Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 19 Farmanna- og f iskimannasamband Islands: Meginorsaka vandans að leita hjá ríkisstjórninni sjálfri STJ< )KN Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands mótmælti á fundi sem haldinn var á tnánudag bráða- birgðalögum og yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um efnahagsaðgerðir. Ályktun FFSÍ er svohljóðandi: „Farmanna- og fiskimannasam- bandið sér sig knúið til að mót- mæla þeim bráðabirgðalögum og yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir sem nú hafa séð dagsins ljós. FFSÍ er og verður á móti því að gengið sé á gerða kjarasamninga og þeir skertir með lögboði. Sú ákvörðun að fella niður helming verðbóta 1. desem- ber nk., auk þeirrar skerðingar sem verður af völdum „Ólafslaga", gengur þvert á þá samninga sem aðilar vinnumarkaðarins, laun- þegar og atvinnurekendur, hafa nýverið komið sér saman um. Fráleitt er að sett sé ákveðið há- mark á fiskverð er nema skal hækkun verðbóta á laun hinn 1. desember 1982. Með ákvörðun slíks hámarks er í raun verið að ganga framhjá Verðlagsráði sjáv- „Arangursríkar stjórnunaraðferðir u REKSTRARSTOFAN mun á morg- un efna til námskeuVs, sem ber yfir- skriftina „Árangursríkar stjórnunar- aðferöir", en námskeiðið er ætlað stjórnendum fyrirtækja og stofnana og verður haldið að Hótel Loftleið- um. Fyrirlesarinn á námskeiðinu verð- ur Bandaríkjamaðurinn E.H. Hart- mann, en hann er yfirmaður Mavn ard Management Institute í Banda- ríkjunum og situr í stjórn fyrirtækis- ins H.B. Maynard & ('o. Hjá fyrir tækinu, sem er eitt virtasta ráðgjafa- fyrirtæki Bandaríkjanna, starfa í dag liðlega 300 starfsmenn. E.H. Hartmann hefur langa reynslu sem fyrirlesari og rágjafi, bæði heima og erlendis. J. Ingimar Hansson, fram- kvæmdastjóri Rekstrarstofunnar mun setja námskeiðið klukkan 13.30. Síðan verður leitað svara við spurningunni: „Hver er hin raun- Leiðrétting í GREIN um vanda innlends skipaiðnaðar, sem birtist í Mbl. í gær, misritaðist í sambandi við endurnýjunarþörf fiskiskipaflot- ans árafjöldinn. Atti þar að standa 1982—1987. Miðast því sú endurnýjunarþörf fiskiskipa sem nefnd var í greininni við næstu 5 ár. verulega framleiðni fyrirtækisins eða einstakra deilda þess?" Farið verður yfir einfalda og snjalla að- ferð til að meta afkðst fyrirtækis eða einstakra deilda. Með sérstök- um spurningalista og einföldum athugunum geta yfirmenn metið stöðu fyrirtækis síns. Tekið er til- lit til nýtni, aðferða og afkasta. Þá verður fjallað urn lykilinn að aukinni framleiðni. Útskýrðar eru nokkrar samstæðar aðferðir, eink- um varðandi skipulagningu og undirbúning verka. Sýnd er upp- bygging verkbókhalds sem leiðir í ljós skipulagningarstig fyrirtæk- isins. Þá verða kynntar aðferðir við gerð staðla og notkun þeirra við skipulagningu, eftirlit og mark- miðasetningu. Sýnd verða upplýsingakerfi, sem gefa stjórnendum nauðsyn- legt yfirlit yfir virkni fyrirtækis- ins. Gerð er grein fyrir meðhöndl- un og notkun þeirra upplýsinga sem hvað mestu skipta um afköst starfseminnar. Loks verður gefið yfirlit yfir margar aðferðir, sem beitt er til útgjaldalækkunar án skerðingar á þjónustu eða gæðum. Aðferðirnar eru einkum notaðar við stjórnun- ar- og skrifstofustörf. Lögð er áherzla á þær forsendur sem skapa þarf til að ná sem beztum árangri. Forsætisráðherrafrúrnar á tískusýningu. Forsætisráðherrafrú Dana skoðar íslenskan fatnað FRÚ Ingrid Jörgensen, eiginkona danska forsætisráðherrans Anker Jörgensen, sem nú er í opinberri heimsókn hér