Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 31 B-keppnin 1985 haldin í Noregi NORÐMENN hrepptu mótshald B-keppninnar í handknattleik, en úthlutunina fengu þeir á þingi IHF i Lundúnum um helgina. Island sótti um að balda umrædda B-keppni, sem haldin verður 1985, og var mál manna að landinn ætti góða möguleika að hreppa hnossið. Frétt þessi er byggð á frásögnum norskra blaða sem fjalla um út- hlutunina til handa Norðmönnum, en þau skýra frá því og hafa eftir Carl Wang, stjórnarmanni hjá IHF, að Islendingar hafi dregið umsókn sína til baka og þvi hafí gengið greiðlega fyrir Noreg að fá sína umsókn samþykkta. Vegna þessa, munu Norðmenn ekki þurfa að leika fyrir sæti sínu í keppninni. B-keppnin gæti orðið merkileg að þessu sinni, en 3. heimurinn sem svo er stund- um kallaður, Asía, Afríka o.fl., mun eiga fleiri fulltrúa, en handknattleikur.ku vera á mik- illi uppleið víða í löndum þar. Arnór lykilmaður í sigri Lokeren 2.UMFERÐ beigísku deildarkeppn- inar í knattspyrnu fór fram um síð- ustu helgi og gekk „íslensku" liðun- um misjafnlega. Best gekk hjá Lok- eren og Waterschei, betur þó hjá fyrrnefnda liðinu, sem vann meist- ara Standard Liege afar sannfær- andi. Arnór Guðjohnsen þótti leika frábærlega í leiknum og belgískir fjölmiðlar voru ósparir á lofíð, töldu hann besta leikmann vallarins. Vel gekk einnig hjá Waterschei, Lárusi Guðmundssyni og félögum, stórsigur gegn FC Liege. En hvorki Arnóri né Lárusi tókst að skora. Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: Lokeren — Standard 2-0 Beerschot — Waregem 2-1 Tongeren — Winterslag 0-2 FC Brugge — Lierse 2-0 Anderlecht — Molenbeek 2-0 Searing — Cercle Brugge 1-1 Waterschei — FC Liege 4-0 Kortrijk — Antwerp 2-1 Ghent — Beveren 1-1 Eftir tvær umferðir eru Ander- lecht og Beerschot efst með fjögur stig hvort félag. Síðan koma eigi færri en 12 félög með 2 stig hvert og eru þar á meðal, Lokeren og Waterschei. Sævar og félagar hjá Cercle hafa aðeins eitt stig. Ul-keppni FRÍ HIN ÁRLEGA unglingakeppni FRÍ verður haldin næstkomandi laugardag og sunnudag, 28. og 29. ágúst. Eru það breyttir keppnis- dagar f rá því sem áður var ákveð- ið. Keppni þessi er boðsmót þar sem 6 bestu í hverri grein í land- inu er boðið til keppninnar. Keppnin fer fram á Laugar- dalsvellinum og hefst kl. 14.00 á laugardaginn og verður siðan framhaldið kl. 10.00 á sunnu- dagsmorgun. Ajax hóf titil- vörnina með sigri HOLLENSKA knattspyrnustórveld- ið Ajax hóf titilvörn sina í deildar- keppninni um helgina með afar sannfærandi hætti. Liðið mætti Go Ahead Eagles frá Deventer og sigr- aði örugglega 4—1. Það var stærsti sigur fyrstu umferðarinnar og hefur Ajax því þegar tekið forystuna. Pet- er Boeve náði forystunni fyrir Ajax snemma í leiknum, en Ernirnir jöfn- uðu snarlega. Áttu leikmenn Ajax í miklu basli í fyrri hálfleik, en í siðari hálfleiknum gekk til muna betur. Þá skoniðu Gerard Vanenburg, Sören Lerby og danski nýliðinn Jan Molby fyrir Ajax. Johan Cruyff lék ekki með Ajax, hann stríðir enn við meiðsli á fæti sem hann fékk á sið- asta keppnistímabili. Úrsiit ieikja í fyrstu umferðinni hollensku urðu sem hér segir: Pec Zwolle — FC Groningen 1—3 Tvente — Roda JC 0-3 Nijmegen — AZ '67 Alkmaar 2—0 Sparta — FC Utrecht 2—1 Excelsior — Feyenoord 2—3 NAC Breda — Helmond Sport4—2 Haarlem — Fortuna Sittard 0—0 Ajax — GAE Deventer 4—1 PSV Eindhoven - Willem 2. 2-0 Segja má að Feyenoord hafi far- ið í heilan hring síðustu árin. Tvö af mörkum liðsins gegn Excelsior skoruðu Wim Van Hanegem, gamla kempan sem gerði garðinn frægan hjá Feyenoord en kom síð- an víða við, og Peter Houtman, framherjinn, sem vék á sínum tíma fyrir Pétri Péturssyni og kom einnig víða við. Báðir komnir til Feyenoord á ný. Einhver merkilegustu úrslit umferðarinnar var ósigur Alk- maar gegn NEC, en þeir Van Zinn- en og Henk Grim skoruðu mörkin. Þá sáu þeir Hallvar Thoresen og Jurrie Koolhof um mörk PSV gegn Willem 2. Getrauna-spá MBL. 3 .c 1 O S 1 s- ¦St i 1 ! ¦2 1 ¦1 s B e 1 ¦0 5 y 1 | s-1 SAMTALS 1 X 2 Aston Villa — Sunderland X 1 1 1 X 1 4 2 0 Brighton — Ipswich X 2 . 2 2 2 X 0 2 4 Coventry — Southampton I X X 1 1 X 3 3 0 Liverpool — WBA 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Man. Utd. — Birmingh. 1 1 I 1 1 1 6 0 0 Norwich — Man. City 1 X 1 1 1 X 4 2 0 N. County — Swansea X 2 1 2 2 2 1 1 4 Stoke — Arsenal 2 X 2 2 2 X 0 2 4 Tottenham — Luton X 1 1 1 1 1 5 1 0 Watford — Everton 1 1 X X X 2 2 3 1 West Ham — N. Forest 1 1 1 X X 1 4 2 0 Grimsby — Leeds 1 2 2 X 1 1 3 1 2 HITAMÆLAR ððfljGftamBur Vesturgötu 16, sími 13280. ©© Bladburöarfólk óskast! - Austurbær Meöalholt Vesturbær Garöastræti Granaskjól Úthverfi Selvogsgrunnur. Logaland Tunguvegur, Holtasel. Upplýsingar í síma 35408 MoMfr AUDVITAÐ GETUR BANG & OLUFSEN FRAMLEITT HLJÓMTÆKI EINS OG ALLIR HINIR — EN ÞÁ HEFDIR ÞÚ EKKI ÞENNAN GLÆSILEGA VAL- KOST, BEOSYSTEM 2400 Við erum rígmontin aðgeta boðið þessi glæsilegu hljómtæki, sem eru einstök á fleiri en einn hátt. Útlitið er augnayndi, en bættu við háþróaðri tækni sem tryggir afburða hljómgæði og ofan á það svo fjarstýringu sem gerir þér kleift að stýra og stilla tækið þannig, að þú njótir hljómlistarinnar sem best. koindu, sjáðu, hlustaðu, og okkur er ánægja að sýna þér tækin. Bang&Olufsen VERSLIÐ I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SlMI 29800 X^NT.O^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.