Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 JMnrjgmiroMaíhiitii Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. Fjórar meginforsendur fyrir setu ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens eru brostnar: • 1. Þegar dr. Kristján Eld- járn veitti Gunnari Thor- oddsen umboð til þess að mynda ríkisstjórn var það með því skilyrði, að stjórnin hefði meirihluta í báðum þingdeildum. Sú forsenda er brostin. • 2. Helsta markmið ríkis- stjórnarinnar í efnahags- málum var að „á árinu 1982 verði verðbólgan orðin svip- uð og í helstu viðskiptalönd- um Islendinga." Sú forsenda er brostin. • 3. Ríkisstjórnin ætlaði að takmarka erlendar lántökur eins og kostur væri og átti greiðslubyrði af erlendum skuldum ekki að fara fram úr um það bil 15% af út- flutningstekjum þjóðarinn- ar. Sú forsenda er brostin. • 4. Með efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar um síð- ustu helgi átti að treysta undirstöður atvinnulífsins ekki síst með því að tryggja snurðulausa sjósókn. Sú for- senda er brostin. Þótt þetta liggi ljóst fyrir segist ríkisstjórnin ætla að sitja áfram. Stjórnarsinnar fella þessi úreltu ákvæði úr gildi. Samkvæmt samþykkt Alþingis frá vorinu 1978 átti stjórnarskrárnefnd sú sem nú situr að skila tillögum sínum fyrir árslok 1980. Enn liggur ekkert fyrir frá nefnd- inni. Verðbólgan verður um 60% í ár, þrátt fyrir síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hún lækkar ekki á næsta ári. Samkvæmt áróðursblaði sem Alþýðubandalagið dreif- ir nú til stuðnings við úrræðaleysi ríkisstjórnar- innar er gert ráð fyrir, að þjóðartekjur í ár verði svip- aðar og 1977, þegar gerðir voru kjarasamningarnir sem Alþýðubandalagið hefur síð- an krafist að væru í gildi. Þjóðartekjur hafa aukist í stjórnartíð Alþýðubanda- lagsins síðan. Þrátt fyrir það hafa samningarnir aldrei Eitt af meginmarkmiðum efnahagsaðgerðanna um síð- ustu helgi var „að treysta undirstöður atvinnulífsins með aðgerðum til að auka framleiðni og framleiðslu- getu þjóðarbúsins og tryggja þannig öllum landsmönnum næga atvinnu." Síðan hafa auknar byrðar verið lagðar á útgerðina með því að hækka verð á olíu. Kristján Ragn- arsson, formaður Lands- sambands íslenskra út- vegsmanna, sagði í Morgun- blaðinu í gær: „Okkur er fyrirmunað að skilja þessar ráðstafanir. Það er óskiljan- legt, að ríkisstjórnin ímyndi sér, að málið geti gengið á þennan hátt. Vandamál út- gerðarinnar eru alveg óleyst í efnahagsmálapakka ríkis- stjórnarinnar og svo kemur þetta í ofanálag." Trúnað- armannaráð LÍÚ hefur verið Ríkisstjórn á brostnum forsendum höfða til þess, að deilda- skipting Alþingis sé úrelt og þess vegna megi þingmenn ekki fella frumvörp fyrir rík- isstjórninni, þótt þeir séu þeim andvígir. Þessi rök duga ekki fyrir ríkisstjórn á brostnum forsendum. Er raunar furðulegt að þeim skuli haldið á loft af mönnum sem um árabil hafa setið í stjórnarskrárnefnd í því skyni að leggja fram til- lögur um breytingu á stjórn- arskránni. Þeir hafa haft gullið tækifæri til að láta gengið í gildi og nú stendur flokkurinn fyrir því, að geng- ið er á laun manna enn á ný, án þess að fyrir því votti, að það beri raunhæfan árangur til frambúðar. Forsendan fyrir fjögurra ára stjórnar- setu Alþýðubandalagsins er brostin. Framsóknarflokkur- inn gekk til síðustu þing- kosninga undir því kjörorði, að hann ætlaði að vinna sig- ur á verðbólgunni. Forsend- an fyrir stjórnarþátttöku