á landi, heimsótti á mánudag íslenskan Heimilisiðnað i fylgd frú Viilu Thoroddsen. Skoðuðu forsætisráðherrafrúrn- ar tískusýningu á íslenskum fatn- aði, handprjónuðum peysum, handofnum kjólum unnum af Guðrúnu Vigfúsdóttur og batik- kjólum unnum af Katrínu Ágústs- dóttur. Einnig voru sýndir silfur- skartgripir eftir Jens Guðjónsson. Frú Jörgensen var mjðg hrifin af hinuni íslenska fatnaði að sögn Guðbjargar Hannesdóttur hjá Is- lenskum Heimilisiðnaði. arútvegsins og þeim forsendum sem gert er ráð fyrir lögum sam- kvæmt að Verðlagsráð starfi eftir. Sú grein bráðabirgðalaganna sem fjallar um ráðstöfun geng- ismunar er sett þar inn án nokk- urs samráðs við hlutaðeigandi samtök sem ýmist fá eða fara á mis við þann gengismunahagnað er þar um ræðir. Er ljóst að þar er ekki nema tæpt á þeim vandamál- um sem herja á útgerðina og sjó- mannastéttina, m.a. vegna þess aflabrests sem orðið hefur. Þau vandamál sem ríkisstjórnin á nú við að glíma má að hluta rekja til minni afla það sem af er árinu 1982 miðað við metaflaárið 1981. Meginorsaka vandans er þó að leita hjá ríkisstjórninni sjálfri. Hún hefur ekki reynst þess megn- ug að taka á efnahagsvanda þjóð- arinnar á þann hátt að ekki þurfi stöðugt að beita þeim úr sér gengnu úrræðum sem gengisfell- ing og launaskerðing er, þar sem gengisskráning sýnir ekki annað en hvernig til hefur tekist við stjórnun efnahagsmála innan- lands." Leiðrétting I VIOTALI Mbl. við Dagfinn Tveito slæddust þær meinlegu villur inn í við- taliö, að hann var titlaður formaður í stað framkvæmdastjóri Norske Hage- selskapet. Kinnig misritaðist á einum stað það í stað þar svo að úr urðu setningabrengl, á að vera ,.1'ar sem erfitt er að rækta ..." Einnig er talað um að Tveito sé að láta af störfum sem formaður, sem er rangt, þar sem hann er framkvæmdastjóri. Núverandi formaður er Odvar Nordli fyrrv. for- sætisráðherra Noregs. Nafn Jóns l'álssonar formanns Caroyrkjufélags íslands misritaðist i myndatexta. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Borgarfulltrúum fækkað í 15: Svavar staðfesti fækkun FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Svavar Gestsson, hefur staðfest þá ákvörðun borgarstjórnar Reykja- víkur að borgarfulltrúum verði fækkað í 15. Bréf þar að lútandi barst borg- arráði Reykjavíkur í gær og var það undirritað af Hallgrími Dalberg ráðuneytisstjóra. Breyt- ingin tekur gildi við næstu sveit- arstjórnarkosningar, árið 1986. Borgarstjórn tók ákvörðun um fækkun borgarfulltrúa fyrr í sumar, en þeim var fjölgað af vinstri meirihlutanum sem við völd var 1978 til 1982. VICTOR 9000 viðskiptatölvan Valkostur hinnavandlátu! Örfín grafík, 800 x 400 punktar. Sýna má allt að 8 mismunandi stafasett á skerminum íeinu,og6000stafi. Skermurinn er á liðamótum þannig að unnt er að snúa honum á ýmsa vegu til þæginda. Sérstök húð minnkar glampa og endurkast. 16-bita Intel 8088 örtölva RAM-minnier 128-896 Kb MSDOS, CP/M-86, UNIX og UCSD stýrikerfi Skerminn má forrita þannig að hann hafi 80 stafi í 25 línum eða 132 stafi í 50 linum. Stafir á skermi geta verið ýmist grænir eða svartir, skærir, mattir eða undirstrikaðir. Disketturými er minnst 1,2 Mb á tveim 5 1/4 tommu diskettum, en mest 2,4 Mb. Byggja má inn harðan disk 10 Mb i stað annars diskettu- drifsins. 104 lyklar, þar af 10 forritanlegir. Altir islensku bókstafimir. Laust lyklaborð. TÖLVUBÚDIN HF Skipholtil.Simi25410 (___SÝNINGHÁTto-KÁTfNA ^ Victor 9000 er þekkt í Evrópu undir nafninu Sirius I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.