Morgunblaðið - 13.08.1982, Page 22

Morgunblaðið - 13.08.1982, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 Minning: Ingibjörg Elísabet Bergmann Björnsdóttir Fædd 13. september 1903 fíáin 7. ágúst 1982 „Nú l«-gg óg augun aftur. (), («ud, þinn nádar kraftur mín veri vörn í nótt. /IC, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt.“ Nú er hún horfin sjónum okkar, mín ástkæra vinkona Ingibjörg. Ég á stórt safn af minningum um þessa yndislegu konu, allt frá frumbernsku minni. Þegar ég var í vöggu sat hún og ruggaði mér og þegar ég var orðin eldri, tók hún mig á kné sér og söng: „Ride, ride ranke", danska vísu sem hún lærði þegar hún var lítil stúlka og bjó í Kaupmannahöfn. Mér er það sérstaklega minn- isstætt hversu erfitt mér þótti að segja bless við hana eftir skemmtileg kvöld sem við áttum saman suður í Hafnarfirði, en þangað kom hún oft í viku. Ég há- grét alltaf þegar hún sagðist þurfa að taka næsta strætisvagn til Reykjavíkur. Ingibjörg kunni ráð við því, hún lagðist hjá mér upp í rúm og sagði mér falleg ævintýri eftir H.C. Andersen og þegar ég fór að þreytast, spurði hún mig „hvort við ættum ekki að loka aug- unum og hvíla okkur í 5 mínútur" og auðvitað sofnaði ég. Þrátt fyrir 47 ára aldursmun á okkur hafði Ingibjörg þá sérstöku hæfileika að lifa sig inn í þá leiki og áhugamál, sem barnið og ungl- ingurinn átti. Þegar ég var um það bil 7 ára gömul, hélt ég því fram af mikilli ákveðni að hún Ingibjörg mín væri bara 19 ára, og man ég vel eftir mörgum þrætum sem ég átti við fólk út af þessari fullyrð- ingu minni. Er ég var 9 ára gömul fór ég í mína fyrstu utanlandsferð ásamt fjölskyldu minni og Ingibjörgu. Við ferðuðumst til Mallorca, Barcelona, Parísar og London. Ingibjörg var dásamlegur félagi minn í þessari ferð eins og alltaf. Hún var óþreytandi við að sýna mér allt það markverðasta á hverjum stað, og er það mér enn í fersku minni, hve fróð hún var um þessa merku staði. Endalaust gæti ég talið upp þær yndislegu minningar sem ég á um hana Ingibjörgu mína frá bernsku- og æskudögum mínum. Þær mun ég ávallt geyma, ásamt djúpu þakklæti fyrir þann ómet- anlega þátt, sem hún átti í uppeldi mínu. Ég giftist mjög ung og við eign- uðumst frumburð okkar. Hann var skírður Björn Ingi og varð strax sólargeisli hennar, síðan fæddist dóttirin Elísa Guðrún og sonurinn Þórður Rúnar. Reyndist hún þeim öllum sem besta amma. Hún var alltaf tilbúin til að leika við þau, segja þeim sögur og miðla þeim af fróðleik sínum. Hún vakti yfir heilsu þeirra og velferð. Allt til dauðadags var það henni mikið kappsmál að fylgjast með öllu þvi, sem börnin voru að gera. Ég þakka Guði fyrir að börnin okkar fengu að njóta hennar í svo ríkum mæli. Ingibjörg stóð ávallt við hlið okkar hjónanna og var stoð okkar og stytta. Við gátum alltaf leitað til hennar til að fá ráðleggingar við hinum ýmsu vandamálum lífsins. Tók Ingi- björg mikinn þátt í gangi lífs okkar, hvort sem vel eða illa gekk. Hafi hún þakkir fyrir alla þá tryggð sem hún sýndi okkur hjón- unum. Ingibjörg hafði stórbrotinn og sterkan persónuleika. Hún var mjög greind kona og vel menntuð. Það þurfti mikinn kjark og þrek fyrir fátæka stúlku að ljúka stúd- entsprófi í þá daga, en hún átti 60 ára stúdentsafmæli í vor. Eftir stúdentspróf hafði hún hug