Morgunblaðið - 13.08.1982, Page 21

Morgunblaðið - 13.08.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 21 Lokakvöld í íþróltasal Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Þá koma foreldrar í heim- sókn. Sumarbúdir Hlíð- ardalsskóla 1982 getur verið mjög brýnt að gera breytingar á húsnæði, sem auð- velda fólki með takmarkaða ferli- getu að komast um húsið erinda sinna. Eins og með aðra þjónustu stofnunarinnar er ekki krafist greiðslu fyrir nauðsynlegar breyt- ingar af þessu tagi, hins vegar er óskað framlaga sem fólk á auðvelt með að greiða, svo sem vegna efn- iskaupa. Vinnan er að sumu leyti unnin af iðnaðarmönnum, að öðru leyti koma sjálfboðaliðar við sögu. Innkaupaferðir. Farið er með eldra fólk sem þess óskar aðra hverja viku í verslunarferðir. Þessar ferðir eru tímafrekar, sækja þarf hvern skjólstæðing og skila heim, og að jafnaði er farið með fólk í smærri hópum. Sendi- bifreið mötuneytanna er notuð til þessa síðdegis, og er það ástæðan fyrir því að ekki er hægt að bjóða upp á þessa þjónustu vikulega. Að tryggja rétt hins aldraða Málsvari (ombudsman). Starfs- fólk og sjálfboðaliðar heimsækja reglulega aldrað fólk sem dvelst á elliheimilum eða langlegudeildum, samkvæmt sérstakri áætlun. Þetta fólk ræðir við hina öldruðu um hag þeirra og kynnir sér hvort þörf sé annarrar þjónustu, kemur fram fyrir hönd hinna öldruðu gagnvart stjórnendum stofnan- anna og fylgir eftir rétti þeirra sé á hann gangið. Einnig kanna málsvarar hvort önnur þjónusta en dvöl á viðkomandi stofnun sé skjólstæðingnum fyrir bestu. Þessa getur verið sérstök þörf þar sem um elliheimili eða sjúkra- deildir er að ræða, sem rekin eru af einkaaðilum og hafa því hags- muna að gæta af því að viðkom- andi dveljist sem lengst, svo fram- arlega sem hann getur borgað. Málsvari heimsækir skjólstæðing sinn vikulega, og mjög oft þarf hann að koma fram af fullri ein- urð gagnvart ættingjum hins aldr- aða, þar sem hagsmunir hins aldr- aða og ættingja fara oft á tíðum ekki saman og vilji ólíkur. Mat á þjónustuþörf fer fram á mjög skipulagðan hátt. Fimm starfsmenn auk deidarstjóra svara hverri beiðni eða fyrirspurn um þjónustu með því að heim- sækja viðkomandi. Mjög er al- gengt að eldra fólk veigri sér við að leita aðstoðar annarra en þeirra sem það þekkir persónu- lega, svo sem barna sinna. í mörg- um tilfellum á það þó hins vegar rétt á ýmiss konar þjónustu sem það ef til vill þarfnast. Félags- ráðgjafar heimsækja þá sem óska þjónustu, kynna þeim hvað til boða stendur, kanna efnahag og greiðslugetu, kanna þörf viðkom- andi fyrir þjónustu og gera áætlun í samráði við skjólstæðing sinn. Það hefur sýnt sig að þessi ráðgjöf bætir mjög alla þjónustu við aldr- aða og bætir nýtingu þjónustunn- ar. Áætluninni er síðan fylgt eftir með eftirliti, sem áður hefur verið greint frá. Næringarráðgjöf. Næringarfræð- ingur og félagsráðgjafar starfa saman að næringarráðgjöf. Að því er varðar heimsendan mat og mat í mötuneytum stofnunarinnar er matseðill sérstaklega saminn fyrir hvern mánuð og þess gætt að máltíðirnar svari öllum þörfum