Framsóknarflokksins er brostin. boðað til fundar til að ræða hugsanlega stöðvun fisk- veiðiflotans. Ríkisstjórnin ætlar að stefna málum í stjórnskipu- lega sjálfheldu á Alþingi og skákar í því skjóli, að hún hafi 31 fylgismann í samein- uðu þingi, þótt henni takist ekki að koma lagafrumvörp- um í gegnum þingdeildir. Þetta er aðför að þingræð- inu. Tveir stjórnmálaflokkar standa að ríkisstjórninni, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur. í þingkosn- ingunum 1979 hlutu þeir samtals 44,6% atkvæða. Fram til landsfundar Sjálf- stæðisflokksins haustið 1981 var höfðað til þess, að veru- legur hluti sjálfstæðismanna styddi ríkisstjórnina. Lands- fundurinn lýsti andstöðu við ríkisstjórnina, þessi and- staða sjálfstæðismanna hef- ur skerpst síðan. I sveitar- stjórnarkosningunum í vor hlutu Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur samtals fylgi 33,7% atkvæða í fjöl- mennustu byggðarlögunum, um 11% minna fylgi en í kosningunum 1979. Það er því ekki aðeins ögrun við al- þingismenn, að ríkisstjórnin neitar að viðurkenna skip- brot sitt, það er enn meiri ögrun við kjósendur, lands- menn alla. Lýðræðislegum stjórnarháttum er stefnt í voða ekki síður en efnahag þjóðarinnar. Morgunblaðið hefur varað við hættulegum afleiðingum þessa ástands. Enn er ástæða til að endurtaka þau varnaðarorð. Ríkisstjórn sem býr við jafn erfiðar að- stæður og ríkisstjórn íslands um þessar mundir er alls ekki fær um að takast á við hin miklu vandamál sem við blasa hvert sem litið er. Nú hefur skapast óskastaða fyrir þá er vilja vega að und- irstöðum íslensks efnahags- lífs og lýðræðislegra stjórn- arhátta. Það er táknrænt að nú telja kommúnistar kjörið tækifæri fyrir sig til að efna til fundarhalda til stuðnings við framhald á óstjórninni. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 2 3 Sumarið að kveðja. Túristar að hverfa og sumarhótel að loka. Búið að skrúfa fyrir Geysi. Verð- ur ekki opnað fyrir aftur nema við sérstaka viðhöfn. Enda leggja víst ekki nógu margir leið sína svona langt eftir að halla tekur sumri. Nú má líka bara fara i bíó og horfa á Geysi á filmu meðan maulað er popp- kornið. Miklu fyrirhafnarminna. Flestir virðast kunna að meta þetta fyrirkomulag. Leysir enda margan vanda. Næst mætti kannski taka Gullfoss, virkja hann og opna bara fyrir hæfi- legan skammt af vatnsbunu á sumrin eða við boðaðar gesta- komur. Gárar þá hugann gömul hugmynd. Mér fannst hún dálít- ið aðlaðandi þegar á sínum tima stóðu yfir umræður um kalda bunu úr Tjörninni. Nú er óhætt að vekja hana upp aftur: Reyk- víkingar komi sér upp þjóðlegum „geysi“ í Laugardalnum, svo að túristar geti fengið gos á staðn- um. Þurfi ekki að hristast i rútu- bíl langar leiðir, og sitja svo og bíða upp á von og óvon eftir dint- um gamla Geysis, nafngjafa slíkra náttúrufyrirbæra í heim- inum. Það mundi leysa heilmikið umstand, úr því „geysar“ eru hvort eð er komnir undir stjórn og í fast túristaskipulag. Mætti jafnvel hafa slík gos tiltæk á öll- um jarðhitasvæðum á landinu. Kannski getur hugmyndin orðið að veruleika, ef hitaveitustjór- inn í Reykjavík fær einhvern tima fé til að bora niður á þenn- an heitavatnspott, sem við Reykvíkingar sitjum á. E.t.v. mætti veita vatninu aftur niður og nota sama vatnið. Verkfræð- ingar okkar hafa leyst annað eins. Þá mætti fá geysisgos á auglýstum tíma sem horfa mætti á úr stúkunni á Laugar- dalsvelli eða úr