Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 JRfotginstfybifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Ao- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuoi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. Andmæli úr öllum áttum Ríkisstjórnin naut mikils byrs þegar hún var mynduð. Efnahagsaðgerðir hennar í ársbyrjun 1981 nutu einn- ig skilnings meðal almennings. Hvorugt tækifærið hefur • ráðherrunum þó auðnast að nýta til að skapa sér varan- lega tiltrú. Nú eru þeir rúnir öllu trausti eins og gleggst kemur fram í viðbrögðunum við síðustu bráðabirgðaúr- ræðum þeirra. Er einsdæmi að á jafn skömmum tíma hafi stjórnmálamenn spillt eigin áliti jafn rækilega og nú sannast. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á það hér í blaðinu í gær, að síðustu tvö ár hafi verið mjög gjöful. Geir segir: „Menn hljóta að spyrja: Hvað hefur orðið um hin miklu, auknu verðmæti, sem þjóðin hefur skapað á þeim tíma sem þessi ríkisstjórn hefur setið? Þau hafa ekki bætt hag launþega. Þau hafa ekki styrkt stöðu atvinnuveganna. Þau hafa brunnið á verðbólgubálinu eða botnlaus ríkishítin hefur gleypt þau." Jón Helgason, formaður verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri, segir í Morgunblaðinu í gær, eftir að hann hefur lýst því, að þjóðarskútan sé fyrir löngu komin á hliðina: „En það hlaut auðvitað að fara svona, þegar öllu er skipt upp í góðærum og meiru til, það er ekkert til, til að taka við nokkrum áföilum." Þetta er kjarni málsins þegar metið er í hvert óefni er komið undir þeirri ríkisstjórn sem nú situr, hún hefur sjálf skapað óviðunandi og óverjandi forsendur. Ráðherr- um eða málgógnum þeirra tekst ekki að varpa þessari ábyrgð af sér yfir á stjórnarandstöðu, Þjóðhagsstofnun, Seðlabanka íslands, launþega, atvinnurekendur eða efna- hagsástandið í útlöndum. Ráðherrarnir verða að axla ábyrgðina sjálfir og svara þeim andmælum sem nú berast úr öllum áttum. Alvarlegust eru aðvörunarorð Kristjáns Ragnarssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hann segir: „Það eru engin þau töfrabrögð til sem gera útgerð- inni mógulegt að halda rekstri áfram við þessi skilyrði," sem skapast hafa eftir bráðabirgðaúrræði ríkisstjórnar- innar. Efnahagskreppan heldur áfram og jafnframt kreppan í stjórnarráðinu. Það er réttmæt krafa hjá þingflokki Sjálfstæðisflokks, að þing verði kallað strax saman, brýn úrlausnarefni eins og kosningalög og kjördæmaskipan rædd og síðan verði þingið rofið og efnt til kosninga. Þessi ríkisstjórn hefur ekki meiri þrótt og fólkið í landinu hefur snúist gegn henni. Akvörðun Eggerts Haukdals Eggert Haukdal, alþingismaður, lýsti skoðun sinni á ríkisstjórninni afdráttarlaust í viðtali við Morgun- blaðið í gær: „Ég styð ekki lengur þessa ríkisstjórn, ég get ekki varið það lengur fyrir sjálfum mér og kjósendum mínum. Ég tek undir þá kröfu að Alþingi verði kallað saman, ríkisstjórnin fari frá og efnt verði til nýrra kosn- inga." Þessi yfirlýsing þýðir, að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens hefur ekki lengur öruggan, starfhæfan meirihluta á Alþingi. Röksemdir Eggerts Haukdals fyrir afstöðu sinni hafa verið ríkisstjórninni lengi kunnar, því að hann setti þær fram í bréfi til forsætisráðherra 30. júní síðastliðinn. í bréfinu segir Eggert Haukdal meðal annars, að kommún- istar ráði alltof miklu í ríkisstjórninni og því sé ekki von að vel fari. Síðan segir alþingismaðurinn: „Ég gerðist stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar í þeirri von, að hún gæti gert ýmislegt gagn m.a. með því að vinna gegn yerðbólgu og leggja traustan grundvöll að atvinnurekstri í landinu. Þetta hefur alveg brugðist og nú er svo komið, að mikið hættuástand er yfirvofandi í íslenskum efna- hags- og atvinnumálum." Bergur Lárusaon frá Klaustri, frum herji gullleitarmanna, þefar af eikinni góðu, sem lyktaði mjög Forystumenn gulleitarmanna ásamt ýmsum sérfræðingum þinguðu i gær um framhald