Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 Leikið gegn Hollendingum á morgun: Hollensk knattspyrna er hátt skrifuð í heiminum Á morgun miðvikudag leika ís- lendingar landsleik í kanttspyrnu gegn Hollendingum. Leikur þessi er liður í Evrópukeppni landsliða. Leik- urinn fer fram á Laugardalsvellinum og hefst kl. 18.30. Hollendingar standa nú á tíma- mótum i sambandi við landslið sitt í knattspyrnu. Þeir eru byrjaðir að byggja upp nýtt landslið undir stjórn þjálfarans Kees Rijvers, sem ætlar að byggja upp öflugt landslið fyrir heimsmeistarakeppnina 1986 i ('ol- ombíu. Margir litríkir leikmenn hafa nú þegar leikið sinn síðasta landsleik, eins og Johann Neeskens, Johann ('ruyff, Ruud Geels, Johnny Rep og Kees Kist, svo einhverjir séu nefnd- ir. Allt eru þetta leikmenn, sem hafa haldið merki Hollands á lofti undan- farin ár. Til íslands koma nokkrir kunnir leikmenn, sem eru í hópi bestu knattspyrnumanna Evrópu. Þar má fyrstan nefna Willy Van der Kerkhof, tvíburabróðurinn leikna, sem lék með Hollendingum í HM í V-Þýskalandi 1974 og í Argentínu 1978, þar sem HoJlendingar höfn- uðu í öðru sæti. Simon Tahamata, sem leikur með Standard Liege, kemur einnig með hollenska liðinu. Tahamata er talinn einn snjallasti sóknar- leikmaður Evrópu — mjög fljótur og leikinn spilari. Aðrir kunnir leikmenn eru Van der Korput, sem leikur með Torínó á Ítalíu og Met- god, sem leikur með Haarlem. Nýr leikmaður hjá Nottingham Forest kemur hingað til landsins. Það er Hans van Briuklen. Aftur á móti koma þeir Frans Thijssen (Ipswich) og Arnold Miihren (Manchester United) ekki. Hollendingar binda miklar von- ir við nýja landsliðsþjálfarann og hafa þeir trú á að hann muni gera stóra hluti fyrir HM í Colombíu 1986. Það var mikið áfall fyrir hollenska knattspyrnu, að landslið Hollands komst ekki til Spánar. Það var mál manna í Hollandi, að of margir „útbrenndir" leikmenn hafi verið í landsliðinu. Því var tekin upp sú stefna, að byggja upp landslið — frá grunni. Hollenska landsliðið sem leikur hér á Laug- ardalsvellinum, er góð blanda af reyndum leikmönnum og ungum og efnilegum leikmönnum, sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Hollensk knattspyrna hefur verið mjög hátt skrifuð í heimin- um og segja menn að hún sé góð blanda af knattspyrnu frá S-Am- eríku og Evrópu. Hollendingar eru þekktir fyrir sóknarknattspyrnu, þannig að áhorfendur eiga ekki að vera sviknir á Laugardalsvellin- um. Holland hefur tvisvar leikið hér á Laugardalsvellinum. 1976 unnu Hollendingar sigur 1:0 yfir íslend- ingum í fjörugum leik, sem 10.210 áhorfendur sáu. Hollendingar unnu svo 4:0 á Laugardalsvellinum 1979. Þá skor- uðu tveir af þeim leikmönnum, sem koma nú með liðinu, mörk. Það eru þeir Metgod og Willy van der Kerkhof. 