Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 18
MO&GUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 "<!
Deng tryggir sig fyrir flokRsþing:
8 dæmdir fyrir
samstarf við fjór-
menningaklíkuna
llong Kong, Peking, 30. ágúst. AP.
ÁTTA STUÐNINGSMENN fjórmenningaklíkunnar svonefndu hafa
verið dæmdir í allt að 18 ára fangelsi fyrir aðild að „byltingartilraun
fjórmenningaklíkunnar.“ Réttarhöldunum yfir áttmenningunum
lauk í síðustu viku, og er litið á þau sem lið í því að tryggja stöðu
Deng Xiaoping á 12. flokksþingi
sem hefst 1. september.
Þyngstan dóm hlaut Xu Jinxi-
an, fyrrum félagi í byltingar-
nefndinni í Shanghai, sem
dæmdur var í 18 ára fangelsi.
Wang Xiuazhen, sem stóð fram-
arlega í verkalýðsbaráttu
kvenna, hlaut 17 ára dóm. Tveir
hlutu 16 ára fangelsisdóm, þrír
hlutu 15 ára fangelsi, en væg-
asta refsingin var 14 ára fang-
elsisvist.
Menn, sem málum eru kunn-
ugir, segja, að á flokksþinginu,
hinu fyrsta í fimm ár, verði
maoismanum endanlega greitt
rothöggið, og blessun lögð yfir
umbætur, sem Deng hefur beitt
sér fyrir.
Jafnframt er við því búist, að
gerðar verði róttækar breyt-
ingar á lögum flokksins og
skipulagsreglum, og að stuðn-
ingsmenn Dengs verði leiddir til
mikilla áhrifa.
Að flokksþinginu loknu er á
því von, að hafin verði herferð
gegn vinstri mönnum, með því
að krefjast þess af flokksfélög-
um, að þeir innriti sig í flokkinn
á ný. Helmingur flokksmanna
lét innrita sig í menningarbylt-
ingunni 1966-’76, sem núverandi
valdhafar nefna meiriháttar
ógæfu, sem rekja megi til van-
hugsaðra ráðstafana vinstri afl-
anna. Þeir flokksmenn, sem
þykja munu vinstrisinnaðir og
standast ekki inntökuskilyrði
kínverska kommúnistaflokksins,
við umskráningu, verða látnir
fara úr flokknum.
Flokksþingið munu fyrst og
fremst stuðningsmenn Dengs
sitja, og segja kunnugir að þetta
verði þing Dengs. Búist er við að
hann segi af sér varafor-
mennsku í flokknum en hafi
áfram því lykilhlutverki að
gegna. Flokksþingið mun af-
nema embætti formanns og sex
varaformanna.
Búist er við að Deng veiti for-
stöðu nýrri flokksnefnd aldinna
ráðgjafa og nýju herráði, sem
kosið verði af þingi alþýðunnar,
en ekki miðstjórn kommúnista-
flokksins. Talið er að í ráði
hinna öldruðu verði flestir eldri
núverandi félaga í stjórnlaga-
nefnd flokksins útnefndir, en
litið er á myndun nefndarinnar
sem bragð til að einangra og
gera að engu áhrif andstæðinga
Dengs.
Jafnframt verður kosin ný
miðstjórn, ný nefnd, sem fylgj-
ast mun með að flokksaginn
verði í lagi, og framkvæmda-
stjórn flokksins verður styrkt,
en henni stjórna þeir Hu Yao-
bang og Zhao Ziyang forsætis-
ráðherra. Hu er einn nánasti
samstarfsmaður Dengs og mun
hann halda framkvæmdastjóra-
sæti sínu. Einnig er við því bú-
ist, að Hua Guofeng, skjólstæð-
ingur Maós, haldi áfram ein-
hverju áhrifamiklu embætti.
Ermarsundskappar:
Gafst upp í þriðju ferð
l)o»er, Knglandi, 30. á(;ú.st. AP.
CINDY Nicholas, 24 ára gömul
stúlka frá Toronto í Kanada, sem
stefndi að því að verða fyrsta kon-
an til að synda án hvíldar þrisvar
sinnum yfir Krmasund, varð að
gefast upp snemma í gærmorgun á
síðasta áfanganum. Ásby Harper,
hálfsjötugur skólastjóri frá Banda-
ríkjunum, vann hins vegar það af-
rek að verða elstur manna til að
svima yfir sundið, einu sinni að
vísu.
Cindy Nicholas, sem er lög-
fræðingur að mennt, lagðist til
sunds sl. laugardag frá Shake-
speares-strönd í Dover og var
ekki nema átta tíma yfir til
Frakklands. Þaðan synti hún
svo strax yfir til strandarinnar í
Kent og hafði nýhafið þriðju
umferðina þegar hún varð að
gefast upp. Þá var orðið illt í sjó
og spáði versnandi veðri auk
þess sem sjórinn var óvenju
kaldur miðað við árstíma.
