Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 23 Haraldur Ólafsson: „Var með 4.-5. sætið í höndunum" HeimsmeisUramót unglinga í lyft- ingum 1982 fór fram dagana 6.—15. ágúst í Sao Paulo í Brasilíu. Á síd- ustu stundu var mótið flutt frá fyrir- huguðum keppnisstað, Rio de Jan- eiro, til Sao Paulo, sem er stærsta borg Brasilíu með um 13 millj. íbúa. Borgin stendur mjög hátt yfir sjó og er um 430 km sunnan við Rio, loftslagið er mjög milt á þessum árstima eða um 18—20°C. Þrátt fyrir mjög lélega skipulagningu og vöntun á tækjabúnaði, auk annarra erfiðleika, hófst mótið á réttum tíma, þ.e. fyrsti keppnisdagur var 7. ágúst og var þá keppt í 52 kg flokkn- um. Til keppni sendu 32 þjóðir kepp- endur og voru þeir alls 144, að auki voru aðstoðarmenn og þjálfarar með hverjum hóp. Leyfilegt var að senda 10 keppendur til keppni frá hverri þjóð, en einungis 5 þjóðir sendu fullt lið. Keppni fór þannig fram að keppt var í einum flokki á dag, sem skipt var í tvo undirflokka og var keppt í fyrri Dokknum milli 5 og 8 en í hin- um síðari á milli 8 og 11. Hér á eftir fara úrslit (lokkanna og eru eingöngu sýnd 3 efstu sætin. Yngsti keppandinn var 14 ára — ÉG NÁÐI 6. sæti í jafnhendingu, lyfti 155 kg. sem er nokkuð frá mínu besta. Ég hef lyft mest 168, sagði Haraldur Ólafsson frá Akureyri, sem nýlega er kominn heim af heimsmeistaramóti unglinga í lyft- ingum í Brasilíu, er blm. spjallaði við hann. Roda í efsta sætið RODA JC og Feyenoord halda enn forystunni i hollensku deildarkeppn- inni í knattspyrnu, en liðin unnu bæði leiki sina í 3. umferðinni um helgina og hafa því enn fullt hús stiga, 6 stykki hvort félag. Roda vann stærsta sigurinn og er því í efsta sætinu með bestu markatöl- una. Jon Eriksen (2), Jan Raven, Leo Degens og Jan Cremer skoruðu mörk liðsins í 5—1 sigrinum gegn Groningen. En lítum á úrslit leikja: Roda JC — Groningen 5—1 Pec Zwolle — AZ’67 Alkmaar 0—2 Tvente — Willem 2. 0—0 Nec Nijmegen — FC Utrecht 2—1 PSV Eindhoven — Feyenoord 1—3 Sparta — Helmond Sport 1—2 Excelsior — Fortuna Sittard 1—0 Nac Breda — GAE Deventer 0—0 Haarlem — Ajax 0—2 Feyenoord kom verulega á óvart með hversu auðveldlega liðið burstaði hið sterka lið PSV. Peter Houtman (2) og Ruud Gullit skor- uðu mörk liðsins, en Jurrie Kool- hof svaraði fyrir PSV. Ajax skor- aði eitt mark í hvorum hálfleik, Willem Kieft í fyrri hálfleiknum, en danski leikmaðurinn Jesper Olsen þegar komið var yfir venju- legan leiktíma. Þá sigraði Alk- maar lið Pec Zwolle 2—0 með mörkum Pier Tol og Rick Talan. Sem fyrr segir hafa Roda og Feyenoord 6 stig hvort félag, en síðan koma 6 félög með 4 stig hvert, Ajax, Excelsior, PSV, Gron- ingen, Alkmaar og Nec. Tvö lið hafa enn ekki hlotið stig, Pec Zwolle og UEFA-bikar þátttak- andinn FC Utrecht. Góð forysta Víkings Viking frá Stavangri sigraði Hamkam 4—1 á útivelli í 17. umferð norsku deildarkeppninn- ar í knattspyrnu um helgina og hefur því þriggja stiga forystu er fimm umferðum er ólokið. Úrslit leikja urðu þessi: Bryne — Vaalerengen 1—0 Hamkam — Viking 1—4 Lilleström — Frederikstad 4—0 Mjöndalen — Rosenborg 1—0 Moss — Molde 4—1 Sogndal — Start 2—1 Viking hefur 23 stig að 17 um- ferðum loknum, en síðan koma fjögur lið, öll með 20 stig hvert. Það eru Lilleström, Mjöndalen, Bryne og Hamkam. Meistarar síðasta tímabils, Vaalerengen, hafa 19 stig, þannig að mikið má gerast ef liðið ver titilinn. — í snöruninni ætlaði ég að byrja á 127 kg. en vildi síðan lækka byrj- unarþyngdina niður í 125 kg. en fékk það ekki. Það var ekkert sam- band við stangamennina, og mikið var um vesen og leiðindi þarna á mótinu. Þeir voru ekki einu sinni alveg klárir á reglunum, sagði Har- aldur. Annars var þetta ágætis ferð, og ég græddi mikið á henni. En ég var agalega svekktur, ég var með 4.