Morgunblaðið - 13.08.1982, Side 14

Morgunblaðið - 13.08.1982, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 Útgefandi nlifgifrife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. „Banabiti“ nr. 1 Eins og mönnum rekur minni til vann Alþýðubandalagið nokkurn kosningasigur 1978 eftir háværa áróðursherferð gegn nokkurri skerðingu á verðbótum launa, sem gripið var til sem liðar í fjölþættari verðbólguhömlum það ár. Tekizt hafði að ná verðbólgu niður úr 50—60% ársvexti undangeng- in ár í 26—27% í byrjun árs 1977, er hún tók á ný mikinn vaxtarkipp í kjölfar óraunhæfra kjarasamninga það ár. Gagnráðstafanir mættu hatrammri andstöðu Alþýðubanda- lagsins, sem hafði hönd í bagga með ólöglegum verkföllum og útflutningsbanni á sjávarvöruframleiðslu og víðfeðmari blekkingaherferð í þjóðfélaginu en dæmi eru um á síðari árum. Annað mál er að eftir að Alþýðubandalagið komst í ríkis- stjórn, í kjölfar Alþingiskosninga 1978, þegar kjörorð þess vóru „kosningar eru kjarabarátta" og „gegn kaupráni", en síðan þá hefur það nærri samfellt setið á valdastólum, hefur verið gripið oftar og freklegar til kjaraskerðingar með stjórn- valdsaðgerðum, þ.e. lagabreytingum á gerðum kjarasamning- um, en í nokkurn sambærilegan tíma annan. Þegar Mbl. birti fyrir nokkru frétt þess efnis, að skerðing verðbóta á laun, væri einn af þáttum og máske meginþáttum efnahagsaðgerða, sem fjallað væri um í ríkisstjórn, ruku ráðherrar upp til handa og fóta og sóru af sér slíkar hugrenn- ingar, hver sem betur gat. Fréttin var kölluð „tilhæfulaus tilbúningur“, en olli þó þvílíku fjaðrafoki í stjórnarherbúðun- um, að lýðum var ljóst að hún hitti í mark. Þessa dagana er vísitöluskerðing launa eitt helzta ágrein- ingsefnið í stjórnarherbúðum. Alþýðubandalagið, sem er hik- andi við að höggva enn í sama knérunn „kjaraskerðingar", er klofið í afstöðu til þess, hvort flokkurinn eigi að samþykkja vísitöluskerðingu nú, þegar svo áliðið er kjörtímabils og skammt er í nýjar kosningar! Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, og fyrrv. formaður Alþýðubandalagsins, vill stíga þetta skref sem þátt í víðtækari efnahagsaðgerðum. Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, og núv. formaður þess, er einnig, skoðanalega, sáttur við aðgerðina, en óttast viðbrögð ASI og „verkalýðsfylgi" flokksins! Stendur nú stríð í forystu- liði Alþýðubandalagsins um þetta atriði og óvíst er með öllu í hvorn fótinn flokkurinn stígur í málinu. Það eru ekki „prins- ippið“ eða „mórallinn", sem vefjast fyrir forsjármönnum ráðherrasósíalismans, heldur óttinn við kjörseðilinn. En manna á meðal standa nú yfir fjörug veðmál um, hvort Alþýðubandalagið magalendi í áframhaldandi stjórnar- samstarfi og verðbótaskerðingu launa — eða taki áhættu af tvísýnum haustkosningum. Það eru fleiri en bóndinn á Berg- þórshvoli sem skapa spurningarmerki í íslenzkum stjórnmál- um líðandi stundar! Banabiti“ nr. 2 Þetta orð var í eina tíð ljótasta heitið sem talsmenn Al- þýðubandalagsins gátu valið öðrum flokki. Engir töluðu fjálglegar um hætturnar af „hávöxtum" fyrir láglaunafólk, húsbyggjendur og atvinnuvegi! Það fór ekki á milli mála í málflutningi Þjóðviljans, að Alþýðubandalaginu var stillt upp sem ósættanlegum höfuð- fjanda „hávaxta". Síðar fór flokkurinn í ríkisstjórn, formaður þess var m.a. bankaráðherra um tíma, og vextirnir héldu áfram að hækka í takt við verðbólguna! Eitt af því sem nú er fjallað um í ríkisstjórn er hækkun vaxta, annarra en af gengistryggðum lánum, um 