrír efstir og jafnir. Voru það Sæmundur, Stef- án og Jóhann Benediktsson, GS. Voru þeir allir á 163 höggum. Stef- án hafði síðan náð forystunni eftir þriðja daginn og hélt henni. Nú, úr því fékkst ekki skorið í gærkvöldi hver hreppti þriðja sætið í flokknum. Þórhallur Páls- son, GA, og Jóhann Benediktsson, GS, voru báðir á 326 höggum, en ekki var unnt að heyja bráðabana þar sem of dimmt var orðið er þeir luku keppni. Bráðabaninn verður leikinn í dag. Háldán Karlsson, GK, varð fimmti á 327 höggum, Gunnar Finnbjörnsson, GR, sjötti á 329 og sjöundi varð Jóhannes Árnason á 330. — SH. ÞEGAR Sigurður Lirusson skoraði annað mark ÍA á elleftu stundu og tryggði Skagamönnum sigur yfir Víkingi og scti { úrslitum bikar- keppni KSI i fyrrakvöld, niði félagið þar með þeim ifanga að leika til Skagamenn fagna marki og óska þess vafalaust að fi slíkt tækifæri í úrslitaleiknum gegn ÍBK. SHUGGIE WANTS RETURN TICKET Sigurður enn með forystu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.