—5. sætið í höndunum en klúðraði því. Að sögn Haraldar var allt skipulag á mótinu mjög lélegt og fram- kvæmdin alls ekki nógu góð. — Einn finnsku keppendanna sagði að þjóðir Suður-Ameriku fengju örugg- lega ekki að halda þetta mót næstu 50 árin, sagði Haraldur, og hlýtur það að gefa vel í skyn hvernig ástandið var. Ólafur bróðir Haraldar fór með honum sem aðstoðarmaður á mótið, og hefur hann skrifað meðfylgjandi grein fyrir Morgunblaðið, og tók hann einnig myndirnar. — SH. 52 kg n. Snörun Jafnh. Samt. 1. Suleimanov N. Bul. 110,0 140,0 250,0 2. Terzinski N. Bul. 110,0 132,5 242,5 3. Suriyaman M. Ind. 100,0 125,0 225,0 Mikla athygli vakti að sigurvegarinn í þessum flokki var aðeins 14 ára og 6 mánaða gamall, en elstu keppendur voru 20 ára. Alls voru keppend- ur 12 en þar af féllu 4 úr keppni. 56 kg fl. Snörun Jafnh. Samt. 1. Dimitrov N. Bul. 107,5 142,5 250,0 2. Runming L. Kín. 110,0 135,0 245,0 3. Hara T. Jap. 107,5 135,0 242,5 Alls voru 15 keppendur í flokknum og þar af féllu 4 úr keppni. 60 kg n. Snörun Jafnh. Samt. 1. Topurov S. Bul. 125,0 155,0 280,0 2. Willey D. Engl. 117,5 147,5 265,0 3. Kerek I. Ung. 115,0 150,0 265,0 Hér vinnur Englendingurinn Ungverjann á eigin líkamsþyngd, en hann var 50 kg léttari. Alls voru í flokknum 16 keppendur, þar af féllu 5 úr keppni. 67,5 kg n. Snörun Jafnh. Samt. 1. Galabarov V. Bul. 152,5 182,5 335,0 2. Martinenko S. Sovét. 127,5 170,0 297,5 3. Grönman J. Finl. 137,5 160,0 297,5 Sigurvegarinn í þessum flokki snaraði 153,5 kg sem er heimsmet ungl. og fullorðinna, einnig átti hann mjög góða tilraun við 190,5 kg í jafn- hendingu, en heimsmetið er 190,0 kg. Alls voru í flokknum 20 keppendur, þar af féllu 3 úr. 75 kg. n. Snörun Jafnh. Samt. 1. Li Sergei Sovét. 155,0 195,0 350,0 2. Boev N. Bul. 155,0 190,0 345,0 3. Kuznietsov. Sovét. 150,0 185,0 335,0 , ----------- -------------’ --------» — I þessum flokki var eini keppandinn frá Islandi, Haraldur Ólafsson. Hann féll úr í snörun, gat ekki lyft 127,5 kg í þremur tilraunum, en lenti í 7. saeti í jafnhendingu, lyfti 155,0 kg sem er 12 kg frá hans besta árangri. Alls voru í flokknum 22 keppendur, þar af féllu 2 úr. 82,5 kg n. Snörun Jafnh. Samt. 1. Arsamakov I. Sovét. 170,0 215,0 385,0 2. Isaoka R. Jap. 157,5 185,0 342,5 3. Barsi L. Ung. 145,0 172,5 317,5 Sigurvegarinn í þessum flokki setti alls 3 heimsmet, fyrst 206,0 kg í jafnhendingu, síðan bætti hann um betur og lyfti 215,0 kg. Einnig setti hann heimsmet í samaniögðum árangri 385,0 kg. Keppendur voru alls 19 og enginn féll úr. 90 kg n. Snörun Jafnh. Samt. 1. Petrov D. Bul. 175,0 217,5 392,5 2. Solodev V. Sovét. 175,0 215,0 390,0 3. Coelho F. Port. 140,0 175,0 315,0 Búlgarinn í þessum flokki setti nýtt heimsmet í jafnhendingu 217,5 kg. Alls voru 15 keppendur í flokknum, þar af féllu 2 úr. 100 kg n. Snörun Jafnh. Samt. 1. Radev R. Bul. 170,0 225,0 395,0 2. Bokfi J. Ung. 150,0 190,0 340,0 3. Mazedi A. Iran 147,5 180,0 327,5 I þessum flokki þótti sigurstranglegastur Alexander Medoev landi, hann snaraði 172,5 kg en var svo óheppinn að falla úr í j ingu. Alls voru í flokknum 11 keppendur, þar af féll 1 úr. no kg. n. Snörun Jafnh. Samt. 1. Osikovski V. Bul. 175,0 220,0 395,0 2. Yurishcenko Y. Sovét. 