Morgunblaðið - 15.08.1982, Page 16

Morgunblaðið - 15.08.1982, Page 16
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 Umsjórí: Séra Karl Sigurbjörnsson Séra AuÖur Eir Vilhjálmsdóttir AUDROTTINSDEGI Á ferð og flugi Það er sumarleyfistími. Allir sem vettlingi geta cald- ið eru á ferð og flugi. Um landið allt er látlaus straum- ur ferðafólks í ferðaskapi. Sumarið íslenska er stutt og brigðult og flestir reyna að nota það vel og eiga endur- nærandi og hressandi sumarfrí. Margir halda líka suður á bóginn til sólarlanda og njóta veðurblíðu við hlýj- an sjó og fagrar strendur, og koma heim sólbakaðir — og fagna jafnvel sem kærkomn- um viðbrigðum kulinu og suddanum í Keflavík! Guð tekur sér aldrei sumarfrí, og trúin á hann tekur sér ekkert orlof. Gleymum því ekki á ferðum okkar. Látum ferðir okkar vera farnar fyrir augliti hans og í friði hans. Vegir okkar liggja til allra átta, já, reyndar er tilvera okkar „undarlegt ferðalag“ eins og skáldið syngur, en Jesús Kristur er með okkur „alla daga allt til enda veraldar". Ferðabænir voru almennur siður hér áð- ur fyrr. Eðlilegt þótti að signa fyrir dyr þá farið var af bæ, og flytja bænagjörð. Margir kunna vers Hall- gríms: Lausnarans vonju la r ojj halt, lofa þinn (>uA og dýrlta skalt, ha narlaus aldrri hyrjuA st* burtfór af þínu heimili. Einnig kunna margir og hafa yfir með sjálfum sér við upphaf ferðar þetta vers Hallgríms: í VfWla, vanda og þraut vel ég þig förunaut, yfir mér virstu vaka og vara á mér taka. JesÚN mér fylgi í fridi meA fogru englaliéi. En það eru líka til nútíma ferðabænir. Um nokkurra ára skeið hefur fengist lítill límmiði með bæn bílstjórans. Margur festir þennan mjða á mælaborð bíls síns og fer með bænina: Drollinn, veit mér vernd þína off lát mig minn- ast ábyrgóar minnar, er ég ek þessari bifreió. I Jesú nafni. Amen. Hér fylgja nokkrar ferða- bænir til viðbótar: BÆN FYRIR FLUGFERÐ Almáttugi Guð. Hvert get ég far- ið frá anda þínum og hvert flúið frá auglíti þínu? Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við hið ysta haf, einnig þar myndi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér. I>ú einn ert mikill og máttugur, Drottinn. Hönd mín er veik og augu min sjá skammt, hugvit vor manna og tækni eru fálm og fis nema þú haldir um stýrið. Ég fel þér farið mitt og alla vegu mína. Miskunna mér í veiklcika mínum og lát mig ekki gjalda synda minna. Vak yfír tækjum og mönnum. Vak yfir mér og mínum. Iljálpa mér til þess að muna þig og fylgja þér, hvar sem ég er og hvert sem ég fer. I>á verða allar mínar ferðir góðar. í Jesú nafni. Amen. (t(r bænabók Sálmah., bls. 586.) BÆN FYRIR BÍLFERÐ Drottinn, þú sem skapar lífið og vakir yfir því, gef mér styrka hönd og vökult auga, tillitssaman og að- gætinn huga, skýra hugsun og skjót viðbrögð, svo ég valdi þeim engum skaða, sem á vegi minum verða. Haltu verndarhendi þinni yfir mér og þeim. sem með mér Jesús grét 10. sunnudagur eftir trinitatis Lúk. 19. 