Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 Blikur á lofti í Arabaríkjunum eftir ósigur PLO í Líbanon Brottflutningur skæruliða PLO frá Vestur-Beirút og Líbanon stendur nú sem hæst en hann hófst laugar- daginn 21. ágúst sl. eins og kunnugt er. Þeir munu dreifast um flestöll Arabaríkin og seinna munu fjöl- skyldur þeirra og adrir ættingjar, allt að 100.000 manns, fylgja í kjölfarið. Ekki fer á milli mála, að PLO hefur beðið hernaðarlegan ósigur fyrir ísraelum en hvort hann er upphafið að siðferðilegri og pólitískri Stjórnir Araba- ríkjanna kvíðafullar Ósigur PLO mun á næstunni fyrst og fremst draga dilk á eftir sér fyrir Arabaríkin sjálf, þau, sem nú hafa nauðug viljug skotið skjólshúsi yfir skæruliðana. Þótt það megi heita opinber trúarjátn- ing allra ríkisstjórna í Araba- heiminum, að allt skuli lagt í sðl- urnar fyrir málstað Palestínu- manna, er sannleikurinn sá, að þær hafa meira en nóg á sinni könnu heima fyrir og kvíða afleið- ingunum af nærveru PLO-manna. Framvindan í Miðausturlöndum mun markast af því hvort verður ofan á, tiltölulega hófsöm stefna Yassir Arafats, sem beinist að því að afla PLO viðurkenningar á al- þjóðavettvangi, eða hvort Palest- ínumenn grípa til þess í örvænt- ingu sinni að hefna harma sinna á gestgjöfunum sjálfum, sem þeim finnst hafa brugðist sér margsinn- is og nú síðast í Beirút. „Verra en 1948“ Þótt skæruliðar PLO, sem nú er verið að flytja frá Líbanon, beri höfuðið hátt og séu hinir vígreif- ustu, hefur vonleysið tekið sér bólstað í brósti margra annarra, kannski í fyrsta sinn. „Þetta er verra en 1948,“ er haft eftir Pal- estínumanni nokkrum, blaða- manni, sem lét að því liggja að hann hygðist nú reyna að komast til Bandaríkjanna. „Þá vorum við svo mikil börn að halda, að brátt kæmumst við heim aftur fyrir hjálp hinna sigursælu, arabísku herja, en nú vitum við betur. Nú vitum við nákvæmlega á hverju við eigum von.“ I augum þessa manns hefur brottflutningurinn gert að engu þá trú, að palestínska þjóðin geti sjálf haft hönd í bagga með örlög- um sínum eða knúið aðrar Araba- þjóðir til að rétta henni hjálpar- hönd. Palestínumönnum er það nú löngu Ijóst, að Arabaþjóðunum er ekkert heilagt þegar um það er að ræða að lúta í lægra haldi fyrir ísraelum. Saudi-Arabar ætla sér ekki að nota olíuauðinn þeim til hjálpar, Sýrlendingar gera hvað þeir geta til að forðast stríð við ísraela og Camp David-samkomu- lagið er orðið að hornsteini í utan- ríkisstefnu Egypta. Vonlaus barátta Af þessum ástæðum fyrst og fremst skildist PLO-mönnunum í Beirút, að baráttan var vonlaus. Að það væri betra að koma her- mönnum þessarar kynslóðar und- an heilum á húfi en fórna þeim fyrir þá næstu. PLÖ-samtökin urðu að gefast upp í Beirút án þess að fá því framgengt, sem þau gerðu sér þó góðar vonir um á vissu stigi í samningaviðræðunum, sem sé að Bandaríkjamenn viðurkenndu, að vonir manna um réttlátan frið í Miðausturlöndum byggðust á því að Palestínumenn fengju sitt eigið ríki. Þeim ríkisstjórnum Araba- ríkjanna, sem reyndu að ná þessu fram, Saudi-Aröbum, Sýrlending- um og Egyptum, mistókst það og hvers vegna skyldu þær þá reyna það nú, þegar PLO hefur svo gott sem verið leyst upp og hvorki Ar- abaríkjunum né umheiminum stafar lengur hætta af þeim? „Eftir 34 ár,“ segir blaðamaður- inn, sem fyrr var vitnað í, „erum við aftur komnir upp á náð og miskunn Arabaríkjanna. Það verður kannski tekið á móti okkur sem hetjum í Damaskus en að því búnu verður okkur ekið beint í búðirnar. Með öðrum orðum í „fangelsi“.“ Arafat mun brosa breitt en ,.. Hvað sem þessu líður eru leið- togar PLO, í orði kveðnu a.m.k., ekki svartsýnir á framtíðina. Þeir líta á það sem siðferðilegan og pólitískan sigur að hafa komist úr greipum óvinarins, sem stefndi að því að uppræta þá endanlega. Ef PLO ætlar sér hins vegar að ganga á lagið og fylgja eftir þessum sigurgöngu þeirra, eins og sumir halda, getur framtíðin ein skorið úr um. PLO hefur að vísu heitið því að halda áfram baráttunni fyrir ríki Palestínu- manna, en þegar á það er litið, að liðsmenn þeirra eru dreifðir um allar trissur, frá Líbýu 1 vestri til Omans í austri, frá Sýrlandi í norðri og til Súdans í suðri, er erfitt að ímynda sér, að samtökin geti orðið Israelum skeinuhætt í náinni framtíð. A 7 LIBANON 347,100 LIBYA , 23,000 A FLÖTTAMANNA- ^BÚOIR 2 BANKA- STARFSEM! OG VIOSKIPTI Jf OPINBER I| ÞJÓNUSTA rn PROFESSIONS m oUu- 9 i ÖMENNTAO VINNSLA VINNUAFL PALESTINUMENN í DREIFINGUNNI Palestinumenn eru ekki bara skæruliöar PLO- samtakanna. öll þjóöin telur um 4,4 milljónlr og hefur síðan í styrjöldum Israela og Araba 1948 og . 1967 veriö dreifö um ðll Arabaríkln og raunarf víöar (102.000 í Bandarikjunum og 136.300 ann-' ars staöar). Palestínumenn eru margir hverjir vel1 ’ menntaöir og hafa þvi gerst umsvifamiklir í versl-g un og vlöskiptum og öörum störfum í sínum nýju ' heimkynnum. „sigri“, verða þau fyrst og fremst að gera það í Árabaheiminum. Á yfirborðinu mun Arafat verða jafn kurteis og fyrr og kyssa bæði kónga og forseta af sama innileik og áður. En hann mun einnig færa sér í nyt þá auknu virðingu, sem nú er borin fyrir honum. „Stjórn- endur í Arabaríkjunum," er haft eftir öðrum palestínskum blaða- manni, „voru að vona að Israelar myndu ná honum svo að þeir m, rtmrnwmmr , .itswpnr Skæruliðar kvaddir í Vestur-Beirút. Þeir eru hinir vígreifustu þrátt fyrir ósigurinn, en hvert geta þeir beint byssum sínum víðsfjarri sjálfum óvininum, ísraelum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.