160,0 215,0 375,0 3. Jacso J. Ung. 157,5 202,5 260,0 Alls voru 8 keppendur í þessum flokki. íio kg n. Snörun Jafnh. Samt. 1. Penev V. Bul. 175,0 225,0 400,0 2. Maslev V. Sovét. 160,0 225,0 385,0 3. Kovacs I. Ung. 170,0 197,5 367,5 Búlgarinn átti tilraun við heimsmet, 231,0, kg en hún mistókst. í stigakeppni þjóðanna var Búlgaría númer 1 með 337 stig, í öðru sæti voru Rússar með 240 stig og Kínverjar lentu í 3. sætinu með 171 stig. íslendingar fengu 4 stig fyrir jafnhendinguna og lentu í 24. sæti af 28, en 4 þjóðir fengu ekkert stig. • Haraldur Ólafsson og yngsti keppandi mótsins, Sulemanov, 14 ára gam- all. Hann sigraði í 52 kg flokki. Fimm íslenskir frjáls- íþróttamenn keppa á EM í Aþenu 6.—12. sept. Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum, hið 13. í röðinni, fer fram í Aþenu dagana 6. til 12. september næstkomandi. Fyrsta mótið var háð í Torino á Ítalíu 1934 og það næsta í París 1938. Mótið féll niður 1942, en 1946 fór það fram í Osló og var ís- land með í fyrsta sinn eins og frægt er og Gunnar Huseby varð Evrópu- meistari í kúluvarpi. íslendingar hafa tekið þátt í öllum Evrópu- meistaramótum síðan, oft með frá- bærum árangri og ávallt hefur árangurinn verið vel viðunandi. í Brtisscl 1950 varði Gunnar Huseby EM-titil sinn og Torfi Bryngeirsson varð Evrópumeistari í langstökki og Örn Clausen hlaut silfurverðlaun í tugþraut. Vilhjálmur Einarsson varð þriðji í þrístökki 1958. Á mótunum 1962 og 1978 voru íslenskir kepp- endur í úrslitum, þó að ekki ynnu þeir til verðlauna. Nýr og glæsilegur leikvangur verður tekinn í notkun í sambandi við mótið og hann tekur um 80 þúsund áhorfendur. Fimm íslenskir keppendur taka þátt í mótinu í Aþenu, þau Jón Dið- riksson, Þórdís Gísladóttir, Óskar Jakobsson, Oddur Sigurðsson og Einar Vilhjálmsson. Sigur Þróttar í 2. deild öruggur HEIL umferð var í 2. deildinni í knattspyrnu um helgina og gerðist það þá markverðast, að Reykjavik- ur-Þróttur innsiglaði öruggan sigur sinn í deildinni með því að sigra Einherja á Vopnafirði. Iátum á leik- ina: Einherji — Þróttur R 0—2 Þróttur hafði nokkra yfirburði í fyrri hálfleik og þá skoraði liðið bæði mörk sín. Sverrir Pétursson skoraði fyrra markið, en það síð- ara skoraði Júlíus Júlíusson. í síð- ari hálfleik gekk hvorki né rak hjá liðunum og urðu mörkin ekki fleiri. FH — UMFN 1—0 FH heldur enn í smávon um að komast upp í 1. deild eftir að hafa borið sigurorð af UMFN á Kapla- krikavellinum. Leikurinn þótti þokkalegur, en eina mark leiksins og sigurmark FH skoraði Pálmi Jónsson nærri miðjum fyrri hálf- leik. Völsungur — Þróttur N. 3—0 Staða Þróttar er fremur vonlítil eftir stórtap á Húsavík. Völsung- arnir eru hins vegar nokkuð ör- uggir um að halda sæti sínu. Heimaliðið hafði talsverða yfir- burði í leiknum og hefðu mörkin getað orðið fleiri ef betur hefði verið á spilunum haldið. Kristján Kristjánsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks og bætti síðan öðru marki við áður en upp var staðið og var það þriðja mark Völsunga. Annað markið skoraði Jónas Hall- grímsson. Reynir — Skallagrímur 1—0 Reynir sigraði Skallagrím í fremur lélegum leik í Sandgerði um helgina. Hjörtur Jóhannsson skoraði eina mark leiksins og sig- urmark Reynis í fyrri hálfleik og getur fátt komið í veg fyrir að Borgarnesliðið falli í 3. deild. KnaHspyrnaI f ittti iini wmmmmmmmmm^ llþrólilrl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.