Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 25. AGUST 1982 17 nhald leitarinnar að gullskipinu. Á myndinni eru n Jónsson, Sigurður Líndal, Bergur Lárusson og ar, en þeir boruðu allt út fyrir seg- ulfrávikið sem fyrst leiddi þá á sporið. Jón Jónsson jarðfræðingur og hópur leitarmanna hafði mælt mjög nákvæmlega út nær 25 fer- kílómetra stórt svæði og lang- mesta segulfrávikið, um 2000 gamma, mældist á þessum stað í október 1981. Þá voru lagðar línur samsíða sjávarmáli frá fjöru- mörkum Svínafells- og Skafta- fellsfjöru með 10 metra bili milli lína og síðan var mælt með 5—10 metra bili milli punkta. Að áliðn- um degi 4. okt. 1981 lentu þeir í þessu stóra segulsviði. Jón taldi járnkjarnann sem náðist að öllum líkindum úr einni af fallbyssum skipsins. Jón kvaðst telja að fyrsta stóra Skeiðarár- hlaupið sem hljóp yfir skipið hafi grafið það á það dýpi sem það er nú á. „Ég held," sagði Jón, „að sjálfur skipsskrokkurinn sé lítt eða ekki brotinn og að í honum sé það sem í honum var undir þiljum, að mestu eða öllu leyti." (Jr síðasta leiðangr i UiUrmanna í síðustu viku, þegar þoir boruðu af pramma eftir eikarsýnum úr skipinu, en þau verða nú rannsökuð í Noregi, Hollandi og Bandaríkninum. Þessi járnkjarni, sem náðist upp, er talinn vera úr einni af fallbyssum gullskipsins. Vöruskiptajöfnuður- inn janúar — júlí: Ohagstæður um liðlega 1.654,8 milljónir króna — en var óhagstæður um liðlega 409,5 milljónir króna á sama tíma 1981 Vöruskiptajöfnuður lands- manna var óhagstæður um tæp- lega 1.654,8 milljónir króna fyrstu sjö mánuði ársins, en verðmæti innflutnings var á þessu tímabili liðlega 5.957 milljónir króna, en verðmæti útflutnings hins vegar liðlega 4.302,3 milljónir króna. Til samanburðar var vöruskiptajöfn- uðurinn óhagstæður um liðlega 409.3 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Vöruskiptajöfnuðurinn er því liðlega fjórfalt meiri fyrstu sjö mánuði ársins í ár, en hann var á sama tíma í fyrra. I júlímánuði var vöruskiptajöfn- uður óhagstæður um liðlega 301,9 milljónir króna, þegar verðmæti innfluinings var tæplega 938,4 milljónir króna, en verðmæti út- flutnings hins vegar tæplega 636,5 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess, að vöruskiptajöfnuð- ur landsmanna var hagstæður um tæplega 44,7 milljónir króna í júli mánuði í fyrra. I útflutningi vegur þyngst út- flutningur á áli og álmelmi, en hann var að verðmæti tæplega 415.4 milljónir króna fyrstu sjö mánuðina í ár, en til saman- burðar var hann að verðmæti tæplega 356,5 milljónir króna á sama tíma í fyrra. I júlímánuði var verðmæti áls og álmelmis hins vegar aðeins tæplega 4 milljónir á móti tæplega 47,8 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Verðmæti útflutnings á kísil- járni var tæplega 132 milljónir króna fyrstu sjö mánuði ársins, en til samanburðar var verð- mætið tæplega 30 milljónir króna á sama tíma. I júlímánuði var útflutningur kísiljárns að verðmæti tæplega 55,8 milljónir króna, en var enginn á sama tíma í fyrra. I innflutnin^i vegur innflutn- ingur fyrir Islenzka álfélagið þyngst, en hann var að verð- mæti liðlega 353 milljónir króna fyrstu