Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö.
Lítil von í Póllandi
LLítil von sýnist vera til þess, að þróun mála í Póllandi
verði til sátta milli herstjórnar kommúnista og Sam-
stöðu, frjálsu verkalýðshreyfingarinnar og málsvara al-
mennings. I dag er þess minnst í Póllandi, að tvö ár eru
liðin síðan kommúnistastjórnin viðurkenndi tilverurétt
Samstöðu og féllst á að veita alþýðu landsins tækifæri til
að kynnast ýmsum þeim mannréttindum sem við Vestur-
landabúar teljum jafn sjálfsögð og loftið sem við öndum
að okkur. Hinn 13. desember 1981 var dæminu snúið við
að undirlagi Kremlverja. Herinn tók völdin í Póllandi.
Leiðtogi Samstöðu, Lech Walesa, var handtekinn ásamt
þúsundum annarra. Walesa er enn í haldi og foringjar
Samstöðu hvetja almenning til þess með leynd að láta
ekki deigan síga í baráttunni við ofurefli einræðisherr-
anna. I dag vænta þess ýmsir, að stjórnvöld og Samstaða
reyni með sér á götum úti.
Josef Glemp, erkibiskup í Póllandi, flutti á fimmtudag-
inn ræðu yfir hundruðum þúsunda manna sem komið
höfðu saman til að minnsta heilagrar Maríu og sex
hundruðustu ártíðar kraftaverks sem til hennar er rakið
og telst til stórviðburða í frelsisbaráttu Pólverja. í ræðu
sinni sagði Glemp, að vandi pólsku þjóðarinnar yrði ekki
leystur á götum úti, það ætti að gera við samningaborðið.
Erkibiskupinn gerist með þessum orðum talsmaður al-
mennra sanninda en þau ráða ekki lengur hjá pólskum
stjórnvöldum. Herstjórnin vill ekki semja við fulltrúa
fólksins, hún vill fangelsa þá og brjóta á bak aftur.
Czeslaw Kiszczak, hershöfðingi og innanríkisráðherra
Póllands, sagði í síðustu viku, að ríkisstjórnin myndi
beita valdi til að koma í veg fyrir mótmæli á götum úti í
dag. Hann sagði einnig, að hryðjuverkamenn á vegum
Vesturlanda væru á bakvið þau öfl, sem hvettu til and-
mæla, þessir ofbeldismenn vildu stofna til blóðugra átaka
við pólsk stjórnvöld.
Hvað svo sem gerist í Póllandi í dag verður lagt út á
þann veg af einræðisherrunum, að það sé Samstöðu til
áfellis: Verði almenn þátttaka í þeim mótmælaaðgerðum
sem Samstaða hefur hvatt til mun herstjórnin telja það
staðfestingu á áhrifamætti undirróðursafla og herða tök-
in á þjóðinni. Láti almenningur ekki í ljós nein andmæli
mun herstjórnin segja áhugaleysið sanna fylgisleysi Sam-
stöðu.
Eins og af þessari lýsingu má ráða ríkir hættuleg
stöðnun í pólsku þjóðfélagi. Þar hefur myndast þrýsting-
ur sem einhvern veginn verður að fá útrás og samtímis
því versnar efnahagur þjóðarinnar jafnt og þétt. Eitthvað
verður undan að láta. Blóðug saga kommúnismans sýnir
að einræðisherrar hans gefa ekki eftir fyrir vilja fólksins.
Gasleiðslan mikla
Ein meginröksemd Ronald Reagans, Bandaríkjafor-
seta, gegn því að gasleiðslan mikla frá Sovétríkjunum
til Vestur-Evrópu verði lögð er að tekjur af gassölunni
muni auðvelda sovésku kúgurunum í Afganistan og Pól-
landi að stunda áfram ofbeldisverk sín. Því aðeins takist
að hemja Sovétríkin, að þrengt sé að þeim á efnahagssvið-
inu. Á þessi rök má fallast. En réttlæta þau viðskiptastríð
meðal Vesturlanda?
Samkomulag náðist um gasleiðsluna miklu á síðasta
ári. Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, lagðist ekki
gegn því að þetta samkomulag yrði gert á sínum tíma.