á því að læra læknisfræði en af því varð ekki vegna fjárhagsörðugleika. Hóf hún þá störf hjá Landsbanka Islands og starfaði þar sem gjald- keri en síðustu starfsárin var hún aðalféhirðir bankans. Hún Ingibjörg elskaði náttúr- una, fegurð föðurlandsins og þeirra mörgu landa sem hún heimsótti. Lítið blóm, lítill fugl eða sólargeisli af himnum gladdi hana svo innilega að hún ljómaði yfir þessum gjöfum. Á sumar- kvöldum gekk hún oft út í Örfiris- ey og naut þar sólarlagsins og horfði á fjallahringinn sem hún hreifst svo af. Við sem yngri erum kunnum ekki alltaf að meta þessa yndis- legu þætti lífsins á þann sérstæða hátt sem hún gerði. Síðustu árin þurfti hún Ingi- björg mín að dveljast langdvölum á Landakotsspítala. Aldrei heyrði ég hana kvarta yfir veikindum sínum, eða þeim erfiðu aðgerðum sem hún þurfti að ganga í gegnum. En hún talaði oft um, hversu þakklát hún var hjúkrunarliðinu fyrir sérstaka umönnun og fyrir þær heimsóknir sem hún fékk. Lífsþróttur hennar var svo sér- stakur að okkur fannst það óskilj- anlegt sem á það horfðum. í sjúkdómsstríði sínu var það hún sem var gefandinn en við þiggj- endur. Allt fram til síðasta dags var hún Ingibjörg mín ung í anda og kynslóðabi! var ekki til í hennar huga. Við unga fólkið öfunduðum hana og dáðumst að mikilli lífs- gleði hennar, þreki og sálarró. Ég vil þakka öllu starfsfólki á deild 2-B á Landakotsspítala fyrir þá einstöku hjúkrun og vinsemd sem það veitti Ingibjörgu í sjúk- dómsstríði hennar öllu. Ég kveð mína ástkæru vinkonu í dag hinstu kveðju og þakka henni allt það, sem hún gaf mér og fjöl- skyldu minni með nærveru sinni. Ég trúi því að henni líði nú vel handan við móðuna miklu. Guðrún Ruth Viðarsdóttir „Hin langa þraut er lidin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er ordid rótt, nú sjpII er sijfur unninn og sólin björt upp runnin á bak vió dimma dauóans nótt.“ (V.B.) Kynni mín af Ingibjörgu, eða Goggu eins og hún stundum var kölluð, hófust fyrir u.þ.b. þremur árum, á heimili Ruth Barker að Hraunbæ 140 sem þá var. Var þar hennar annað heimili og búið að vera um árabil, þó enginn skyld- leiki væri á milli. Ekki get ég sagt að ég hafi kynnst Ingibjörgu mjög náið, fyrr en nú síðasta ár. Þann tíma dvaldi hún samfellt á Landakotsspítala, og lést þar að kvöldi þ. 7. þ.m. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Ekki kvartaði Ingibjörg undan veikindum sínum, heldur lét sem litið væri. Mundi ég ekki hafa láð henni það, því maður vissi hvað henni leið á stundum. Alltaf lék Ingibjörg á als oddi hvernig sem ástatt var, full af orku eins og hún ætti allt lífið fyrir höndum. Þann- ig var Ingibjörg. Manni fannst hún geta tekið þátt í nær hverju sem var. — Hún gat brugðið á leik eins og barn, samhliða heimspeki- legum hugleiðingum um alvöru lífsins. Framlag Ingibjargar til þeirra, sem hún unni, var ávallt mikið og ríkulega veitt bæði á andlegu og veraldlegu sviði, enda var hún sannur vinur vina sinna. Þessi fátæklegu orð eru á engan hátt megnug að lýsa þeim stór- brotna og sérstaka persónuleika sem Ingibjörg hafði að geyma. Vil ég því ljúka þessari kveðju með því að þakka Goggu allar sam- verustundirnar og þann hlýhug sem hún veitti. Það mun ég geyma um aldur og ævi. Ættingjum og aðstandendum öllum, votta ég mína dýpstu