Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna j Hanvanmir hf. RADNINGAR- ÞJONUSTA ÓSKUM EFTIR AÐ RÁÐA: Stjórnunarstörf Framkvæmdastjóra (1981) til starfa hjá verzlunarfyrirtæki á Vesturlandi. Starfssvið: Framkvæmdastjórn, daglegur rekstur, fjár- málastjórn, áætlanagerð, mannaráðningar og starfsmannahald. Viö leitum að manni með starfsreynslu í stjórnun, viðskiptafræðimenntun æskileg. Húsnæði til staöar. Laust strax. Bæjartæknifræðing (200) til starfa hjá bæj- arfélagi úti á landi. Byggingaverk- eða tækni- fræðimenntun nauðsynleg. Húsnæði til stað- ar. Verzlunarstjóra (140) til starfa hjá stórri byggingarvöruverzlun í nágrenni Reykjavíkur. Starfssvið: Verzlunarstjórn, innkaup, sölu- stjórn, starfsmannahald, starfsreynsla ásamt viðskiptamenntun æskileg. Skrifstofustörf Sölumann (194) til starfa hjá virtu bifreiða- umboði í Reykjavík. Starfssviö: Sala á nýjum og notuðum fólksbílum. Starfsreynsla í sölu- mennsku ásamt góðri framkomu nauðsynleg. Laust fljótlega. Bókara (202) til starfa hjá stórfyrirtæki í Reykjavík. Starfssviö: Merking fylgiskjala, af- stemmingar, uppgjöf, vélritun o.fl. Viö leitum að manneskju með haldgóöa starfsreynslu í bókhaldsstörfum. Laust strax. Ritara (204) til starfa hjá stóru iðnfyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Símavarzla, póstfrá- gangur, bréfaskriftir o.fl. Góð vélritunarkunn- átta nauðsynleg. Laust strax. Ritara (147) til fjölbreyttra starfa hjá innflutn- ings og verzlunarfyrirtæki, þ.e. bréfaskriftir, merking fylgiskjala, afstemmingar, toll- og verðútreikningar og fleira sem til fellur. Hald- góð alhliða starfsreynsla ásamt enskukunn- áttu áskilin. Ritara (206) til starfa hjá fyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Bréfaskriftir, innheimta, greiösla reikninga, merking fylgiskjala, afstemmingar, uppgjör o.fl. Við leitum aö töluglöggum manni með starfsreynslu í almennum skrifstofustörfum. Enskukunnátta ásamt góðri framkomu nauð- synleg. Laust fljótlega. Ritara (149) til að sjá um telexþjónustu ásamt almennum bréfaskriftum hjá stórfyrir- tæki á góðum staö í borginni. Við leitum að ritara með starfsreynslu í telexvinnslu og góða enskukunnáttu. Ritara (192) til starfa hjá umboðsskrifstofu í miðborg Reykjavíkur. Starfssviö: Símavarzla, afgreiðsla á skrifstofu og enskar bréfaskriftir. Góð vélritunar- og enskukunnátta nauðsyn- leg. Vinnutími kl. 13—17. Laust strax. Ritara (145) til afleysinga í 1 mánuð. Starfssvið: Vélritun, skjalavarzla, afgreiðsla á skrifstofu og fleira sem til fellur. Nauðsynlegt að viökomandi hafi góða vélritunarkunnáttu og geti hafið störf strax. Vinsamlegast sendið umsóknir á eyöublöð- um, sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktum með númeri viðkomandi starfs. Gagnkvæmur trúnaður. Hagvangur hf. RÁDNINGARÞJÓNUSTA GRENSASVEG113, R. Haukur Haraldsson, Þórir Þorvarðarson, SÍMAR 83472 8 83483 REKSTRAR- OG TÆKNIÞJÓNUSTA, MARKAÐS- OG SÖLURADGJÖF, ÞJÓDHAGSFRÆDI ÞJÓNUSTA, TÖLVUÞJÓNUSTA, SKOÐANA- OG MARKADSKANNANIR, NAMSKEIÐAHALD. Framkvæmdastjóri: Ólafur Örn Haraldsson. Ritari Óskum eftir að ráða nú þegar ritara til starfa í heildsöludeild sem fyrst. Góö kunnátta í vél- ritun nauðsynleg. Umsóknir með upplýsing- um um aldur, menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 555 fyrir 30. ágúst. Glóbus Skrifstofumaður utan af landi óskar eftir starfi strax, margt kemur til greina. Húsnæði þyrfti að fylgja. Uppl. í síma 99-3330. Skrifstofustjóri Stórt innflutningsfyrirtæki óskar að ráöa sem fyrst skrifstofustjóra. Starfið felur m.a. í sér almenna skrifstofustjórn, umsjón með tölvu- væðingu og tölvuvinnslu. Einhver starfsreynsla æskileg, þó ekki skil- yrði. