Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 Thorvaldsen kemur heim tíl íslands og lét höggva í marmara. Hann dvaldist á italíu næstum alla manndómsævi sína og undi þar vel hag sínum, nefndi fæöingardag sinn þann dag sem hann kom fyrst þangaö. jtalskur varö hann þó aldrei. Hann var danskur, en um leið íslenskur, og þetta er svo ein- falt og augljóst sem veröa má. Hiö rétta er aö eigna hann báöum þjóðum, þó hvorri með sinum hætti. Thorvaldsen er líka nógu mikill til þess að tvær þjóöir megi vel deila honum meö sér eða eiga hann í sameiningu." Ég spyr frú Helsted hvaða verk sýningarinnar á Islandi sé þekkt- ast. „Já, eins og ég sagði fyrst eru þetta bæöi verk unnin af Thor- valdsen og einnig hans per- sónulegu munir. Af þessum 75 verkum eftir hann fer mest fyrir fjórum marmaramyndum. Þaö er Heba, sem er um einn og hálfur metri aö hæö, Amor og Psykke, sem er fremur stór stytta, Gany- medes-mynd Listasafnsins og Hin dansandi stulka, sem er stærst. En þekktasta verkiö er án efa Nött og Dagur sem Thorvaldsen gerði nokkur pör af. Eitt er hér niöri í safninu, fast í veggnum. En þær myndir sem fara til íslands hafa verið í langtima láni hjá Victoria and Albert Museum í Lundúnum og fara þangað aftur aö sýningu lokinni. Þetta eru afar vel gerðar myndir og jafnvel betur geröar lág- myndir en þær sem hér eru fastar í vegg safnsins. Nóttin er e.t.v. frægari, en þessar tvær myndir eru þekktustu munir sýningarinnar. En um leið eru myndirnar þekktustu verk Thorvaldsens ásamt Krists- styttunni í Frúarkirkjunni hér í Kaupmannahöfn." Og hver er staða Thorvaldsens nú?, spyr ég frú Helsted. „Thorvaldsen ris sem klettur. Hann var aö visu frægari í lifanda hfi, en hann stendur óhagganlegur í danskri list. Og í heimslistinni. Thorvaldsen vill hafa mikla ró yfir höggmyndum sínum. Hann sleppir smáatriðunum. Stíll hans er strangur, en náttúrulegur. Verkin eru i fornrómverskum anda. Lík- aminn er tignaður sem fagur og, fullkominn. Og ekkert er huliö. A tímum Thorvaldsens áttu hlutirnir að vera fullgeröir. Þá tiðkaðist ekki aö halda upp á ófullgeröar teikn- ingar eða skissur Og þaö er þvi fyrst nú sem gildi uppdrátta Thor- valdsens að höggmyndum er við- urkennt. Þaö er þó vafamál, hvort hann er færari teiknari en hogg- myndasmiöur. Þaö fer eftir smekk manna. En hann var nákvæmur og næmur myndhöggvari eins og t.d. lagmyndin Nóttin sýnir. Teikningar hans eru mjög frjálslega teiknaöar og líkjast því ekki höggmyndunum sem hann geröi eftir þeim. Eftir- menn Thorvaldsens breyttu út af stíl hans. Myndir þeirra voru meira i smáatriöum og uröu þá um leiö raunsærri. H.W. Bissen hét einn lærisveina Thorvaldsens, en hann gerði t.a.m. Sveitahermanninn og mynd af Friöriki sjötta sem stend- ur í Fredriksberg Have, ásamt myndinni af Friörik sjöunda fyrir framan Kristjánsborgarhöll. Við lit- um þó ekki á hreyfingu i högg- myndalist sem þróun. Meö oröinu þróun er gefið i skyn aö eitthvaö betra og fullkomnara leiði af ein- hverju sem er ekki eins fullkomiö og vel gert. Viö lítum því á hreyf- inguna í höggmyndum sem breyt- ingu Marmaratækni næstu kyn- sloðar á eftir Thorvaldsen var frá honum komin, svo og viðhorf til þess hvaö væri fagurt og hvaöa drætti bæri að hefja fram." , Thorvaldsen var nýklassíker. Með endurreisninni var horfiö aftur til menningar fornaldar og sú hreyfing lifði áfram í barokk-list- inni. En myndverkin uröu flókin. „Þaö sem nú var þörf fyrir voru lýsingar á frumeðli og tilfinningum mannsins. Taliö var að verkiö gæti boöaö eilífan sannleik og höföað til manna aöeins ef það var fært í fornan búning sem hæfi þaö yfir stund og staö. Á ytra borðinu var þar með komist frá hinu einstakl- ingsbundna og aö hinu algilda. Til aö hugmyndir þessar heföu ein- hver áhrif varö aö klæöa þær í ein- faldan búning. Mannslíkaminn skyldi sýndur i fögrum og sam- ræmdum hreyfingum þar sem hinn