Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 5 Magnús Sigurjónawn, foraeti rjórðungsþings FSN, Áakell Einarason, fram- kvæmdastjóri og Bjarni Aðalgeirason, fráfarandi formaður. Mynd: Stcfán Pedersen Landshlutasamtök fylgist með endur- skoðun stjórnarskrár Fjórðungsþing Norðlendinga, sem háð var á Sauðárkróki 26.—28. ágúst sl., ályktaði fyrst og fremst um atvinnumál, þ.á m. um orkuðiðnað í fjórðungnum í tengslum við Blönduvirkjun, verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga og um breytta stöðu lands- byggðarinnar. „Fjórðungsþingið telur nauðsynlegt," segir í ályktun um síðast talda atriðið, “að mynd- uð verði samstaða landshluta- samtaka til að fylgjast með endur- skoðun stjórnarskrár og kosn- ingalaga og kannaðar verði leiðir til að draga úr röskun á stöðu dreifbýlis, ef til kemur, með stjórnarfarsaðgerðum um vald- dreifingu á þjónustustarfsemi ríkisins.“ Fjórðungsþingið fól fjórðungsstjórn forgöngu málsins. Formaður Fjórðungssambands Norðlendinga var kjörinn Þórður Skúlason, sveitarstjóri Hvamms- tanga, til 2ja ára, en varaformað- ur Helgi Bergs, bæjarstjóri, Akur- eyri. Auk þeirra vóru kjörnir í fjórðungsráð: Jón ísberg, sýslu- maður, Blönduósi, Lárus Ægir Guðmundsson, sveitarstjóri, Skagaströnd, Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður, Skagfirðinga, Magnús Sigurjóns- son, forseti bæjarstjórnar, Sauð- árkróki, Óttar Proppé, bæjar- stjóri, Siglufirði, Jón E. Friðriks- son, bæjarstjóri, Ólafsfirði, Stefán Jón Bjarnason, bæjarstjóri, Dal- vík, Bjarni Aðalgeirsson, bæjar- stjóri, Húsavík, Siguður Gizurar- son, sýslumaður Þingeyinga, og Björn Guðmundsson Lóni, N-Þingeyjarsýslu. Auk fjórð- ungsráðs kaus þingið milliþing- anefndir, sem starfa að einstökum málaflokkum milli fjórðungs- þinga. Næsta fjórðungsþing verður haldið að Raufarhöfn að ári. Júfius Kr. Valdimarsson, framkvæmdastjóri: Eðlileg norræn sam- vinna að leita til Dan- merkur eftir vinnuafli „ÞAÐ hefur verið mjög erfitt að fá fólk til starfa í fiskvinnslu hér á landi og því fannst okkur hjá Vinnumála- sambandi Samvinnufélaganna eðli- legt að leita eftir því til Danmerkur fremur en að leita eftir þvi hinu meg- in á hnettinum eins og verið hefur undanfarin ár. Það er enn ekki Ijóst hvort af þessu verður, en það kemur í Ijós síðar,“ sagði Júlíus Kr. Valdi- marsson, framkvæmdastjóri, í sam- tali við Morgunblaðið, er hann var inntur eftir þvi hvers vegna það stæði til að fá fólk frá Danmörku til vinnu i frystihúsum Sambandsins. Sagði Júlíus, að haft hefði verið samband við vinnumiðlunaryfir- völd í Danmörku, sem bent hefðu á fiskibæi og væri þar helzt um Ála- borg og Esbjerg að ræða. Hjá vinn- umiðlun þessara staða hefði verið beðið um 52 starfsmenn alls og væri ætlunin að fólkið ynni í frysti- húsum á Grundarfirði, Suðureyri, Bíldudal og Vopnafirði, en þar væri vandi að fá fólk til starfa yfir vetr- artímann. Júlíus sagði ennfremur, að ekki væri ljóst hvort Danirnir vildu koma hingað, það væri reyndar talsvert atvinnuleysi á þessum stöðum, en það yrði bara að koma í ljós hvort þeir sættu sig við störfin og þau kjör, sem í boði væru. Mikill áhugi væri meðal manna hér heima á því, að það tækist að fá hingað starfsfólk frá Norðurlöndunum, enda hlyti það að vera eðlilegt að samvinna væri á milli íslendinga og annarra Norðurlandaþjóða eftir að hinn sameiginlegi norræni vinnumarkaður var opnaður. Músikleikfimin hefst mánudaginn 20. september. Styrkjandi og liökandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstímar. Tímar í húsi Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 7. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022. * Nýtt efni sem límir og þéttir í senn. T ré, plast, stál og steypu, úti og inni, - allan ársins hring. Pottþétt og auðvelt í notkun. GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIROI - SÍMI 53333 bjóöum viö landsmönnum að eignast íslensku DBS reiðhjólin á einstökum vildarkjörum. Veittur veröur 20% staögreiösluafsláttur eða 15% afsláttur meö 1000 kr. útborgun og eftirstöövar á allt aö 4 mánuöum. Ejfljjn ahnÁt FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.