Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 11 — Hvað hefur Vesturland uppá að bjóða fyrir ferðamenn? „Vesturland hefur uppá allnokk- uð að bjóða. Samgöngur í lands- fjórðunginn eru mjög góðar. Þrír sérleyfishafar eru með ferðir í fjórðunginn. Það er flogið reglu- lega til Rifs og Stykkishólms. Akraborgin og flóabáturinn Bald- ur eru með ferðir í og um fjórðung- inn. Á þessu má sjá að ýmsir sam- göngumátar eru fyrir hendi. Gistingu af ýmsu tagi er hægt að fá allt eftir efnum og ástæðum hvers og eins. Hægt er að gista í tjaldi, fá svefnpokapláss, hjólhýsi eru til leigu og sumarhús. Allar gerðir af hótelum eru í fjórðungn- um bæði sumar- og heilsárshótel. Hótelin eru auðvitað mismunandi, en það eru til mjög glæsileg hótel á svæðinu. Mikið er af sögustöðum í landsfjórðungnum, margir hafa áhuga á slíkum stöðum. Á þessu svæði gerast margar velþekktar sögur svo sem Egilssaga, Eyr- b.vggja, Laxdæla og Sturlunga. Þeir sem hafa áhuga á slíku ættu að geta fundið eitthvað skemmti- legt. Sjóstangaveiði er aðeins að byrja hérna hjá okkur bæðj í Stykkishólmi og á Ólafsvík. Víðast hvar er hægt að komast á íþrótta- velli og í sundlaugar og 3 golfvellir eru á svæðinu og þar fram eftir götum. Það er ábyggilegt að hver ferða- maður á að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Vesturlandi." — Hefur þér fundist starf Ferðamálasamtakanna skila árangri? „Já, mér virðist þetta starf hafa skilað árangri, þó ekki verði það mælt í tölu ferðamanna, enda er mjög erfitt að eiga við slíkar mæl- ingar. Árangurinn felst fyrst og fremst í því að Ferðamálasamtök- in skuli hafa orðið til og hversu vel þau hafa farið af stað. Það er virkileg eining og samstaða innan þessa hóps, þetta eru margir aðilar sem hagsmuna hafa að gæta og at- hyglisvert að þeir skuli hafa sam- einast í þessum samtökum. Þessir aðilar hafa allir sýnt mik- inn áhuga og hafa lagt sig verulega fram, þeir eru reiðubúnir til að leggja allt sem þeir geta af mörk- um til að þessi starfsemi blómgist í framtíðinni. HBj. eitt brýnasta verkefni safnsins. Einari Jónssyni var það að sjálf- sögðu mikið kappsmál, að gifs- myndir hans yrðu steyptar í eir og í erfðaskrá sinni, sem var dagsett 11. sept. 1954, stofnaði hann sérstakan sjóð til að standa straum af þeim kostnaði. Jafnframt stendur orðrétt í erfðaskránni: „Ef gerð er bronz- afsteypa skal hún og frummyndin varðveitt í safninu.“ Þeim sem til þekkja í húsakynnum safnsins er það fullljóst að ekki er möguleiki að framfylgja þessu ákvæði í erfðaskránni, að koma fyrir nýj- um eirafsteypum til viðbótar þeim gifsverkum sem eru fyrir í safninu. Aftur á móti er þetta ákvæði erfðaskrárinnar athyglisvert þegar metin er sú tilgáta Kjartans Jónssonar, að í stöðu verkanna í húsinu og inn- byrðis afstöðu sé fólgin viss hugmynd. í samræmi við ofan- greint ákvæði á að bæta nýjum eirafsteypum við í sýningarsal- ina, án þess að það sé tilgreint nánar og af því leiðir að innbyrð- is staða verkanna breytist. Sú niðurröðun, sem Einar Jónsson gerði á verkunum í safninu virð- ist með skírskotun til þessa ákvæðis erfðaskrárinnar ekki hafa verið endanleg. Það skal að lokum tekið fram að það var að sjálfsögðu ljós- myndað og skráð hvernig um- horfs var í safninu áður en þess- ar breytingar voru gerðar. Ólafur Kvaran, forstöðumaö- ur Listasafns Einars Jónssonar, Hörður Bjarnason, formaður stjórnarnefndar safnsins. Þankabrot á ári aldraðra Eftir Sigrúnu Schneider Nýlega ræddi ég við