gluggunum á Hótel Esju. Það var í rauninni bara gömul minning, sem á sínum tíma var að ónáða mig, og kom í veg fyrir að flutt yrði tillaga um heita „geysinn" í Laugardal: Erlendir blaðamenn voru hér í opinberu boði og átti auðvitað að sýna þeim eins mikið af okkar snilli og landsins dýrð og unnt var á 3 dögum. Ekki hægt að treysta á gamla Geysi og ferðaáætlun austur í sveitir svo stíft keyrð áfram, að ekki var svigrúm til að bíða eftir gosi í Grýtu. Gestgjaf- inn hafði séð fyrir öllu. Sem við ókum inn í Hveragerði (þorpið sem góður íslenzkur fylgdarmað- ur þýddi fyrir gesti sína á ensku: „Who’s done it“, þá kom á vett- vang blindur maður og gekk í broddi fylkingar út í þorpið. Skrúfaði frá krönum. Viti menn. Fyrr en varði horfðu gestirnir á heitan vatnsstrók upp í loftið í miðju þorpi. Engin bið. Allir upp í bílana aftur. Mjög hagkvæmt. Þar sem undirrituð var ekki bara gestgjafi, fékk hún að heyra hvað alþjóðapressunni fannst — þegar enginn heyrði til. Þetta fannst blaðamönnun- um fyndið, að vera kominn til íslands, heimkynna „geysanna“ og vera sýnt „heimatilbúið gos“. En hvað um það, þeir sem eru að flýta sér fá sína heitu bunu. Kannski má líka slá út Geysi með tilbúnu gosi í Laugardal og buna hærra. Hinir, sem eru eitthvað að röfla, geta bara átt sig og leitað að náttúruundrum einhvers staðar annars staðar. Þeir eru hvort eð er svo fáir. Við heimafólk höfum líka hamast við að njóta sumarsins, enda verður maður að drífa sig svo það fari ekki hjá. Við erum unnvörpum að læra að njóta hvaða sumars sem er. Þeirra stuttu, svölu og votu líka. Bíðum ekki bara eftir því að sólin láti sjá sig. Það mátti t.d. merkja á hestamannamótinu í Skagafirði í byrjun júli, þegar fólk streymdi í stórum flokkum úr öllum landsfjórðungum á staðinn og naut sín vatnsgallaklætt heilu dagana í rigningunni á mótsstað. Konur og karlar, krakkar og gamlingjar, borgarbúar og landsbyggðarfólk. Verkamenn, bændur og bankastjórar — og allir eins. Slíkar samkomur hrista betur en nokkuð annað, sem ég þekki, saman þessa þjóð og brjóta upp lagskiptinguna, sem obbolítið er þó farið að bera á hjá okkur, að erlendri fyrir- mynd. Kannski er ekkert hollara fyrir okkur en að rigna saman í nokkra daga. Og uppi á hrossi í rigningu hafa allir jafna mögu- leika á að vera virðulegir — eða óvirðulegir. Landsmót hestamanna á Vindheimamelum sýndi að hægt er að halda svona fjölmenn úti- mót svo að sómi sé að . Er ég þá ekki að tala um glæsta hesta og sýningar á þeim, heldur fólkið og umgjörðina um það. Að vísu er aðstaða á grænum grundum Vindheimamela einstaklega góð og verður ekki allt að flagi þótt rigni. En Norðlendingar stýrðu líka öllu, smáu og stóru, af verk- lagni, hugviti og röggsemi, svo að aðrir sem sjá um hópsam- komur mega mikið af læra. Dæmi: Til að halda áhorfenda- svæðinu hreinu var hverjum krakka sem afhenti fullan plastpoka af rusli gefin ein kók. Og krakkarnir kepptust við að tína upp öll bréfsnifsi, flöskur og hina leiðu sígarettustubba, sem sóðarnir strá í kringum sig og aðra. Umhverfið á áhorfenda- svæðunum var því alltaf snyrti- legt. í ofurkappinu fundu að vísu ungir snillingar að einfaldara var að fylla poka í ruslahaugn- um, en voru fljótt leiddir til betri siða, sem kennir að ruslahaugar geta orðið að dýrmæti og þarf að passa við slíkar aðstæður. Fleira var þar til fyrirmyndar. Snyrtiaðstaðan og salernin voru alltaf hrein og klósettrúllur nægar og