Norðmenn hafa séð á því tormerki, að þeir geti látið
Evrópu það gas í té sem kaupa á frá Sovétríkjunum. Á
það hefur verið bent, að sovéska gasið verði aðeins lítið
brot af orkugjöfum Evrópuþjóðanna — engri vestrænni
þjóð nema íslendingum dettur í hug að eiga svo til allt sitt
undir Sovétmönnum um innflutta orku.
Andstaða Bandaríkjastjórnar við gasleiðsluna miklu er
nauðsynleg og sjálfsögð áminning um varkárni í sam-
skiptum við Sovétríkin, hins vegar er hún því miður of
seint fram komin og sýnist nú aðeins skemmta skrattan-
um.
JJUndir
merkjum ástarinnar gerði
sem margar konur þráíí
hún það
l>ondon, 30. agúst. AP.
SÆNSKA leikkonan Ingrid
Bergman, þessi fagra leikkona
sem lék sig inn í hjörtu kvik-
myndaaðdáenda í myndinni
„(]asablanca“ árið 1943 og sem
vann síðar til þrennra Oskars-
verðlauna fyrir leik sinn, lést á
heimili sínu í gær, sunnudag, eftir
langa baráttu við krabbamein.
Ingrid Bergman lést á 67. afmæl-
isdegi sínum, samkvæmt því er
dóttir hennar Pia Lindström sagði í
dag í New York, en hún hafði þjáðst
af banameini sínu, krabbameini, frá
árinu 1974 og hafði gengið í gegnum
tvær skurðaðgerðir sökum þess.
Lars Schmidt fyrrum eiginmaður
hennar, hinn síðasti þriggja, var við
rúmstokk hennar er hún dó, segir í
andlátstilkynningunni sem birt var
í morgun. Leikkonan bjó í London í
Chelsea-hverfi og börn hennar
munu nú vera á leið þangað, en þau
eru fjögur að tölu.
Fyrirtækið Harrods mun sjá um
minningarathöfn, sem að þess sögn
mun verða mjög fábrotin, að við-
stöddum nánustu aðstandendum
hinnar látnu leikkonu.
Hennar hefur verið minnst af
samstarfsmönnum hennar um allan
heim í dag og leikarafélagið í Lond-
on birti í morgun yfirlýsingu þar
sem segir: „Ingrid Bergman var ein
mesta leikkona heimsins. Við sam-
hryggjumst við andlát hennar."
Hún barðist hetjulegri baráttu
við sjúkdóm sinn og lét mikið á sjá,
en hún ritaði í endurminningar sín-
ar er voru gefnar árið 1980 og hún
kallaði „My Story": „Ég hef alltaf
haft þá trú að ég verði að leika
áfram ... Maður má aldrei gefast
upp.“
Ingrid Bergman hneykslaði hinn
bandaríska heim er hún fyrir þrem-
ur áratugum yfirgaf eiginmann
sinn, hinn sænska lækni Petter
Lindström, og fæddi ítalska leik-
stjóranum Roberto Rosselini óskil-
getið barn, en eftir að það hneykslið
Ingrid Bergman
kvikmyndaleikkonan
sem hneykslaði
heiminn
er látin
Ingrid Bergman eina og hún leit út
nú í seinni tíð, sitjandi I garöi eín-
um.
var heiminum kunnugt hóf hún að
skrifa bók sína: „Hér hafið þið
sannleikann ...“
Leikarinn David Kossoff, sem lék
á móti henni í myndinni „Indis-
creet" árið 1958, er hún var að reyna
að endurvinna sitt fyrra fylgi, sagði
í dag: „Eins og allir aðrir í upptöku-
salnum varð ég yfir mig ástfanginn
af henni. Mynd þessi var gerð á
þeim tíma í lífi hennar þegar hún
gerði undir merki ástarinnar það
sem fjöldinn allur af konum þráði
að gera. Flestar konur hötuðu hana
fyrir áræðnina, en henni tókst það
sem hún ætlaði sér.“
Hún starfaði með hinum virtustu
leikstjórum eins og Jean Renoir og
Alfred Hitchcock og vann til verð-
launa fyrir mynd sína „Haustsónöt-
una“ er hún gerði með hinum
sænska leikstjóra Ingmar Bergman
árið 1978.
Hún var ásamt Katherine Hep-
burn eina leikkonan til að vinna til
þrennra Óskarsverðlauna, sem
besta leikkonan í „Gasljós" árið
1944 og í „Anastasia" árið 1956, og
fyrir bestan leik í aukahlutverki í
myndinni „Morðið i Austurlanda-
hraðlestinni" árið 1974.
