Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
37
læra betur Norðurlandamálin,
sérstaklega finnsku og íslensku,"
sagði Ulrika Frandsen, 28 ára
gamall bókasafnsfræðingur frá
Vestur-Berlín.
Ég hafði áður lært finnsku,
sænsku og forníslensku við há-
skólann í Vestur-Berlín og dönsku
á lýðháskólanum í Askov. Aðspurð
kvað hún megin kosti Norræna
lýðháskólans í Kungálv vera þá,
að maður gæti gert hvað sem er,
spilað á píanó á nóttunni, umgeng-
ist margt fólk, eða verið einn, því
að hver nemandi hefði sinn eigin
bústað. Þá væri keramikverkstæði
á staðnum og þar gæti maður gert
það sem manni dytti í hug.
„Mig hafði aldrei dreymt um að
ég gæti spilað á fiðlu, en það lærði
ég hér,“ sagði Ulrika og kvað það
næst vera á dagskrá hjá sér að
fara til íslands.
Götuleikhús
„Veturinn 1976—77 var ég nem-
andi hér við leiklistardeildina í
Kungálv og kom hingað strax eftir
menntaskólanám í Kópavogi,"
sagði Kormákur Bragason, sem
stundar nú nám við leiklistar-
háskólann í Osló.
„Það árið voru hér 9 íslend-
ingar. Það var erfitt fyrst, því ég
var ekkert of sleipur í dönsku. Ég
tók það ráð að tala ekki íslensku i
2 mánuði, en þá hafði ég náð góð-
um tökum á dönskunni.
Ég tek nú þátt í leiklistarhóp
Norræna lýðháskólans, Friðar-
vagninum, og til stendur að Árni
Pétur Guðjónsson og fleiri frá
'H'
jff
Kormákur Bragason
Krakaleikhópnum í Kaupmanna-
höfn leggi Friðarvagninum lið í
sumar.
Friðarvagninn var með leiksýn-
ingu á Avenyen, aðalgötu Gauta-
borgar, í vor. Þá fóru leiklistar-
hópar mikla göngu um borgina,
með músik og leikþáttum, til þess
að mótmæla niðurskurði stjórn-
valda á framlögum til menning-
armála.
Einnig sýndi Friðarvagninn
leikverk við setningu hinnar sögu-
frægu friðarsamkomu á Ullevi-
leikvanginum í Gautaborg 15. maí
sl. Þar komu saman 500 þúsundir
Norðurlandabúa, til þess að hvetja
til friðar í heiminum. Þetta mun
vera stærsta samkoma, sem nokk-
urntíma hefur verið haldin á
Norðurlöndum."
Úr menntaskóla
í Bangla Desh
„Af áhuga á leiklist kom ég
hingað til Kungálv," sagði Krist-
ina Helena Offedal frá Noregi.
„Ég hafði heyrt um leiklistar-
deildina hér og stunda nú nám við
þessa deild. Áður hafði ég tekið
leiklist sem valfag í amerískum
menntaskóla í Bangla Desh.
Um 30 nemendur eru í leiklist-
ardeildinni. Unnið er í hópum,
sem fást jöfnum höndum við
ieikhússögu, akróbatik, lát-
bragðsleik og spuna. Frá og með
næsta skólaári verður boðið upp á
nýjan möguleika, leiksmiðju, fyrir
þá sem lokið hafa við grunnnám-
ið.“ Kristina kvaðst mundu sækja
um leiklistarskóla í Noregi eftir
dvölina í Kungálv, eða stunda
leiklist í frístundum.
Message
skólaritvelar
Message skólaritvélarnar eru byggöar eftir gömlu
góðu skólaritvélaformúlunni:
— níðsterkar til þess að þola misjafna meðhöndlun
— með leturborði sem sýnir flesta af möguleikum
fullkomnustu rafmagnsritvélar
— í tösku sem þolir veður og vinda
— og á verði sem allir ráða við.
Dæmið gekk upp. Message eru sterkar, full-
komnar og ódýrar skólaritvélar.
Þið eruð velkomin í heimsókn til okkar til þess að
sannreyna útkomuna.
■J-í' .. ^
SKRIFSK DFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33 — Sími 20560 — Pósthólf 377
Reykjavík
ÓSA
Hvemig vœri að bregða sér í sólariandafeið
í október og móla svo húsið þegar þú kemur heim!
Þú færð allar upplýsingar um STEINAKRÝL hjá
MÁLNINGU h/f og hjá öllum helstu málningarverslun-
um landsins.
STEINAKRÝL
- málningin sem andar
má/ning
STEINAKRÝL, nýja útimálningin frá Málningu h/f gerir
þér kleift að mála svo að segja á hvaða árstlma, sem
er.
Fimm til sex stiga frost hefur ekkert að segja, ef þú ert
I hlýjum fötum. Þú getur málað með STEINAKRÝLII
allt að 10 stiga gaddi.Málningin þornar meira að segja
I slydduskúr fljótlega eftir málun. Þú færð þér bara
kaffibolla á meðan skúrin gengur yfir. Athugaðu málið
hjá næstu ferðaskrifstofu - og málaðu svo seinna með
STEINAKRÝLI.
Og hvað með þessa eilífu flögnun? - Með STEIN-
AKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi flöt án
þess að eiga flögnun á hættu.
STEINAKRÝL hefur auk þess þann sérstaka
eiginleika að hleypa i gegnum sig raka úr múrnum en
er samt þétt fyrir rigningu.