Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 11 Bing & Gröndahl Myndlist Valtýr Pétursson Á Kjarvalsstöðum hafa þeir hjá Bing & Gröndahl í Kaup- mannahöfn sett upp mikla sýn- ingu á listrænum hlutum úr postulíni og öðru efni frá hinu heimsþekkta fyrirtæki. Bing & Gröndahl er með fremstu postu- línsverksmiðjum heims og allt, sem frá þeim kemur, hefur vissan gæðastimpil, sem bæði á við um vinnubrögð og listrænt gildi. Það er því mikill viðburður að fá sýn- ingu sem þessa, og ég er fullviss um, að margir eiga eftir að gleðj- ast við að skoða hana. Þarna er allt milli himins og jarðar, sem verksmiðjan og listamenn þeir, er fyrir fyrirtækið vinna, hafa af- rekað. Þessi sýning er svo fjölbreytt í eðli sínu og margslungin, að eng- in leið er að taka eitthvað sér- stakt fyrir í þeim fáu línum, er hér birtast. Enda held ég það óþarft. Svo vel er þetta fyrirtæki kynnt í vitund manna hér á ís- landi. Postulín frá Kóngsins Kaupmannahöfn hefur um lang- an aldur verið eftirsótt á íslensk- um heimilum, og margur er sá plattinn, sem prýtt hefur veggi hér hjá heldra fólki og öðrum. Mávastellið var víst í eina tíð stöðumerki í þjóðfélagi okkar engu síður en Benzinn í dag. Það er svo margt á þessari sýningu, sem mér leist vel á, að ég reyni ekki að gera upp á milli hlutanna. Þarna eru forkunnarfagrir vasar, og mætti segja mér, að þeir væru safngripir frekar en til að prýða heimili. Þarna eru matarstell, og svo snilldarlega lagt á borð, að munnvatnið segir til sín, þótt enginn matur sé á þessum mögn- uðu borðum. Þarna eru styttur alls konar, og ekki má fara svo um Vestursalinn á Kjarvalsstöð- um, að ekki sé minnst á þá ágætu listmuni, er komið hefur verið fyrir á ganginum. Þar voru meðal annars plattarnir og flísarnar hennar RÚNU, sem gerðir voru í tilefni þjóðhátíðar. I heild er þessi sýning eitt sam- fellt listaverk, en ég held, að bet- ur hefði mátt setja hana upp. Það er eins og ofhlaðið sé hér og þar, og auðvitað græðir enginn á því. Aðrar aðfinnslur koma ekki frá mér. Það er full ástæða til að hvetja fólk til að sjá þessa sýn- ingu og ekkert kostar það pyngju manns að koma þarna inn fyrir dyr. Aðgangur er ókeypis. Það litla, sem ég gat séð af þessari sýningu, var mér til sannrar ánægju, og ég hefði óskað að geta gefið mér miklu meiri tíma til að komast í verulegan kunningsskap við þessa fögru muni. Hafi þeir hjá Bing & Gröndahl margfaldar þakkir fyrir að hafa komið með þessa sýningu, og þess má geta hér, að forseta Islands og Kjar- valsstöðum voru færðar magnað- ar gjafir við opnun sýningarinn- ar. Það er aðeins einn galli á þessu fyrirtæki, það stendur of stutt. Sýningunni lýkur á mánu- dagskvöld. Andríki, bókmennt- ir og aðrir hlutir Bókmenntir Guömundur Heiöar Frímannsson Gore Vidal: The Second Ameriran Revolution, Kandom House, New York, 1982 Gore Vidal er bandarískur rit- höfundur á miðjum aldri. Hann er ekki þekktur hér á landi, svo að orð sé á gerandi. Þó ættu þeir bókamenn, sem lesa ameríska bókmenntatímaritið New York Review of Books, að þekkja þenn- an höfund, því að hann hefur frá upphafi skrifað reglulega í það. Gore Vidal hefur skrifað fjölda- margar skáldsögur og eru þekkt- astar