Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 31. ÁGÚST,19«2 21- ÍA varö bikarmeistari í knattspyrnu 1982, en liöiö sigraöi Keflavík 2—1 í úrslitaleik á Laugardalsvellinum á sunnudaginn. Úrslitaleikurinn var hörkuspennandi og vel leikinn oft og tíöum, eöa eins og bikarúrslitaleikir eiga aö vera. Sigþór Ómarsson og Árni Sveinsson skoruðu mörk ÍA eftir aö Ragnar Margeirsson haföi náö forystunni fyrir ÍA. Á stóru myndinni hér að ofan má sjá kampakáta Skagamennina aö leik loknum, en auk leikmannanna eru á myndinni knattspyrnuráösmenn og aörir aöstandendur liðsins. Á litlu myndinni hampar fyrirliðinn, Siguröur Lárusson, bikarnum. Sjá bls. 24—25. Ljóm. EmM*. Magnús til Belgíu: Skrifaði undir samning við lið Tongaren — Ég er búinn að vera í Belgíu síðustu fjóra daga hjá Tongaren en það er 1. deildar lið í Bclgíu. Mér leist vel á allar aðstæður hjá liðinu og var mjög ánægður með samning þann sem mér var boðið, og skrif- aði undir til eins árs hjá liðinu, sagði Magnús Bergs sem aö undan- lornu hefur verið að at- huga sinn gang varðandi samningstilboð frá liðum í Belgíu. Magnús var áð- ur með Borussia Dort- mund. Magnús sagðist flytja til Belgíu á næstu dögum og hefja þar æfingar með liði Tongaren. Magnús sagði að liðinu hefði gengið illa í fyrstu leikj- um sínum í deildinni. —ÞR. Magnús Bergs. Eðvarð tvíbætti Islandsmetið Kðvarð Þ. Eðvarðsson frá Njarð- vík náði glæsilegum árangri á Evr- ópumeistaramóti unglinga í sundi fyrir helgina. í undanrásum synti Eðvarð 200 metra baksund á 2:19,01 mín., bætti íslandsmet Huga Harð- arsonar sem sett var 1979, en það var 2:19,61. Komst Eðvarð í úrslitakeppnina og í henni bætti hann íslandsmetið enn, synti nú á 2:18,94, og nældi sér í 13. sætið á mótinu. Á mótinu, sem haldð er í Innsbruck i Austurríki, er annar íslenskur keppandi, Guðrún Fema Ágústsdóttir, en henni tókst ekki eins vel upp og Eðvarð. Hún komst ekki í úrslitakeppnina. • Eðvarð Þ. Eðvarðsson. Mjög góður árangur íslenska kvennalandsliðsins í Noregi ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu lék við norska landslið- ið um helgina í Evrópukeppninni. Leikurinn fór fram í Tönsberg i Nor- egi og lyktaði leiknum með jafntefli, hvort lið skoraði tvö mörk. Ásta B. Gunnlaugsdóttir, markakóngur frá Beiðabliki, skor- aði fyrsta mark leiksins á 12. mín. eftir að norsku stúlkurnar höfðu sótt mjög stíft að marki Islend- inganna fyrstu mínúturnar. Norska liðið náði síðan að jafna nokkrum mín. síðar er þær fengu vítaspyrnu sem var skorað örugg- lega úr. En Rósa Valdimarsdóttir náði forystunni aftur fyrir Island fyrir leikhlé með marki úr víta- spyrnu, eftir að Laufey Sigurðar- dóttir hafði verið felld inn í teig. Jöfnunarmark Noregs kom síð- an á 10. mín. síðari hálfleiks og var það mikið glæsimark. Bylm- ingsskot af löngu færi söng í ís- lenska netinu. Mörkin urðu ekki fleiri, en norska liðið sótti mun meira það sem eftir var. íslend- ingarnir vörðust hetjulega og gáfu ekkert eftir, og verður að telja þennan árangur þeirra mjög glæsilegan, þegar tekið er tillit til þess að þetta er aðeins annar landsleikur íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, og