Þær myndir, sem eru hvað þekkt-
astar af þeim er hún lék í eru:
„Hverjum klukkan glymur", „Notor-
ious“, „Spellbound", „Inn of The
Sixth Happiness", „Yellow Rolls Ro-
yce“ og „Walk in The Spring Rain“.
Síðasta hlutverk hennar var í
sjónvarpsmynd um ævi Goldu Meir
sem frumsýnd var á þessu ári. Hún
var orðin of máttfarin til að geta
verið viðstödd frumsýningu þeirrar
myndar fyrr á þessu ári í New York.
Hún sást opinberiega í siðasta
skiptið í mái síðastliðnum, er hún
gekk studd af vinum sínum fyrir
utan heimili sitt, með annan hand-
legginn í fatla.
I apríl svaraði hún orðrómi, er
verið hafði á kreiki þess eðlis að hún
væri að berjast fyrir lífi sínu, með
þessum orðum: „Ég er ekki eins ung
og áður, en heilsa mín er ágæt. Ég
er ekki að deyja.“ En hún hafði
gengist undir uppskurð á árinu 1974
eftir að illkynjað æxli fannst í lík-
ama hennar og annað brjóstið var
síðan fjarlægt með annarri skurð-
aðgerð árið 1979.
Börn hennar heimsóttu hana
reglulega, en þau eru: Pia frá fyrsta
hjónabandi hennar með skurðlækn-
inum Petter Lindström, og sonurinn
Robertino og tvíburarnir Isabella og
Isotta sem hún átti með öðrum eig-
inmanni sínum, Roberto Rosselini.
Ingrid Bergman fæddist í Stokk-
hólmi 29. ágúst 1915 og báðir for-
eldrar hennar voru látnir er hún
náði tólf ára aldri. Hún flutti þá til
föðurbróður síns og talaði síðar um
að það, hversu einmana hún var í
barnæsku, hefði án efa átt sinn þátt
í þeirri ákvörðun hennar síðar að
takast á við leiklistina.
Sú ímynd er hún hafði skapað sér
í heimi leiklistarinnar, sem hin
ljúfa, saklausa og hamingjusama
fjölskyldukona, beið mikinn hnekki
er hún varð ástfangin af Rosselini
1948, yfirgaf eiginmann sinn og
fæddi óskilgetinn son 1950. Hún
giftist Rosselini síðar, en þau skildu
að skiptum 1958, sama árið og hún
giftist leikhúsmanninum Lars
Schmidt. Hún skildi síðan við hann
árið 1975.
Er hún minntist síðar hneykslis-
ins er hún olli er hún tók saman við
Roberto Rosselini sagði hún: „Sumir
í blaðaheiminum reyndu að drepa
mig. En ég er ekki auðdrepin."
Árið 1968 tók hún saman á eftir-
minnilegan hátt nokkra punkta úr
lífi sínu og sagði: „Ég hef lifað fal-
legu lífi. Áhugaverðu lífi. Ég hef
verið mjög heppin ... en ég hef átt
ljót augnablik, það er satt. En þessi
augnablik voru aldrei heimsku-
leg... Jafnvel sorgir geta leitt af
sér hamingju."
Áaamt •tokhuga ainum, Robsrto Rooooljni á, kaffihúsi á eyjunni Capri.
Úr myndinni: „Hverj-
um klukkan glymur",
en þar lék Ingrid eitt
•inna þekktari hlut-
verka.
Setið ad apjaHi áaamt Cary Grant og Alfrod Hitchcock fyrir töku
myndarinnar „Notorkxia".
Ingrid Bergman ásamt fyrsta eiginmanni sínum, akurö-
laekninum Petter Lindström, áriö sem þau gengu I þaö
heilaga.
Ingrid Borgman í síðasta hlut-
verkinu — Golda Meir.
Með Liv Ullman og Ingmar Bergman meðan á upptöku „Haustsónðt
unnar“ stóð.
Með Yul Brynner í „Anastasia“, en það var fyrir leik sinn í þeirri mynd
er hún hlaut sín önnur Óskarsverðlaun.