10.350 áhorfendur sáu leikinn. Það má segja að nú sé runninn upp tími fyrir landsliðsmenn ís- lands að hefna. Þórsarar nokkuð öruggir upp eftir sigur á Fylki ÞORSARAR frá Akureyri lögðu Fylki að velli í 2. deildinni í gær- kvöldi á Laugardalsvellinum og standa þá mjög vel að vígi í keppn- inni um 2. sætið í deildinni. Þeir eru mcð 21 stig fyrir tvo siðustu leikina, FH er með 18 og Reynir S 17. Þór þarf þvi aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum, gegn Þrótti R í Reykjavík og Skallagrími fyrir norö- an til að tryggja sér annað sætið, þar sem þeir eru með mun hagstæðari markatölu en FH. Guðjón Guðmundsson skoraði bæði mörk Þórs í gær og komu þau bæði í fyrri hálfleiknum. Þór Ragnar sigraði Sig- urð í bráðabana RAGNAR Ólafsson sigraði i Af- rekskeppni Flugleiða í golfi sem fram fór á Nesvellinum um helgina. Var keppni afar spennandi, en Ragn- ar hafði ekki sigur fyrr en á annarri braut bráðabana sem hann háði við Sigurð Pétursson, félaga sinn úr GR. Eftir 72 holur voru þeir félagar jafn- ir með 292 högg hvor og kom því til bráðabanans. Fyrstu holuna léku báðir á einu undir pari, en á annarri braut hafði Ragnar betur og fór með sigur af hólmi. Þriðji varð Sveinn Sigurbergs- son GK á 294 höggum, en hann sigraði Gylfa Garðarsson í bráða- bana, en Gylfi lék einnig á 294 höggum. Björgvin Þorsteinsson lék á 295 höggum og hafnaði í 5. sæti, Óskar Sæmundsson GR varð svo sjötti á 297 höggum. Elnkunnagjöfin LIÐ Fram: Guðmundur Baldursson 6 Þorsteinn Þorsteinsson 6 Trausti Haraldsson 6 Sverrir Einarsson 7 Marteinn Geirsson 7 Halldór Arason 6 Valdimar Stefánsson 6 Viðar Þorkelsson 5 Árni Arnþórsson 5 Guðmundur Torfason 7 Hafþór Sveinjónsson 5 Einar Björnsson (vm) 5 LIÐ Víkings: Ögmundur Kristinsson 6 Kagnar Gíslason 6 Magnús Þorvaldsson 6 Aðalsteinn Aðalsteinsson 5 Stefán Halldórsson 7 Jóhannes Bárðarson 6 lóhann Þorvarðarson 6 ()mar Torfason 7 Sverrir Herbertsson 5 Gunnar Gunnarsson 6 Heimir Karlsson 7 i*órður Marelsson (vm) 5 Llf) ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 7 Kristinn Jóhannsson 5 Ingiber Óskarsson 6 Rúnar Georgsson 6 Gísli Eyjólfsson 6 Sigurður Björgvinsson 6 Einar Ásbjörn Ólafsson 7 Magnús Garðarsson 5 Ragnar Margeirsson 6 Óli Þór Magnússon 6 Daníel Einarsson 4 LIÐ ÍBV: Páll Pálmason 8 Viðar Elíasson 6 Örn Oskarsson 7 Þórður Hallgrímsson 5 Valþór Sigþórsson 5 Snorri Rútsson 5 Sveinn Sveinsson 5 Jóhann Georgsson 5 Sigurlás Þorleifsson 7 Kári Þorleifsson 6 Omar Jóhannsson 6 var mun betri aðilinn fyrir hlé, en liðið hafði þá talsverðan vind í bakið. í seinni hálfleiknum snerist dæmið við. Fylkismenn sóttu talsvert meira, og fengu þeir nokkur góð færi, en Eiríkur Ei- ríksson stóð sig vel í marki Þórs og hleypti knettinum aldrei í net- ið. Upp úr miðjum hálfleiknum komu norðanmenn aftur inn í leik- inn af alvöru, og hefðu þeir getað aukið forystu sína. Ekki hefði það þó verið sanngjarnt skv. gangi leiksins. Eftir leikinn er staða Fylkis orðin ansi slæm í deildinni, liðið er aðeins með 12 stig eins og Skallagrímur, en Þróttur N. er neðstur með 11. —SH. Staðan EIT’IR leik I*órs og Fylkis í gær- kvöldi er staðan þannig í 2. deild- inni: Þróttur R. 16 11 4 1 25:7 