6—8%, sam- hliða verulegri gengislækkun, sem einnig var ljótt orð fyrrum — í skrifum Þjóðviljans. En tímarnir breytast og mennirnir með. Og kokvídd Al- þýðubandalagsins er með ólíkindum. Hvað það etur ofan í sig í stjórnarráðinu þessa dagana — „það kemur í ljós í fyllingu tímans", svo notuð séu orð forsætisráðherra! * Guðjón Jónsson formaður MSI: „Sættum okkur ekki við frekari skerðingu“ „RÍKISSTJÓRNIN gerir þetta aldrei, það yrði aldrei samstaða um það í ríkisstjórninni að grípa til frekari skerðingar verðbóta á laun. Ég treysti á að alþýðubandalagsmennirnir í ríkisstjórninni komi í veg fyrir að gripið verði til frekari skerð- ingar núna 1. september. Ég tel þýðingarmikið að þeir séu í rík- isstjórninni einmitt til þess að koma í veg fyrir frekari skerð- ingu,“ sagði Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiða- sambands íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann var spurður um hver yrðu við- brögð verkalýðshreyfingarinnar ef ríkisstjórnin ákvæði að grípa til skerðingar verðbóta á laun sem þátt í efnahagsráð- stöfunum og hans sem stuðn- ingsmanns Alþýðubandalagsins ef Alþýðubandalagið tæki þátt í slíku. Guðjón sagði einnig í svari sínu: „Vísitalan hefur nú þegar verið skert eins og Ólafslög gera ráð fyrir, auk þess var í síðustu samningum gert ráð fyrir 2,9% skerðingu. Þetta er samtals um 4,4% skerðing. Það hefur legið ljóst fyrir síðan við gerðum síðustu kjarasamninga Guðjón Jónsson að vísitalan 1. september yrði skert sem þessu nemur. Með því að fallast á það er verka- lýðshreyfingin búin að gera ráð fyrir ákveðinni skerðingu og sættum við okkur ekki við frek- ari skerðingu. Ég á heldur ekki von á að Alþýðubandalagsráð- herrarnir leggi til né samþykki frekari skerðingu en þegar er ákveðin." — Hvaða áhrif telur þú að 6—8% hækkun vaxta hafi á hag launþega og ungra hús- byggjenda? „Það er mjög alvarlegt ef nú á að hækka vexti og það er al- gerlega rangt sem þáttur í lausn efnahagsvandans, sem nú virðist vera framundan. Fjármagnskostnaður atvinnu- rekstrarins er nú þegar mjög mikill vegna hárra vaxta og fjármagnskostnaður atvínnu- lífsins hlýtur að vaxa ef vext- irnir verða hækkaðir. Vaxtahækkun gerir hlutina miklu erfiðari fyrir allan al- menning og ekki síst þá sem eru að reyna að eignast hús- næði og taka til þess lán. Nú þegar eru flest lán sem hús- byggjendur fá verðtryggð og sé ég ekki að þörf sé á að hækka þá vexti. Það er fráleitt að hækka vextina nú. Þeir eru býsna háir fyrir. Ég tel miklu jákvæðari aðgerð í efnahagsmálunum að lækka vexti en að hækka þá. Það gerði ýmsum atvinnufyr- irtækjum aðveldara fyrir, minnkaði fjármagnskostnað atvinnulífsins og örvaði það og auðveldaði einnig fólki að eign- ast sitt eigið húsnæði." Hamrahlíðarkórinn kominn heim frá Belgíu: „Heillandi og strangur blær eyjar elds og ísa“ — segir í blaðadómi EINS og sagt hefur verid frá í Morg- unblaóinu tók Hamrahlíðarkórinn þátt í móti á vegum Samtaka evr- ópskra æskukóra, sem haldið var í Namur i Belgíu dagana 29. júli — 8. ágúst. Nú hafa Morgunblaðinu borist myndir frá veru kórsins í Belgíu, og má sjá nokkrar þeirra hér til hliðar. Þátttaka kórsins í mótinu tókst mjög vel, að sögn stjórnanda hans, Þorgerðar Ingólfsdóttur. Það var 41 félagi Hamrahlíðarkórsins, sem fór með honum út til Belgíu og var fólk ánægt með ferðina og þótti hún takast vel. „Evrópa syngur" (Europa Cant- at), eins og hátíð Samtaka evr- ópskra æskukóra heitir, var nú haldin í áttunda skipti, en hátíðirn- ar eru haldnar þriðja