Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
Atvinnu-
leysid
vex í
Svíþjóð
Frá fréttarilara Mbl. í Stokk-
hólmi, t.uórinnu KaKnarsdóttur
133.000 MANNS voru atvinnu-
lausir í Svíþjóð í júlimánuði, en
það eru þrjú prósent vinnufærra
manna. Tala atvinnulausra hef-
ur nú aukist um nær 30.000 á
einu ári.
Atvinnuleysið er verst hjá unga
fólkinu. Sjö prósent allra undir 25
ára aldri eru atvinnulausir.
Atvinnuleysistímabilin hafa
einnig lengst mjög á síðastliðnu
ári. Um 36 prósent allra atvinnu-
lausra hafði ekki fengið neina
vinnu í þrjá mánuði.
Samdrátturinn í sænskum iðn-
aði hefur einnig valdið því að stöð-
um hefur fækkað um 44.000 á einu
ári. Nú vinnur rúmlega ein milljón
manns við sænskan iðnað.
Þegar talað er um atvinnulausa
í Svíþjóð ber að hafa í huga að
margvíslegar ráðstafanir eru
gerðar til að veita fólki vinnu um
lengri og skemmri tíma.
Ríkið veitir m.a. kaupstyrki til
fyrirtækja sem ráða unglinga og
ræður einnig sjálft í bráðabyrgða-
stöður í nokkra mánuði. Einnig
veitir ríkið atvinnulausu fólki
styrki til náms af ýmsu tagi.
I júlímánuði voru rúmlrga
90.000 manns á slíkum styrkjum
eða í tímabundinni vinnu.
Atvinnuleysið er verst í skóg-
arhéruðunum en þar eru rúm fjög-
ur prósent atvinnulausir. Skást er
ástandið í borgunum.
Nýtt erindasafn:
„Utanríkis-
stefnan og
Sjálfstæðis-
flokkurinn“
„UTANRÍKISSTEFNAN og Sjálf-
stæðisflokkurinn" heitir fjölrit, sem
utanrikismálanefnd flokksins hefur
nýlega gefið út. Þar er að finna er-
indi, sem flutt voru á ráðstefnu, sem
nefndin efndi til síðasta haust.
Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti,
fjallar um lýðveldisstofnunina og
utanríkisstefnu Islendinga í kjöl-
far hennar, Eyjólfur K. Jónsson,
alþingismaður, um landhelgismál-
ið, Björn Matthíasson, hagfræð-
ingur, um þátttöku íslendinga í al-
þjóðlegri samvinnu, Kjartan
Gunnarsson, framkvæmdastjóri,
um varnar- og öryggismál, Geir H.
Haarde, hagfræðingur, um sam-
skipti við þróunarlönd, Ágúst
Valfells, verkfræðingur, um al-
þjóðlega samvinnu um auðlindir,
orku og stóriðjumál og Einar K.
Guðfinnsson, stjórnmálafræðing-
ur, um aljjjóðleg hugmyndafræði-
leg átök. I lok ritsins er birt ræða
Björns Bjarnasonar, blaðamanns,
við slit ráðstefnunnar en hann er
formaður utanríkismálanefndar-
innar.
Ritið „Utanríkisstefnan og
Sjálfstæðisflokkurinn“ er fáanlegt
á skrifstofu flokksins. Þar er einn-
ig unnt að fá dreifiblað frá utan-
ríkismálanefndinni, sem heitir
„Einhliða afvopnun andmælt". Þar
er svarað röksemdum þeirra sem
hafa uppi kröfur um einhliða af-
vopnun Vesturlanda.
Frelsisbarátta Pólverja:
Barist fyrir réttlæti,
mannlegri reisn og virðingu
„Næsta morgunn snemma, gengur Kosci-
uszko til torgs, og með honum borgarlýð-
urinn. Þar talaði Kosciuszko og brýndi
fyrir þeim, hversu mikið þjóðinni var
undir því komið, að nú tækist vel til; og
beiddi þá drengilegrar liðveislu. Allir
menn gerðu góðan róm að máli hans. Síð-
an nefnir Kosciuszko menn í þjóðstjórn-
arráðið, og kveður upp nýju stjórnarbót-
ina, er áður var af þeim tekin. Því næst
ritar hann eggjunarbréf til þjóðarinnar,
og annað bréf ritar hann konum og meyj-
um. Þar segir svo:
„Þér hafið einnig fundið, hversu
hryggilega land þetta er þjáð af yfir-
gangi óvina vorra. Vitið nú, að vér
karlmenn viljum frelsa yður úr þessari
þjáning, og leyfið mér, að biðjast eins
hlutar. Bændur yðar, synir og bræður,
búast til barðdaga. Vér hljótum, að
kaupa yður frelsi með blóði voru. Konur
og meyjar! Látið það vera yðar starf, að
ala önn fyrir oss, þegar vér erum orðnir
sárir. Búið til línskaf og umbúðir handa
hernum. Það verður sárum mönnum til
fróunar, að vita það komið úr yðar hönd-
um.“ Við þetta vaknaði þjóðin öll . .
