Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 34- Jakob V. Hafstein að koma til þeirra á Grenimelinn oft njóta hlýju og vináttu hús- bændanna. Hinn listræni búnaður sem þar gaf að líta, bar fagurt vitni smekkvísi þessara höfðing- legu hjóna. t>au Birna og Jakob áttu miklu barnaláni að fagna, og eru þau dóttirin og synirnir glæsilegt myndarfólk. Áslaug Birna er gift Ingimundi Konráðssyni, fram- kvæmdastjóra, og eiga þau eitt barn, Jakob V. yngri, fiskeldis- fræðingur, er giftur Hólmfríði Gísladóttur, þau eiga tvö börn, og Júlíus verslunarmaður, formaður HSÍ, á Ernu Hauksdóttur fyrir konu og börn þeirra eru tvö. Mér varð fljótt Ijóst eftir að kynni okkar Jakobs hófust, hve börnin og framgangur þeirra var stór þáttur í lífi hans og heimilið var honum helgur staður, sem hann rækti af ást og alúð. Jakoh Hafstein bar margþættan listrænan persónuleika. Hann var ' vel þekktur söngvari og málari, hann orti ágæt ljóð og ritaði gott mál. Atorka, skörungsskapur og framkvæmdavilji var einnig að- alsmerki hans, og hann gekk að hverju því verki sem hann hafði áhuga fyrir, af slíkum dugnaði og eljusemi að þar varð allt undan að láta, og er gott að minnast fram- göngu hans og þeirrar þrotlausu baráttu, sem hann háði árum saman um ræktun og tilveru lax- ins í íslenskum ám. Jakob var einn af slyngustu laxveiðimönnum þessa lands, en hann ólst upp í nálægð Laxár í Aðaldal og tók snemma ástfóstri við þessa drottningu laxveiðiáa landsins. Á bökkum hennar undi hann löngum stundum, enda var hún honum gjöful og eftirlát. Margar sögur eru af viðureign Jakobs við stórlaxa árinnar, og fyrir kom að hún var fastheldin við vin sinn, en það er einmælt að enginn hafi verið fengsælli en hann í þessum sviptingum. Það var svo 10. júlí 1942 að Jakob land- aði stærsta fiski sem komið hefur á stöng úr ánni, en það var 36 punda hængur tekinn á flugu í Höfðahyl. En Jakob gerði meira en að draga fisk úr ánni, og er ekki ofmælt að vel hafi hann launað fósturárin, því bók hans um „Laxá í Aðaldal" er ein af perlum í nátt- úrulýsingu landsins. Það sem ég hef nú rætt um minn góða vin er aðeins lítið brot, ytra borðið sem við blasir og allir sjá. Skaphöfn Jakobs var ofin úr mörgum þáttum, einn var ljúf- mennskan elskulega og trygglynd- ið sem mér féll í skaut, annar var hin hlýja og barnslega samúð hans með öllu sem átti í vök að verjast, bæði í náttúrunni og með- al manna og kemur sá tónn best í ljós í Ijóði hans um „Villiöndina". I mörg ár hefur lítill hópur kunningja og vina hittst nær dag- lega síðdegis yfir kaffibolla. Þar ber margt á góma, spjallað er um vandamál líðandi stundar, lífið og tilveruna. En nú er skarð fyrir skildi við „Hringborðið" því einn er horfinn á braut, en hlýjar sam- úðaróskir sendir þessi vinahópur fjölskyldu Jakobs að leiðarlokum. Þegar amstri lífsins og baráttu lýkur hér í heimi, er gott að eiga trú á annað og æðra líf. Nú er Jakob vinur minn kominn til þeirra heima. Þar bíður hans villi- öndin sem hreiðrar sig við græna seftjörn, og stórlaxar á borð við frændur sína í Aðaldal stökkva þar fossa og stika bláa strengi ei- lífðarinnar. Magnús Sigurjónsson Söngur, sem ekki þagnar. Hætt er við, að nú verði öðru vísi að mæta eldsnemma í morg- unkaffi á Hótel Borg og sjá ekki lengur Jakob Hafstein sitja þar með vinum sínum og kunningjum yfirleitt við sama borðið í bás við glugga, sem veit út að Austurvelli. Þar verður tóm sem víðar, síðan hann var allur. Þar var hann oft og iðulega hittur að máli um langt árabil — allra manna morgun- glaðastur. Jakob var afar lifandi maður og enginn hversdagsmaður í einu eða neinu. Að sitja með honum til