um rétta næringu. En auk þess er reynt að ná til eldra fólks, sem fært er um að elda sinn eiginn mat, þar sem algengt er að eldra fólk hneigist til einfaldari matar- gerðar og fæðan verði þar af leið- andi einhæfari og skorti því frek- ar nauðsynleg næringarefni. Sér- staklega er þetta algengt hjá eldra fólki sem missir maka, en heldur búskap áfram á eigin spýtur. Helstu áhyggjuefnin Ráðgjöf er veitt bæði eldra fólki og fjölskyldum, þeim sem áhyggj- ur hafa af því hvernig hinum öldr- uðu muni reiða af á eigin spýtur. Helstu áhyggjuefnin eru einmana- leiki, fjármál, viðhald og umsýsla húsnæðis, sambandsleysi við fjöl- skylduna, sjúkdómar og dauðsföll. Eldra fólki, sem vill glíma við vandamál sín í svokölluðum stuðningshópum, er gefinn kostur á vikulegri ráðgjöf. Félagsráðgjaf- ar hafa þessa ráðgjöf með hendi, með aðstoð sérfróðs fólks í hinum einstöku tilfellum. Upplýsingar og tilvísanir. Eins og gefur að skilja er mjög erfitt fyrir eldra fólk að átta sig á allri þeirri mismunandi þjónustu sem því kann að standa til boða. Sérstök deild sér um að samræma þá þjón- ustu, koma upplýsingum um skjólstæðinga og þarfir þeirra. Oftast er um trúnaðarmál að ræða, þannig að aðeins nauðsyn- legustu upplýsingum er komið á framfæri við aðrar deildir eða aðrar stofnanir, en þess er gætt að skjólstæðingarnir fái upplýsingar um alla þá þjónustu sem þeim kann að standa til boða. Til að auðvelda það er gefið út mánað- arlega sérstakt fréttablað. Sjálfboðastörf. Aldrað fólk er ekki einungis þiggjendur. Það hef- ur líka mikið að gefa, hafi þjóðfé- lagið skilning á því að þiggja af því. Það er kannski skilningsleysi á þessu gagnkvæma hlutverki, sem veldur því að við höfum búið til hugtakið öldrunarvandamál. Eins og áður hefur verið getið, er stærstur hluti þeirra sjálfboðaliða sem starfa að þjónustu við aldrað fólk, sem sjálft er komið yfir þau aldursmörk, sem vinnumarkaður- inn viðurkennir. Margt af þessu fólki er afskaplega jákvætt, dug- legt, heilsuhraust og skilningsríkt. Það notar sína starfsorku til að hjálpa hinum, sem af heilsufars- ástæðum eða af öðru getuleysi er hjálpar þurfi í elli sinni. Sjálfboðaliðar fá greiddan bens- ínkostnað og fæðiskostnað sé þess þörf, en að öðru leyti þiggja þeir engin laun. Flestir starfa við dreifingu matar, en margir við símavörslu, minniháttar skrif- stofustörf, húsaviðgerðir eða sem málsvarar, svo nokkuð sé nefnt. Tiltölulega auðveldlega gengur að afla sjálfboðaliða til flestra starfa. Vinnumiðlun. Menn sem missa vinnu sína eftir 55 ára aldur, eiga yfirleitt í miklum erfiðleikum með að fá vinnu eftir það. Sérstakur starfsmaður hefur haft með hönd- um það hlutverk að reyna að hjálpa þessu fólki við að fá vinnu, en slíkt gengur ekki vel núna, þeg- ar atvinnuleysi í Michigan er það hæsta í öllum Bandaríkjunum. Önnur þjónusta. Lán eða fjár- hagsaðstoð er í sumum tilvikum veitt þegar þörf er brýn. Bæði get- ur verið um að ræða lán á hjálp- artækjum vegna fötlunar eða sjúkdóma, eða peningalán um lengri eða skemmri tíma. Sérstak- ur neyðarsjóður er fyrir hendi til að veita