leii sterkt af eikarlykt og tjöru, þrátt fv- Kristinn Guðbrandsson, Haukur Þorsteinsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Jón Jónssoi fyrir 300 ár í sandinum. Jóhann Wolfram. Jón Jónsson jarðfræðingur um Het Wapen van Amsterdam: „Held að skipsskrokkurinn sé lítt eða ekki brotinn" „EG HELD að það sé ákaflega lill um vafa bundið að þarna í sandinum liggi Het Wapen von Amsterdam, staðurinn kemur heim og saman við það, sem alltaf hefur verið talið og við sem þekkjum sandstrendur Suð- urlands og vitum hvernig skip fara sem stranda þar, vitum að á fyrstu þremur til fjórum sólarhringum eftir að skip strandar, er það orðið fullt af sandi og sokkið að meira eða minna leyti niður í sandinn," sagði Jón Jónsson, jarðfræðingur, í samtali við Mbl. en hann var í hópi gullleitarm- anna sem sóttu fleiri sýni á leitar- stað í síðustu viku á Skeiðarársandi. Við inntum Jón eftir niðurstöðum úr þessari síðustu ferð leitarmanna. „Við byrjuðum að bora af pramma sem var settur út á lónið sem búið var að grafa fyrr í sumar, en af prammanum voru boraðar 4 holur. Sú fyrsta gaf ekk- ert nema sand, en við boruðum með kjarnabor sem var þannig gerður að hann var tvöfaldur. Á ytra rörinu var sjálf borkrónan, en inni í því var sérstakt kjarna- rör, sem sýnið fer inn í, og í neðri endanum á því er fjöður sem hindrar að sýnið detti út. Hola nr. 2 var boruð lengi dags, við lentum í einhverju hörðu á 12,60 m dýpi og það gekk hægt að komast í gegn, en kl. 9.30 um kvöldið var borinn hættur að ganga niður og þegar við tókum hann upp var 35 sm langur járn- kjarni, nær 3,3 sm í þvermál. I holu 3 lentum við strax í járni, en í holu 4 komum við fljótlega niður á eik og náðum 7—8 sm löngum eikarbút í kjarnann. Fleiri holur voru ekki boraðar af prammanum, heldur fluttum við okkur á þurrt land með borinn og í holu 5 feng- um við einnig viðarbút eftir að hafa farið einnig í gegn um þunna járnplötu." Á milli holanna hjá leiðangurs- mönnum voru um það bil 28 metr- ar ul sp <>K m kí; ini w* ok sa Ill( f.'l lín m< u n þc na af tel hl; gri nú sjá eði þa< að 8.01'! 8.3/% Wðbótavisitala 4.40% Ides. '78 Ijúní Lsept. I.des. Imars '79 134"'., I.júní l.sept. 1des. Lmars '80________________'81 | Taflan sýnir skerðingu verð- bótavísitölu frá 1. desember 1978 til 1. marz 1981. Ólafslög verkuðu ekki til frádráttar á verðbætur hluta árs 1981 en koma inn á ný 1982. Á líðandi ári skerð- ast verðbætur á laun 1. mars 2,2%, I. júní 0,54%, 1. sept- ember ca. 5% og 1. desember ca. 10%, en taflan nær ekki til þess árs. Fjórtán verðbótaskerðingar Alþýðubandalags: 40 prósent skerð- NlflURG 0G VJSI «4 mg a, ijorum axum ssísssk: burði við nokkra aðra fjár Verðbótaskerðingin hefur verið • 1. júní 1982 ..................... 0,54% r Þessi: • 1. september 1982 ca..... 5,0 % e • 1. desember 1978 ........... 8,1 % • 1. des. 1982, áætl. ca..... 10,0% v • 1. júní 1979 ..................... 346% Fyrsta desember nk. kemur til \ • 1. september 1979 .......... 4,40% framkvæmda ca. 8V6% skerðing, i • l.desember 1979 ........... 2,65% skv. nýju bráðabirgðalögunum, til 1 • 1. marz 1980 ................... 2,46% viðbótar skerðingu skv. Ólafslög- r • 1. júní 1980 ..................... 1,53% um. • 1. september 1980 .......... 1,55% Skerðingin 1. september nk. er 1 • 1. desember 1980 ........... 1,34% 2,9%, skv. ASÍ-samningum, og É • 1. marzl981 ................... 8,37% nálægt 2%, skv. Ólafslögum. u • 1. marz 1982 ................... 2,2 % Samhliða verðbótaskerðingum r Verðbótavísitala á laun verður skert 14 sinnum á tímabilinu frá 1. desember 1978 til 1. desember 1982, vegna stjórnvaldsákvarðana, en bæði Alþýðubandalag og Framsókn- arflokkur hafa átt aðild að ríkis- stjórn nær allan þennan líma. Sam- tals nemur þessi skerðing 43% og er þá skerðingin 1. desember 1978 ekki meðtalin, en hún var „bætt", að sögn stjórnvalda, með niður- greiðslu og „félagsmálapakka".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.