Cindy hefur synt oftar en
nokkur önnur kona yfir Ermar-
sundið, alls 17 sinnum, en metið
á Englendingurinn Michael
Read, 41 skipti.
Asby Harper, skólastjórinn
fyrrnefndi, var 13 tíma og 52
mín. frá Frakklandi til Dover í
Englandi. Hann var að vísu að-
framkominn þegar því lauk og
skreið á fjórum fótum upp á
ströndina. Hann jafnaði sig þó
fljótt og kvaðst vera hamingju-
samasti maður í heimi. „Þetta
sýnir hvað fólk á mínum aldri
getur. Það er engin ástæða fyrir
það að setjast í helgan stein.“
SVIPMYND
Rashir Gemayel, hinn nýkjörni
forseti kíbanon.
Bashir Gemayel,
nýr forseti Líbanon:
Sendiherra Bandaríkjanna í Beirút, I Robert Dillon,
afhendir Gemayel, forseta Líbanon, skilaboð frá Ronald
Reagan.
„Það er kominn tími til
að sameina þjóð voraa
ÞEGAR Ijóst var, aö Bashir Gemayel, hinn 34 ára yfirmaöur kristinna hægrimanna í
landinu, yröi næsti forseti Líbanon var hans fyrsta loforö að sameina hina sundruðu þjóð.
,,1‘aö er kominn tími til að sameina þjóö vora og að fólk geti snúiö aftur til heimila
sinna,“ sagði hann í ræöu. „I>að er kominn tími til að endurreisa stolt landsins. Ég er
ekki sá maður, sem stefni að sundrungu.“
Aöeins nokkrum klukkustund-
um eftir kjör hans lýstu múham-
eöstrúarmenn í Beirút því yfir, að
mikið verk biði hans. Til að fylgja
þeirri yfirlýsingu úr hlaði
sprengdu þeir í loft upp heimili
þriggja þingmanna, sem tóku þátt
í kosningunum.
Frá þeim séð og reyndar mörg-
um öðrum þingmönnum, sem ekki
tóku þátt í kosningunum í þeirri
von að koma mætti í veg fyrir kjör
Gemayels, er hann óvinur þeirra
og vinur ísraela, sem stutt hafa
við bakið á kristnum hægri-
mönnum á undanförnum árum.
„Rödd Líbanon“, útvarpsstöð
flokks forsetans, falangista, sagði
á mánudag að dagurinn markaöi
tímamót í sögu landsins. Önnur
útvarpsstöð, sem rekin er af Aröb-
um í Líbanon, sagði á hinn bóginn,
að dagurinn væri „smánarblettur"
á sögu landsins. I augum múham-
eðstrúarmanna gerði það aðeins
illt verra, að heillaóskaskeyti til
Gemayels frá Menachem Begin,
forsætisráðherra ísraels, hófst
með orðunum „kæri vinur“.
Sjálfur hefur Gemayel, sem yf-
irmaður hægrimanna, aldrei dreg-
ið dul á þá aðstoð, sem menn hans
hafa notið frá ísrael. Begin telur
aðstoðina, sem hófst 1976, nema
100 milljónum Bandaríkjadala.
Andstæðingar Gemayels eru
sannfærðir um að hann hefði ekki
náð kjöri nema fyrir þá staðreynd,
að ísraelskir hermenn voru í Líb-
anon.
Engu að síður var það nærvera
nokkurra þingmanna múhameðs-
trúarmanna, sem gerði það að
verkum, að tala þingmanna náði
'62 og þar með var hægt að ganga
til kjörs. Gemayel, sem í sex ár
hefur barist fyrir því að PLO og
sýrlenskir hermenn færu úr land-
inu, var kjörinn forseti. Skoðun
þessara þingmanna var, að þjóðin
þyrfti á dugmiklum forseta að
halda til þess að leiða hana út úr
þeim ógöngum, sem hún er nú í.
Gemayel hefur einnig lýst því
yfir að Líbanir þurfi að losa sig við
allar erlendar herdeildir, sem nú
dveljast í landinu. Hann sagði
m.a. í kosningaræðu, að næði hann
kjöri stefndi hann að því að úti-
loka alla erlenda hermenn, þar
með talið ísraela. Takist honum
það er talið víst, að hann afli sér
fylgis hjá múhameðstrúar-
mönnum.