41—48 Jesús grét yfir Jerúsalem. Við lesum orðin og sjáum fyrir okkur suðlægt landslag og framandi, aldna borg. En hugsum okkur nú frekar okkar eigin borg, okkar bæ, þorp eða sveit. Myndi Jesús gráta þegar hann nálgaðist? á kristinni trú að það kom mér hreinlega á óvart að sjá hvað margt kirkjufólk er starfandi, þar sem ég kynn- ist því af eigin raun. Það er mér mikil uppörvun að hitta þetta fólk og fá að kynnast einlægri og áhugasamri trú EM 'W. 20*, _r—% **3 yj] m P % r i m Við förum að spyrja sjálf okkur um trúna í okkar byggð, á kirkjan sér margt fólk þar, fólk, sem kemur þegar klukkurnar kalla, fólk, sem vill starfa eins og þarf að starfa fyrir fagnaðarer- indið í söfnuðinum? Æ, nei, andvörpum við líklega, kristin trú er nú ósköp lítils megnug á ís- landi. Ætli það færi ekki víða eins og þegar Abraham bað Sódómu vægðar og þar fundust ekki svo mikið sem tíu, sem trúðu á Guð? Við erum orðin vön því að gera lítið úr trú okkar, lítið úr kirkju okkar. Ég fyrir mitt leyti er orðin svo vön því að heyra sífelldan bar- lóm um kirkjusókn og áhuga þess. Það er mér miklu meiri uppörvun að festa huga minn við áhuga þess en áhugaleysið, sem auðvitað er miklu meira en nóg í hverj- um söfnuði, í hverjum bæ og sveit. Kannski myndi Jesús gráta yfir öllum bæjum og byggðum á íslandi. Ég veit það ekki. Það er ekki okkar að dæma um ríki Guðs í ver- öldinni. En það er okkar að vinna fyrir það og eiga þar athvarf. Aðeins þar eigum við sáluhjálp. Við skulum lesa orð Guðs til borganna í Opinberunarbókinni. Lesum 2. og 3. kaflann þar. Og biðj- um Guð að gefa okkur starf og gleði og trúmennsku í okkar söfnuði, í okkar byggð. eru, og vernda okkur frá öllum óhöppum og öllu illu. í Jesú nafni. Amen. UM HAND- LEIÐSLU Kg veit, Drottinn, ad örlög mannsins eru ekki á hans valdi, né þaö á fa*ri manns að stýra skrefum sínum. Kn allir vegir þínir eru elska og trúfesti. I*ví vil ég fela þér vegu mína og treysta þér. I*ú munt vel fyrir sjá. Sála mín heldur sér fast vid þig og hönd þín styður mig. (>jör mig fúsan ad fylgja þér. Kenn mér aö gjöra vilja þinn, því aö þú ert minn (iuð. I*inn góði andi leiði mig. Amen. (flr SB.) Vers Ó. Drollinn, virstu ad mcr gá, ó, Drottinn, leiði mig til og frá. Ilönd þín mig verndi hvar ég fer, háskanum vísi burt frá mér. Ó. Drottinn, skildu ei við mig. Kinkaforunaut kýs ég þig. (SB. 494) FYRIR SJÓFERÐ Almáttugi Guð, hafdjúpin eru í hendi þinni, veður og öldur á valdi þínu. Líf mitt og alíir hagir mínir eru í þinni umsjá og það veit ég af orði þínu, að þú lætur þér annt um mig. Þú hefur verndað mig og vak- að yfir vegum mínum, þótt ég hafi oft vikið frá þér og hryggt heilagt föðurhjartað þitt. Ég þakka þér gæsku þína, góði Guð. Ég bið þig að fyrirgefa mér brot mín og bresti og leiða mig á rétta vegu. Ég fel þér skipið og alla, sem á því eru. Gjör þú ferðina góða og farsæla. Ég fel þér öll mín áform og fyrir- tæki. Ég fel þér heimili mitt og ástvini. Vak yfir oss öllum allar stundir og varðveit oss hjá þér i þeirri trú, sem tengir oss þér í lífi og dauða. Fyrir Jesú Krist, Drottin minn og frelsara. Amen. (Úr SB.) I' SUMARLEYFI Drottinn, önn og yndi, starf og hvíld er í hendi þinni. Lát mig gleðjast og styrkjast í þessu leyfi. Gef mér opinn hug og næmt skyn til að njóta fegurðar þess, sem þú hefur skapað, gleðjast yfir því, og þakka þér sem gefur. Fylg mér hvert sem ég fer. Ver með mér í annríki og kyrrð. Éndur- nær likama og sál og gef mér ör- yggi og frið í þér. I Jesú nafni. Amen. BÆN ÞESS SEM SITUR HEIMA Lát mig njóta kyrrðar og friðar helgarinnar heima. Leið mig allar stundir dagsins og vak yfir mér. Varðveit þá, sem eru á ferð og þá sem starfa við löggæslu, öryggis- vörslu og þjónustu. Lát alla finna vernd þína og handleiðslu, hvar sem þeir eru. Varðveit þá sem eiga erfitt með að komast um í umferðinni. Hjálpa okkur að fyrirbyggja slys og óhöpp, og lát okkur ekki gleyma fórnar- lömbum umferðarinnar. í Jesú nafni. Amen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.