hvert ár víðs vegar um Evrópu. Þetta er í þriðja skipti sem Hamrahlíðarkórinn tek- ur þátt í þessari hátíð, en hann er aðili að Samtökum evrópskra æsku- kóra. Ekki er um eiginlega keppni að ræða á mótinu, heldur er mótið fremur hugsað sem vettvangur fyrir kóra til að hittast á. Aðaltónleikar kórsins voru haldnir laugardaginn 31. júlí og tókust þeir mjög vel. Var kórinn ásamt sex öðrum kórum kjörinn til að halda sérstaka aukatónleika. Fóru þeir fram að kvöldi dags þriðjudaginn 4. ágúst og söng kór- inn þar ásamt kórum frá Japan og Búlgaríu. Var það mikill heiður fyrir kórinn, að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur, að verða fyrir valinu, því 80—100 kórar tóku þátt í mót- inu, og má gera ráð fyrir að milli 3 og 4 þúsund manns hafi verið með- limir í þeim. Þá hélt kórinn útitón- leika á sunnudeginum 2. ágúst. Skiptu áheyrendur þúsundum. Söngur kórsins fékk góða dóma. í blaðinu Vers l’Avenir frá 1,—2. ág- úst skrifar Maurice Gillet mjög Iofsamlegan dóm um söng Hamra- hlíðarkórsins, þar sem meðal ann- ars segir, að ungi söngstjórinn Þor- gerður Ingólfsdóttir hafi vissulega kunnað, með reisn, léttleika og ljoð- rænu, að fá út úr Hamrahlíðar- kórnum í Reykjavík heillandi og strangan blæ eyjar, elds og ísa. Margt söngfólk af kóramótinu, en því miður of fáir Namur-búar, hafi heyrt í kórnum. Um 40 piltar og stúlkur á aldrinum 17—22 ára hafi flutt þarna þjóðlög í þjóðbúningum sínum, brosandi, en af mikilli ná- kvæmni. Þarna hafi verið hlýjar raddir, rómantísk lög og öruggir hæfileikar. Gagnrýnandinn segir að þessir ungu listamenn hafi flutt þennan ákveðna laugardag um tug laga eft- ir ung tónskáld. Sum þeirra hafi ekki náð þrítugsaldri, en skrifi sér- stök kórverk tilbúin til söngflutn- ings. Er þar sérstaklega getið Hauks Tómassonar, 22 ára að aldri, sem sjálfur sé með í kórnum. En honum var sérstaklega fagnað á hljómleikunum þennan laugardag, eftir flutning á „Eitt tvö ljóð?“, sem hann hafi sérstaklega samið í ár fyrir félaga sína vegna hátíðarinn- ar í Namur. En áheyrendur hafi þó getað skilið hvert orð í laginu „Humoresque" eftir Jón Ásgeirs- son, þar sem textinn hafi saman- staðið af einu saman tra-la-la... Þegar tjaldið féll hafi þessi ánægju- legi hópur dreift sér út í salinn, áfram fram í anddyrið og út á stétt- ina, þar sem söngurinn hafi breyst í dans. Og í lokin talar gagnrýnand- inn um ísland og segir á íslensku með neðanmálsþýðingu, „Við höfum skemmt okkur vel“. Þýska sjónvarpið gerði 45 mín- útna langa mynd um mótið. Myndin var gerð með þeim hætti að fylgst Hamrahlíðarkórinn í dansi með áheyrendum sínum eftir tónleika i Place du Marcé-aux-Légumes. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 15 i 1 Ný brú yfir Svarfaðardalsá Þessa mynd tók Snorri Snorrason af brúarframkvæmdum á Svarfaðardalsá skammt frá Dalvík. Er þetta 80 metra löng brú, tvíbreið með gangstétt öðru megin, í 3 höfum með spenntri steinsteypu. Að sögn Péturs Ingólfssonar hjá Vegagerðinni, þá má búast við, að hún verði tekin í notkun í byrjun október. Kartöflukílóið á 17,50 kr. ÁKVEÐIÐ hefur verið verð á ís- lenzkum kartöflum í sumar. 