sjö mánuði ársins, en var að verðmæti liðlega 276,1 millj- ónir króna á sama tíma í fyrra. Þá má nefna innflutning á skip- um, sem var að verðmæti liðlega 252,8 milljónir króna fyrstu sjö mánuði ársins, en á sama tíma í fyrra var verðmætið liðlega 42,2 milljónir króna. Við samanburð við utanríkis- verzlunartölur 1981 verður að hafa í huga, að meðalgengi er- lends gjaldeyris í janúar-júlí 1982 er talið vera 44,5% hærra en það var í sömu mánuðum 1981. NlflURGREIÐSLUR VÖRU OGVJSITÓLU 450 m.kr. NIÐURGREIÐSLUR í VÍSITÖLULEIK H NÝBYGGING VEGA 0GBRUA 300 mkr _____I NÝB. HEILSUGÆZLUSTÖÐVA I 1 0G SJÚKRAHÚSA lOOm.kr. INYBYGGINGSKOLA 163 m.kr. irgreið8lur á voru og visitolu mrð skattpeningum •rvifm niður verðbætur á laun þeirra, í saman- i aðra fjárlagapósta. 4% hefur verið beitt niðurgreiðslum, % einkum á vörur sem hafa mikið vægi í vísitölugrunni en oft lítið vægi í heimilisútgjöldum, nú orð- ið. Þannig eru skattpeningar launafólks nýttir til að greiða niður laun þess. Á sama tíma, þ.e. frá haustinu 1978, hafa skattar, beinir og óbeinir, verið hækkaðir sem nem- ur 20.000 nýkrónum á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu. 0% til ng, til ög- er og um Málamiðlunin í ríkisstjórninni: Af 19 greinum í óskafrumvarpi Al- þýðubandalags náðu aðeins 2 fram óbreyttar í bráðabirgðalögunum ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsins hafði fyrir helgi samið eigið frumvarp um efnahagsráðstafanir í 19 greinum og sett fram óskalista um 11 atriði í efnahagsaætlun ríkisstjórnarinnar. Þessar hugmyndir Alþýðubandalagsins voru birtar í heild í Þjóðviljanum á laugardag. Þær eru í ýmsum veigamiklum atriðum frábrugðnar bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar og því, sem fram kemur í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna aðgerða í efnahagsmálum. Hafa ráðherrar og þingflokkur Alþýðubandalagsins dregið í land um flest stefnumil sín og af samanburði á bráðabirgðalög- unum og frumvarpi Alþýðubandalagsins má ráða, að þau tvö atriði af óskalista sínum sem flokkurinn fékk fram óbreytt með bráðabirgðalögunum hafi verið, að verslunarálagning yrði lækkuð samkvæmt svonefndri 30%-reglu eftir gengisbreytinguna og að öll laun yrðu skert um 2,9% 1. september næstkomandi. í 1. grein frumvarps Alþýðu- bandalagsins (hér eftir frv. Alþbl.) er gefið til kynna, að ef til vill sé ekki þörf á að skerða verðbætur á laun 1. desember næstkomandi, það skuli ráðast af samdrætti þjóðartekna og þá fyrst skuli ríkis- stjórnin framkvæma launalækk- unina eftir að hún hefur rætt við aðila vinnumarkaðarins. Því er ekki heldur slegið föstu hve kjara- skerðingin þurfi að vera mikil en hún megi nema allt að helmingi verðbóta. I 1. grein bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar (hér eftir brbl. rík- isstj.) eru allir fyrirvarar Alþýðu- bandalagsins fjarlægðir og umbúðalaust ákveðið, að vegna samdráttar þjóðartekna og í þeim tilgangi að draga úr víxlgangi kaupgjalds og verðlags skuli verð- bætur á laun skornar niður um helming 1. desember næstkom- andi. Ekki er í brbl. ríkisstj. minnst einu orði á samráð og við- ræður við aðila vinnumarkaðarins vegna