Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 39 SVIPMYND A SUNNUDEGI Philip Habib Hlýtur hann friðarverðlaun Nóbels í ár? Hann er af líbönskum ættum en fæddur og uppalinn í Brooklyn, 62ja ára, hefur fjórum sinnum fengið hjartaslag og einu sinni gengist undir mikia hjarta- aðgerð, er að nafninu til sestur i helgan stein af heilsufarsástæð- um eftir þrjátíu ára feril í bandarísku utanríkisþjónust- unni þar sem hann komst til æðstu metorða og varð aðstoðar- utanríkisráðherra pólitískra málefna. í útliti og fasi líkist hann ekki hir.um dæmigerða diplómat en þó hefur hann feng- ið því áorkað sem alla diplómata dreymir um — að hefja diplóm- atíuna upp yfir skrifborðið og röndina á kokteilglasinu og gera hana að list sem getur leyst milliríkjadeilur. egar Israelar þustu fram til Beirút fyrir nokkrum vikum er sagt að sá sem hér um ræðir, Philip Habib, hinn hlédrægi sendiboði Bandaríkjaforseta, sem miðlaði málum svo Palest- ínuliðum í borginni varð undan- komu auðið, hafi beðið Menach- em Begin forsætisráðherra ísra- els svofelldrar bónar: „Ætlarðu að vera svo vænn að sprengja ekki heimili foreldra minna í Sídon í loft upp?“ annski hefur þetta verið sagt í hálfkæringi því að hálf öld er síðan Habib-fjöl- skyldan fluttist frá Líbanon til Bandaríkanna, en þó eru þessi ummæli eftirtektarverð fyrir það að þetta var í eitt af örfáum skiptum er Habib lét hafa eftir sér persónulega athugasemd síð- an hann fór að bera friðarorð á milli ráðamanna í Miðaustur- löndum fyrir fimmtán mánuð- um. Með diplómatískum heiðar- leika hefur hann áunnið sér orð- stír sem sérlega þagmælskur en þó opinskár samningamaður. Hann stingur mjög í stúf við helsta fyrirrennara sinn í sátta- umleitunum í þessum heims- hluta, Henry Kissinger, sem ferðaðist jafnan um með fríðu föruneyti og beitti óspart þeirri aðferð að nleka“ þeim upplýsing- um sem honum sýndist í frétta- menn, en þeir fylgdu honum í stórum hópum hvert fótmál. Habib ferðast um ásamt tveimur Philip Habib aðstoðarmönnum úr utanríkis- ráðuneytinu og gerir sér sér- stakt far um að vekja sem minnsta athygli. Þegar samn- ingaumleitanir stóðu sem hæst um daginn lokaði hann sig lengst af inni á heimili banda- ríska sendiherrans rétt fyrir utan Beirút. áttatilraunir fóru yfirleitt fram með þeim hætti að þeg- ar Habib var búinn að kynna sér sjónarmið hinna mörgu og sund- urleitú stjórnmálafylkinga í Líb- anon, lagði hann nýjustu tillögur PLO fram í bandaríska sendi- ráðinu í Israel og lét starfsmenn þar um að koma þeim á fram- færi við Begin. Tvisvar á dag sendi hann skýrslu til Washing- ton á fjarrita og þegar aðstæður kröfðust þess að skilaboð bærust beint sendi hann oftast aðstoð- armann með þau í stað þess að fara sjálfur. Þegar innrás ísraela í Líbanon hófst var Philip Habib í fjórða sinn á þessu ári kallaður út úr sínum helga steini til að firra því að ástandið í Miðausturlönd- um magnaðist í alþjóðadeilu. Margir hafa velt því fyrir sér hví Reagan hafi ekki valið utanað- komandi mann til að miðla mál- um í Miðausturlöndum fremur en að fá til starfans mann sem hafði alið aldur sinn í utanríkis- þjónustunni. En Habib sker sig úr venjulegum diplómötum. Föt- in hans fara illa og eru ópressuð og þá sjaldan hann segir eitt- hvað opinberlega er orðfærið hvorki fágað né þjált eins og tíðkast í stéttinni. En eins og svo margir Líbanir á hann auðvelt með að spjalla við náungann þegar hann vill það við hafa, auk þess sem hann er klár í kollinum og snar í snún- ingum eins og strákarnir á göt- unni í Brooklyn, þar sem faðir hans, kristinn innflytjandi frá Sídon, rak litla matvöruverslun. abib fór í háskólann í Id- aho, varð síðan höfuðsmað- ur í Bandaríkjaher I stríðinu, en að því loknu lauk hann dokt- orsprófi í hagfræði frá Berkel- ey-háskóla og gekk síðan í utan- ríkisþjónustuna 1949. Af ráðnum hug hélt Habib sér frá málefnum Miðausturlanda lengst af þrjátíu ára ferli sínum í utanríkisþjónustunni. Hann starfaði í Kanada, á Nýja-Sjá- landi, Trinidad og S-Kóreu áður en hann fór til Saigon 1965. Hann var einn helsti samninga- maður Bandaríkjastjórnar í við- ræðum við N-Víetnama í París og í forsetatíð Geralds Ford varð hann stjórnmálalegur aðstoðar- utanríkisráðherra, sem er æðsta embætti sem starfsmenn utan- rjkisþjónustunnar geta hlotið. Itíð Carters var hann í fremstu röð þeirra sem skipulögðu Camp David-fundinn þar sem Anwar Sadat Egyptalandsfor- seti og Menachem Begin forsæt- isráðherra ísraels settust saman að samningaborði. Snemma árs 1978 fékk Habib alvarlegt hjartaáfall og lét þá af embætti aðstoðarutanríkisráð- herra til að setjast í helgan stein. Síðan hefur hann tekist á hendur nokkur mikilvæg verk- efni í þágu Bandaríkjastjórnar, og hvernig svo sem fer um efndir á Líbanons-samkomulaginu, sem hann hefur átt mestan þátt í að koma á, er ekki vafi á því að hann kemur mjög sterklega til greina þegar friðarverðlaun Nóbels verða veitt síðar á þessu (Heimildir: Time — The Observer). Tvær nýjar verzl- anir við Týsgötu TVÆR verzlanir hafa nýlega verið opnaðar að Týsgötu 8, Vela og Stálstoð. Vela hefur á boðstólum sér- hannaða stóla og hjálpartæki fyrir fatlaða. Hjálpartækin eru bæði stöðluð og sérsmíðuð eftir óskum. Stólarnir eru einnig sér- hannaðir fyrir tannlækna, skip- stjóra, fyrir bakveika o.s.frv. Loks hefur verzlunin á boðstólum borð sem má hækka og lækka, sem hentug eru fyrir börn á skólaaldri. Allur þessi búnaður er danskur. Eigandi verzlunarinnar er Guðríð- ur Einarsdóttir. Stálstoð selur húsgögn sem sér- staklega eru hönnuð fyrir skrif- stofur, t.d. skrifborð, skápa, vegg- skilrúm, tölvuborð og hilluuppi- stöður, sem Stálstoð framleiðir sjálft, en þær eru hannaðar af Sig- urði Einarssyni, eiganda fyrirtæk- isins. Önnur húsgögn eru fram- leidd af Á. Guðmundssyni. Meðfylgjandi mynd er af Guð- ríði og Sigurði i verzlununum. H ÁRSN YRTISTOF A OG VERSLUN Sérhæfum okkur í klippingum Op/'ð virka daga kl. 9-18 og laugar- daga frá kl. 9-12. Verið velkomin. SALON A PARIS Hafnarstræti 20. (Nýja húsinu við Lækjartorg). Sími 17840.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.