Vigdís Finnboga-
dóttir í 19 daga ferð
um Bandaríkin
FORSETI fslands, Vigdís Finnbogadótt-
ir, fer til Bandaríkjanna 4. september
nk. Mun forsetinn opna norrænu menn-
ingarvikuna „Scandinavia Today“ í
þremur borgum fyrir hönd allra Norður-
landanna. Er það í Washington,
Minneapolis og New York. í ferðinni
mun Vigdís heimsækja m.a. forseta
Bandaríkjanna í Hvita húsið og verður
sérstakur gestur hans í Washington. Frá
Bandaríkjunum mun forsetinn snúa aft-
ur 22. september.
I fylgd með forseta íslands verður
Ólafur Egilsson sendiherra, Vigdís
Bjarnadóttir deildarstjóri á forseta-
skrifstofunni, og Halldór Reynisson
forsetaritari. Ennfremur verða með í
föruneyti forsetans Ingvar Gíslason
menntamálaráðherra og kona hans,
Ólöf Erlingsdóttir, ráðuneytisstjóri
menntamálaráðuneytisins Birgir
Thorlacius og kona hans, Sigríður
Thorlacius, Kristinn Hallsson fulltrúi
í menntamálaráðuneytinu og Tómas
Karlsson sendiráðunautur í utanrík-
isráðuneytinu.
Dagskrá ferðarinnar verður í aðal-
atriðum sem hér segir: Laugardaginn
4. sept. fer forsetinn ásamt föruneyti
Forseti fslands Vigdís Finnbogadóttir.
út til Washington D.C. með Flugleiða-
vél. Tekur Walter Stoessel aðstoðar-
utanríkisráðherra Bandaríkjanna á
móti Vigdísi. Verður ekið þaðan að
hótel Madison, þar sem forseti og
fylgdarlið munu búa, meðan dvalið
verður í Washington. 5. og 6. sept.
verður forseti íslands og fylgdarlið á
vegum sendiherra íslands í Washing-
ton, Hans Andersen og konu hans,
Ástríðar Andersen.
Þriðjudaginn 7. sept. mun forsetinn
skoða dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, Coldwater Sea-
food Corp. og situr hádegisverðarboð
fyrirtækisins. Þá heldur Islendingafé-
lagið í Washington níóttöku og verður
forsetinn viðstaddur skoteldasýningu,
sem forráðmenn sýningarinnar
„Scandinavia Today“ efna til. 8. sept.
laust fyrir hádegi heldur forsetinn til
fundar við Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseta í Hvíta húsinu og situr
hádegisverðarboð, sem Bandaríkja-
forseti heldur til heiðurs forseta ís-
lands og öðrum þjóðhöfðingjum Norð-
urlanda, sem staddir verða í Wash-
ington. Verður síðan menningarkynn-
ingin í Washington formlega opnuð
og mun Vigdís halda aðalræðuna. Þar
mun Karlakórinn Fóstbræður syngja
nokkur lög.
9. sept. verður hádegisverður í
National Press Club, þar sem venja
Frá blaðamannafundi í utanríkisriðuneytinu, þar sem dagskrá utanfarar foraeta tslands var kynnt, svo og framlag
íslendinga til norrænu menningarkynningarinnar. Ljwm. k.e.
er, að þjóðhöfðingjar sitja fyrir svör-
um 10. sept. Mun forsetinn flytja
aðalræðuna við opnun „Scandinavia
Today“ í Minneapolis.
11. sept. verður forsetinn viðstadd-
ur opnun sýningarinnar „Icelandic
Fashions". 12. sept. verður Vigdís í
hádegisverðarboði hjá ríkisstjóranum
í Minnesota og síðan boð á vegum ís-
lendingasamtaka í Minnesota. 13.
sept. verður menningarkynningin
opnuð í New York og sem fyrr flytur
forsetinn aðalræðuna þar. 15. sept.
heimsækir forsetinn Pierpont Morg-
an-bókasafnið, þar sem sýning verður
á íslenskum handritum og opnar for-
setinn þá sýningu. 16. sept. opnar for-
setinn norræna arkitektúrsýningu og
verður í boði íslendingasamtaka í
New York þann 17. september.