þurrar, þar sem þær voru þræddar upp á kaðal í lengju, svo ekki var hægt að þvæla þeim í gólfið. Kannski þætti slíkt ekki alls staðar tíð- indum sæta, en gerir það samt á Islandi. Þarna var góð fyrir- mynd fyrir hugsjónafólk, sem vill bæta klósettmenningu land- ans. Ekki gerist nú slíkt af sjálfu sér. Það þarf umsjón og góða stjórn. Heimamenn lögðu þar til af ósérhlífni. Félagar í hesta- mannafélögunum á Norðurlandi gáfu hvorki meira né minna en 800 átta tíma vinnuvaktir, og umsjón með hverjum starfs- þætti hafði einn vaktmaður, sem bar ábyrgð á sínum hópi. Mér er sagt að þetta hafi gengið svo vel að varla hafi komið fyrir að hver maður væri ekki á sínum stað á réttri stundu. Og eftir þetta sé ég ekki hvernig hægt er að bjóða upp á annað en þrifalega þjón- ustu á útisamkomum. Norðlend- ingarnir sýndu að það er hægt. Lýkur svo þessum minn- ingarmolum frá sumrinu sáluga, sem stóð a.m.k. mánuð. En Oscar Wilde, sem Gáruhöfundur virð- ist vera með á heilanum um þessar mundir, sagði, að maður ætti að gleypa í sig lífsins liti, og aldrei að leggja smáatriðin á minnið. Og þar sem þessar gárur hófust á hugleiðingum um nátt- úruundur og túrisma kemur fram í hugann önnur meinleg at- hugasemd sama rithöfundar um annað frægt náttúruundur, sem virkjað hefur verið skipulega fyrir túrista. Óskar sagði: Nia- gara-fossarnir eru ekkert annað en næstmestu vonbrigðin fyrir Ameríkana á brúðkaupsreis- unni. I Reykjavíkurbréf <>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 28. ágúst .. Rök Svavars Gestssonar, ágúst 1982 „Við erum ekki í neinni sunnu- dagsferð með teppi og flösku úti í góða veðrinu um þessar mundir. Við stöndum frammi fyrir því að verði ekkert aðhafst sekkur þjóðin í skuldafen og glatar sínu efna- hagslega sjálfstæði. I stað þess að vaxa snarminnka þjóðartekjur og viðskiptahallinn stefnir í 2,6 millj- arða króna á þessu ári. Þetta gæti þýtt það að á árinu 1984 værum við komin með erlendar skuldir sem næmu rúmlega helmingi þjóðarframleiðslu og afborganir og vextir af þeim lánum væru í versta falli komin upp í 33% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Framan í slíkt ástand vil ég ekki þurfa að horfa, því það þýddi í rauninni að þjóðin væri orðin svo skuldsett Alþjóða gjaldeyrissjóðn- um að efnahagslegt sjálfstæði hennar væri orðið að innantómu formsatriði, og einskis nýtt. Við stæðum frammi fyrir svipuðum vandamálum og Portúgalir gerðu fyrir nokkrum árum þegar Al- þjóða gjaldeyrissjóðurinn tók sér húsbóndavald í þeirra efnahags- málum. Þegar staðið er frammi fyrir augljósri hættu á slíkri þróun þá eiga menn að grípa inní, jafnvel þó að það kosti kjaraskerð- ingu. Annað væri svik við okkar þjóðlega málstað." Þannig komst Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, að orði í viðtali við málgagn sitt Þjóðviljann 26. ágúst 1982, þegar hann færði rök fyrir nauðsyn þess, að Alþýðubandalagið stæði að því að ganga á nýgerða kjarasamn- inga með því að lækka verðbætur laun um helming (8 til 10%) 1. desember næstkomandi. Rök Svavars Gestssonar, desember 1980 „Verðbólgan er hættulegt vandamál vegna þess sem áður getur — að hvenær sem er getur hún breyst í enn víðtækari vanda en mælt verður í vísitölum, vanda sjálfstæðs þjóðfélags á Islandi. Hrunið hefði þær afleiðingar að fólk flýði land — þar með væri einni meginstoðinni kippt undan sjálfstæði þjóðarinnar. Verð- bólguhraði um eða yfir 100%, eins og í ísrael, hefði