borðs á Borginni og blanda þar geði við hann á góðra vina fundum eða hitta hann á förnum vegi var alltaf hressandi og skildi eftir jákvæðan tón frá lífsstíl hans. Hann var hreinlyndur maður, sem batt órofa tryggð við menn og málefni að hans skapi. Það sýndi hann æ ofan í æ í vilja og verki, bæði í heimi lista, í félagsmálum, í stjórnmálum og í ýmsum mann- legum samskiptum. Þetta er talið eitt af aðalsmerkjum Hafstein- unganna. Þeir teljast ekki til þeirra, sem missa vini út úr hönd- unum á sér. Hann er mér minnisstæður frá því ég var hnokki að alast upp í gamla norðlenzka skólanum, sem almennt kallaðist þá MA eins og nú. Það bar mikið á Jakobi, hvar sem hann fór, og eins á Jóhanni heitnum Hafstein, bróður hans. Þeir fylgdust ailtaf að í skóla, voru bekkjarbræður og óvenju samrýndir. Þeir fóru geyst um eins og fjörhestar. Greinarhöf- undur var þá bara pínu pons og montaði sig með stóru skólastrák- unum og leit upp til þeirra eins og fósturpabbanna sinna, sem þeir og voru. Skólinn var eins og stórt heimili. Jakob var eins konar hirðlista- maður skólans. Hann skrautskrif- aði og teiknaði risastórar aug- lýsingar í litum, sem boðuðu og kynntu stórdansiböll og voru fest- ar upp á miðjum „stóru göngun- um“ rétt við gömlu veggklukkuna með rómversku tölustöfunum — eitt sinn var það af ástarpari, sem sat á lystigarðsbekk í trjálundi og umgjörðin var gríðarstórt hjarta, málað að mestu í gullnu bronzi með rauðu ívafi og ör í gegn — ör úr Amorsboga og blóðið draup úr hjartanu. Þetta þótti mér strákl- ing á stuttbuxum og sokkaleistum svo sterk mynd, að hún hefur ekki gleymzt síðan fremur en sagan eftir H.C. Andersen af skáldinu og Amor með bogann, sem skaut það í hjartastað. Svona var ástin — eða öllu heldur fyrsta skot ástar- innar — túlkuð af ungri lista- mannssál á menntaskólaárum þess í þá gömlu daga. Og enn eru Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum skreytingar Jak- obs á stórhátíðum í MA eins og til að mynda á fullveldisfagnaði, á hefðbundnum kaffikvöldum og á árshátíðum — sum mótívin jafn- vel frá Feneyjum á Italíu. Þá er hann var í sjötta bekk MA, lét skólamcistari lögskipa Jakob sem prófdómara í teikningu við gagn- fræðapróf. Hann var talinn bezt til þess falinn af listrænum mönnum í Norðuramtinu. Hann og Jóhann bróðir hans voru atkvæðamiklir í skóla og settu meira fjör í skólalífið en gengur og gerist ásamt ýmsum öðrum af stúdentaárgangi ’34. Sex árum áður en þeir Hafsteinsbræð- ur brautskráðust hafði skólinn á Akureyri hlotið réttindi til að brautskrá stúdenta. Þessir fyrstu stúdentsárgangar úr MA — ekki hvað sízt árgangur ’34 með þeim Hafsteinsbræðrum, Ragnari Jó- hannessyni heitnum skólastjóra á Akranesi og Jóni sáluga skáldi og söngvara frá Ljárskógum, svo að fáeinir séu taldir, voru frjósprotar þess sálargróðurs, sem spratt inn- an veggja skólans á þessu fyrsta vaxtarskeiði hans sem stúdenta- skóla. Sá andi, sem ríkti löngum í gamla skólanum fyrir norðan, hafði þróazt með hefðum frá Möðruvallaskóla og svo að enn iengra sé leitað aftur í tímanna rás allt frá Hólaskóla hinum forna, sem MA er beinn arftaki að á sama hátt og Menntaskólinn í Reykjavik er arftaki Skálholts- skólans gamla. Andrúmsloftið, sem hafði skapazt í norðlenzka skólanum með hefðum aftan úr öldum og ennfremur ekki hvað sízt með því lífi, sem fylgdi Jakobi Hafstein og hans Iíkum, gaf skól- anum inntak, styrkti anda skól- ans, gaf honum blóð og hormóna sem varðveittust löngu eftir að þessi ungmenni voru farin úr skól- anum. Aðrir nemendur skólans, sem á eftir komu, urðu hins vegar þessa andrúmslofts aðnjótandi um langa hríð og löguðu sig ósjálfrátt