fjárhagsaðstoð í einstaka tilfellum. Þá veitir Upjohn-lyfja- fyrirtækið, sem hefur aðalstöðvar í Kalamazoo, heimild til þess að gefa lyf í neyðartilvikum. KINS OG undanfarin ár voru sumar- búóir starfræktar aó Hlíóardalsskóla. í þetta sinn voru þær frá 14. júní til 15. júlí. Knn sem fyrr var Birgir Guó- steinsson sumarbúóastjóri. Börnin koma í hópum, 60 í senn. Dvalartími hvers hóps er 10 dagar. Sum börn dvelja þó allan tímann, 30 daga. Hverjum hóp er skipt í 10 manna hóp. Hver 10 manna hópur fær sinn foringja úr starfsliðinu, og eru þessir foringjar ábyrgir hver fyrir sínum hóp. Hóparnir hafa við margt að vera. Má þar nefna föndur, sund, íþróttir margs konar, inni, og útileiki, gönguferðir, söng, fræðslu um grundvallaratriði kristinnar Aðhlynning IÐUNN Solvelg Jöhannðdöttir „Aðhlynning aldraðra“ Bók eftir Solveigu Jóhannsdóttur IÐUNN hefur gefió út bókina Aó- hlynning aldraóra eftir Solveigu Jó- hannsdóttur hjúkrunarkennara. „Bók þessi veitir víðtæka fræóslu um ýmis- leg vandamál og sjúkdóma sem fylgt geta ellinni og hvernig vió skuli brugó- ist." segir m.a. í frétt frá útgefanda. Bókin skiptist í fimm aðalkafla sem heita: Öldrunarfræði, Heilsuvernd, Ellisjúkdómafræði, Aðhlynning aldraðra og Hjúkrunar- og dvalar- heimili aldraðra. Settar eru fram ýmsar spurningar og verkefni sem vekja til umhugsunar um málefni aldraðra og benda á leiðir til um- ræðna um þau. í bókinni eru margar skýringarmyndir sem Rut R. Sigur- jónsdóttir hjúkrunarkennari hefur gert. Ennfremur segir: „Aðhlynning aldraðra er öðrum þræði samin sem kennslubók handa sjúkraliðanem- um, en mun jafnframt reynast gagnleg öllum sem sinna sjúkum gamalmennum, hvort heldur er á heimilum eða öldrunardeildum. Þá er þess vænst að aldraðir geti sjálfir haft mikil not af lestri bókarinnar." Solveig Jóhannsdóttir hefur verið kennari við Hjúkrunarskóla íslands i mörg ár og við Fjölbrautaskólann í Breiðholti frá því hann tók til starfa. — Aðhlynning aldraðra er 180 bly. Oddi prentaðt.'*’ ------- trúar, smíðar, trjáplöntun, skyldu- störf ofl. Lokakvöld var hjá hverjum hóp. Þá koma foreldrarnir til þess að sækja börnin. Er þá haldin kvöld- vaka, þar sem börnin standa að flestu því, sem fram fer. Þar er sýnt allt það, sem búið hefur verið til og flutt margt af því, sem þar hefur verið lært. Voru hart nær 300 manns á staðnum síðasta kvöldið. ^VÉLADEILD ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ Hofðabakka 9 f 85539 Fylgst með þeirri þjónustu sem veitt er eldra fólki í lítilli borg í Bandaríkjunum til að gera því kleift að búa sem lengst á eigin vegum og utan stofnana Öldungaráóió er fulltrúasamkoma þeirra sem njóta þjónustu Senior Servic- es. Þaó kemur saman einu sinni i mánuói og tekur ýmsar minniháttar ákvaróanir, en gerir aó öéru leyti tillögur til stjórnar stofnunarinnar. Heimsending matar er umfangsmesti þáttur þjónustu vió aldraóa í heima- húsum. Þrjár máltíóir á dag, þar af ein heit máltíó, alla sjö daga vikunnar, eiga aö tryggja fullnægjandi næringu. Sjálfboóaliöar sjá um dreifinguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.