Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 198? Uni»trm PrnfSymHcite „\Coran þin sag&i mér &b (?«J v&rift siniðcx Vaók^KilLur. " . íg& ^EÍ ^tV^S V^F^* tí-o 6*> ... ad skipta þv í sem til er. ¦ TM R«Q U.S. P»t Off -il rtgtiu rtnrvKl •1982 Lm Angilw Tkra* Syndlcat. l'art eru enn tvær hæðir upp! Kall. Nei, nei. I>egar ég var lílill ungi ... HÖGNI HREKKVISI „Þegar ég hlustaði á söguna um Afríkubarnið, sem vantaði brauð og mat, þá fannst mér að hærra ætti að heyrast í börnunum í Póllandi, á ríkisreknu barnaheimilunum, því þar þurfa fóstrurnar að sækja matinn til Alþjóða Rauða krossins," segir bréfritari. Meðfylgjandi mynd er tekin í borginni Leszno í Póllandi í fyrra, þegar starfsmenn Rauða krossins útdeildu 8.000 matarpökkum meðal skólabarna. „Sannleikurinn gerir ykkur frjálsa" — sagði Páll postuli enda boðaði hann önnur fræði og annan frið Þaö hefur aldrei þótt árang- ursríkt að heimta það ómögu- lega, enda dreymir mig ekki um það að stöðva þennan gegndar- lausa áróður í hlutlausa útvarp- inu okkar á efnahagsstefnuna á Vesturlöndum. Það eina sem ég bið um er, að þessir predikarar komi einu sinni og geri hlut- lausan samanburð á hógum okkar í NATO-ríkjunum og al- mennings í Varsjárbandalag- inu. Þá getur alþýðan áttað sig á hlutunum. Eg hlustaði hér á dögunum á útvarpið, þar sem með vitna- leiðslum var verið að lýsa lífi verkamanna, sem unnu á teekr- unum á Sri Lanka. Þátturinn endaði svo á söng um Afríku- barnið, sem bað um frelsi og brauð. Það eina sem þessir fróð- leiksflytjendur viðurkenna er, að þegar Evrópubúar komu til þessara landa þá voru þjóð- flokkarnir ólæsir, engin læknis- þekking, þrifnaður í lágmarki, engin ráð við plágum og skor- kvikindum og hindurvitnatrúin í algleymingi. Eftir þetta er bara sagt frá arðráninu og engu óðru. Dæmið horfði óneitanlega öðruvísi við fyrir nokkrum ára- tugum, þegar kommúnistarnir í leppríkjunum, sem börðust eins og alþýðubandalagsmennirnir hérna fyrir þjóðfrelsis-sósíal- isma og réttindum verkamanna, afhentu Stalín, sem réð fyrir vanþróaðasta landinu í Evrópu, föðurlönd sín með öllum gögn- um og gæðum. Gagnið af þessu fyrir löndin þekkja allir. Pólskt verður ástandið bara þar sem alþýðan er arðrænd eftir kokka- bók Karls Marx. í sjónvarpið koma svo sumir fræðingar þjóðfrelsis og sósíal- isma og segja með sigurbros á vör: „Bestu kjörin eru í Ung- verjalandi, af því að Kadar leyf- ir smá kapítalisma." Þeir eru aldrei spurðir að því, hvers vegna hann tekur þá ekki upp frjálshyggjuna, því þá yrði þetta líklega enn betra. Þegar ég hlustaði á söguna um Afríku- barnið, sem vantaði mat og brauð, þá fannst mér að hærra ætti að heyrast í börnunum í Póllandi, á ríkisreknu barna- heimilunum, því þar þurfa fóstrurnar að sækja matinn til Alþjóða Rauða krossins. Allir vita að fiskiskipaflotinn okkar er afkastameiri en hann var á dögum Skúla fógeta og núna er öðruvísi búið á Hvanneyri, en á dögum Gríms ins háleygska. Fróðleiks- og friðarskýrendurn- ir sem koma í útvarpið, þeir vita víst ekki þetta. Þeir horfa nef- nilega á veröldina í gegnum hungurhugmyndafræði Karls Marx og heimsvaldastefnu Rússa, sem þeir boða. „Sann- leikurinn gerir yður frjálsa," sagði Páll postuli enda boðaði hann önnur fræði og annan frið. Húsmóðir Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfóng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. „ LJÚFT ER. KATTAUlVlÐ, HA?" Þessir hringdu . . . „I (ann var með armbandið góða" Guðmundur Pétursson hringdi: „Við lestur blaðanna þessa dag- ana ber mest á því sem verst er í samskiptum fólksins, þjófnaðir, meiðingar og manndráp. Það er rétt eins og það finnist ekkert sem er fréttnæmt og er af hinu góða. Mig langar til þess að segja sögu, sem er af öðrum toga en hér hefur verið lýst. Við hjónin fórum inn í Laugar- dalsgarð síðastliðinn sunnudag. Nú eru blómin og annar gróður í sínum fegursta skrúða og veðrið var sérstaklega gott. Með okkur var mágkona mín. I morgun hringdi hún og sagðist hafa týnt armbandi, sem hún sagðist hafa verið með í ferðinni í garðinum. Hún sagði að þetta hafi verið kær gjöf frá börnum sínum og þótti henni því sár missirinn. Við fórum í skyndí inn í Laugardalsgarð, þar sem við hittum fyrir vörð garðs- ins, sem sagði okkur að til sín hafi hringt maður er hafi sagst hafa fundið armbandið í garðinum. Vís- aði vörðurinn okkur síðan á finn- andann, sem var maður er selur fisk í fiskbúðinni að Dunhaga 18 hér í borg. Hann var með arm- bandið góða. Það mátti varla á milli sjá, hvort gladdist meira, fisksalinn eða hún mágkona mín, þegar hann rétti henni armbandið og brá því á hönd hennar. Það er vel þess vert að segja frá því, sem vel er gert og gefur gott fordæmi." Oþarfa tilstand Margrét Friðriksdóttir hringdi og vildi gera að umræðuefni tilstand veg'na heimsókna erlendra fyrir- manna til landsins, og þá nú síðast heimsóknar Anker Jörgensens, forsætisráðherra Dana. „Þannig var, að það voru full- orðin hjón á ferð sinni um Þing-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.