19. september, sunnudag, mun for-
setinn hlýða á íslenska guðsþjónustu
hjá Harold Sigmar presti. 20. sept.
verður Vigdís í boði hjá kvenna-
samtökum í Seattle. Þriðjudaginn 21.
sept. mun svo Vigdís Finnbogadóttir
forseti koma til íslands eftir að hafa
komið við í Chicago og verið þar í boði
hjá samtökum íslendinga.
Á menningarkynningunni „Scand-
inavia Today“ mun á sjöunda tug ís-
lenskra listamanna koma við sögu. Er
þar um að ræða verk eftir veflista-
menn, grafíklistamenn, samtímalista-
menn, málara og ljósmyndara, auk
þess sem arkitektúr verður sýndur.
Þá verða gefnar út sýningarskrár og
bækur tileinkaðar íslandi. Flutt verða
tónverk eftir íslenska listamenn, m.a.
frumflutningur á tónverki eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson.
í Pierpont Morgan-bókasafninu
verður sýning á 16 handritum, sem ná
fram til siðaskipta. Þá verður þar
einnig gamalt prent frá Hólum og
Skálholti. Að sögn Jónasar Krist-
jánssonar hjá Árnastofnun, þá er
þetta bókasafn mjög gott, og dæmi
um það er, að þeir eiga Guðbrands-
biblíu. Sagði Jónas, að ekki yrði um
farandsýningu á handritunum að
ræða, þar sem þetta væru mikil verð-
mæti og ekki væri alls staðar nógu
rnikil aðgæzla við flutning á svo miklu
dýrmæti.
Hljómsveit Björg-
vins til Sovét í dag
í MORGIIN átti hljómsveit Björgvins
Halldórssonar, aðstoðarmenn og far-
arstjórar að halda í 30 daga hljóm-
leikaferðalag um Sovétríkin. Y’ar dval-
ið í Kaupmannahöfn í gær en í dag
flýgur hljómsveitin til Moskvu og á
morgun halda þeir sína fyrstu tónleika
af 27 i hljómleikahöll ólympiuþorps-
ins.
Hljómsveitin mun halda tónleika
í alls átta borgum víðs vegar um
Sovétríkin. Auk Moskvu mun hún
leika í borgunum Kemerovo, Novo-
kvsniesk og Novosibirsk, allar í Síb-
eríu, Alma-Ata, sem er tæpar 200
mílur frá kínversku landamærunum
í Khazakstan Socki, sem er ferða-
mannaborg við Svartahafið, Yerev-
an í Armeníu, skammt frá tyrk-
nesku landamærunum, og síðasta
borgin sem leikið verður í, er Tbilisi
í Grúsíu. Þá er kominn 1. okt. og
flogið verður aftur til Moskvu. 2.
okt. er áætlað að halda sendi-
ráðshljómleika í íslenska sendiráð-
inu en daginn eftir verður svo flogið
til íslands með viðkomu í Kaup-
mannahöfn.
Eins og áður hefur komið fram í
fréttum fer hljómsveitin með um
tvö tonn af hljóðfærum í ferð þessa
en ferðast verður að mestu með
flugvélum á milli fyrrnefndra
borga. Sagði Jón Ólafsson að þessi
ferð hefði ekki verið möguleg án að-
stoðar og velvildar Flugleiða, sem
hafa veitt hljómlistarmönnunum
sérstaka fyrirgreiðslu.
50 til 60 manns hjá
Siglósíld án atvinnu
Atvinnumálanefnd Siglufjarðar
mun koma saman til fundar nú eftir
helgina, til að ræða þann vanda er
blasir við rekstri Siglósíldar, en
verksmiðjan hefur verið lokuð um
■skeið og milli 50 og 60 starfsmenn
fyrirtækisins þar með verið atvinnu-
lausir. Jóhann Möller á Siglufirði
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að menn hefðu áhyggjur af
framtíðinni hjá fyrirtækinu, enda
væri markaður fyrir gaffalbita í Sov-
étríkjunum takmarkaður.
Atvinnuástand á Siglufirði
sagði Jóhann annars hafa verið
gott að undanförnu, en óneitanl-
ega væri uggur í mönnum vegna
hruns loðnustofnsins, sem væri
fljótt að segja til sín. Áætla mætti
að tekjutap margra manna í kaup-
staðnum væri milli 60 og 80 þús-
und krónur á þessu ári af þeim
sökum, og síldarsöltun hjá S.R. og
fleiri aðilum bætti það ekki upp
nema að litlu leyti.