2,5 kílóa poki kostar i smásölu 44,25 krónur og 5 kílóa poki 87,30. Sam- svarar það því að eitt kíló i 2,5 kílóa poka kosti 17,68 en 17,40 í stærri pokanum. Til samanburðar má geta þess að 2,5 kílóa poki af innfluttum kartöflum kostar 8 krónur, eða 3,20 krónur kílóið. Að sögn Gunnlaugs Þórðarson- ar, forstjóra Grænmetisverzlunar landbúnaðarins, er hér um sumar- verð að ræða og mun það síðan fara lækkandi. Sagði hann að nú fengju bændur 18 krónur fyrir kílóið en hefðu fengið 12 á síðasta ári. Nú væru bæði innlendar og erlendar kartöflur niðurgreiddar um 5,98 krónur kílóið. Hann sagði ennfremur að birgðir erlendra kartaflna hjá grænmetisverzlun- inni myndu líklega endast út næstu viku, en það færi þó eftir því hve mikið seldist af nýju inn- lendu kartöflunum og því hve mik- ið menn væru farnir að taka upp úr einkagörðum. Því væri ekki reiknað með meiri innflutningi fyrr en íslenzkar birgðir væru þrotnar, en væntanlega yrði þó eitthvað flutt inn af stórum kart- öflum til verksmiðjuvinnslu. Þýska sjónvarpH) kvikmyndar útitónleikana. Fri útitónleikum kórsina, þar sem fleiri þúsund iheyrendur hlýddu á. Kórinn að kenna vikivaka. var með ferð tveggja kóra á mótið og var islenski kórinn annar þeirra, sem fengið var að fylgjast með, hinn var ísraelskur. Var kórinn myndaður hér heima áður en hann fór á mótið við æfingar og dagleg störf. Síðan mynduðu þýsku sjón- varpsmennirnir kórinn í Namur við þátttöku í mótinu og það sem kórfé- lagar tóku sér fyrir hendur, þegar þeir voru ekki að syngja. Þá var tekið viðtal við stjórnanda kórsins, Þorgerði Ingólfsdóttur, þar sem hún hlýddi á tónleika. Gert er ráð fyrir að myndin verði ,sýnd í þýska sjónvarpinu 14. nóvember í haust og sagði Þorgerður að kórfélagar vonuðust eftir að íslenska sjónvarp- ið sæi sér fært að taka myndina til sýningar, en hún hefur verið keypt af mörgum þjóðum. Allir kórarnir tóku þátt í sam- vinnuverkefnum. Var 21 slíkt samvinnuverkefni á mótinu. Fengu kórarnir senda verkefnaskrá, þar sem þeir völdu þau verkefni, sem þeir höfðu áhuga á að taka þátt í. Æfðu þeir það svo áður en þeir fóru á hátíðina og síðan meðan á hátíð- inni stóð, með þeim kórum, sem þátt tóku í verkefninu með þeim. Hamrahlíðarkórinn valdi Sálma- sinfóníuna eftir Igor Stravinsky og flutti hana ásamt öðrum kórum og kórabrotum við lok hátíðarinnar, en að loknum flutningi hennar var hátíðinni slitið. Voru það alls um 200 manns, sem þátt tóku í flutn- ingnum, en hátíðinni lauk sunnu- daginn 8. ágúst. Kórinn fékk formlegt boð um að taka þátt í alþjóðlegri tónlistarhá- tíð í tsrael á næsta ári. Engin ákveðin svör voru gefin við þessu boði, en kórinn fékk einnig sam- skonar boð á hátíð í Rómaborg. Á mánudag og þriðjudag, 9. og 10. ágúst, að lokinni hátíðinni, var haldinn stofnfundur Alþjóðasam- taka kóra og kórstjóra (Internat- ionai Federation of Choral Music and Choire Conductors). Þorgerður Ingólfsdóttir var á stofnfundinum og er ísland fullgildur aðili að sam- tökunum. Þá réðist það á mótinu í Namur, að í apríl næsta vor kemur hingað svissneskur kórstjóri að nafni Willi Gohl, fyrir milligöngu Þorgerðar Ingólfsdóttur, og heldur hér kór- námskeið. Mun hann notast viö Hamrahlíðarkórinn við kennsluna. Skattaálagning í Vestmannaeyjum: Óskar Kristins- son skattakóngur ÁLAGNINGARSKRÁ skatta í Vestmannaeyjum 1982 verður lögð framl dag. Morgunblaðið hefur þegar skýrt frá heildarálagningu skatta þar en hér á eftir fer listi yfir skatthæstu menn og lögaðila í Vestmannaeyjum. Skatthæstu menn: 1. Óskar Kristinsson, útgerðarmaður, 1.587 þús. 2. Kristmann Karlsson, heildsali, 358 þús. 3. Einar Valur Bjarnason, læknir, 235 þús. 4. Björn ívar Karlsson, læknir, 231 þús. 5. Guðmundur Karlsson, alþingismaður, 205 þús. 6. Gísli Valur Einarsson, útgerðarmaður, 198 þús. 7. Guðfinnur Sigurfinnsson, læknir, 189 þús. 8. