Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 Frá einum fundanna, sem Herpes-sjúklingar halda reglulega víösvegar um Bandaríkin. Eru nú starfandi á sjöunda tug slíkra hópa. neðsta hluta mænunnar þar sem vírusinn hreiðrar um sig á milli þess, sem hann gerir vart við sig. Ennfremur er áburðurinn ekki eins áhrifaríkur þegar um er að ræða kýli eftir fyrstu sýkingu. Verið er að vinna að rannsóknum á hylkjum, sem innihalda acycl- ovir, en þeim er ekki lokið. Er von- ast til að þeim verði lokið fyrir árslok. Eins og málum er nú háttað er ekki nema um eina leið að ræða ti! að forðast Herpes. Hyggjuvit og hreinlæti er það, sem bestan árangur hefur gefið. Þeim, sem fá sjúkdóminn, er eindregið ráðlagt að forðast allt kynlíf þar til ein- kenni eru horfin. Fólki er enn- fremur bent á að klóra sér sem allra minnst því slíkt hafi aðeins í för með sér frekari útbreiðslu. Þá er fólki ráðlagt að fara eins oft í bað og kostur er og að halda kyn- færum og svæðinu þar í kring eins þurru og möguleiki er til þess að örva ekki myndun vírusa og ann- arra sýkla, sem kunna best við sig í raka og hlýju. Ofsahræðsla Þrátt fyrir smithættuna hafa sérfræðingar í Bandaríkjunum varað við því að sjúkdómnum sé lýst sem stórhættulegum og jafn- vel ólæknandi, jafnvel þótt enn hafi ekki fengist reynsla af því lyfi sem tilkynnt var fyrir skemmstu. Slíkt auki aðeins á það fár sem ríkir gagnvart honum nú þegar, ekki hvað síst í Ijósi niðurstöðu skoðanakönnunar, sem gerð var nýverið. Kom þar í ljós almennur ótti við þennan sjúkdóm, auk þess sem niðurstöður 7.500 manna úr- taks sýndu að vissu marki hver áhrif sjúkdómsins eru á fólk. I könnuninni, sem gerð var í Boston og New York, kom í ljós að Herpes var sá sjúkdómur, sem menn vildu síst af öllu fá. Þó fer fjarri því, að hann sé sá hættu- legasti, sem menn geta náð í. Það, sem líklegast hefur gert það að verkum, að flestir svöruðu á þessa leið, er sú staðreynd að sýking virðist hafa í för með sér skerta kynorku. Þá eru einnig dæmi þess að þeir sýktu fyllist ofsalegri bræði. Há- skólakennari í Atlanta í Georgíu skýrði t.d. frá því, að hann hefði orðið svo reiður er hann vissi að hann hefði sýkst af Herpes, að hann hefði ákveðið að sýkja eins margar konur og hann mögulega gæti. Ennfremur og síðast en ekki síst sagðist helmingur þeirra, sem könnunin náði til og höfðu sýkst, hafa gefist alfarið upp á kynlífi, a.m.k. um stundarsakir. „Mér fannst ég vera úr leik það sem eft- ir væri ævinnar," sagði kona, sem fékk sjúkdóminn. Settir hafa verið á stofn hópar fólks sem sýkst hafa af Herpes, líkt og um áfengissjúklinga væri að ræða, sem koma saman reglu- lega. Getur fólk, sem fengið hefur sjúkdóminn, komið á fund þessara hópa og rætt vandamál sitt innan hóps, sem þekkir það af eigin raun. Hefur árangur orðið góður af þessum starfshópum og fjöldi fólks hefur sagst hafa allt önnur viðhorf til sjúkdómsins og þá jafn- framt til dagslegs lífs eftir að hafa sótt slíka hópfundi. „Mér líður allt öðru vísi eftir að hafa farið á slíkan fund. Þarna finn ég fólk, sem hefur átt við eða á við sama vandamál að stríða, og hefur lært að umgangast það og bregðast við því á réttan hátt. Viðhorf mín til kynlífs hafa breyst og nú legg ég meira upp úr því að finna fastan förunaut en að sænga hjá einni í dag og annarri á morg- un,“ segir sölumaður frá Balti- more. ______________________25_ Sjómenn á Jótlandi: Vilja setja löndunar- bann á Norðmenn Osk>, II. á)(úst. Krá fréttaritara Mbl. Jan Krik Ijiurr SJÓMENN í danska bænum Thyb- orön á Vestur-Jótlandi hafa að und- anförnu verið að reyna að fá starfsbræður sína og starfsfólk í fiskvinnslu í tlirsthals og Hanst- holm til að neita að afgreiða norsk skip. Astæðan fyrir þessu er sú að tveir bátar frá Thyborön voru staðnir að veiðum á norsku yfir- ráðasvæði með of litla möskva- stærð og sektaðir og veiðarfæri þeirra gerð upptæk. Telja sjómenn í Thyborön að þeir hafi verið órétti beittir af hálfu norskra yf- irvalda og vilja ná sér niðri á norskum kollegum sínum með því að meina norskum skipum landan- ir á Jótlandi. Allt bendir til þess að þessar ráðagerðir fari út um þúfur þar sem þær hafa engar undirtektir fengið í Hirsthals og Hanstholm. Ásökunum dönsku sjómannanna um að norska landhelgisgæzlan legði þá í einelti og beitti þá mis- rétti hefur verið vísað á bug í Nor- egi og Thor Listau, sjávarút- . vegsmálaráðherra Noregs, sagði í dag, að nákvæmlega sömu reglur giltu um veiðar norskra skipa og hinna dönsku á umræddu svæði. Allt í fullum gangi Mittisjakkar unglinga peysur barna náttföt unglingaskyrtur sjóliðapeysur dömublússur dömuanorakkar m/hettu pils kjólar herrajakkar herranáttföt pilot skyrtur kr_299tf0 kr.-199tf0 kr. -99r95 kr. kr. kr>299tf0 kr.^99^0 kr.J-99OT kr_329tfO kr. 499^0 kr. 129^0 kr.;U9tfO kr. 199.00 kr. 129.00 kr. 69.95 kr. 49.95 kr. 49.95 kr. 199.00 kr. 359.00 kr. 99.95 kr. 199.00 kr. 399.00 kr. 79.95 kr. 89.95 Verslanir í Reykjavík eru í Skeifunni 15, Lækjargötu og Kjörgarði og á Akureyri að Norðurgötu 62. Sími póstverslunar er 30980. HAGKAUP A Opið í kvöld til kl. 22 Hagkaup Skeifunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.