Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 Fyrirlestur um landnám í Reykjavík FIMMTUDAÍiINN 26. ágúst kl. 20.30 flytur Else Nordahl, fornleifa- fræðingur frá Svíþjóð, erindi í Nor- ræna húsinu og sýnir skyggnur máli sinu til skýringar. Fjallar erindi hennar um niður- stöðu rannsókna þeirra, sem gerðar voru í tengslum við uppgröftinn við Aðalstræti og Suðurgötu, þegar verið var að leita að hugsanlegu bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar. Else Nordahl, sem er Reykvík- ingum að góðu kunn, er stödd hér- lendis vegna fundar norrænna fornleifafræðinga, sem nýlokið er, en fundur þessi fór fram að Laugarvatni. Fyrirlesturinn í Norræna húsinu er öllum opinn. SÍB um efnahagsráöstaf- anir ríkisstjórnarinnar: Einsdæmi og ámælisveröar SAMKIGINLKGUR fundur stjórnar u(i samninganefndar Sambands ís- lenskra bankamanna, haldinn þann 24. ágúst 1982, mótmælir harðlega ákvörðunum um kjaraskerðingu í ný- útgefnum bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar, segir í fréttatilkynn- íngu frá SÍB. Fundurinn fordæmir þau vinnu- brögð að grípa til svo harkalegra aðgerða án nokkurs samráðs við launþega og varar við síendurtekn- um afskiptum stjórnvalda af um- sömdum verðbótum launþega. Með slíkum ráðstöfunum er hornsteinn- inn í frjálsum samningsrétti verka- lýðsfélaga farinn forgörðum. Þá lýsir fundurinn furðu sinni á og skilur ekki þá ráðstöfun, að grip- ið skuli til þess að setja bráðabirgðalög til skerðingar á verðbótum þann 1. september hjá þeim tiltölulega fámennu hópum, sem nú standa í samningaviðræð- um við sína vinnuveitendur og enn eiga því eftir að semja um kjör sín til næstu mánaða. Bankamenn til- heyra þessum hópi. Ráðstöfun sem þessi hlýtur að vera einsdæmi og ámælisverð og er ekki líkleg til að auðvelda samningsgerð. Tónleikar í Skruggubúð FAN Houtens Kókó heldur tónleika i Skruggubúð að Suðurgötu 3A næstkomandi fímmtudagskvöld klukkan 20. í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt, segir að tónleikarnir séu haldnir í kveðju- skyni „við Ólaf, sem flýr enn og aft- ur á vit suðrænna slranda". Þá segir í tilkynningunni, að nú séu síðustu forvöð að bregða sér til ísafjarðar og sjá 3ja kílómetra háa sýningu Medúsu í bókasafni og sundlaug staðarins. Sýningunni lýkur á laugardag. Bílum stolið AÐFARANÓTT sl. laugardags, 21. ágúst, var bifreiðinni R-51125 stolið frá húsi við Bræðraborgarstíg. Bif- reiðin er af gerðinni Austin Mini, árgerð 1974, appelsínugul að lit. Aðfaranótt sunnudagsins 22. ágúst var bifreiðinni R-46686 stol- ið frá húsi í Skipasundi. Bifreiðin er af gerðinni Vauxhall Viva, ár- gerð 1968, dökkbrún að lit. Þeir, sem vita hvar framantald- ar bifreiðir eru niðurkomnar eða geta veitt aðrar upplýsingar, eru beðnir að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. I^- *•*.: m ^"¦HU ""tk (%s>- —'^f^m- Hér má sjá lambið i ánni eftir að það hefur stokkið ofan i gilið á flótta undan velgjörðarmönnum sínum. Hákon hefur nú fangað lambið . uxann forðum. og ber það af stað eins og Grettir bar 99 Ævintýri á gönguför" MK1)FYL(;JANI>I myndir tóku Snorri Snorrason síðastliðinn mið- vikudag er hann var, ásaml Hákoni Aðalsteinssyni og Garðari Steinars- syni, í árlegri fjallgöngu þeirra fé- laga. Garparnir voru staddir við Innri Kmstru, nærri Fjallabaksleið syðri í Rangárþingi, þegar Hákoni hugkvæmdist að ganga niður með ánni til að skoða fossinn. Si hann þá hvar lamb eitt sat fast i syllu og komst hvergi. Þeir félagar náðu í dráttartóg og seig Hákon niður eftir lamb- inu. Þegar það sá hann nálgast, stakk það sér í ánna og tókst að klóra sig upp í urð hinum megin. Seig Hákon þá að nýju þeim meg- in og tókst þá að komast fyrir lambið og ná tokurn á því. Mbl. ræddí við Hákon og spurði meðal annars hvort björgunaraðgerðir þessar hefðu reynst honum erfið- ar ggpHG&s; .- -**%v*) •*** ^4**£1i\ „Þú ættir nú frekar að spyrja þá sem héldu í spottann á meðan ég seig þessa fimm eða sex metra eftir lambinu. Það má segja að þetta hafi verið svona ágætis upp- bót á fjallgönguna. Lambið var þarna í sjálfheldu og heið einskis nema dauðans. Það var því mjög ánægjulegt að geta bjargað því og þægileg tilfinning að sjá hve það var fegið frelsinu þegar við slepptum því í átt að fjárhópi sem var þarna nærri. Þetta var sann- kallað ævintýri á gönguför." Hákon sagði að enda þótt lamb- ið hefði ekki verið búið að vera lengi þarna, hefði það verið orðið mjög svangt. Hann taldi ólíklegt annað en að það hefði borist með árstraumnum og síðan niður með fossinum i gilið. ,Hvert í óskripunum eru mennirnir eiginlega að fara með mig." „Það er nefnilega það; bitið framan hægra og hcilrifan vinstra.' Ameríska kvikmyndavikan heldur áfram HIN amcríska kvikmyndavika, sem auglýst var að haldin yrði dagana 14.—21. ágúst sl. gat aldrei orðið öll, þar sem hluti myndanna sem sýna átti, komu ekki til landsins á réttum tíma, þar sem þær voru í 3 vikur á leiðinni í pósti. Nú eru myndirnar hins vegar komnar til landsins og verður síð- ari hluti kvikmyndahátíðarinnar haldinn í Tjarnarbíói dagana 26.-29. ágúst nk. Dagskráin er sem hér segir: Fimmtudaginn, 26. ágúst verða sýndar: Yfir — undir, skáhallt. niður, Hinir sjö frá Secaucus snúa aftur og Clarence og Angel. Á föstudag, Hinir sjö frá Secaucus snúa aftur, Kaffistofa kjarnork- unnar, Hjartaland og Tylftirnar. Laugardag: Hjartaland, Yfir — undir, skáhallt, niður, Clarence og Angel, Kaffistofa kjarnorkunnar og Neðanjarðarknaparnir. Síðasta daginn verða svo sýndar: Kaffi- stofa kjarnorkunnar, Hjartaland, Tylftirnar, Kaffistofa kjarnork- unnar og Hinir sjö frá Secaucus snúa aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.