þeirra eflaust sögurnar Mvra Breckinridge og Burr. Menn hafa kannski líka heyrt af Julian, sem er söguleg skáldsaga um Júlí- anus trúvilling, Rómarkeisara, sem hugðist snúa Rómarríki aftur til heiðinnar trúar. Það mátti ekki miklu muna, að honum tækist það. Nýjasta skáldsaga Gore Vidals er einnig söguleg og nefnist Creation eða Sköpun og gerist á dögum Forn-Grikkja á fimmtu öld fyrir fæðingu Krists. I henni leiðir hann fram fjöldamargar sögu- legar persónur, eins og Demókrít- os og Xerxes, og skoðar upphaf þeirrar menningar, sem við nú búum við. Eins og margar aðrar sögur hans er þessi löng, tæpar sex hundruð síður, en það er vel þess virði að lesa hana. Hún fæst hér í bókabúðum í vasabrotsút- gáfu. En þótt Gore Vidal sé þekkt- ur og vandaður skáldsagnahöf- undur, þá er hann enn betri ritgerðarhöfundur. Hann hefur gefið út fjögur ritgerðasöfn. Það fimmta er nýkomið út og ber heit- ið The Second American Revolution and Other Essays eða Önnur bandaríska byltingin og aðrar rit- gerðir. Það þarf ekki að koma neinum á óvart, að bókin er mjög fjörlega skrifuð og á köflum listavel. Við- fangsefni höfundarins eru mjög fjölbreytileg: Edmund Wilson, Scott Fitzgerald, Thomas Love Peacock, Abraham Lincoln, stjórnmál, kvikmyndir, kynlíf, Theodore Roosevelt og galdrakarl- inn í Oz. Flestar eru þessar rit- gerðir að formi til bókadómar, en þær eru líka athugun og framlag höfundarins til viðfangsefnisins hverju sinni. Ef einhver hefur áhuga á að sjá, hvernig vel og vandlega er skrifað um bækur, þá ætti hann að lesa þessa bók. Þess- ar ritgerðir eru ekki einungis um bókmenntir, þær eru bókmenntir sjálfar. Höfundurinn hefur yndi af orðum, er nákvæmur í orðavali og vandar byggingu allra setn- inga. Höfundur fer ekkert dult með skoðanir sínar á því, sem hann skrifar um. I stjórnmálum er hann á vinstri væng Demókrata- flokksins, ef það hefur einhverja merkingu að staðsetja menn með þessum hætti. Hann var raunar í framboði nú nýverið í prófkjöri Demókrataflokksins í Kaliforníu fyrir kosningar til öldungadeild- arinnar, sem verða nú í haust. Hann tapaði fyrir Jerry Brown, ríkisstjóra. Sum tilsvör hans úr þeirri kosningabaráttu urðu fleyg. Mjög sterkur þáttur í stjórnmála- skoðunum hans, sem kemur hvað gleggst fram í ritgerðinni, sem bókin heitir eftir, er virðing fyrir þeim rétti allra manna að fá að vera í friði með sitt einkalíf fyrir öðrum mönnum og yfirvöldum. Raunar eru skoðanir Gore Vidals eitthvert bezta dæmi, sem ég þekki, um greinarmun John Stu- art Mills á athöfnum, sem varða mann sjálfan einvörðungu, og at- höfnum, sem varða aðra. Mills er þó hvergi getið í þessari bók, og er það vart af vanþekkingu. í ritgerð- inni Önnur bandaríska byltingin leggur höfundur til, að ný stjórn- arskrá verði samin fyrir Banda- ríki Norður-Ameríku, því að sú, sem nú gildir, sé ótæk með öllu. Hún reisi engar raunverulegar skorður við valdi forsetans né hæstaréttar landsins. Höfundur- inn styður mál sitt með rækilegri umfjöllun og ívitnunum í höfunda stjórnarskrárinnar. Miðað við ásetning þeirra tekst honum að leiða í ljós, að hún er meingölluð. Önnur ástæða til þess að breyta þarf stjórnarskránni að hans áliti er, hve