eftir því. Þetta andlega loftslag hélzt við lýði og hélt áfram að vera til eins og söngur MA-kvartetts- ins. Þetta var áður en tölvuvæðing og vélvæðing hélt innreið sína í félags- og menntakerfi þjóðarinn- ar, og ljóðið — lífsljóðið — var andleg nautn og kvæði Davíðs frá Fagraskógi gæddu sálarumhverfi þokka. Og á þeim tímum varð MA-kvartettinn þjóðfrægi til, sem varpaði Ijóma yfir þetta tímabil og nafn skólans og bar hróður hans um langa tíð. Jakob var einn söngkrafturinn í þessu fjóreflda liði ásamt fyrrgreindum Jóni frá Ljárskógum, sem dó langt fyrir aldur fram, og þeim sunnlenzku Hælisbræðrum, Þorgeiri lækni og Steinþóri alþingismanni, Gests- sonum. Þeir félgar sungu sig svo sannarlega inn í hjörtun — og söngur þeirra, söngurinn um lífið, þagnaði ekki, enda þótt þeir væru fyrir löngu hættir. Það var eins og ljóð, sem ekki gieymist. Þessi lífsblær, sem mótaðist í þessu andrúmslofti söngs og ljóða og listrænna umsvifa, fylgdi Jak- obi Hafstein alla tíð, hvar sem hann fór, sterkur lífstónn eða öllu heldur lífsstíll, sem mátti rekja til skólaára hans, fjölbragða hans í list, MA-kvartettsins, fastheldni hans við gamla sálfræði í vináttu- og félagstengslum, rótgróinnar ræktarsemi við allt, sem hann taldi jákvætt á lífsleiðinni. Hann var gæddur kyngikrafti frjórrar lífsnautnar — og því varð hann langlífur. Hann lifði hverja stund lífsins með ákefð og innileik, hvort heldur sem hann var að veiða lax á stöng eða skrifa um veiði og veiði- ár eða hin og þessi mál eða mála myndir og halda sýningar, sem voru orðnar ótrúlega margar, ell- egar að yrkja og semja lög. „Söng- ur villiandarinnar", sem hann samdi ljóð og texta við, er e.t.v. lykill að lífi og list hans — hann var hreint náttúrubarn eða svo viðurkenndi hann í blaðaviðtali við undirskráðan. Og í því spjalli bætti hann því við, að umhverfið, móðir vor náttúran, drægi sig að sér. Hann lét þá hafa eftir sér þetta: „Viðfangsefnin í náttúrunni eru eins og nokkurs konar „portr- ett“ fyrir mig. Náttúran er gjaf- mild og rík í þessum efnum . . . og hún krefst þess alltaf, að við gef- um eitthvað af sjálfum okkur í myndirnar í staðinn ...“ Jakob var afar ósínkur á sjálfan sig. Kynni mín af Jakobi vöruðu upp undir hálfa öld. Hann var af ann- arri kynslóð, enda þótt bilið væri ekki nema rúmlega tíu ár. Hann var með ákveðnar siðavenjur, gæddur smitandi lífsmagni sam- fara hlýju og ræktarsemi, sem aldrei brást. Tæpast var hægt að hugsa sér betri gest á málverka- sýningu (hann skrifaði stundum sitthvað og orti í gestabækur sýn- inganna). Hann tjáði sig alltaf með þeim tón, að það var ekki hægt annað en að hlusta — og hlusta vel. Það var eins og hann ætlaðist til, að viðkomandi eða sá, er þetta ritar, tæki athugasemd- um hans sem ýmist voru til lofts eða lasts; eins og maður, og þær yrðu skildar á þann veg, að vinur sé sá, sem til vamms segir. Hann gerði þær sjálfsögðu kröfur til vinskapar. Sjálfur var hann á seinni árum farinn að stunda mál- aralist því sem næst að atvinnu — hafði ungur lagt það fyrir sig og á háskólaárum sínum hafði hann gengið í læri hjá Jóni Stefánssyni og Ásgrími Jónssyni. Einnig hafði hann notið nokkurrar handleiðslu Sveins Þórarinssonar. Hann kvaðst hafa vanrækt myndlist um 25 ára skeið, en þegar fram liðu tímar tók hann að stunda mál- verkið æ meira og meira. í skólanum fyrir norðan hangir stærðar mynd eftir Jakob Haf- stein, sem hann hafði málað á ferð 6. bekkinga vestur í Húnaþing haustið ’33, þá aðeins 19 ára að aldri. Það er af sögufrægum Vatnsdalshólum — hið myndar- legasta verk með tilþrifum. Það sómir sér vel innan um verk beztu málara þjóðarinnar fyrr og