Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 Margir munu kannast við fræðimann- inn Hrólf Sveinsson, ekki sízt vegna rit- deilna hans í hlöðum við góðkunningja sinn og frænda að langfeðgatali, snilling- inn Helga Hálfdanarson. Nokkrir vita einnig, að Hrólfur Sveinsson er skáld gott og hefur margt kveðið stórvel, en því nær ekkert Iátið á prent sökum sérvizku sinnar. Gamankviðlingar hans ýmsir, ferskeytlur og limrur hafa þó um langt skeið borizt milli manna og vakið kátínu. Hér eru fáeinar limbrur eftir hann gripnar traustataki. Um Carter fyrrverandi forseta Banda- ríkja Norður-Ameríku orti Hrólfur: „Hver getur séð hvað svart er í svartamyrkri?" kvað Carter. „I*á sé ég það eitt, að ég sé ekki neitt, en er blindastur þó, þegar bjart er.“ Hér kemur önnur limra eftir Hrólf um menn, sem óþarft er að kynna: Af fiákoni hinum fúla og hertoganum Skúla var sagt, að á kveldin í kringum eldinn þeir dönsuðu húla-húla. Þriðju limruna virðist Hrólfur hafa kveðið í vandræðum sínum: Æ, mér liggur við að malda í móinn. Hvað á ég að halda, fyrst efni í kvæði sem annað fæði fæst ekki hjá Silla og Valda? Um Henningsen sáluga kvað Hrólfur eftirfarandi limru og eignaði hana fram- liðnu stórskáldi: Með harðneskju Henningsen sitt hjartkæra ektakven tókst loksins að barna. En limran sú arna er ort af Einari Ben. Og svo er þessi limra eftir Hrólf: Ég ætlaði að yrkja vísu ura eymingja Mónu Lísu, en letrið varð skakkt og lotið, sem sagt eins og Ijóti turninn i Pízu. Loks kemur hér limra eftir hann um sígilt vandamál skálda: Vort streð við að stuðla og ríma er stærsta böl allra tíma. Sjálft skáldið úr Vör hefur veitt þau svör og vegna rímsins í sima. Ég vona, að Jón Laxdal Halldórsson forláti mér, þótt ég freistist til þess í þessu samhengi að rifja upp glerhús, sem hann hefur ort ofan í dós í verkfalli bókagerðarmanna. En þar kemur Mona Lisa einnig við sögu og raunar í óvæntu og nýju ljósi: Svipurinn á Mónu Lísu likist á sína visu Flosa brosa. Mér hefur borist staka, sem Hannes Hafstein orti um Einar Benediktsson sumarið 1925 á leið yfir Vaðlaheiði. Ingi- Að 1-0vrl,* ^ -"fe I s ^ eku va» Iy"r' n f^nnr 'y* *- aem Morgunblaðið rikitMkaóanara Hrólfur Sveinsson: Rkki alH fyr>r 1®°«" ■fWl ** ofan í vtð Helga v.n m.nn o« fyr.r Hðt/yndn. u» HHnikt mál. galleri pissa „ tmí rttumlni ■» H !««.•» af ijálfbir*in*> <m ÞjwrnmDu^ Kkkí akil •« nT*r' ”»-a H.H. lætur það ðátalið. að ajáir.r H leaxkukenaarar Háakðla talanda ■ f4Anef.ta 0« •r. heiti á mat an - ______ jjillerí" norður o« niður, þa ■ér en«i hliðitæðu leyfi mér þð að n NWH*. ----- “ Nokkrar fyrirsagnir eða hausar af greinum eftir Hrólf Sveinsson. björg Skaptadóttir Jósepssonar kenndi heimildarmanni bréfritara: Sem plata gljáfægð glansar hann. Greitt og liðugt ansar hann. Á plötum fægðum pansar hann. Á plötum tómum dansar hann. I þann mund sem þessar línur eru skrifaðar lætur Pétur Pétursson þess getið í morgunútvarpinu, að hitinn hafi farið niður í 1 stig í Reykjavík. Hér fyrir norðan eru hlíðar fjallanna hvítar og spáð hefur verið frosti næstu nótt. Þann- ig hefur veturinn minnt óþyrmilega á sig, en haustmorgnarnir geta líka verið fallegir. Konráð Vilhjálmsson kvað: Geisli braust í gegnum ský; glitra haustsins rúnir. Skin í austri, ung og ný, ársól laust við brúnir. Það er auðvitað fyrir miklu, að góðir vegir séu lagðir um byggðirnar. En óneitanlega skilja slíkar framkvæmdir eftir sig ljót og opin sár í sverðinum. Á dögunum var ég austur á Laxamýri og hafði orð á því, hvernig vegagerðin hefði grafið sig niður í lyngmóinn við Mýr- arkvíslina, svo að landið verður óþekkj- anlegt eftir og nær sér ekki fyrr en eftir langan tíma. Auðvitað eru þessi umsvif óhjákvæmileg og bændur fá nokkrar bætur fyrir. Þá kom það upp úr dúrnum að fyrir mölina, sem tekin var úr landi Laxamýrar á sl. sumri, greiddi vegagerð- in upphæð sem svarar góðum skóm fyrir húsfreyjurnar á bænum, eða þannig var a.m.k. talað í léttum tón. Að skilnaði fengu þeir bræður, Björn og Vigfús Jónssynir, þessa stöku: Lítið eftir lambið fá og litið eftir kúna. Á Laxamýri má þó ná í möl fyrir skóm á frúna. Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal SY.MM. Sýnum næstu daga húsgögn sem voru á „Scandinavian Furniture Fair“ í „Bella Center“ í Kaupmannahöfn s.l. vor. Laugardag 9-1 ö Sunnudag 14-18 Virka daga 9-18 Komið og kynnist því nýjasta í húsgögnum, sem öll eru á kynningarverði: ■¥■ Þyggið ekta RÍO-kaffi meðan þið skoðið ykkur um. SM/ÐJUVEGI6, SÍMIU5U.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.