Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 t Eiginkona mín og móöir okkar, INGUNN SÆMUND8DÓTTIR, Lönguhlíö 19, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 31. ágúst kl. 13.30. Kjartan Ólafaaon, Steinn Grétar Kjartansaon, Ssamundur Kjartanason. t Maöurinn minn og faöir okkar, JAKOB V. HAFSTEIN, Iðgfrsaðingur, er lést 24. ágúst veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, þriöjudag- inn 31. ágúst kl. 3.00 e.h. Birna Hafstein, Jakob V. Haf stein jr., Júlíua Hafatain, Áalaug B. Hafatain. t Maöurinn minn, faoir okkar og sonur, HARALD ö. KRISTJÁNSSON, lést í Hillerod, Danmörku, þann 22.08 sl. Jaröarförin hefur fariö fram. Fyrir hönd okkar allra, Guðrún Valdemaradóttir. t Bróöir okkar og frændi, GUÐMUNDUR GlSLI ÞORBJÖRNSSON, netagerdarmeiatari, Framneavegi 18, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 30. ágúst kl. 15. Guðbjðrg Þorbjðrnadðttir, María Þorbjörnadóttir, Steinunn Þorbjðrnadðttir, Guðrún Þorbjörnadóttir, Þorbjðrn Siguröaaon, Gunnar Sigurðaaon, Sigþór Siguröaaon, Sigríour Sigurðardóttir. t Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför JÓHÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR. Sigurjón Sveinaaon, Jena G. Jenaaon, Hrafnhildur Óskarsdóttir, Guðmar Ingi Guömundsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför JÓNS ÞORBJÖRNSSONAR, Lækjargötu 6, Hafnarfirði. Elín Friðjónadðttir, bðrn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útfðr GUDNA GUDNASONAR, Símonarhúai, Stokkaeyri. Sérstakar þakkir færum við starfsliði Kumbaravogsheimilisins. Róea Guðnadóttir, Guöb|örn Guðmundsson, Ingveldur Guðnadðttir, Agnes Guðnadðttir, Þðrður Sigurgeiraaon, Alfreð Guönaaon, Jðnina Guðrún Gúatavadóttir, og barnabðrn. t Þökkum auðsynda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför móður okkar, MIKKALÍNU STURLUDÓTTUR, Herjólfsgötu 34, Hafnarfirði. F.h. vandamanna, Margrét Óskarsdóttir, Anna Óskarsdóttír Þðrður Guönason, Ólafía Guönadóttir. Gísli Þorsteinsson oddviti — Minning Gísli Þorsteinsson, fyrrum oddviti og heiðursborgari í Mið- dölum, andaðist í sjúkrahúsi Akraness hinn 8. f.m. eftir mánaðarlegu, 85 ára að aldri. Fæddur var hann 6. ágúst 18% að Hrafnabjörgum ytri í Hörðudal, sonur hjónanna Þorsteins Gísla- sonar, bónda þar Þórðarsonar, sama stað, Steindórssonar á Innra-Hólmi og víðar, og konu hans, Pinndísar Finnsdóttur, bónda og hreppstjóra á Háafelli í Miðdölum, Sveinssonar, bónda að Neðri-Hundadal, Finnssonar, bónda, sama stað. Móðir Þorsteins Gíslasonar var Arndís Þorsteins- dóttir frá Glitstöðum í Norðurár- dal Sigurðssonar. Móðir Finndísar var Þórdís Andrésdóttir frá Þórólfsstöðum í Miðdölum And- réssonar. Langamma Gísla Þor- steinssonar — móðir Sveins Finnssonar, var Guðrún Guð- mundsdóttir frá Seljum í Helga- fellssveit Torfasonar. Finnur Sveinsson á Háafelli, afi Gísla, og Ingibjörg, móðir Torfa í Ólafsdal skólastjóra, voru systrabörn. Ungur að árum missti hann föð- ur sinn, en ólst upp með móður sinni og síðar stjúpa, Hirti Sig- urðssyni að Hrafnabjörgum. Árið 1921 byrjar hann búskap að Fremri-Hrafnabjörgum, þá 25 ára með unnustu sinni og æskuvinu, Kristínu Jósefsdóttur frá Fremri- Hrafnabjörgum, en flyst á næsta ári að Geirshlíð og býr þar síðan til dauðadags. Eins og svo oft vill ganga til í lífi mannsins, skiptast á skin og skúrir. Árið 1923 missti hann hina ungu konu sína eftir tveggja ára sambúð. En lífið heldur áfram — aftur birtir yfir og ný kona kemur við sögu, Steinunn Guðmundsdótt- ir Jónssonar frá Hrappsstöðum í Laxárdal, síðar ljósmóoir í Mið- dölum um langa tíð. Bar hún með sér birtu og yl inn í líf hins unga manns, og lagði sig fram um að gera Iíf hans bjart og gleðiríkt alla tíð, og heimili þeirra að hamingju- reit. Þau Gísli og Steinunn eignuð- ust tvö börn, Kristínu, gifta Eiríki Lárussyni, Reykjavík, og Guð- mund, oddvita í Geirshlíð, kvænt- an Guðnýju Jónasdóttur. Auk þeirra ólu þau upp þrjú fóstur- börn, Jón Ólafsson, bónda og fyrr- um oddvita á Dunkárbakka, Krist- björgu Ólafsdóttur, systur Jóns, nú húsfreyju í Reykjavík, og Ómar Kristvinsson, Reykjavík. Gísli í Geirshlíð átti litríka ævi sem vafin var geislum grósku og iðandi lífs. Hann lifði og starfaði fullur af lífsþrótti, hvort sem hann var á einkaheimili sínu eða í samstarfi við sveitunga sína og héraðsmenn. Hann byggði upp jörðina að öllum húsum, breytti órækt í fallegt grasgefið tún, átti alltaf arðsamt bú, en vann samt undurmikið að félagsmálum alla sína lífstíð. Hann var ávallt til- búinn að rétta hjálparhönd þeim sem með þurfti, og glaðastur var hann er hann gat greitt fyrir mönnum og bætt úr vanda. Hann var í daglegri umgengni glaður og hress, ekki hvað síst hin seinni ár, úrræðagóður, gætinn og hygginn. örvaði til dáða — bjartsýnn, en þó um leið raunsýnn, enda þurfti hann oft á því að halda á löngum lífsferli — tímum hraðra breyt- inga. Hann fylgdist vel með tím- anum, skildi unga fólkið betur en margur annar og lagði því oft holl ráð enda vel látinn af yngri jafnt sem eldri. Gísli í Geirshlíð var myndarleg- ur maður, þéttur á velli, þéttur í lund og þrautgóður á raunastund og oft var sem sólargeisli lýsti upp bros hans. Árið 1925, hinn 1. júlí, var Gísli kosinn í hreppsnefnd Miðdalahrepps og sat þar samfellt til ársins 1978, eða í 53 ár. Hinn 1. júlí 1934 var hann kjörinn oddviti og gegndi því starfi í 44 ár sam- fleytt. Gísli Þorsteinsson var félags- lyndur maður og vildi allt til betri vegar færa. Hann var í mörgum félögum og áhrifa hans gætti bæði í Miðdölum og víðar. Þannig var hann lengi í skattanefnd meðan þær störfuðu, og sýslunefnd um EYMUNDSSON Try^gur fylginautur skólafólks imeirenlOOár Bækurritföns 03 aðrar skólavörur 1 ótrúlegu úrvali EYMUNDSSON fylgist með timanum Austurstræti 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.