26 Þór A. 16 7 7 2 32:15 21 FH 16 6 6 4 18:20 18 Reynir S. 16 3 7 6 21:15 17 Völsungur 16 5 5 6 20:19 15 Njarðvík 16 5 4 7 22:25 14 Einherji 16 6 2 8 21:25 14 Fylkir 16 1 10 5 12:1812 Skallagrímur 16 4 4 8 16:26 12 Þróttur N. 16 4 3 9 7:23 11 Wells úr leik ALAN Wells, skoski spretthlaupar- inn frábæri, hefur dregið sig út úr breska frjálsíþróttalandsliðinu sem keppir á Evrópumeistaramótinu í Aþenu í næsta mánuði og er það mikið áfall fyrir breska liðið. Hann varð fyrir meiðslum fyrr á þessu ári og hefur átt erfitt uppdráttar síðan. Nú telur hann sig ekki eiga mögu- leika á því að komast í viðeigandi æfingu tímanlega. Wells sigraði í 100 metra hlaupi á móti nokkru í Edinborg á laugardaginn. Tími hans var 10,43 sekúndur, besti tími hans á þessu ári. • Einn snjallasti leikmaður hollenska landsliðsins er Simon Tahamata sem leikur með SUndard Liege. Tahamata er talinn einn besti sóknarleikmaður í Evrópu í dag, fljótur og leikinn leikmaður. Víðir er efstur í úrslitakeppninni Víðir — KS veitt verðlaun fyrir sigur í 3. Úrslit í 3. deild Siglfirðingar sóttu Garðmenn - heim sl. sunnudag í úrslitakeppni í 3. deildar. Fór leikurinn fram á „gras- vellinum" úti á Garðskaga og lauk með jafntefli, 1—1. Víðismenn spil- uðu gegn norðan strekkingi í fyrri hálfleik og eftir 3 mínútur lá boltinn í marki KS. Björgvin Björgvinsson skoraði markið utan frá endamörk- um vallarins en þó innan vítateigs. Hefir markmaður KS trúlega talið öruggt að hann myndi gefa fyrir markið í stað þess að skjóta. Þrem mínútum siðar bjargaði KS á linu eftir mikinn darraðardans við mark þeirra. KS-liðið fór nú að koma meira inn í leikinn undan vindinum og áttu þeir mörg góð tækifæri tii að jafna. Þó virtust Víðismenn eiga hættulegri færi og á 38. mínútu áttu þeir skot á stöng. Síðari hálfleikur var varla haf- inn þegar KS hafði jafnað. Áttu þeir ágæta sókn sem Ivar Geirs- son batt endahnútinn á. Síðari hálfleikurinn var svo meira og minna þóf á miðjum vellinum, lítt spennandi fyrir hina fjölmörgu áhorfendur sem aldrei hafa verið fleiri þegar Víðir hefir spilað í 3. deildinni. Áður en leikurinn hófst voru ; deildinni í sumar, en Víðir vann A-riðilinn og KS vann B-riðilinn. Víðir er efstur í úrslitakeppn- inni með 7 stig. Tindastóll frá Sauðárkróki hefur 5 stig, KS, Siglufirði, 4 stig og Selfoss rekur lestina með ekkert stig. Selfyss- ingar eiga eftir að fá bæði norðan- liðin í heimsókn og Víðir á eftir báða útileiki sína en þá vantar eitt stig úr þeim leikjum til að spila í annarri deild að ári. Víðir hefir ekki tapað stigi á útivelli í sumar. A.R. Bæjakeppni í frjálsum BÆJAKEPPNI í frjálsíþróttum milli Hafnarfjarðar (FH) og Kópavogs (UBK) verður haldin á Kópavogs- velli fimmtudaginn 2. september og hefst keppni kl. 18. Keppt veröur í átta greinum karla og jafn mörgum greinum kvenna. Tveir keppendur verða í hverri grein frá hvoru bæjar- félagi. Frjðlsar Ibröltlr v-......... .. J «1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.