Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 25. AGUST 1982 „1001 nótt" og „Geimfarar" Erró-sýning hefst í Norræna húsinu 11. september næstkomandi ÞANN II. sept. nk. verður opnuð í Norræna húsinu sýning á olíumál- verkum eftir Guðmund Guðmunds- son, en Guðmundur mun þó öllu þekktari undir listamannsnafninu Erró. Málverkin á sýningunni eru úr tveim myndaröðum, nefnist sú fyrri 1001 nótt og sú síðari Geimfarar. Sýning á málverkum eftir Erró var síðast haldin hér á landi á vegum Listahátíðar 1978, og var þar um yf- irlitssýningu að ræða; verk fengin að láni hjá listasöfnum og einstakling- um viða um heim. I formála að sýningarskrá þess- arar nýju sýningar sem Hrafn Gunnlaugsson hefur skrifað segir m.a.: „Þú getur ferðast um víða veröld og litið við á listasöfnum heimsborganna, og víðast hvar gefur að líta málverk eftir ís- lenska málarann Guðmund Guð- mundsson, sem valið hefur sér listamannsnafnið Erró. En eigir þú leið um sali íslenskra safna, þá heyrir það til undantekningar, að til sé verk eftir þennan sama mál- ara. Kannski fáein frá þeim tíma þegar hann var ungur en naumast nokkurt síðan hann öðlaðist al- þjóðlega viðurkenningu og náði valdi meistarans yfir list sinni. Það er því mikið fagnaðarefni, að Erró kemur nú heim með heila sýningu sem íslendingum gefst tækifaeri til að eignast. Hér er um að ræða verk úr tveim seríum; Geimfarar og Þúsund og ein nótt. Báðar eru þessar seríur lýsandi fyrir yrkisefni Erró. Maðurinn úti í geimnum, þar sem álfkona viku- blaðanna hefur tekið við af fljúg- andi englakroppum miðaldamál- verksins, og Þúsund og ein nótt, þar sem raunveruleiki nútímans slær hugarflug ævintýrisins út; fljúgandi töfrateppi eru ekki leng- ur draumur, mannsandinn hefur gert loftsýnir ímyndunaraflsins að veruleika." Erró er væntanlegur heim við opnun sýningarinnar og mun hann dvelja hér í nokkra daga. Sýningin verður opnuð eins og fyrr segir 11. sept. og stendur í rúmar tvær vikur; lýkur 26. sept. Sýningin er haldin á vegum kvikmyndafélagsins FILM í sam- vinnu við Norræna húsið. í tilefni sýningarinnar hefur verið prentað veggspjald sem dreift verður um bæinn þegar nær dregur opnun. Þá hafa verið sérprentuð á betri pappír 50 eintök af sama vegg- spjaldi og mun listamaðurinn ár- ita þau við opnun sýningarinnar. Frétutilkynning. Kalmar Samheili fKÍrfallega hönnun og framúrskarancii smíði! I Kalmar innréttingar h.f., Skeifunni 8,108 Reykjavík, sími 82011 Skúlatúni 6, sími 27020 — 82933, Reykjavik ¦fe- VÉLAR OG VARAHLUTIR A OLLUM HÆDUM I TORGINU B4TNÆ)UR A AVVA FJÖLSKYLDUN/4 Austurstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.