sömu afleiðingar. Við skulum gera okkur ljóst að ís- lendingar eru aðilar að alþjóðleg- um samningum, eins og Alþjóða- bankanum og Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, sem gætu við slíkar kringumstæður krafist aðgerða. Þar með væri sjálfsforræði þjóð- arinnar ógnað. Fyrir nokkrum ár- um kynntumst við því að Portú- galir vildu ekki kaupa af Islend- ingum saltfisk eins og gert hafði verið ráð fyrir. Ástæðan var ekki sú að í Portúgal væri ekki mark- aður fyrir saltfisk — fólkið beið í biðröðum eftir þessari vöru, jafn- vel sólarhringum saman. Ástæðan var sú að Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn bannaði Portúgölum að verja meiri gjaldeyri til þessara innkaupa. Það var útlendur al- þjóðlegur aðili sem ákvað höftin og tók völdin af stjórnvöldum í Portúgal. Þessi hætta blasir við Islendingum ef við förum ekki varlega á þessu sviði og okkur ber að gæta þess að verðbólgan breyt- ist ekki í eitt logandi bál sem rífur niður lífskjör og stofnar efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í beinan voða. Þannig byggist bar- áttan gegn óðaverðbólgunni einnig á þjóðlegum forsendum. Alþýðu- bandalagið telur sér því skylt að taka þátt í baráttunni gegn verð- bólgunni ...“ Þannig komst Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, að orði í áramótagrein sem hann rit- aði í málgagn sitt, Þjóðviljann, 31. desember og færði fyrir því rök, að nauðsynlegt væri að skerða verðbætur á laun um 7% 1. mars 1981. Grýlan sú sama Bæði 1980 og 1982 notar Svavar Gestsson sömu grýluna, þegar hann hræðir fylgismenn sína til stuðnings við ráðstafanir ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsens. Það er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem þarf að varast og verði launin ekki skert „sekkur þjóðin í skulda- fen og glatar sínu efnahagslega sjálfstæði" (ágúst 1982) eða hrun- ið kemur vegna verðbólgunnar (desember 1980). Það er einkenni- legt að lesa og bera saman þessi ummæli Svavars Gestssonar með það í huga, að hann hefur setið í ríkisstjórn síðan honum var það ljóst að hverju stefndi í desember 1980 („Þar með væri sjálfsforræði þjóðarinnar ógnað") en einu og hálfu ári siðar stendur hann í sömu sporum. Hann minnist að vísu ekki á verðbólguna núna: Hún stefnir nefnilega í meira en 60% þótt ríkisstjórnin hafi ákveðið að skerða kaupmátt launa um 7—8% á þeim tíma, sem nýgerðir kjara- samningar gilda, eða fram til 1. september 1983. Um áramótin 1980/81 hélt ríkis- stjórnin enn í það, sem þannig er orðað í fyrsta lið stjórnarsáttmál- ans frá því í febrúar 1980: „Ríkis- stjórnin mun vinna að hjöðnun verðbólgu, þannig að á árinu 1982 verði verðbólgan orðin svipuð og í helstu viðskiptalöndum íslend- inga.“ Samkvæmt þessu ætti verð- bólgan að vera 7 til 10% í ár. Rík- isstjórnin hefur gefist upp í átök- unum við verðbólguna. Nú eru það erlendu skuldirnar sem Svavar Gestsson telur helsta hættuboð- ann, vegna þeirra kunni Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn að taka völdin af ríkisstjórninni í efnahags- málum. Þá vaknar spurningin: Var ekki ástæða til þess að sporna fyrr við skuldasöfnun erlendis? Hvers vegna hefur ríkisstjórnin haft allar aðvaranir í því efni að engu? Hvers vegna lagði flokks- bróðir Svavars, Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, sig fram um það í maí síðastliðnum, þegar lánsfjáráætlun þessa árs var til síðbúinnar lokaafgreiðslu