fáir taka þátt í forseta- kosningum, einungis um helming- ur þeirra, sem hafa kosningarétt. Vidal lætur staðhæfingar eins og þær, að Bandaríkjunum sé nán- ast óstjórnandi vegna valda ann- arra en kjörinna fulltrúa, fara í taugarnar á sér og vílar ekkert fyrir sér að vitna til stjórnlynd- ustu manna eins og Benito Musso- linis, til að leiða í ljós, hve þær eru vafasamar. En rétt eins og hann hamrar í sifellu á nauðsyn þess, að menn njóti hver og einn sem mests frelsis, þá leggur hann til í næstu setningu, að bandarísku olíufélögin verði þjóðnýtt. Og á næstu síðu staðhæfir hann, að allt, sem alríkisstjórnin taki sér fyrir hendur, fari í handaskolum. Það þarf kannski ekki að gera annað en að benda á þessar mis- fellur, til að öllum séu ljósar brotalamirnar í röksemdum skáldsins. En svo kemur líka til skefjalaus kaldhæðni, sem hann beitir raunar af fyndni og andríki, sem veldur því, að það er stundum svolítið erfitt að taka höfundinn alvarlega. En það má vera til marks um, hve góður rithöfundur Gore Vidal er, að skemmtunin af því að lesa þessar ritgerðir er ómæld, og þá lætur maður bara liggja á milli hluta, hvort allt það, sem hann segir, stenzt kröfur rökvísinnar. Þar sem hann fjallar um önnur skáld, kvikmyndir og kynlíf, sér- staklega kynvillu, er hann hvað kvikindislegastur og fyndnastur. í einni ritgerðinni, sem ber heitið „Bleikur þríhyrningur og gul stjarna", svarar hann árásum á kynvillinga í Bandaríkjunum. Hann kemur auga á, að þó nokkrir þeirra, sem höfðu gert þær, voru Gyðingar. Hann leggur því til, að kynvillingar og Gyðingar ásamt blámönnum taki höndum saman og verji hagsmuni sína gegn ríkj- andi meirihluta. Annars geti farið fyrir þeim eins og í Þýzkalandi Hitlers. Hann lét slátra sex millj- ónum Gyðinga og sex hundruð þúsundum kynvillinga. Síðan segir Vidal: „í þýzkum útrýmingarbúð- um báru Gyðingar gular stjörnur en kynvillingar bleika þríhyrn- inga. Ég var með Christopher Isherwood, þegar hann reyndi að koma ungum kvikmyndaframleið- anda í skilning um þetta." „Þegar öllu er á botninn hvolft,“ sagði Isherwood, „þá drap Hitler sex hundruð þúsundir kynvillinga." Unga manninum þótti lítið til um þetta. „En Hitler drap sex milljón- ir Gyðinga," sagði hann alvarlega. „Hvað gerirðu?“ spurði Isherwood. „Selurðu fasteignir?" Þeim mönnum, sem taka kvik- myndir óskaplega alvarlega, er bent á að lesa þessa bók. Höfund- urinn dylur ekkert foragt sína á kvikmyndum, leikstjórum alveg sérstaklega. Það er ástæðulaust að rninnast á sjónvarp. Háskólakenn- arar í bókmenntum og sá iðnaður, sem hefur vaxið í kringum þá, er eitt uppáhaldsefni hans til að hæðast að. Enda er það gæfa Gore Vidals, eins og til að mynda Hall- dórs Laxness, að hafa ekki setið í háskóla heldur menntað sig sjálf- ur. Gore Vidal hefur verið nefndur bezti ritgerðasmiður í Bandaríkj- unum um þessar mundir. Ég skal ekki dæma um það, en góður er hann. tv C V w \ virka daða Vöruúrval, fatnaður á alla, hljómplötur og kassettur, efni, sportvörur, íþrótta- skór, handklæði o.fl. o.fl. Karnabær, Belgjagerðin, Steinar, Hummel umboóið, Zetubrautir, Gluggatjold hf., Nylon Plast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.