launaskerðingarinnar. í 3. gr. frv. Alþbl. er gert ráð fyrir veltuskatti á fyrirtæki í verslun og þjónustu, sem renni í kjarajöfnunarsjóð. Ekki er minnst á veltuskatt í brbl. ríkisstj., hins vegar er vörugjald hækkað með brbl. án þess að þar sé tilgreint, hvert hinar auknu tekjur eigi að renna. í 4. gr. frv. Alþbl. er mælt fyrir um stofnun kjarajöfnunar- sjóðs. Sjóðurinn er ekki nefndur í brbl. ríkisstj. í 6. gr. frv. Alþbl. er ákvæði um nýja viðmiðun við verð- tryggingu lána, sem ekki eru í brbl. ríkisstj. í 7. gr. frv. Alþbl. er ákvæði um niðurfellingu launa- skatts af iðnaði og fiskvinnslu, sem ekki er í brbl. ríkisstj. í 8. gr. frv. Alþbl. er ákvæði um heimild til að leggja á allt að 1,3% aðstöðu- gjald á atvinnurekstur og þjón- ustu, sem ekki er í brbl. ríkisstj. í 10. gr. frv. Alþbl. er gert ráð fyrir tímabundinni innborgunarskyldu, sem ekki er í brbl. ríkisstj. í 11. gr. frv. Alþbl. er ákvæði um stöðvun erlendra vörukaupalána, sem ekki er í brbl. ríkisstj. í 12. gr. frv. Alþbl. er ákvæði um opinbert út- boð á innflutningsleyfum, sem ekki er í brbl. ríkisstj. í 13. gr. frv. Alþbl. er ákvæði um að ríkis- stjórnin ákveði þann hluta arðs Seðlabankans sem skilað skuli í ríkissjóð, sem ekki er í brbl. ríkis- stj. í 14. gr. frv. Alþbl. er ákvæði um að bankar skuli veita allt að 100 millj. til að lengja lán hús- byggjenda 1982, ef ríkisstjórnin ákveði slíka skipan, sem ekki er í brbl. ríkisstj., í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar segir hins vegar, að um þetta verði rætt við banka og sparisjóði. í 15. gr. frv. Alþbl. er ákvæði um skyldusparnað, sem ekki er í brbl. ríkisstj. I 17. gr. frv. Alþbl. er ákvæði um viðræðufundi stjórnenda og starfsfólks í fyrir- tækjum með fleiri en 10 starfs- menn, sem ekki er í brbl. ríkisstj. Hér hafa verið taldar 12 af 19 greinum í frv. Alþbl., sem sleppt hefur verið í brbl. ríkisstj. Áður hafa 1. greinar frv. Alþbl. og brbl. ríkisstj. verið bornar saman. Þá eru eftir 6 greinar úr frv. Alþbl. 4 þeirra eru í brbl. ríkisstj., þótt ákvæðin þar séu ekki að öllu leyti samhljóða hugmyndum Alþýðu- bandalagsins, hér er um að ræða ákvæði um 50 millj. kr. til láglaunabóta, verslunarálagning verði lækkuð við gengisbreyting- una samkvæmt svonefndri 30%- reglu, verðbætur á laun verði skertar um 2,9% 1. september og um ráðstöfun gengismunar. Þá eru eftir tvær greinar úr frv. Alþbl. I 5. gr. þess er ákvæði um heimild fyrir ríkisstjórnina til að fresta meiriháttar byggingar- framkvæmdum opinberra stofn- ana og fyrirtækja í allt að 18 mán- uði. Akvæði um þetta er ekki að finna í brbl. ríkisstj., heldur yfir- lýsingunni sem lögunum fylgja (19. liður). Þar segir, að ríkisstjórnin muni þar sem ástæða þykir til beita sér fyrir frestun á um- fangsmiklum byggingafram- kvæmdum opinberra stofnana og fyrirtækja í allt að 18 mánuði. í 19. gr. frv. Alþbl. er mælt fyrir um það, að engin fiskiskip skuli flutt til landsins „á næstu einu til tveimur árum". I yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar er ákveðið, að inn- flutningur fiskiskipa verði stöðv- aður í tvö ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.