Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 25 lörkuspennandi úrslitaleik Sagt eftir leikinn Sigurður Lárusson: — Eg get nú bara ekki lýst því hvað ég er ánægður. Ég er alveg himinlifandi, sagði Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna, eftir að hann hafði tekið við bik- arnum fyrir hönd sinna manna. — Þetta er það fyrsta sem ég vinn á 11 ára ferli og mér fannst svo sannarlega kominn tími til. Þetta var erfitt eins og ég bjóst við en sigurinn var sanngjarn. Við áttum að geta skorað fleiri mörk, en þeir áttu að vísu góð færi líka. — Það var ofsaleg barátta í liðinu hjá okkur. Kirby er alveg frábær að ná upp góðri stemmn- ingu á réttum tíma. Annars var ég næstum viss um að við mynd- um vinna eftir að við slógum Víking út, sagði Sigurður að lok- um. _ SH. George Kirby: — Mér fannst leikurinn góður og skemmtilegur. Við fengum að sjá þrjú falleg mörk og dómar- inn var góður. Mér fannst leikur- inn nokkuð jafn en áður en þeir náðu forystunni höfðum við al- veg átt spilið, og ég vissi að ef við næðum ekki að jafna fyrir hlé gæti þetta orðið erfitt, sagði Englendingurinn George Kirby, þjálfari Skagamanna. — Annars hefði allt getað gerst ef þversláarskot Ragnars hefði farið inn. Enginn veit hvernig leikurinn hefði þá end- að. — SH. Magnús V. Pétursson: — Það eru auðvitað allir leik- ir erfiðir, en það var mjög gam- an að enda ferilinn á þessum leik, sagði Magnús V. Pétursson, sem dæmdi úrslitaleikinn. Var þetta siðasti stórleikur Magnús- ar sem dómara, en hann lætur nú af störfum sem landsdómari vegna aldurs. Magnús fékk marga blómvendi að gjöf fyrir leikinn og var ekki að sjá að blómin færu illa í hann þar sem dómgæsla hans í leiknum var mjög góð. — Sigur Akurnesinga var sanngjarn, sagði Magnús, en með smáheppni hefðu Keflvík- ingar þó getað unnið leikinn. Hann var það jafn. —■ SH. Jón Gunnlaugsson: — Já, nú er ég ákveðinn í að hætta. Ég er búinn að vera í þessu í 14 ár og mér finnst þetta góð stund til að hætta. Ég hef unnið 4 Islandsmeistaratitla og tvisvar orðið bikarmeistari og mér finnst þetta orðið ágætt, sagði Jón Gunnlaugsson, gamla kempan í liði Skagamanna, eftir leikinn. — Þetta var sanngjarn sigur hjá okkur en það var greinilega mikil þreyta i Keflvíkingunum vegna leikjanna í vikunni. Þeir voru farnir að gefa eftir um miðjan fyrri hálfleik og í síðari hálfleik, sagði Jón. — SH. Sigþór Ómarsson: — Það var nú kominn tími til að vinna eitthvað. Við höfum ekkert unnið síðastliðin fjögur ár, eða síðan við komum „norð- anmennirnir" svokölluðu, ég og Siggi Lár. og Kristján Olgeirs og Bjarni markvörður, sagði Sigþór Omarsson. — Þetta er mjög góður endir á keppnistímabilinu, sem er raunar ekki búið enn, en ég verð að segja að þetta er stórkostlegt fyrir Kirby. Liðið hefur ekki unnið til verðlauna síðan hann var hér 1978 er þeir unnu bikar- inn. Svo kemur hann hér aftur og vinnur bikarinn aftur. Það er glæsilegt, því nú er mjög lítið eftir af mannskapnum sem lék þá, sagði Sigþór. — SH. Davíð Kristjánsson: — Það var nú eiginlega bara slys að ég byrjaði aftur, sagði Davíð Kristjánsson, markvörður Skagamanna, eftir leikinn. Eins og menn muna meiddist Bjarni Sigurðsson aðalmarkvörður þeirra í sumar, og tók Davíð þá fram skóna að nýju og hóf að leika með liðinu. Hefur hann staðið sig mjög vel og þrátt fyrir að Bjarni sé orðinn góður af meiðslunum hefur hann ekki náð stöðu sinni í liðinu aftur. — Ég veit nú ekki hvort ég verð með næsta ár, ég er ekki búinn að gera það upp við mig, sagði Davíð. Þetta var frekar léttur leikur af minni hálfu, ég hafði frekar lítið að gera. En ég var alltaf öruggur um að við myndum vinna. Það virðist oft ganga betur hjá okkur eftir að við höfum fengið á okkur mark, og ég var alls ekki hræddur eftir að Ragnar náði forystunni fyrir þá. — SH. Karl Hermannsson: — Þetta var sanngjarn sigur Akurnesinga, en mínir menn léku langt undir getu. Við höfum spilað tvo leiki í vikunni og strákarnir eru mjög þreyttir. Það er aðalástæðan fyrir því að þeir spiluðu ekki betur, sagði Karl Hermansson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn. — Enginn af þessum strákum hefur leikið svona leik áður; þetta er stærsti leikurinn á ferl- inum og mér finnst alveg fár- ánlegt hjá mótanefnd að hliðra ekki leikjum okkar í vikunni til. Við erum með meidda menn eftir þá leiki, og t.d. urðum við að deyfa tvo menn okkar vegna magakvala í leiknum. Ástæðan fyrir því er engin önnur en þreyta, sagði Karl. — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.