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist til afgr. Morg- unblaðsins merkt. „Skrifstofustjóri — 6160“. Bolkesjö Hotel Telemark, Norge Óskum eftir aðstoöaryfirþjóni, sem getur haf- iö störf í sept. Hótelið hefur 123 herbergi, borðsalurinn rúmar 350 manns, hótelið er staðsett 110 km fyrir vestan Osló. Nánari upplýsingar í síma 036-18600 eða skrifið til Bolkesjö Hotel, 3654 Bolkesjö, Norge. Kennarar Kennara vantar að grunnskóla Njarðvíkur. Laus ein staöa. Aðalkennslugreinar kennsla yngri barna og danska 6. bekk. Upplýsingar í síma 92-1368 og 92-2125. Skólanefnd. Hálfsdagsstarf Óskum eftir að ráða góðan starfskraft til fjöl- breyttra skrifstofustarfa. Góð vinnuaðstaða. Vinnutími 1—6 e.h. Góö íslenzku- og vélrit- unarkunnátta áskilin. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist augl.deild Morgunblaösins fyrir 1. sept. merkt: „H — 6481“. Húsgagnasmíði - bólstrun — suða Fyrirtæki vort óskar aö ráöa starfsmenn í eftirfarandi störf: Húsgagnasmiö, eða mann vanan trésmíöa- vélum. Starfsmann í einfalda bólstrun, helzt vanan. Suðumann eöa mann vanan járn- smíði. Bónuskerfi. Mötuneyti. Vinnutímu 8—16. Upplýsingar veita viðkomandi verk- stjórar á staönum. stAlhúsgagnagerð STEINARS HF. Blaðbera vantar í Fellabæ. Uppl. hjá um- boðsmanni í s. 1350. fltargmilrlfifetfr Iðnverkamenn Viljum ráða nokkra iðnverkamenn til framtíð- arstarfa. Upplýsingar hjá verksmiðjustjóra eða verkstjóra. Umbúöamiðstööin hf. Héðinsgötu 2, Reykjavík. Mælingamenn Vanir mælingamenn óskast $em fyrst. Mötu- neyti og húsnæði á staðnum. Skriflegar upp- lýsingar um reynslu og launakjör sendist starfsmannahaldi íslenskra aöalverktaka sf., Keflavíkurflugvelli. SAUMASKAPUR Við viljum ráöa nú þegar vanar saumakonur í bónusvinnu, hálfan eða allan daginn. Hafið samband viö verkstjóra, Herborgu Árnadótt- ur, í síma 85055. ^KARNABÆR AU-Pair — California íslensk hjón búsett nálægt San Francisco óska aö ráða einstakling til að gæta tveggja barna og annast létt heimilisstörf. Tækifæri til enskunáms ásamt námi aö hluta við fjöl- braut/háskóla. Kostur aö hafa bílpróf. Viljum ráða einstakling sem hefur áhuga á námi. Umsókn m/upplýsingum um nafn, aldur, heimilisfang, skólagöngu, fyrri störf, og fram- tíðaráætlun sendist augl.d. Mbl. merkt: „California — 3477“ fyrir föstudag 3. sept. Rafmagnstækni- fræðingur „sterkstraum“, nýútskrifaöur frá tækniskóla í Danmörku, óskar eftir starfi. Hef rafvirkja- réttindi. Tilboð sendist Mbl. fyrir 3. sept., merkt: „T — nr. 6156“. Atvinna Óskum aö ráöa fólk til sumarstarfa og til starfa á bræðsluvélum í sjóklæðadeild fyrir- tækisins. Uppl. gefur verkstjóri. Ármúla 5 símar 82833 og 86020.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.