Zygmunt Stankiewics hefur farið inn i nýstárlegar brautir í höggmynda-
listinni. Hér sést hann vid eitt verka sinna.
Þannig rituðu þeir Konráð
Gíslason og Jónas Hallgrímsson
um pólsku frelsishetjuna Thadd-
æus Kosciuszko í Fjölni 1838 í
sömu andrá og þeir hvöttu Is-
lendinga til dáða í sjálfstæðis-
baráttunni til að frelsa „þjóðrík-
ið forna". Hér er því lýst þegar
Kosciuszko hvatti Pólverja til að
rísa upp gegn Rússum í mars
1794 og reka þá úr landi sínu. Nú
jafna Pólverjar Lech Walesa við
glæsilegustu frelsishetju sína,
Kosciuszko. Barátta Pólverja
fyrir frelsi heldur áfram og
áhrifa hennar gætir víða um
lönd eins og áður. Um heim allan
spyrja menn: Hvað gerist i Pól-
landi í dag, 31. ágúst 1982, þegar
þess er minnst í andstöðu við
herstjórnina, að tvö ár eru liðin
síðan kommúnistastjórnin lét
undan og viðurkenndi frjálsu
verkalýðshreyfinguna, Sam-
stöðu?
„Það þyrftu fleiri þjóðir að
eignast sinn Walesa," sagði
Zygmunt Stankiewics, mynd-
höggvari, við mig, þegar hann
fræddi mig um pólska sögu ný-
lega á heimili sínu í Sviss. Hann
er sannfærður um að Pólverjar
muni ekki bugast. „Rússar vita,
að þeir geta ekki brotið pólsku
þjóðina á bak aftur," sagði hann,
„þeir þekkja pólska sögu og þið
Vesturlandabúar þurfið einnig
að átta ykkur á dýpri rótum
pólsku þjóðarvakningarinnar."
Hann taldi, að fáir vestrænir
leiðtogar gerðu sér grein fyrir
þvi sem er að gerast i Póllandi.
„Það er helst Reagan sem virðist
átta sig á því, hvernig sem það
má vera,“ bætti hann við.
Zygmunt Stankiewics var
handtekinn af Rússum þegar
þeir hertóku Pólland í septemher
1939 og innsigluðu griðasátt-
mála Stalíns og Hitlers með
pólsku blóði, svo að vitnað sé til
orða Stalíns sjálfs í bréfi til
Hitlers. Stankiewics tókst að
flýja úr greipum Rauða hersins.
Hann barðist við nasista á vest-
urvígstöðvunum en leitaði hælis
í Sviss þegar Þjóðverjar réðust
inn í Frakkland. Hann hefur síð-
an helgað sig pólskri sögu og
listgrein sinni, höggmyndalist-
inni. Skoðaði ég samdægurs
pólska sögusafnið sem hann hef-
ur komið fyrir á heimili sínu í,
úthverfi Bern og listaverk hans í
stórri vinnustofu þar skammt
frá. Ásamt fleiri landflótta Pól-
verjum hefur Stankiewics komið
á fót Pólsku stofnuninni til
rannsókna á alþjóðamálum. Að
henni standa fræðimenn í fjöl-
mörgum löndum. Tilgangur
stofnunarinnar er að skapa auk-
inn skilning á sögu Póllands í
alþjóðlegu samhengi.
Zygmunt Stankiewics sagði:
„Aðeins með því að kynna sér
þúsund ára sögu pólsku þjóðar-
innar öðlast menn skilning á því
sem er að gerast í landinu um
þessar mundir. Þjóðin hefur
ávallt risið upp úr hörmungum
sínum. Þær hafa þroskað hana
og leitt inn á æðri brautir. Jó-
hannes Páll páfi II er dæmigerð-
ur fulltrúi þeirra manna, sem
mótast hafa í mótlæti þjóðarinn-
ar. Þessir menn búa yfir miklu
andlegu þreki og eru óhræddir
við að sækja á brattann. Atburð-
unum í Katyn (þegar Stalín lét
myrða þúsundir pólskra herfor-
ingja innsk. Bj.Bj.) má líkja við
eldgos hjá ykkur íslendingum.