Noregur er með eitt besta liðið í heiminum í dag. Rosberg með forystu FINNSKI kappaksturskappinn Keke Rosberg sigraöi í svissneska Grand Prix-kappakstrinum um helg- ina og náði þar með forystunni í stigakeppninni. Hann hefur nú 42 stig, en annar er hinn franski Didier Pironi sem ekki keppir meira á þessu tímabili að minnsta kosti, enda stórslasaður eftir óhapp á dög- unum. Pironi hefur 39 stig. Þó svo að Rosberg hafi forystu, er þetta fyrsti sigur hans í 42 Grand Prix- Rússar heimsmeist- arar í körfubolta SOVÉTMENN tryggðu sér um helg- ina heimsmeistaratitilinn í körfu- knattleik, er þeir sigruðu Banda- ríkjamenn í úrslitaleik keppninnar 95—94. Leikurinn var mjög jafn og munaði minnstu að Bandaríkja- mönnum tækist að komast yfir á lokasekúndunni, er skot frá Rivers skoppaði á körfuhringnum. á Sundvold, sem sendi hann áfram á Rivers, en skot hans skoppaði á hringnum en vildi ekki ofan í. Sig- ur Rússa var því í höfn. Anatoli Myhkine hjá Rússum var stigahæstur í leiknum með 31 stig. Rivers var stigahæstur hjá Könum með 24 stig, Sundvold var með 16 og Wiggins með 14. keppni og i fyrsta skiptið í 32 ára sögu þessa kappaksturs að Finni vinnur. Nú eru aðeins tvær umferðir eftir og sú næsta er í Monza á Italíu og sagði Rosberg eftir sigur- inn: „Eg hugsa ekki svo langt fram í tímann að ég sjái mig sem sigur- vegara, ég hugsa nú aðeins um Monza og að standa mig vel þar. Munurinn er enn það lítill á mér og næstu keppendum að ég hef ekki ráð á að telja mér sigur vísan. Alain Prost frá Frakklandi og Niki Lauda frá Austurríki voru í 2. og 3. sætunum og þeir eru í 3. og 4. sætum stigakeppninar, Prost með 31 stig, en Lauda með 30 stig. I fjórðu og fimmtu sætunum í Frakklandi (svissneski Grand Prix var einhverra hluta vegna haldinn þar) urðu þeir Nelson Piquet frá Brasilíu og Riccardo Patrese frá Ítalíu. Rosberg ók 304 km á 1:32:41,087 klst., en það er 196,8 km hraði á klukkustund. Mesti hraði hans mældist á 2. hring, er hann náði meðalhraðanum 202,735 km á klst. Enginn með 12 rétta Bandaríkjamenn leiddu (49—47) í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var jafn, en rúmum 8 mín. fyrir leiks- lok náðu Sovétmenn forystu og héldu henni þar til leikurinn var flautaður af. Rússar léku mjög mikið inn í teiginn á sína háu menn í leiknum, og komust Kanarnir í slæm villu- vandræði. Jim Thomas fékk sína 4. villu um miðjan fyrri hálfleik, og í upphafi þess síðari fengu Jeff Turner og Carr báðir sína fjórðu. Er fjórar og hálf mínúta var eftir af leiknum var staðan 86—79 fyrir Rússa. Kanarnir pressuðu þá stíft á þá, og komu þeim alveg úr jafnvægi. Þeir náðu að minnka muninn, og var hann aðeins eitt stig, 95—94, og er níu sekúndur voru eftir náðu þeir boltanum eft- ir uppkast. Honum var þeytt fram Kr. 15.940,- fyrir 11 rétta í FYRSTU leikviku Getrauna eftir sumarhlé kom enginn seðill fram með 12 réttum, en 6 seðlar reyndust vera með 11 rétta leiki, og var vinn- ingur fyrir hvern kr. 15.940.-. Alls komu fram 78 raðir með 10 réttum og var vinningurinn fvrir hverja röð kr. 525.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.