á Al- þingi, að sannfæra þing og þjóð um það, að ekki væri ástæða til að óttast erlendar lántökur? Vitlaus fjár- festing Nýjasta dæmið um ríki sem lendir í erfiðleikum vegna er- lendra skulda er Mexíkó. Land'ð skuldar mest af öllum ríkjum eða 80 milljarða dollara, nálægt þre- falt meira en Pólland. Lánin voru tekin á þeirri forsendu, að olíu- Svavar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Portágml. Svavar Geatanon hefnr hvað eftir annað lýst því yfir, að hér stefni í sama farið og I Portúgal, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tald að sér efnahagsstjórn landsins. Á efri myndinni er Svavar á fúndi í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum roeð Davíð Óiafssyni, seðlabankastjóra. Á neðri myndinni eru skoðanabræður Svavars í Portúgal, leiðtogar kommúi vinnsla stæði undir afborgunum og vöxtum. Olían hefur lækkað í verði, gjaldeyrissjóður Mexíkó er uppurinn og Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hefur gripið í taumana í því skyni að forða landinu frá greiðsluþroti. Dæmin eru svo sannarlega mörg um það, að sjóð- urinn hafi orðið að grípa í taum- a þar, á miðstjórnarfundi. ana, þyki honum nóg um efna- hagsóstjórn einstakra aðildar- landa. Áð sögn formanns Alþýðu- bandalagsins var ísland á hættu- mörkunum í desember 1980 vegna verðbólgunnar — hún stefnir nú í sömu átt og þá. Nú telur Svavar Gestsson ísland á hættumörkum vegna erlendrar skuldasöfnunar. — Treystir nokkur ríkisstjórn, sem ekki hefur starfhæfan meiri- hluta á Alþingi, til að hætta að taka erlend lán? Ríkisstjórn, sem hefur stuðlað að því með vitlausri efnahagsstefnu, að erlend lán séu tekin til að brúa bilið í rekstri opinberra fyrirtækja. Ríkisstjórn, sem hefur tafið framgang virkjun- aráforma og þar með komið í veg fyrir, að ráðist yrði í fjárfestingu sem skilar þjóðinni nýjum verð- mætum. í grein sem Jónas Eliasson, prófessor, ritaði hér í blaðið sl. fimmtudag segir meðal annars: „En [ríkisstjórnin] hefur beint öllu fjárfestingarfé þjóðarinnar og miklum erlendum lántökum að auki inn í hina hefðbundnu at- vinnuvegi, en þeir voru hættir að bera frekari fjárfestingar fyrir löngu. Þetta fjárfestingarævintýri er miklu stærra en Kröfluævin- týrið. Það er samt sem áður ör- uggt ráð til að halda uppi fullri atvinnu, svo öruggt, að ef þessi „póllandísering" á atvinnulífi ís- lendinga heldur áfram, þá mega þeir þakka fyrir, ef afrakstur fullrar atvinnu nægir þeim til hnífs og skeiðar eftir nokkur ár.“ Atvinnuleysi ekki til út- flutnings í fyrrgreindu viðtali við Þjóð- viljann til varnar efnahagsaðgerð- um ríkisstjórnarinnar nú segir Svavar Gestsson meðal annars, að ástandið nú sé „að sumu leyti sýnu alvarlegra" en á erfiðleikaárunum 1967 og 1968. Telur Svavar einkum tvær ástæður fyrir því. Fyrri ástæðan er þessi: „Atvinnuleysi er um 10% af vinnufærum mannafla í ríkjum Vestur-Evrópu og fólk getur ekki farið héðan í stórum stíl í atvinnu- leit til útlanda.