Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 Hin fjarstýrda rannsóknastofa Marz-ferjn Vfkings I sem framkTcmdi greininguna á Marz-„jard“-veginum. — munu menn gera honum heim- sókn fyrír næstu aldamót? Marz hefur löngum tindraö skært í hug- arheimi manna ekki síður en á næturhimnin- um. Draumórar um ævintýralegar rannsókn- arferðir manna til Rauöu stjörnunnar hlutu hins vegar slæma útreið, er þeir komust í snertingu við blákaldan raunveruleikann þegar Marzgeimferja bandaríska geimfarsins Víkings I lenti á Marz og hóf aö senda mynd- ir og upplýsingar þaöan. Myndirnar sýndu hrjóstrugt og steindautt landslag, kuldinn var svo mikill að allt vatn plánetunnar hlaut aö vera frosiö aö næturlagi og hin sjálfvirka rannsóknarstofa Marzferjunnar fann engin merki um líf í jarövegssýnum sem hún tók til ára. Ári síðar þegar Ryumin kom til jarðarinnar eftir sex mánaða dvöl úti í geimnum, lýsti hann áhuga sínum á að fara upp aftur. „Rf rannsóknaleiðangur til Marz yrði ákveðinn og nauðsynlegt verður að dvelja árum saman úti í geimnum, myndum við gjarnan taka að okkur það verkefni," sagði hann. Ferð til Marz er margfalt erfið- ari í framkvæmd en ferð til tunglsins. Geimskipið verður að vera á ferðinni árum saman, meiri hraði er óhjákvæmilegur bæði við brottför og lendingu, og fjölmenn- ari áhöfn er talin nauðsynleg. Af- leiðingin er sú að geimskip, sem fara á til Marz, verður að vera fjórum til átta sinnum þyngra en Apollo-tunglflaugin eða Satúrnus- eldflaugin. 100 milljaröar — 10 milljarðar En Marz hefur ýmislegt til að j bera sem gæti hugsanlega vegið ' upp á móti þessum erfiðleikum. Umhverfis Marz er t.d. þunnur lofthjúpur sem gerir fallhlífar- lendingu mögulega, og er því talið að við lendinguna sjálfa mætti nota tiltölulega ódýran búnað. Þá er talið víst að ísalög séu víða á plánetunni og gætu Marzfarar hugsanlega aflað sér drykkjar- vatns úr þeim og jafnvel unnið súrefni til öndunar úr vatninu. Rn hvað myndi það kosta að senda mannað geimfar til Marz. Gagnrýnendur slíkrar áætlunar hafa nefnt tölur eins og 100 millj- arða dollara — eða fjórum sinnum meira en það kostaði Bandaríkja- menn að koma mönnum til tungls- ins á sínum tíma. Nýlegar kostn- aðaráætlanir sem byggja á hönn- unaráætlunum verkfræðinga, hljóða hins vegar upp á mun lægri upphæðir — eða allt frá helmingi þess kostnaðar sem var við Ap- ollo-áætlunina til sama kostnaðar. -Dr. Charles Sheldon, sem er virtur geimferðafræðingur í Bandaríkjunum, hefur bent á að þegar ákveðið var að senda menn til tunglsins hafi orðið að hanna geimfarið og tunglferjuna frá upphafi. Töluverður hluti þess búnaðar sem þyrfti til mannaðrar Marzferðar hafi hins vegar þegar verið hannaður og fyrir lok þessa áratugar, verði sennilega búið að hanna mest af þeim búnaði, sem til fararinnar þarf. Þetta muni valda því að á síðasta áratug ald- arinnar verði geimferðir milli pláneta tiltölulega ódýrar og áætl- ar Dr. Sheldon að kostnaður við mannaðan rannsóknaleiðangur til Marz muni þá fremur verða 10 milljarðar en 100 milljarðar doll- ara. Er líf til staða á Marz? Rn hvaða nauðsyn er á mönnuð- um leiðangri til Marz. Geimfarinn og vísindamaðurinn Dr. Karl Heinz hefur bent á skynsamlega ástæðu. „Fjölbreytni mögulegra lífsforma fer langt framúr mann- legu ímyndunarafli," skrifar hann. „Þannig gætu lífverur, sem hugs- anlega eru til staðar á Marz með einhverjum torskiljanlegum hætti sloppið í gegnum hinar takmörk- uðu prófanir sem unnt var að framkvæma með fjarstýrðri rann- sóknastofu Víkings-Marzferjunn- ar. Þegar vísindalegur tilgangur rannsóknar er flókin og erfitt að segja fyrir um hvernig heppi- legast er að haga rannsóknum, eins og í þessu tilviki, er bein rannsókn geimfara á plánetunni sennilega auðveldasta leiðin." Tilgangurinn með rannsókna- leiðangri til Marz yrði fyrst og fremst vísindaleg þekkingarleit. Rannsókn á lífefnafræði plánet- unnar, landafræði, málmfræði, veðurfræði og loftslagsfræði gæti gefið nýja og óvænta innsýn varð- andi hliðstæða umhverfisþætti jarðarinnar, sem við byggjum, og upplýsingar um stöðu hennar inn- . an