andlegi boðskapur kæmi í Ijós. Óþarfa smáatriöum sem gætu haft truflandi áhrif var svo til sleppt. Þessi breyting í átt aö stílhreinni og einfaldari formum í listum gerð- ist á lóngum tíma á síöasta þriöj- ungi 18. aldar." Svo kemst Eva Henschen aö oröi í sýningarritinu. Þessi breyting nefndist Hinn sanni stíll, en síðar Nýklassík. Á timum Thorvaldsens liföi á ítalíu maður aö nafni Antonio Canova. Hann var einn af frumherjum þess- arar stefnu og hefur list hans ugg- laust kynnt Thorvaldsen fyrir hinni fornrómversku list í búningi Ný- klassikur. „Er Canova lést árið 1822 var Thorvaldsen talinn eftir- sóttastur og frægastur mynd- höggvara Evrópu. i verkum sinum stefndi Thorvaldsen að enn ein- faldari formum í fornum anda og náöi sú þróun greinilega hámarki í Róm. Eftir aö hann var komínn til Kaupmannahafnar áriö 1838 uröu formin þó nokkuö mýkri eins og þau aölöguöust hinum nýju að- stæðum," segir Eva Henschen ennfremur. Thorvaldsen naut almennrar frægðar í lifanda lífi og eftir dauöa sinn. En frægð hans dalaöi. Þaö var meö áhuga Dana á erlendri og innlendri nútimalist í lok 19. aldar sem Thorvaldsen féll ekki lengur í kramiö. En meö „... áhuga á ný- klassík undanfarna áratugi má segja aö Thorvaldsen hafi veriö uppgötvaöur á ný. Hann mun aldrei skipa sama sess og hann gerði í samtíö sinni, en hann er aö öðlast viöurkenningu í listasögunni sem klassíker sem ber svip af róm- antík og sameinar þar þær tvær listastefnur sem ríkjandi voru á hans tíma," segir Bjarne Jornæs um stöðu Thorvaldsens innan list- arinnar. Albert Thorvaldsen var lengst af í Róm og það er þess vegna sem Islendingar hafa ekki kynnst verk- um hans betur en raun ber vitni. Myndverk hans eiga sér fyrirmynd- ir er voru íslendingum framandi fyrr á tíð. íslendingasögurnar héldu lífinu í þjóöinni og hvöttu hana til dáða. Hugarheimur eddukvæöanna, Hávamála og Völuspár vakti hins vegar ekki áhuga Thorvaldsens. List hans er einstök og þarf náin kynni. Þaö er því gleöilegt aö verk hans komi tíl íslands til að bera þessum mesta listamanni Noröurlanda vitni. Sr. Helgi Konráösson skrifaöi bók um ævi Thorvaldsens (1944) og þótt deila megi um ýmislegt sem þar stendur ritað er viöbúið, aö margir muni kynna sér bókina, er sýningin kemur heim, svo og sýningarritið sem hefur aö geyma stórfróðlegar ritgeröir um lista- manninn, líf hans og starf. En sýn- ingin mun ekki sist leiöa hugann aö Ijóðunum sem Jónas Hallgríms- son orti til Alberts Thorvaldsens, stoltur og þakklátur i garö þessa heimsfræga landa síns. Þar segir Jónas m.a.: í hðfum noröur viö himin gnæfir eyja ísi skygnd og eldi þrungin; þar rís in fagra feðra þinna móöur-mold úr marar skauti. ~ij. Fæoingarstaour ThorvaMsens vift QraMiugðtu 7 f Kristsstyttan í kórnum ( Frúarkirkjunni í Kaup- Kaupmannahðfn. Hann fa»ddist í bakhúsi loðarinn- mannahðfn. ar nr. 7. Fyrsta Ifosmyndin Thorvaldsen. (Danmðrku og hbi eina sem til er af Hðggmyndm af marmara. m m Éá * W n % HBi EW**,''"~''*tHI WF _...... rir,_ , I ll Thorvaldsenssafn ( Kaup- mannahðfn. Byggingin var opnuft almenningi árið 1894. En Thorvaldsen sá hana þó rfsa. Byggingin er sérstök hvað byggingarlag varðar, og líkist ekki hefobundnum byggingum Kaupmannahafnar. Aðstandendur sýningarinnar á Kiarvalsstððum. Talið frá vinstri: Dyveke Helsted, safnstjori, og safnveröirnir Eva Henschenn og Bjarne Jernæs. í baksýn er upp- runalega gifsstyttan af Amor og Psykke, en marmaramyndin verftur á sýningunni. Fjorir þýskir sérfrasðingar voru fengnir til aö ná styttunni niftur af stallinum sem hún var fðst við og pakka henni. Þeir notuðu skinnhanska og krana, en marmaramyndin var meitluð laus. öllum munum sýn- ingarinnar var pakkað í géma. Myndverkið Amor og Psykke prýftir auglýsingaspjald sýningar- innar é íslandi. (Ljówn. Svnnd Aag* MortwtMn, Nordnk P-mmioio.í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.