síðar — og er eins konar bautasteinn um lífið og sálina, sem Jakob gaf skóla sínum. í myndlist sinni var hann raunverulega alltaf ósjálfrátt að endurvarpa söngnum frá ungu dögunum, rómantískum óð um líf- ið, óðnum, sem ekki þagnar. stgr I dag kl. 3 e.h. verður kvaddur hinstu kveðju æskuvinur minn, Jakob Valdimar Hafstein. Hann fæddist á Akureyri 8. október 1914 sonur hinna landskunnu hjóna frú Þórunnar og Júlíusar Havsteen sýslumanns. Hann flutti til Húsa- víkur með foreldrum og systkinum í apríl 1921 er faðir hans tók við sýslumannsembættinu þar. Jakob tók þá ástfóstri við Húsavík, og taldi sig Húsvíking meðan ævin entist. Mér er enn í minni apríl- dagur 1921 þegar þessi glæsilegu hjón komu í land með 6 glæsileg börn, það yngsta hvítvoðung i vöggu, 2ja mánaða Soffíu Guð- rúnu, því þau bjuggu hjá foreldr- um mínum, meðan þau komu sér fyrir í Snælandi, sem var fyrsti bústaður þeirra en við vorum 7 systkini fyrir á heimilinu, og svo vel vildi til að allir áttu jafnaldra, og mikil gleði ungs fólks að fá nýja leikfélaga. Snemma bar á því að Jakob var fjölhæfur svo af bar, og valdist hann því fljótt til for- ustu í stórum drengjahóp. Hann var góður íþróttamaður og hafði forustu um stofnun íþróttafélags- ins Völsungs, og var gerður heið- ursfélagi þess á 50 ára afmæli þess 1967. Hann varð fljótt af- bragðs skrifari og drátthagur og byrjaði snemma að teikna og mála með vatnslitum, og eru margar mjög fagrar vatnslitamyndir til á heimilum frá drengjaárunum. Ekki má gleyma tóneyra hans því hann varð landsþekktur fyrir tónlist og söngva sína. Þegar ég nú á kveðjustund hugsa til æskuár- anna á Húsavík kemur í huga minn svo mikil hlýja til sýslu- manns fjölskyldunnar fyrir æsku- viiiáttuna, gestrisni þeirra sem náði hámarki hvern bolludag þeg- ar hjónin lágu í rúminu fram eftir morgni til að leyfa börnum að flengja sig, og dugði þá ekki minna en sækja boliur í þvotta- bala til að seðja munnana ungu, og minnist ég þess er stjúpamma mín, frú Ásta Þórarinsdóttir, var jörðuð á Húsavík, og foreldrar mínir þurftu að taka á móti mörg- um gestum, sem þá komu flestir á hestum, þá hringdi frú Þórunn í móður mína, og sagði bara sendu mér dúsínið, Þórdís mín, því aldrei vantaði húspláss í þá daga þar sem hjartarýmið var fyrir hendi. Það var úr þessum jarðvegi sem Jakob aldist upp, og erfði hann þessi góðu einkenni foreldra sinna, því hann var þekktur fyrir rausn sína og hjálpsemi, og mikill vinur vina sinna. Á Húsavík þeirra ára þekktist ekki annað en öll börn tækju til hendinni á sumrin milli skólaveru, og vann Jakob í fiskvinnu á sumr- in og almenna vinnu við hafnar-' gerð eftir að hún hófst, en faðir hans var faðir hafnargerðar á Húsavík. Eftir 1930 liggja leiðir okkar ekki saman lengi, því Jakob heldur menntaveginn, en ég leggst í nokkurskonar heimshornaflæk- ing, en glaðlegir endurfundir er við hittumst 15 árum er ég flyt til Reykjavíkur. Þá eigum við Jakob það sameiginlegt að vera morg- unmenn og taka daginn snemma og endurnýjum okkar samgang með að hittast í morgunkaffi kl. 8 flesta morgna, og þá eðlilega rifj- ast upp æskuár, og þótt við Jakob værum ólíkir um margt, þá var mikil ánægja að ræða við hann um hin ólikustu málefni, og stundum rífast og halda fram hver sinni skoðun, en skildum þá alltaf sátt- ir, og sakna ég nú mikið þessa gamla féiaga. Jakob gekk að eiga konu sína, frú Birnu Hafstein, 5. apríl 1944, hinni glæsilegustu konu sem bjó honum glæsilegt og listrænt heim- ili og eiga þau eftirtalin börn: 1. Jakob Valdimar, f. 18. marz 1945, giftur Hólmfríði Gísladóttur. 2. Jóhannes Júlíus, f. 6. marz 1947, giftur Ernu Hauksdóttur. 