Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 Kýrin við „hestaheilsu" MEDFYLGJANDI myndir voru teknar af kúnni sem skorin var upp vegna meltingartruflana, en í ljós kom að hún hafði étið 8 kíló af baggaböndum. Á annarri myndinni sést skurðurinn á síðu kýrinnar, en á hinni er Helgi á Úlfsstóðum með baggaböndin, sem oll eru í einum hnút. Leifði ekkert af því að hnúturinn kæmist út um skurðinn. Að sögn er kýrin við „hestaheilsu". Góðar sölur í Bretlandi ÞRJU íslenzk fiskiskip hafa selt afla sinn i Bretlandi það sem af er þessari viku. Fengu skipin yfirleitt gott verð fyrir fiskinn. Á mánudag seldi Helgi S GK 73,2 lestir í Grimsby. Heildarverð var 1.145.000 krónur og meðalverð 15,63 krónur. Sama dag seldi Hrafn GK 106,3 lestir í Hull. Heildarverð var 1.675.500, meðalverð 15,75 krónur. í gær seldi svo Vörður ÞH 81,2 lestir í Hull. Heildarverð var 1.385.400 og meðalverð 17,07 krónur. Dallas af tur á skjáinn í OKTÓBER hefjast að nýju sýningar í sjónvarpi á rramhaldsþættinum vin- sæla, Daílas, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá sjónvarp- inu í gær. Ákveðið er að vetrar- dagskráin hffjisl heldur fj rr en venju- lega, eða 1. október. Aðrar nýjungar sem nú þegar eru ákveðnar eru þær að einn fréttaspegill verður í viku hverri, á fostudögum, en á þriðjudögum verð- ur fréttaþáttur með þeim atburðum sem eru efst á baugi hverju sinni. Ákveðið er að Löður haldi áfram og með vetrardagskránni koma sígildir þættir eins og barnaefni á miðviku- dögum og Stundin okkar á sunnudög- Fjórðungsþing Norðlendinga á Sauðárkróki FJÓRÐUNGSÞING Norðlendinga verður haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst nk. Fundarstaður veröur Gagnfræðaskólinn á Sauð árkróki. Þingsetning verður á fimmtudagskvöld 26. ágúst kl. 8 e.h. Á fimmtudagskvöld verður fjallað á sérstökum fundi þingsins um atvinnumál á Norðurlandi. Framsögumenn verða Gunnar Ragnars, forstjóri, sem ræðir um stóriðnað með tilliti til orkunýt- ingar, sem undirstöðu stærri iðn- þróunar og Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiiðnaðarins, sem ræðir um matvælaiðnað, nýjar leiðir í nýt- ingu afurða til lands og sjávar. Páll Hlöðversson, tæknifræðing- ur, ræðir um almennan iðnað og þá einkum framleiðsluiðnað. Guð- mundur Sigvaldason, landfræð- ingur, fjallar um þjónustu- og viðskiptastarfsemi og áhrif þess- ara starfsgreina og þá einkum ríkisgeirans á búsetu og atvinnu- þróun. Ávörp munu flytja full- trúar vinnumarkaðarins, sem stóðu að atvinnumálaráðstefnu Fjórðungssambands Norðlendinga í vetur. Síðan verða almennar um- ræður. Bjarni Aðalgeirsson for- maður Fjórðungssambands Norð- ledinga mun kynna tillögu, sem lögð verður fyrir þingið um at- vinnumál og aðgerðir í þeim efn- um. Eftir hádegi á föstudag 27. ág- úst verður sérstakur fundur á Fjórðungsþinginu, sem fjallar um verkefnaskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Kgill Skúli Ingi- bergsson, fyrrverandi borgar- stjóri, formaður samninganefndar ríkisins og Sambands ísl. sveitar- félaga um verkefnaskil ríkis og sveitarfélaga, heldur framsögu um verkefni nefndarinnar og verkefnaskiptingu almennt. Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri í Stykkishólmi, sem á sæti í nefnd er endurskoðar sveitarstjornar- lögin hefur framsögu um sveitar- stjórnarkerfið og þær hugmyndir, sem koma til meðferðar við endur- skoðun sveitarstjórnarlaga. Jón G. Tómasson formaður Sambands ísl. sveitarfélaga mun flytja ávarp á þessum fundi, sem m.a. fjallar um störf sambandsins á þessum vettvangi. Áskell Einarsson fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bandsins mun hafa framsögu fyrir tillögu, sem lögð verður fyrir Fjórðungsþing og fjallar um verk- efnamál og um samstarf sveitar- félaga. **4 l: , Nýkomið frá Danmörku. Verðlaunahús Bo Bedre frá FLEXPLAN á sýningunni Fjölskyldan og heimilið '82. ^^SKJÓLBÆRSF. Borgartúni 29 Simi 29393 ibúðar- og orlofshús. flexplan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.