Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 Ríkisútvarpið/hljóðvarp á Akureyri: Fyrsta útsending hjá föstu FYRSTA úLsondinn frá Akurovri eftir aú fast starfsfólk var rártirt virt Ríkis- útvarpirt/hljóðvarp þar, verður á laug- ardaginn kemur. I*ar verrtur blönduð dagskrá í tali og tónum frá Blöndu- ósi, Saurtárkróki, llúsavík, Kaufar- höfn «(< Akureyri. Koma þar fram um 20 manns. Að sögn Jónasar Jónassonar, hefur verið töluvert um upptökur á Akureyri fyrir hljóðvarpið. Hafa verið sendir þangað menn að sunn- an tii upptöku. En núna væri í fyrsta sinn ráðið fast starfsfólk fyrir norðan. Væri hann fluttur og seztur þar að. Sagðist kunna vel við sig fyrir norðan. Þetta væri ósköp Reykvíkingafé- lagið endurreist ÁKII) 1940 var stofnart i Keykjavík svonefnt Keykvíkingafélag sem starfarti i nánum tengslum virt Minjasafn Keykjavíkurhorgar, nú Árbæjarsafn. Hefur þetta félag ekki verirt starfrækt undanfarin ár en áhugi hefur nú vaknart á art endur- reisa þart og stofna um leirt Vinafé- lag Árbæjarsafns. Erlendis eru slík vinafélög safna víða starfandi. Þau vinna að auknum tengslum á milli safna og almennings og aðstoða söfnin við fjáröflun og fleira. Er ntí starfandi undirbúnings- nefnd í Reykjavík sem vinnur að því að endurreisa gamla Reyk- víkingafélagið og hvetur hún gamla félagsmenn að fjölmenna á almennan fund að Hótel Borg hinn 18. ágúst nk. kl. 20.30. (KrétUtilkynning.) starfsliði indælt. Búinn að kveðja Reykjavík í bili og væri að venja sig við. Norð- lendingar væru gott fólk og hann gæti lynt við flesta. Jónas sagði, að Ríkisútvarpið hefði keypt húsnæði sem afhent yrði um mánaðamótin septem- ber/október. Yrði það með tveimur upptökuherbergjum, þar sem í öðru sæti væri unnt að taka upp leikrit, strengleika, kóra o.fl. En verið væri að teikna það núna og hanna. Það myndi bætast mikið við, þegar þeir væru farnir úr Hljóðhúsinu og fengju ný upptökutæki og tvö upp- tökuherbergi. Þannig myndi fjöl- breytni efnis úr Norðurlandi aukast. Um hvort framhald yrði á út- sendingum að norðan, sagði Jónas, að það yrði tíminn að leiða í ljós. Þeir væru 2 ráðnir fyrir norðan, hann og Björn Sigmundsson tækni- maður. Jafnframt yrði Árni Jó- hannsson lausráðinn til að leysa af og til að taka upp út um byggðir Norðurlands. Þeir gætu ekki lokað á meðan. En það ætti að auka sam- band við fréttaritara og þar með fréttastreymi frá Norðurlandi. Leiðrétting í FRÁSÖGN í blaðinu í fyrradag af vinarbæjamóti Siglufjarðar, sem haldið var í Finnlandi, var ranglega sagt, að Tammerfors væri sænska nafnið á bænum Kangasala. Rétt er, að um sinnhvorn bæinn er að ræða, sem standa í nágrenni hvers annars. Finnska nafnið á Tammerfors er Tampere. Beðið er velvirðingar á mistökunum. íkveikja við Kjötbúðina Borg: Frystitæki og matvæli skemmdust KVEIKT var í sorptunnum á bak virt kjötbúðina Borg á Laugavegi seint í fyrrakvöld og kviknaði í frysti- geymslu sem þar er, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá rann- sóknarlögreglunni i gær. Fljótlega tókst að ráða niður- lögum eldsins. Nokkrar skemmdir urðu á geymslunni og einnig á kjöti sem þar var. Mál þetta er í rannsókn. Jarðborinn Jötunn fastur JARÐBORINN Jötunn, sem hefur verirt virt boranir i Kröflu undanfar- ið, er fastur og hefur verirt það í um vikutíma. Art sögn Gunnars Inga Gunnarssonar, startartæknifræðings í Kröfluvirkjun, má gera ráð fyrir art það geti tekirt viku i viðbót að losa borinn. Ekki er óalgengt að borar sem þessi festist og kvart Gunnar þá hafa verirt heppna að því leytinu hingað