Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 25 Jafnui fer vel á meé Armfat og þjóðböfðingjum Arabaríkjanna. Hér faðmar hann að sér Aasad Sýrlandsforaeta, en honum hugsa Palestínumenn nú þegjandi þörfina. gætu, þegar þeir loksins koma saman til fundar, byrjað á grát- klökkum jarðarfararræðum um hina föllnu hetju. Nú geta þeir ekki horfst í augu við hann af skömm enda mun Arafat láta þá fá að kenna á því.“ Enn er ekki ljóst að hve miklu leyti Arafat mun taka undir áróð- urinn og jafnvel ofbeldið, sem vænta má að verði viðbrögð Pal- estínumanna í dreifingunni. Það mun að verulegu leyti fara eftir því hve Iangt ríkisstjórnir Ar- abaríkjanna, og þá einkum stjórn Assads Sýrlandsforseta, eru til- búnar að ganga til að ljúka því verki, sem ísraelar byrjuðu á í Líbanon. Örlagaríkir tímar framundan Framvindan á næstu mánuðum og árum getur orðið örlagarík fyrir öll Arabaríkin en einkum þó fyrir Sýrland. Raunar fyrirlíta Palestínumenn enga stjórn jafn hjartanlega og þá sýrlensku en þrátt fyrir það mun Sýrland gegna lykilhlutverki fyrir PLO-samtökin í framtíðinni. Palestínumenn ganga ekki að því gruflandi, að helst af öllu vildi Assad forseti gera Arafat að bandingja sínum, ekki með því að varpa honum í fangelsi, heldur með því að gera hann að skósveini sínum í póli- tískum skilningi, en þeir efast um, að hann hafi bolmagn til þess. Þeir trúa því, að eftir skamm- arlega frammistöðu Sýrlendinga í Líbanon, sé Assad í svo litlu áliti, að jafnskjótt og hann reynir að klekkja á Palestínumönnum muni þeir geta snúist til varnar upp á eigin spýtur eða tekið höndum saman við stjórnarandstöðuna. Bræðralag múhameðstrúarmanna væri meira en fúst til slíks sam- starfs. Ósigurinn fyrir ísraelum 1948 olli byltingarkenndu umróti í Ar- abaheiminum. Þá trúðu þó Palest- ínumenn á einarðan stuðning Ar- abaríkjanna við málstað þeirra, en nú, þegar afstaða Palestinumanna einkennist af hatri og fyrirlitn- ingu, er hætt við að afleiðingarnar geti orðið enn víðtækari. Af þessum sökum búast nú margir við því að Palestínumenn muni enn á ný grípa til hermdar- verka í örvæntingarfullri baráttu sinni, ekki gegn ísrael, heldur gegn Arabaríkjunum sjálfum. — sv (Heimildir: The Cuardian, Observer, AP). Svar við athuga- semd séra Kolbeins eftir Skula Magnússon Eg hafði rekið í það augun að ein lína hafði fallið niður við setn- ingu úr grein minni „Brjóstvörn- in“ sem birtist í Mbl. þann 21. ág- úst sl. Hafði ég í huga að hafa samband við blaðið í þeirri veru að leiðrétta þetta. Nú birti séra Kol- beinn þann 26. sm. „Athugasemd frá einum ‘rakka’, þar sem hann eðlilega óskar eftir að fá að sjá huldu línuna. Ég er honum þakk- látur fyrir. Séra Kolbeinn segist ekki taka orðið „rakki“ sem móðgun í sam- bandinu. Það er hárrétt athugað hjá honum. Og meira en það. Hugsun mín var nefnilega sú að gera tilraun til að leiða séra Kol- beini fyrir sjónir hvert rannsókn- araðferð sú, sem mér virðist hann yfirleitt beita — td. í háskólafyr- irlestrunum og einnig útvarpser- indum sínum, hlýtur að leiða mann. I uppkasti að „Brjóstvörn- inni“ stóð annað paragraff sem gersamlega féll niður við hreinrit- un. Ég var þessa var við yfirlestur, en fannst þetta geta verið svona — þessi hugsun hlyti að hafa kom- ið fram áður. Þessi hugmynd að beita hugsanaferli séra Kolbeins til prófunar, var orðin mér svo samgróin, að mér fannst óþarft að taka þetta fram. Hinsvegar sé ég nú, að þótt séra Kolbein hljóti að renna grun í livað hangir á spýt- unni, er einmitt þetta paragraff bráðnauðsynlegt fyrir hinn al- menna lesanda. Þess vegna er ég séra Kolbeini þakkiátur að gefa mér þetta tækifæri og ætla að taka mér bessaleyfi að stinga þessu stutta paragr. hér inn: „Það er ekki mín aðferð að hafa uppi getsakir. En það er sú aðferð sem séra Kolbeinn beitir mjög í háskólafyrirlestrum sínum. Samt verð ég nú í þetta sinn að gripa til þeirrar aðferðar sem séra KÞ hvarvetna beitir (td. mjög gagn- vart persónu Einars Pálssonar)." Síðan kemur paragraffið þar sem vantar í eina línu og séra Kolbein langar að sjá. Brottfallna línan feitletruð: „Háskóli íslands lék af sér. Hann beitti vísindamenn þagnar- lygi. Hann var í klípu. I leikþröng fórnaði hann peðinu séra Kolbeini. Kolbeinn hljóp fram eins og rakki, gjammaði og glefsaði. Síðan hljóp hann til baka og lagðist niður fyrir fætur húsbónda síns. Hann fékk sitt bein: stundakennslu við HÍ um táknamál miöalda. (í upp- hafi...“ og áfram sem í Mbl. frá 21. ágúst sl. Séra Kolbeinn getur ekki gengið strax frá svari sínu vegna augn- kvilla. Ég sampinist séra Kolbeini vegna hans augnkvilla og vona á bata honum til handa. Svar mitt tafðist um einn dag meðan verið var að finna handrit- ið í prentsmiðjunni. Virðingarfyllst Skúli Magnússon. NÝTT — NÝTT Fyrir íþróttamenn, þá sem ganga mikiö, standa mikiö eöa eru þreytt- ir eöa sjúkir, þá er fótanuddbaðið frá Clairol kærkomin lausn, sem eykur vellíöan um allan líkamann. Frá örófi alda hefur mönnum veriö Ijóst aö fæturnir eru lykillinn aö heilbrigöi og aö meö fótanuddi er hægt að lækna ótrúlegustu sjúk- dóma svo sem: gigt, meltingarsjúkdóma, höfuöverk, hjarta- og æöa- sjúkdóma, kvef og óteljandi önnur mein og vísum viö i bokina „Svæöameöferö" sem fæst í bókabúðum til frekari upplýsinga. Fóta- nuddbaöiö er svo mikil bylting í heilsurækt aö eitt tæki ætti aö vera til á sérhverju heimili til afnota fyrir alla heimilismenn. Clairol fótanuddbaöiö er gert bæöi fyrir heitt og kalt vatn, tækiö heldur sjálfvirkt réttu hitastigi. Vatnið í fótanuddbaöinu „víbrar" og nuddar þannig fætur þína og þú finnur vellíöan ryöja þreytu og verkjum burt og árangurinn — þú næstum svífur. Komiö og reynið Sendum um allt land Verð: kr. 1.250.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.