“ Á að skilja þessi orð Svavars Gestssonar þannig, að hann hefði tekið öðru vísi á mál- um nú en gert hefur verið, ef vitað væri, að íslendingar ættu auðvelt með að fá vinnu í útlöndum? Eng- inn íslenskur stjórnmálamaður hefur áður tekið þannig til orða í umræðum um íslenskan efnahags- vanda og hljóta menn að biðja um frekari skýringar á þessum um- mælum. Síðari ástæða Svavars er þessi: „Við gátum unnið okkur upp úr kreppunni í kjölfar síldarleysisár- anna með útfærslu landhelginnar, og með því að reka útlendingana úr fiskveiðilögsögunni, og setið einir að okkar gjöfulu fiskimiðum með nýtískulegum skipaflota sem þjóðin kom sér upp. Nú erum við hinsvegar komin að vissum endi- mörkum í nýtingu helstu fiski- stofna okkar og það setur okkur takmörk." í þessum orðum er ekki öll sag- an sögð, langt frá því. Álverið í Straumsvík tók til starfa haustið 1969 og síðan hafa íslendingar haft verulegar tekjur af starfsemi þess. Frá því að Alþýðubandalagið settist í ríkisstjórn 1978 hefur það markvisst unnið gegn nokkru sambærilegu átaki í íslenskum at- vinnumálum. Verðmætisaukning hefur orðið gífurleg í framleiðslu sjávarafurða, hins vegar hefur Al- þýðubandalagið markvisst staðið gegn því, að brot af þessari aukn- ingu yrði lagt til hliðar í verðjöfn- unarsjóði. Þegar Lúðvík Jósepsson var viðskipta- og sjávarútvegs- ráðherra í vinstri stjórninni 1971—74 lagði hann sig fram um það að ausa fé úr verðjöfnunar- sjóðum. Aðrir ráðherrar flokksins hafa fylgt sömu stefnu. Og nú þeg- ar komið er að „endimörkum í nýt- ingu fiskistofna okkar" blasir að- eins samdráttur við. Dæmalaust öngþveiti Áhrif Alþýðubandalagsins á undanförnum árum hafa leitt til dæmalauss efnahagsöngþveitis og „arkitektar" þess sjá það nú eitt framundan, að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn taki að sér stjórn efnahagsmála hér á landi eins og í þeim ríkjum, sem tekin eru til al- þjóðlegra gjaldþrotaskipta. Hið furðulegasta er, að menn sem þannig standa að stjórn lands- mála skuli þykjast byggja stefnu- mótun sína á þjóðlegum grunni. Virðing kommúnista fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar er auðvitað mjög brengluð, því að þeir líta á stjórnmálastarf sitt sem hluta af útbreiðslu heimskommúnismans. í stefnuskrá Alþýðubandalagsins er fyrirmyndarríkinu á íslandi lýst á þann veg, að ekki minnir á annað en staðnaða stjórnkerfið í Pól- landi sem pólska þjóðin mótmælir nú af einstæðu hugrekki. Það er því sorglega vel til fundið hjá Jón- asi Elíassyni, prófessor, að tala um „póllandíseringu" á íslensku atvinnulífi undir forsjá Alþýðu- bandalagsins. Allir aðrir en alþýðubanda- lagsmenn sjá það og skilja, að því aðeins tekst þjóðinni að skapa sér lífvænlega afkomu að allir mögu- leikar séu til þess nýttir. í því efni bíða stórfljótin aðeins eftir að vera virkjuð. Skuldasöfnun al- þýðubandalagsráðherranna í út- löndum leiðir það meðal annars af sér, að þrengst hefur um mögu- leika þjóðarinnar til að fá lán með hagkvæmum kjörum, þótt til skynsamlegra framkvæmda sé og með hliðsjón af þeirri greiðslu- byrði sem nú þegar hvílir á þjóð- arbúinu er ástæðulaust að þyngja hana nema ekki sé annarra kosta völ. Alþýðubandalagið skerti launin 1981 af því að verðbólgan var að leiða okkur undir stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Álþýðubanda- lagið skerti launin 1982 af því að skuldasöfnun í útlöndum var að leiða okkur undir stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Ætli Alþýðu- bandalagið samþykki það ekki 1983, að erlend stórfyrirtæki fjár- festi í orkufrekum iðnaði á ís- landi, af því að annars verði ekki hjá því komist að íslenska ríkið fari undir stjórn Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins? Nema flokkurinn telji heppilegra að færa sér í nyt ákvæðin í nýgerðum samningi við Sovétríkin um efnahagssam- vinnu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.