samúð. Guð veri með henni. „Nú héóan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauóans dimmum sal. ÍJr inni harms og hryggóa (il helgra Ijóssins byggða far vel í (iuös þíns gleóisal." (V.B.) Heimir Guðmundsson Árið 1936, þegar Menntaskólinn hóf námsár sitt, flutti ég til föður míns á Öldugötu 2. í húsi föður míns voru margir vistmenn og á sömu hæð og herbergi mitt var, höfðu íbúð þær mæðgur Sigrún Bergmann og dóttir hennar Ingi- björg Bergmann Björnsdóttir, gjaldkeri í Landsbankanum. Var það mér mikið happ því þegar í stað tókst með okkur innileg vin- átta sem staðið hefur uppstyttu- laust allt frá þeim tíma og til þessa dags. Þegar móðir mín var unglingur kom hún til náms í Hússtjórn- arskólann í Reykjavík, sem þær áttu og ráku með myndarbrag frökenarnar Hólmfríður Gísla- dóttir og Ingunn Bergmann. Hús- mæðraskólinn var þá til húsa í Iðnó. Ingibjörg var í Kaupmanna- höfn sem barn og flutti til íslands þegar hún var sjö ára. Fröken Ing- unn var móðursystir hennar og mun hún hafa verið heimagangur hjá Ingunni og kynntust þær þar, móðir mín og Ingibjörg. Eftir að við Ingibjörg kynntumst fór ég með hana í heimsókn til móður minnar og tóku þær þá þegar upp gamlan kunningskap og héldu uppi góðri vináttu á meðan þær lifðu báðar. Ingibjörg var trúnaðarvinur minn og leitaði ég ekki síður til hennar en foreldra minna. Þannig var það til dæmis Ingibjörg sem lánaði mér peninga, sem gerði mér mögulegt að setja upp fyrsta at- vinnufyrirtæki mitt, en það var þegar ég var um tvítugt og enn í skóla. Þegar mamma fór að eignast barnabörn varð Ingibjörg þeim öllum sem önnur amma, og hefur það verið svo allt til þessa dags. Ingibjörg var daglegur gestur á heimili okkar og eyddi því flestum hátíðum hjá okkur síðustu 40 árin. Þetta breyttist ekkert þótt hún flytti frá okkur í eigin íbúð á Vest- urgötu 55 og þótt mamma flytti í Hafnarfjörð. Til dæmis má nefna að Ingibjörg hafði ætíð lykil að íbúð minni á Öldugötu 2 og kom þar marga morgna og drakk þar morgunkaffið með mér. Þá var það lengst af venja að öll fjölskylda okkar eyddi jólunum í Hafnarfirði hjá móður minni og þá auðvitað Ingibjörg líka, en fór þaðan í jólaboð til vina sinna í Reykjavík, en hélt til hjá mömmu eins og við hin svo lengi sem jóla- leyfið entist. Það eru ekki fáar gleði- og sorg- arstundir sem Ingibjörg hefur eytt með okkur bæði hérlendis og erlendis. Eftir að Ingibjörg hætti að vinna, ferðaðist hún mikið til út- landa og bauð þá oft einum eða fleirum af barnabörnunum með sér. Það er því víst að við munum öll sakna Ingibjargar á hátíðum og gleðistundum. Ég bið Guð að blessa Ingibjörgu og þakka henni samveruna fyrr og síðar. Ragnar Þórðarson Nú er hún elsku Ingibjörg (Gogga) okkar farin til Guðs. Við vitum að Guð er búinn að taka á móti henni og nú líður henni vel hjá honum og ástvinum sínum. Hún var alltaf eins og amma okkar og tilbúin til að taka okkur í hálsakotið sitt og gleðja okkur, þegar við vorum leið. Éinu sinni vorum við eitt sumar í Siglufirði og þá kom Ingibjörg okkar oft í heimsókn með litlu flugvélinni. Við hlupum í fangið á henni og fengum hálsfesti, en það kallaði hún faðmlögin sín. Hún fór með okkur upp í fjallshlíð og við tíndum jurtir sem við höfðum aldrei áður þekkt. Hún sagði okkur hvað þær hétu og hvernig fólkið