3. Ás- laug Birna, f. 5. ágúst 1948, gift Ingimundi Konráðssyni. Öll eru þessi börn myndarleg og hjartahlý og voru Jakobi hjartkominn, og eiga þau börn sem færðu Jakobi mikla lífsánægju því hann var mikill og sannur afi. Að lokum vil ég kveðja minn góða vin og óska honum góðrar ferðar yfir móðuna miklu, og ég veit að þar munu standa vinir í hlaði að taka á móti ástvini sínum. Birnu og fjölskyldu, svo og ættmennum öllum bið ég guðs blessunar. Vernharður Bjarnason Miðvikudaginn 25. ágúst sl. blakti þjóðfáninn í hálfa stöng í húsi okkar að Fróðá, en kvöldið áður lézt formaður okkar, Jakob V. Hafstein, lögfræðingur. Sjáum við þar á bak góðum fé- laga og traustum vini, manni sem hverja stund var reiðubúinn til að fórna tíma og kröftum í okkar þágu, studdur af frábærri eigin- konu, frú Birnu Hafstein. Húsið á Fróðá ber vitni þar um. Jafnvel gestabækurnar prýddar listaverk- um eftir Jakob. Fórnfýsi og áhugi Jakobs á öllu því er félag okkar snerti verður aldrei Iaunað en verður okkur að honum látnum hvatning um að halda merki hans á lofti. I dag lútum við höfði í virðingu og þökk. Síðan hefjum við fánann að húni. Þar mun hann blakta til heiðurs Jakobi Hafstein og öllu því sem honum er kærast. Fróðárfélagar Kveðja frá ÍR IR-ingar kveðja í dag hinstu kveðju Jakob Hafstein fyrrver- andi formann félagsins. Jakob var formaður félagsins fyrir röskum aldarfjórðungi og í formannstíð hans var ráðist í mörg stórvirkin og ýmsir íþróttamenn félagsins náðu glæstum árangri meðan hann var í forystu. Jakob var mikill félagsmála- maður og unnandi íþrótta. Áhugi hans fyrir félaginu var mikill og allt fram til dauðadags studdi hann ÍR með ráðum og hvatti íþróttaæskuna til dáða. I formannstíð sinni vildi Jakob að íþróttirnar yrðu almennur og snar þáttur í uppeldi æskunnar svo að þjóð vor mætti verða djörf, heilbrigð og hraust til átaka, bæði andlega og líkamlega. Jakob leit svo á að ÍR gæti og ætti með starfi sínu að vekja athygli og áhuga reykvískrar æsku fyrir gagnsemi og gildi íþróttanna. Hann vildi gefa æskunni tækifæri til þess — innan vébanda félagsins — að þroska sig líkamlega og venja sig á fagra, kurteisa og alúðlega framkomu í samskiptum og sam- lífi við meðborgarana, bæði í blíðu og stríðu, en allt það einkenndi fas og framkomu hans sjálfs. Það var Jakobi Hafstein einnig kappsmál að ÍR-ingar sköruðu fram úr á íþróttasviðinu. Lét hann sig ekki vanta á keppnisstað í formannstíð sinni og lengi þar á eftir. Honum þótti vænt um íþróttamenn félagsins, leit á þá sem syni sína og dætur og hvatti óspart til sigurs, en hughreysti og stappaði í þá stálinu þegar miður gekk. Jakob mætti jafnan til að fylgjast með víðavangshlaupinu, sem ÍR-ingar hafa haldið á fyrsta degi sumars í sjö áratugi tæpa, og gat hann vart á heilum sér tekið ef hann komst ekki til hlaupsins. Væntumþykja hans á þeim merka íþróttaviðburði var dæmigerð fyrir hug hans til félagsins og æskumanna þess. Þórir Lárusson form. ÍR Kveðja frá Verði I dag kveðjum við Jakob Haf- stein hinstu kveðju. Jakob var ávallt reiðubúinn til starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Jakob átti sæti í stjórn Varðar um árabil og var ritstjóri 50 ára afmælisrits Varðar. Hann átti einnig sæti í stjórn félags sjálf- stæðismanna í Austurbæ og Norð- urmýri. Hann var einnig meðlim- ur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík. Jakob var ákaflega hreinskilinn og ef hann hafði aðrar skoðanir á málum en félagar hans, lét hann þær óspart í ljós og rökstuddi þær. Eins var ef hann fann eitthvað miður fara, gagnrýndi hann það svo tekið væri eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.