háaldraða konu og áttum við ánægjulegar og fyrir mitt leyti mjög svo fróðlegar samræður. Þetta var góð stund og ég dái þessa konu fyrir dugnað og heilbrigðan skilning á öllu sem er að gerast í kringum hana. Einnig sagði hún svo skemmtilega frá liðnum dögum og frásagnargleði hennar var geislandi af fjöri. Hún sagði mér frá aldraðri konu, sem var hrókur alls fagnað- ar og hugsaði um hana þegar hún var barn. Það hlýtur að hafa verið stuttu eftir aldamótin, sem aldr- aða konan sinnti og skemmti þess- ari nú háöldruðu konu, með sögum og allskyns fróðleik. Á þessu getum við svo glögglega séð, að ár aldraðra hefur alltaf verið til staöar og verður um ókomna tíð. Viðmælandi minn, hin skemmtilega aldraða kona, sagðist einnig vera guði sínum og forsjón- inni innilega þakklát fyrir að geta ennþá fylgst með, þrátt fyrir ýmsa líkamlega kvilla sem eru ellinni fylgjandi. Að Iokum gat hún ekki dásamað nógu mikið, að geta verið heima hjá sér. Það jafnaðist ekk- ert á við það, að geta verið innan sinna heimilisveggja og á meðal þeirra muna sem eru manni svo kærir. Það voru þessi orð hinnar öldr- uðu konu, um gleðina yfir því að geta þrátt fyrir háa elli verið heima hjá sér, sem snertu mig. Nýlega var haldin sýning í til- efni árs aldraðra á Kjarvalsstöð- um og í tengslum við hana voru haldin sex málþing varðandi aldr- aða. Á þessum málþingum kom margt athyglisvert fram, sérstak- lega fannst mér sú málsgrein, að virða bæri rétt einstaklingsins til eðlilegs lífs og sjálfsákvörðunar, orð í tíma töluð, enda sjálfsögð mannréttindi. Við vitum, að það er ósk flestra aldraðra að dvelja á heimili sínu eins lengi og mögulegt er og til Sigrún Schneider þess að gera þeim það kleift, þarf að aðstoða þá á heimilum þeirra. Víða í Vestur-Evrópu er aðstoð af þessu tagi mjög umfangsmikil og að mörgu leyti háþróuð, enda krafist tilhlýðilegrar menntunar hjá þeim sem starfa að þeim mál- um. Mér er einnig kunnugt um, að ýmis félagasamtök veita slíka þjónustu fyrir utan þá opinberu. Það er unnið að því að fyrir- byggja vistun á stofnun í lengstu lög. Þessi þjónusta eykst með ári hverju og spannar í sumum tilfell- um yfir allan sólarhringinn, ef þörf krefur. Vísir að slíkri þjónustu hefur verið rekinn í nokkur ár á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur og í nærliggjandi bæjarfélögum. Væri ekki athugandi fyrir ýmis félagasamtök að veita þessari þjónustu stuðning sinn? Hvatt til breytinga á kommúnistaflokknum Belgrad, 10. ágúst. AP. HÁLFOPINBERT vikurit júgóslavn- esku stjórnarinnar, Danas, hvatti í grein til þess í dag að „umbætur" yrðu gerðar á kommúnistaflokki landsins, sem hefði ekki óskoraðan rétt til að stjórna Júgóslavíu. „Við verðum að losa okkur undan fortíðinni ... og að flokkurinn hafi i nafni sigursællar bylt- ingar rétt til að leiða þjóðfélagið," sagði í grein vikuritsins. Blaðið bætti við að innan komm- únistaflokksins yrði að komast a meira lýðræði og hann ætti að hætta að sýna vald sitt í nafni hinna vinn- andi stétta, því að þær væru fullfær- ar um að sjá um sig sjálfar og skapa það þjóðfélag, sem þær vildu búa í. i Þrotlaus rannsóknarvinna, endalausar þol- og veðrunar prófanir eru að baki — og útkoman er ÞAKVARI, lágglansandi þakmálning sem við ætlum að standist íslenska veðráttu harla vel, hörð veður og miklar og hraðar hitasveiflur. ÞAKVARI er málning á öll þök og annað bárujárn. Árangur sem hafa þurfti fyrír

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.