Fyrir nokkrum árum tókst ykk-
ur að hemja náttúruöflin og
stöðva framrás hraunflóðs með
þeim hætti, að hafnarskilyrði
eru betri í Vestmannaeyjum eft-
ir en áður. Við Pólverjar lærðum
það af atburðunum í Katyn, að
Sovétstjórnin svífst einskis og
við högum okkur samkvæmt því.
Þjóð, sem gleymir eigin upp-
runa, lærir ekki af sögu sinni,
verður rótlaus, tapar áttum og
sköpunarmættinum.
Lítum í kringum okkur: Skilja
mennirnir hverjir aðra, skilja
þjóðirnar hverjar aðrar? Eg held
ekki. Getum við sætt okkur við
það, að ríkisstjórn, sem byggir á
valdbeitingu, ofbeldi, geti
þvingað þegnana til hlýðni við
sig, brotið vilja þeirra á bak aft-
ur og neytt þá til athafna þvert
gegn vilja sínum? Við getum
ekki sætt okkur við þetta, hvorki
í Nicaragua, E1 Salvador, Afgan-
istan né í Póllandi, þar sem þess
er krafist, að almenningur af-
neiti grundvallarsjónarmiðum
Samstöðu.
Fyrir tvö hundruð árum eign-
uðust Pólverjar fyrstu skjalfestu
stjórnarskrána í Evrópu. Nú er
öldin önnur. Þá var Pólland
sundrað. Nú er veröldin sundruð.
Fyrir tvö hundruð árum sköpuð-
ust forsendur fyrir lýðræðislegri
þróun i Póllandi, þá skutu lýð-
ræðislegir stjórnarhættir þar
rótum, síðan hefur þjóðin hlúð
að ávextinum, þótt aðstæður
hafi oft verið erfiðar. Pólverjar
byggja því þjóðlega endurreisn
sína á traustum grunni. 1846
sagði Victor Hugo á þinginu í
París: „Pólverjar hafa verð ridd-
arar siðmenningarinnar í
Evrópu."
Vesturlandaþjóðir ættu að
bregðast við atburðunum í Pól-
landi með því að leiða sína eigin
Walesa fram, menn sem geta
tekið höndum saman við Walesa
í Póllandi og leitt baráttuna
áfram. Aðeins með þeim hætti er
unnt að bjarga Pólverjum úr
andlegri og hugmyndafræðilegri
einangrun. Þar með yrði einnig
hliðstæðan milli Kosciuszko og
Walesa staðfest í víðara sam-
hengi, Kosciuszko var víðfræg
frelsishetja og barðist við hlið
Washingtons í Ameríku fyrir
sjálfstæði Bandaríkjanna. Hann
var mikils virtur um alla Norð-
urálfu.
Að mínu áliti má rekja þjóðar-
vakninguna í Póllandi bæði und-
ir forystu Walesa og Kosciuszko
til þeirrar hugsjónar sem Pól-
verjum er kærust: „Berjist ekki
gegn neinum eða neinu, berjist
heldur fyrir frjálsri framtíð,
réttlæti og því sem sannara
reynist, berjist fyrir mannlegri
reisn og virðingu og að dýpstu
þrá mannsins sé fullnægt."
Einhverjir eiga vafalaust erf-
itt með að átta sig á þeim rökum
sem ráða þegar Pólverjar segjast
berjast „fyrir frelsi yðar og voru
frelsi". Hitt efast ég ekki um að
velviljaðir menn átta sig á þeim
sannindum sem í þessum orðum
felast. Með því að votta öðrum
meiri virðingu en sjálfum sér
skapast forsendur fyrir því, að
allir geti að lokum sameinast á
einni leið til sama frelsis.
Allir leggjum við eitthvað af
mörkum til sögunnar. Framlagið
getur verið jákvætt eða nei-
kvætt. Jákvætt hjá þeim sem
taka sér stöðu í sjálfri iðunni og
láta að sér kveða. Neikvætt hjá
þeim sem láta allt afskiptalaust,
sitja á áhorfendabekk og fylgj-
ast með átökum hinna.
Fjárhagsleg aðstoð Vestur-
landabúa við Pólverja er mjög
mikilvæg og vel metin af þeim
sem njóta hennar. Hún má hins
vegar ekki skyggja á megin-
markmiðið, að pólsku þjóðinni
takist að endurheimta þá reisn
sem hún þráir. Forsenda þess er
að leiðtogar Samstöðu fái frelsi
til að starfa meðal fólksins, svo
að þeir geti haldið áfram barátt-
unni sem þeir hófu í anda
Thaddæusar Kosciuszko."
Björn Bjarnason