Helsta vandamál forsetans er
gerð friðarsáttmála á milli Líbana
og ísraela, sem þeir síðarnefndu
hafa krafist. Gemayel segir sjálf-
ur að slíkur sáttmáli þurfi að fá
grænt ljós hjá Arabaþjóðum áður
en af undirritun hans geti orðið.
Jafnframt þeim ummælum er
hann fullur efasemda um hug ann-
arra Arabaþjóða í sinn garð svo og
þjóðar sinnar. Dagblöð Araba allt
frá Kuwait til Kairó hafa lýst hon-
um sem útsendara ísraela í Beirút.
Bashir Gemayel fæddist þann
10. nóvember 1947, yngstur sex
systkina. Faðir hans er Pierre
Gemayel, stofnandi Falangista-
flokksins. Bashir á tvö born,
þriggja ára son og 18 mánaða
gamla dóttur. Hann missti elsta
barn sitt fyrir tveimur árum þeg-
ar sprengja falin í bifreið varð
tveggja ára dóttur hans að bana.
Falangistar hafa verið helsta
mótvægi við múhameðstrúar-
menn, samkvæmt reglu sem sett
var til að jafna embættum á milli
trúarflokka, þegar landið fékk
sjálfstæði árið 1943. Samkvæmt
þeirri reglu skal forsetinn vera úr
röðum maróníta-kaþólikka og for-
sætisráðherrann úr röðum mú-
hameðstrúarmanna.
Hinn nýi forseti Líbanon verður
sá sjötti í röðinni þegar hann tek-
ur við embætti af Elias Sarkis
þann 23. september. Gemayel þótti
nokkuð byltingarsinnaður í af-
stöðu sinni til stjórnmála þegar
hann stundaði laganám á háskóla-
árum sínum. Var hann oft fremst-
ur í flokki mótmælenda og lenti í
skærum við andstæðinga falang-
ista.
Gemayel varð yfirmaður krist-
inna hægrimanna 1976 um það
leyti er PLO og stuðningsmenn
þeirra úr röðum múhameðstrú-
armanna voru að ná undirtökun-
um í borgarastyrjöldinni í land-
inu. Honum er þakkað það að
kristnir hægrimenn, falangistar,
eru það afl í landinu, sem raun ber
vitni. Eru nú 25.000 hermenn inn-
an raða þeirra. Nú, þegar hermenn
PLO eru farnir úr borginni, eru
menn hans sterkasta sjálfstæða
hervald landsins.
Eitt loforða Gemayels, næði
hann kjöri, var að færa her fal-
angista smám saman inn í raðir
hers landsins. Það loforð nýtur lít-
ils stuðnings á meðal múham-
eðstrúarmanna, sem halda því
fram að her landsins sé hvort eð er
hallur undir hægrimenn.
Abba berst gegn
kosningu Palme
YMSIR þekktir Svíar hafa geng-
ið fram fyrir skjöldu og Jýst van-
þóknun sinni á því stcfnumáli
jafnaðarmanna að heimila
verkalýðssamtökum að yfirtaka
einkafyrirtæki, og er talið að
þetta uppátæki eigi eftir að
minnka möguleika Olof Palme á
að ná kjöri.
Meðal þeirra sem barist
hafa fyrir því að Palme nái
ekki kjöri og að Jafnaðar-
mannaflokkurinn fái sem
minnst fylgi í kosningunum
19. september næstkomandi,
eru Abba-flokkurinn, Ingemar
Johansson fyrrum heims-
meistari í hnefaleikum, óperu-
söngkonan Birgit Nilsson og
Asa Boden, uppáhalds sjón-
varpsveðurfréttakona Svía.
Almennt er við því búist að
íhaldsflokkurinn muni koma
vel út úr kosningunum og að
kommúnistar tapi verulegu
fylgi til flokks umhverfis-
verndunarsinna. Vinni borg-
aralegu flokkarnir meirihluta
er við því búist að Ulf Adel-
sohn leiðtogi íhaldsmanna
Olof Palme
myndi næstu ríkisstjórn.
Enn sem komið er njóta
jafnaðarmenn mest fylgis
kjósenda, samkvæmt skoðana-
könnunum og horfurnar hjá
Palme góðar. Hins vegar eykst
andstaðan við flokkinn stöð-
ugt vegna áforma flokksins
um stofnun svonefndra laun-
þegasjóða, sem fá munu tekjur
af „umfram-hagnaði" vel rek-
inna fyrirtækja. Sjóðunum
munu verkalýðsleiðtogar
stjórna og fjármagnið á að
nota til hlutabréfakaupa.
Samtök sænskra iðnfyrir-
tækja hafa lagst gegn þessum
áformum af mikilli hörku, og
talið er að liðveisla frægra
einstaklinga eigi eftir að reyta
atkvæðin af jafnaðarmönnum.