Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 5 SKJANUM SUNNUDAGUR 29. ágúst 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Gísli Bry njólfsson flytur. 18.10 Sonni í leit að samastað Bandarísk teiknimynd um lít- inn hvolp sem fer út i heiminn i leit að húsbónda. 18.30 Náttúran er eins og ævintýri 3. þáttur. { þcssum þætti skoðum við blómin, fífil i túni og sóley i varpa. _ ____ Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdótt- ir. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 18.55 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjónarmaður: Magnús Bjarnfreðsson. 20.55 Hátið á Grænlandi 21.40 Jóhann Kristófer Fjórði hluti. Efni 3. hluta: Jóhann Kristófer er uppreisnargjarn og óvæginn i dómum um þekkt tónskáld. Blaðagreinar hans vekja reiði tónlistarunncnda. Hann kynn- ist Antonettu og fínnst eftir það þröngt um sig í heimalandi sinu og þráir að komast til Parísar. Honum er vísað úr hljómsveit stórhertogans fyrir róttækar skoðanir. Þýðandi: Sigfús Daðason. 22.35 Knut Hamsun — Nóbels- skáld og landráöamaður Siðari hluti. Sænsk heimildarmynd um norska rithöfundinn Knut Hamsun (1859—1952). f fyrri hluta var fjallað um ævi Hamsuns fram til 1920 er hon- um voru veitt bókmenntaverð- laun Nóbels og hann stóð á há- tindi frægðar sinnar. I þessum siðari hluta er einkum fjallað um þá atburði á striðsár- unum, sem urðu til þess að Norðmenn útskúfuðu höfuð- skáldi sínu. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdótt- ir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 23.15 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 30. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttír og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 íþróttir. Umsjónarmaður. Steingrímur Sigfússon 21.15 Madge Breskt sjónvarpsleikrit sem sýnir lýðræði í spéspegli. Leikstjóri: Derek Bennett. Að- alhlutverk: Isabel Dean (Madge), Derek Farr og Patr- ieia Brake. Umferðarráð foreldrafélagsins kemur sér saman um að fá gangbaut fyrir skólabörnin i bænum. Madge er ein um þá skoðun að ekkert dugi minna en göngubrú. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 22.05 Minnið Kanadisk heimildarmynd um hinn einstæða hæfíleika mannsheilans tíl að geyma þekkingu og reynslu — stund- um ævilangt Þýðandi og þulur: Jón O. Edwald. 22.35 Dagskrárlok. Hljóövarp kl. 14. Þáttur um björgunar- og slysavarnastarf Á dagskrá hljóðvarps kl. 14.00 í dag verður 45 minútna langur þátt- ur um björgunar- og slysavarnar- starf. Þátturinn nefnist „f við- bragðsstöðu" og er i umsjá Baldurs Kristjánssonar. Vart líður sú vika að fréttir berist ekki um það að björgun- arsveitir séu kallaðar út til þess að leita að fólki sem hefur týnst eða er í hættu statt á sjó eða landi. Þúsundir manna um allt land eru í björgunarsveitum og ef eitthvað bregður út af eru þeir komnir af stað, við fyrsta útkall. Kl. 14.00 á sunnudaginn verður á dagskrá hljóðvarps þáttur þar sem verður fjallað um þessi mál. Verður þar rætt við forsvars- menn tandssamtaka björgunar- fólks, þá Ingvar F. Vilhjálmsson formann Landssambands flug- björgunarsveita, Harald Henrys- son og Reyni Agnarsson frá Slysavarnafélagi íslands og Tryggva Pál Friðriksson, for- mann Landssambands Hjálpar- sveitar skáta. Þá verður rætt við einhvern eða einhverja sem eiga líf sitt að þakka fórnfúsum að- gerðum björgunarmanna. Þá verður rætt við Sigurjón Heiðarsson, framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar, en hún mun í byrjun september hrinda af stað, í samvinnu við ofangreind samtök, fjársöfnun til kaupa á fjarskiptabúnaði fyrir allar björgunarsveitirnar. Það er að sögn lífsnauðsynleg en dýr fjárfesting. Verður Sigurjón spurður um skipulag söfnunar- innar og fleira. Sjonvarp kl. 22.35: Réttarhöldin yfir Hamsun í kvöld kl. 22.35 verður á dagskrá síðari hluti sænsku heim- ildarkvikmyndarinnar „Knut Hamsun — Nóbelsskáld og land- ráðamaður". Að sögn Jóhönnu Jó- hannsdóttur, þýðanda myndarinn- ar, verður í kvöld greint frá ýmsum skrifíegum heimildum sem stað- festa stuðning Hamsuns við þýska nasismann. Þar má nefna fræg eft- irmæli rithöfundarins um Adolf Hitler sem birtust í Aftenposten við lok heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Þar minnist skáldið Hitlers sem einhvers mikilhæfasta stjórn- málamanns fyrr og síðar. Jóhanna Jóhannsdóttir upp- lýsti að auk viðtala við fólk sem gerst þekkti málsatvik yrðu sýndar myndir sem teknar voru við réttarhöldin yfir Hamsun. Áður en dómur gekk í máli hans var honum gert að sæta geð- rannsókn og dvelja í nokkurs konar einangrun á elliheimili. í gæsluvistinni ritaði hann hina áhrifaríku bók sína Grónar göt- ur, sem hefur þótt aftaka þann möguleika að hann væri geðveik- ur eða sturlaður af ellisökum. Enda fór svo að sérfræðingar úr- skurðuðu hann sakhæfan. Samkvæmt upplýsingum þýð- anda mun þessi heimildarmynd ekki hafa verið sýnd í norska sjónvarpinu. Oll almenn ferða- þjónusta Fjölsóttasta ferðamanna- paradís Evrópu Við veitum alla almenna feröaþjónustu, svo sem útgáfu flugfarseöla um allan heim, pöntun á gistirými og alla skipulagningu einstaklings- feröa, hvort heldur sem um sumarlevfis- eöa viöskiptaferöir er aö ræða. Okkar sérfræð- ingur á þeim sviðum er Margrét Ás- ólfsdóttir og hefur hún aö baki starfs- reynslu á þessu sviöi á annan áratug. Amsterdam Heillandi fögur og skemmtileg borg, Fen- eyjar Noröur-Evrópu. Miöstöö lista og menningar. Fjölbreyttar skemmti- og skoö- unarferöir. Amsterdam er líklega hagstæö- asta verslunarborgin í Noröur-Evrópu um þessar mundir. Floriade, stærsta blómasýning veraldar sem haldin er á 10 ára fresti, er opin til októberloka. Brottfarir á miövikudögum og sunnudögum. Ótrúlega ódýrar feröir meö gistingu á góö- um hótelum eöa meö bilaieigubíl. Flug og bfll frá kr. 3.900. Flug og gisting frá kr. 4.600. MMað vlð gengi 10. ágúst 1982. Ferðaskrifstofan Laugavagi 66, 101 Reykjavik, aími 28633.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.