til. Þetta kemur til mert art tefja boranir um jafn langan tima og það tekur aö losa borinn. Jötunn hefur verið við boranir í Kröflu í sumar. Ætlunin er að hann bori þar þrjár holur og að því verki verði lokið seinnipartinn í september. Þegar hefur ein hola verið boruð, en borinn er fastur í annarri holunni á 1400 metra dýpi, en sú hola er orðin 1800 metrar á dýpt og festist borinn þegar verið var að taka hann upp til að athuga hvern árangur bor- unin hefði gefið. Dýpi borholanna við Kröflu er þetta á bilinu 1900—2100 metrar yfirleitt. Kostur á að kynnast bandariskri kvikmyndagerð utan múra Hollywood: Þriðja Ameríska kvikmyndavik- an hefst í Tjarnarbíói um helgina Úr myndinni „Hemrtland", sem sýnd verrtur á laugardag í Tjarnarbíói. Leikstjóri myndarinnar er Richard Pearce og hefur hún hlotirt afar góða dóma og unnirt til verðlauna í Bandarikjunum. Þrirtja Ameríska kvikmyndavikan hefst í Keykjavík um helgina og eins og undanfarin tvö ár er þart íslensk- ameríska félagið sem stendur fyrir þessari kynningu á þvi sem er efst á baugi í amerískri kvikmyndagerð utan múra flollywood. íslensku kvikmyndaáhugafólki ætti því art vera fengur í þessum myndum, sem verrta sýndar í Tjarnarbiói dagana 14.—21. ágúst nk. Vikan í ár er tileinkuð svonefndum „sjálfstæðum" kvikmyndum, sem allar eru í fullri lengd og flestar leiknar. Með orð- inu „sjálfstæður“, er átt við kvikmyndir sem eru fjármagnaðar af kvikmyndagerðarfólkinu sjálfu eða fyrir opinber framlög. Þetta fólk hefur því algerlega frjálsar hendur við gerð mynda sinna og þarf ekki að lúta vilja annarra eins og svo algengt er þegar stór kvikmyndaframleiðslufyrirtæki eiga hlut að máli. „Sjálfstæða" kvikmyndagerðin er töluvert svæðabundin og hefur sprottið upp í ýmsum amerískum borgum, þar sem myndast hafa kjarnar kvikmyndagerðarfólks er hefur fremur kosið að reyna að skapa sér starfsaðstöðu í heima- borgum sínum, í stað þess að halda á vit Hollywood eins og ai- gengast er. Ber í þessu sambandi helst að telja borgirnar New York, Boston og San Francisco. Þetta kvikmyndagerðarfólk fjallar því oftast um málefni sem tengjast þeirra eigin reynslu og meðhöndlar það á mun opinskárri og raunsæjari hátt en hingað til hefur þekkst í amerískri kvik- myndagerð. Málefni svo sem kyn- þáttavandamál, kvennabaráttu og stéttabaráttu. Málefni sem fram að þessu hafa þótt of viðkvæm og því ekki átt upp á pallborð kvik- myndaframleiðenda sem aðeins eru að hugsa um stundargróða. Kvikmyndirnar sem hér eru sýnd- ar eru flestar nýjar eða nýlegar og voru margar hverjar sýndar á kvikmyndavikum sem THE AM- ERICAN FILM INSTITUTE stóð fyrir í fimm amerískum borgum árið 1981. Þær kvikmyndir sem sýndar verða í Tjarnarbíói voru allar taldar höfða til íslendinga á einn eða annan hátt. Engu að síð- ur eru þær gerólíkar að gerð og inntaki, þó allar eigi það sameig- inlegt að fjalla um þjóðfélagsmál í einhverri mynd og séu gerðar fyrir minni fjárhæðir en almennt er venja um kvikmyndir í fullri lengd í Bandaríkjunum (30.000-500.000 $). Þótt mikil gróska hafi verið í þessari grein kvikmyndalistarinn- ar undanfarin ár í Bandaríkjun- um, hefur róðurinn engu að síður verið þungur fyrir „sjálfstæðu" kvikmyndina. Er það einkum vegna þess að erfitt er að fá þessar myndir sýndar í almennum kvikmyndahúsum þar sem þær þykja ekki nógu góður söluvarn- ingur og hafa ekki til að bera tæknilega fullkomnun Holly- wood-framleiðslunnar. Þess vegna hefur það fólk sem framleiðir slík- ar kvikmyndir stofnað með sér samtök er nefnast „THE INDE- PENDANT