sólkerfisins. Menn hafa velt því fyrir sér allt frá því á dögum Forn-Grikkja, hvort líf fyrirfinnist á Marz. Ef svo reynist vera, eru heimspek- ingar og vísindamenn sannfærðir um að það gæti haft róttæk áhrif á viðhorf mannsins til sjálfs sín og stöðu sinnar í alheiminum. Rf líf fyndist, öðlaðist sú kenning stuð- ning sem á miklu fylgi að fagna, að líf hljóti að þróast ef rétt efna- samsetning og aðstæður eru fyrir hendi. Og jafnvel þótt ekkert líf fyndist, eða merki um líf sem dáið væri út, yrði sú niðurstaða engu að síður merkileg að dómi vísind- amanna. Þeir telja að með sam- anburði aðstæðna á jörðinni og Marz gæti reynst mögulegt að komast að því, hvers vegna líf varð til á annarri plánetunni en ekki hinni. Ævintýraheimur úti í geimnum Marz er mikill ævintýraheimur. Þar er eldfjall á stærð við Sýrland og gljúfur sem myndu ná yfir þver og endilöng Bandaríkin. Þótt varla sé um fljótandi vatn að ræða á Marz er yfirborð hans þakið þús- undum bugðóttra skurða, sem ýmsir kunnir vísindamenn telja að hafi aðeins getað myndast af völd- um fljótandi vatns. Þeir telja að mestallt vatnið hafi fyrir löngu gufað upp og plánetan tapað því úr lofthjúp sínum. Hugsanlega er þó enn fljótandi vatn til staðar í dýpstu gljúfrum og eins vatn í formi sífrera í Jarð“-veginum. Líklegasta skýringin á skurðun- um er talin sú að einhverntíma í fyrndinni hafi fljótandi vatn verið til staðar á Marz og þykkur loft- hjúpur umlukið reikistjörnuna. Ef þetta er rétt, er Marz hugsanlega staddur á miðri „ísöld“, sem þá er miklu kaldari en nokkur þeirra ís- alda sem um getur í sögu jarðar- innar. Ef þessi ísaldarkenning er rétt, hljóta að leynast efni á Marz sem mynda andrúmsloft reiki- stjörnunnar, þegar það líkist and- rúmslofti jarðar. Rannsóknir vís- indamanna í þessu sambandi bein- ast ekki síst að hettunum á heimskautum plánetunnar og reynt hefur verið að mæla og flokka þau efni sem þar eru til staðar. Á síðustu áratugum hafa komið fram nýjar kenningar í jarðfræði sem skýra hreyfingar jarðskorp- unnar, og þar með hvernig jarðskjálftar verða og hvernig eldfjöll og önnur fjöll myndast. Því hefur verið haldið fram að andrúmsloft jarðarinnar og Marz hafi myndast við eldgos, snemma í sögu hvorrar reikistjörnunnar um sig. Þannig mætti telja margt er virðist sameiginlegt með Marz og jörðinni, sem vekur vonir vísinda- rannsóknar. Síðan þetta gerðist hafa ævin- týrasögur um Marzferðir tekið miklum breytingum. Vinsælustu sögurnar og kvikmyndirnar hér í eina tíð lýstu gjarnan hetjulegum rannsóknarferðum á vit hinnar óþekktu plánetu. Athyglisverðasta Marzkvikmynd síðasta áratugar, „Capricorn One“, lýsti hins vegar stórkostlegum svikum — í kvik- myndinni yfirgáfu Marzfararnir aldrei jörðina, en falsaðir þættir af för þeirra og lendingu á Marz voru sýndir í sjónvarpi um allan heim og fólki þannig talin trú um að þeir hefðu troðið Marz fótum. Mönnuö Marz- geimför 1990—2000? Nú hafa málin hins vegar tekið nýja stefnu og vart verður við endurvakinn áhuga á Marz. Geimvísindamenn í Bandaríkjun- um og Sovétríkjunum hafa starfað að frumhönnun geimfara sem hugsanlegt væri að nota fyrir mannaðan rannsóknaleiðangur til Marz og settar hafa verið fram góðar og gildar ástæður fyrir slík- um leiðangri. Þeir bjartsýnustu trúa því að af mannaðri geimför til Marz geti orðið á miðjum ára- tugnum 1990—2000 og muni hún jafnvel kosta minna en það kost- aði Bandaríkjamenn að koma mönnum til tunglsins á sínum tíma. Sovéskir geimvísindamenn draga ekki dul á áhuga sinn á að senda mannað geimfar til Marz. Síðla árs 1979 sögðu geimfararnir Georgiy Beregovoy og Valriy Ry- umin sovéskum útvarpshlustend- um að orðið gæti af mannaðri rannsóknaför til Marz innan 15 Veðurfmrið á Mmrz er breytilegt rétt eins og hér á jörðinni, þó fjölbreytnin aé ekki eins mikil. Mmrzárið er langt, um 23 jardarmánudir, og eru sumur og vetur þar því rúmlega 11 mánuóir. Þessa mynd tók Marz-ferja Víkings II í maí árid 1979 og sýnir hún vel hin örþunnu ísalög sem hylja yfirborð Marz að vetrarlagi. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.