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri, 179 þús. 9. Sigurjón Guðjónsson, lyfsali, 178 þús. 10. Guðmundur Sveinbjörnsson, skipstjóri, 162 þús. Skatthæstu lögaðilar í Vestmannaeyjum eru: 1. Vinnslustöðin hf., 2.387 þús. 2. Fiskiðjan hf., 1.983 þús. 3. Isfélag Vestmannaeyja hf., 1.971 þús. 4. Hraðfrystistöðin í Vestmannaeyjum hf., 1.744 þús. 5. Vestmannaeyjakaupstaður, 1.556 þús. Skattaálagning á Vestfjörðum: Bolvíkingar með hæstu skatta að meðaltali ÁLAGNINGARSKRÁ sveitarfélaga í Vestfjarðaumdæmi 1982, vegna tekna og eigna 1981, liggja frammi 13. til og með 27. ágúst næstkomandi. Heildarskrár og álagningarskrá ísafjarðar liggja frammi á Skattstofunni. Álagningarskrár annarra sveitarfélaga liggja frammi á vegum hvers umboðsmanns eins og hann auglýsir. Heildargjöld einstaklinga nema 162 milljónum króna, þar af 821 þúsund hjá- börnum yngri en 16 ára. Hækkun heildargjalda frá upphæð í skattskrá árið 1981 nemur 57,28%. Álagning einstaklinga, 16 ára og eldri, samkvæmt ofansögðu hvílir á 7.247 aðilum, þannig að meðaltalsálagning er 22.240 krónur í umdæminu í heild. Meðaltalsálagning er aftur á móti hæst í einstökum sveitarfélögum sem hér greinir: Bolungarvík 27.777, Bíldudalur 27.334, ísafjörður 26.112, Patreksfjörður 24.131, Tálknafjörður 23.738. Hæstu gjaldategundir hjá einstaklingum, 16 ára og eldri, eru tekju- skattur 83,8 milljónir og útsvar 64,3 milljónir. Hæstu gjaldendur af einstaklingum eru: 1. Jón Fr. Einarsson, byggingaverktaki, Bolungarvík, 426 þús. 2. Hrafnkell Stefánsson, lyfsali, ísafirði, 382 þús. 3. Rut Tryggvason, kaupmaður, ísafirði, 341 þús. 4. Tryggvi Tryggvason, skipaafgr. Eimskips, ísafirði, 303 þús. 5. Guðfinnur Einarsson, forstjóri, Bolungarvík, 226 þús. Heildargjöld lögaðila nema 40,9 milljónum króna. Hækkun frá upphæð í skattskrá 1981 nemur 39,6%. Hæstu gjaldategundir eru aðstöðugjald 9,6 milljónir, lífeyristryggingagjald 8,9 milljónir, launaskattur 8,6 milljónir og tekjuskattur 5,2 milljónir. Hæstu gjaldendur af lögaðilum eru: 1. íshúsfélag Bolungarvíkur, Bolungarvík, 2.083 þús. 2. Norðurtanginn, hraðfrystihús ísafirði, 1.970 þús. 3. Einar Guðfinnsson hf., Bolungarvík, 1.755 þús. 4. íshúsfélag ísfirðinga, Isafirði, 1.306 þús. 5. ísafjarðarkaupstaður, 1.185 þús. Skattaálagning á Austurlandi: Skipstjórar hæstir ÁLAGNINGARSKRÁ skatta á Austurlandi 1982 verður lögð fram í dag. Mbl. hefur þegar sagt frá heildarskattálagningu en hér á eftir fer listi yfir skatt- hæstu menn annars vegar og skatthæstu lögaðila hinsvegar: Skatthæstu menn: 1. Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri, Eskifirði, 392 þús. 2. Sigurjón Valdimarsson, skipstjóri, Neskaupstað, 366 þús. 3. Eggert Brekkan, læknir, Neskaupstað, 353 þús. 4. Magnús Sigurðsson, verktaki, Seyðisfirði, 271 þús. 5. Rúnar Þór Hallsson, vélsmiður, Fáskrúðsfirði, 253 þús. 6. Ólafur M. Ólafsson, útgerðarmaður, Seyðisfirði, 247 þús. 7. Theódór Heiðar Pétursson, vöruflutningabílstjóri, Höfn, 244 þús. 8. Aðalsteinn Jónsson, útgerðarmaður, Eskifirði, 207 þús. 9. Björn Ólafsson, heiídsali, Höfn, 203 þús. 10. Guðmundur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Stöðvarfirði, 203 þús. Skatthæstu félög á Austurlandi eru: 1. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Höfn, 4063 þús. 2. Síldarvinnslan, Neskaupstað, 3630 þús. 3. Hraðfrystihús Eskifjarðar, Eskifirði, 2741 þús. 4. Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum, 2575 þús. 5. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfirði, 1566 þús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.