FEATURE MOVE- MENT“, sem kynnir myndirnar og reynir að fá þær sýndar innan Bandaríkjanna sem utan. Hefur félaginu orðið töluvert ágengt og hafa margar þessara kvikmynda hlotið verðlaun og viðurkenningar víðsvegar um heim. Að sögn Sigurjóns Sighvatsson- ar, kvikmyndagerðarmanns, sem er nú sem fyrr einn aðalhvata- maður Amerísku kvikmyndavik- unnar, er það von þeirra er að fyrirtækinu standa, að með sýn- ingum þessara kvikmynda hér á landi fái íslenskir kvikmyndaunn- endur ekki aðeins þverskurð af þessari tegund kvikmyndagerðar, eins og hún er í Bandaríkjunum í dag, heldur jafnframt betri innsýn inn í það þjóðfélag sem myndirnar fjalla um. Ameríska kvikmyndavikan hefst, eins og áður sagði laugar- daginn 14. ágúst og verða sýningar fyrstu þrjá dagana sem hér segir: Laugardagur 14. ágúst: kl. 3 Hjartaland, kl. 5 Kaffistofa kjarn- orkunnar, kl. 9 Kaffistofa kjarn- orkunnar, kl. 11 Neðanjarðar- knaparnir. Sunnudagur 15. ágúst: kl. 3 Kaffistofa kjarnorkunnar, kl. 5 Hjartaland, kl. 9 Kaffistofa kjarn- orkunnar, kl. 11 Varanlegt frí. Mánudagur 16. ágúst: kl. 5 Tylftirnar, kl. 9 Yfir — undir, ská- hallt niður, kl. 11 Chan er týndur. Myndirnar, sem sýndar verða eru tiu talsins og af ýmsum toga: Kaffistofa kjarnorkunnar: Ein- stök heimildarkvikmynd sem unn- in er úr gömlum áróðurskvik- myndum Bandaríkjastjórnar um kjarnorkusprengingar og áhrif þeirra. Á kaldhæðnislegan hátt er okkur sýnt hvernig stjórnvöld og fjölmiðlar í Bandaríkjunum reyndu að telja almenningi trú um ágæti kjarnorkusprengjunnar fyrir þrjátíu árum. Iljartaland: Landnám vestursins séð frá sjónarhóli konunnar, Frábærlega gerð kvikmynd sem lýsir vel erfiðleikum frumbýlinga í Wyoming-fylki í Bandaríkjunum upp úr aldamótum. Clarence og Angel: Raunsæ og áhrifamikil lýsing á lífi tveggja hörundsdökkra drengja í Harl- em-fátækrahverfinu í New York. Ein af fáum kvikmyndum sem gerð er af svertingja og fjallar um svertingja og vandamál þeirra. Neðanjarrtarknaparnir: Óvenjuleg kvikmynd sem fjallar um líf þeirra sem búa á útjaðri þjóðfé- lagsins. Eitt helsta verk amerísku nýbylgjunnar sem á upptök sín í neðri hluta Manhattan-eyju. Varanlegt frí: Ljóðræn kvikmynd sem endurspeglar vel örvæntingu amerískrar pönkæsku. Yfir — undir, skáhallt nirtur: Kvenfrelsi og stéttabarátta eru meginþemu þessarar kvikmyndar sem unnin er af pólitískum starfshópi í San Francisco og fjallar um iðnverkamanninn Ray og fjölskyldu hans. Tylftirnar: Kvikmynd sem gerð er af konu og fjallar um unga af- brotakonu sem reynir að aðlagast þjóðfélaginu á nýjan leik eftir tveggja ára dvöl í fangelsi. Chan er týndur: Fyrsta kvik- myndin sem fjallar á raunsæjan hátt um líf bandaríkjamanna af kínverskum ættum í San Franc- isco. í leit sinni að smáglæpa- manninum Chan, leiða leigubíl- stjórinn Jó og bróðursonur hans, Steve, áhorfandann í gegnum hin mismunandi lög í lífi þessa þjóða- brots sem býr í Kínahverfinu í San Francisco. Fjölskyldufyrirtæki: Er ameríski draumurinn hilling eða höndlan- leg hamingja? Howie Snider pizzuframleiðandi í Indianafylki í Bandaríkjunum rekur sig á að draumurinn er am.k. ekki innan seilingar. Jafnvel þótt menn leggi allt sitt undir og þræli nótt sem nýtan dag, þá ná endarnir vart saman. Frábær heimildar- kvikmynd um líf dæmigerðrar, amerískrar millistéttarfjölskyldu. Hinir sjö Secaucus snúa aftur: Gamansöm lýsing á lífi nokkurra róttæklinga sjöunda áratugarins tíu árum síðar. Amerísk hliðstæða við mynd Tanners, Jónas sem verður 25 ára árið 2000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.