notaði þær í gamla daga. Síðan kenndi hún okkur að búa til te úr þeim. Þegar við fluttum til Svíþjóðar fyrir fjórum árum, fór Ingibjörg með okkur. Hún vildi hjálpa okkur að komast yfir þá erfiðleika sem lítil börn þurfa að ganga í gegnum þegar þau flytja í ókunnugt land. Hún skildi þetta svo vel vegna þess að hún var bara 7 ára þegar hún flutti frá Kaupmannahöfn til Islands. Við vorum 18 tíma á leiðinni um hávetur og í miklum kulda. En tíminn er svo fljótur að líða af því að hún sagði okkur margar falleg- ar sögur og spilaði við okkur. Þeg- ar okkur var orðið kalt og við orð- in syfjuð breyddi hún yfir okkur pelsinn sinn. Daginn eftir vakti hún okkur systkinin, til að fara út og skoða umhverfið. Það var mikill snjór og 17° frost, en það stoppaði nú ekki hana Ingibjörgu okkar. Okkur fannst svo skrítið þegar Ingibjörg fór í sólbað í snjónum og notaði sjóinti í staðinn fyrir sól- arkrem og varð alveg dökkbrún. Hún kom oft í heimsókn til okkar í Svíþjóð og alltaf var jafn gaman að fá hana. Af því að Ingi- björg var hjá okkur var þetta ár í Svíþjóð miklu auðveldara. Ingibjörg þurfti að vera lengi á spítalanum og hún var mikið veik, en við fundum það ekki fyrr en síðustu dagana. Hún var alltaf jafn kát og glöð að sjá okkur og áhugasöm að vita hvernig okkur gengi í skólanum og með áhuga- málin. Við söknum hennar mikið, en hún verður alltaf í huga okkar. Við munum aldrei gleyma öllu því góða sem hún kenndi okkur. „Vertu jfir og allt um kríng meú eilfifri blestmn þinni Sitji (.u<Vs englar naman í hring senginni jfir minni.“ Bjöm Ingi, Elísa Guðrún og Þórður Rúnar. n W M M H >1 f« M >« M M U í! || .M. 1« -JI II M M I* M 11 tl 11 M II + Þökkum öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur, tengdamóöur, ömmu, langömmu og systur okkar, ÁSTU JÓNSDÓTTUR, Garövangí, Garöi, Ingibjörg Kristinadóttir, Gunnar Garöarsson. barnabörn, barnabarnabörn og systkini. + Frænka okkar, SIGRÍDUR MARÍA GUDMUNDSDÓTTIR frá Æöey, andaöist á Grensásdeild Borgarspítalans 11. þ.m. Systkinabörn. Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför SIGURJÓNS KRISTJÁNSSONAR frá Brautarhóli f Svarfaöardal. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks, hjúkrunarliös og lækna á Landakotsspitala, ennfremur alúöarþakklr til safnaöarstjórnar, orgelleikara og kórs Fíladelfíukirkjunnar i Reykjavik. Fyrir hönd vandamanna, Sigríður Sigurðardóttir, Hringbraut 59, Keflavík. + Sonur okkar, bróöir og mágur, BIRGIR TRAUSTASON, Hólagötu 2, Vestmannaeyjum, er lést 4. ágúst, veröur jarösunginn frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum, laugardaginn 14. ágúst kl. 2 e.h. Sjöfn Ólafsdóttir, Trausti Marinósson, Marinó Traustaaon, Ólafur Traustason, Ómar Traustason, Svava Gísladóttir og aörir ættíngjar. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför ÓLAFS BJARNASONAR frá Brimilsvöllum. Starfsliöi öldrunardeildar Landspítalans ber sérstakur heiöur og þökk fyrir frábæra umönnun og nasrgætni viö gamla manninn. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Hlíf Ólafsdóttir, Bjarni Ólafsson, Björg Ólafsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Siguröur Ólafsson, Magnús Hallgrimsson, Marta Kristjánsdóttir, Sigurjón Sigurösson, Jóna Ágústsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.