Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 16
MORGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 198á —
18-
Jakov V. Hafstein lög-
frœðingur — Minning
Fæddur 8. október 1914
Dáinn 24. ágúst 1982
Síðla sl. vetur hélt íþróttafélag
Reykjavíkur hátíðlegt 75 ára af-
mæli sitt með míklu hófi á einu af
samkomuhúsum borgarinnar.
Veizlustjórinn var einn af eldri
formönnum félagsins, Jakob V.
Hafstein, lögfræðingur.
Þegar fagnaðurinn stóð sem
hæst veiktist hann skyndilega og
var fiuttur á sjúkrahús. Þrátt
fyrir nokkurn bata kom andláts-
frétt hans ekki óvænt.
Jakob hafði um nokkurt skeið
átt við heilsubrest að stríða og þá
baráttu háði hann með sömu sig-
urvissunni sem ávallt einkenndi
hann.
Þó fór svo að lokum að kraftur
og kjarkur nægðu ekki lengur.
Löngu áður en vinabönd tengdu
fjölskyldur okkar, hafði ég þekkt
Jakob V. Hafstein og orðspor
hans. Hann var áberandi íþrótta-
maður, meðlimur MA-söng-
flokksins og forustumaður í at-
vinnu- og félagsiífi höfuðborgar-
innar.
Jakob V. Hafstein var formaður
Iþróttafélags Reykjavíkur og
segja má, að sjaldan hafi félagið
staðið á styrkari stoðum, en ein-
mitt í formannstíð hans, bæði inn-
anlands og utan.
Afreksmenn íslenzkra íþrótta
hafa aldrei dregið meiri athygli að
okkar litlu þjóð en þegar Jakob V.
Hafstein var forustumaður þeirra.
Islenzkir íþróttamenn kveðja
því í dag einn dugmesta forustu-
mann sinn.
Tilviljun hagaði því þannig til,
að við urðum nágrannar og á sama
tíma var ég kosinn eftirmaður
Jakobs sem formaður íþróttafé-
lags Reykjavíkur.
Eitt fyrsta stjórnarverk mitt
var að staðfesta kjör Jakobs V.
Hafstein sem heiðursfélaga ÍR.
Iþróttafélag Reykjavíkur kveður
því í dag einn sinn fremsta félaga.
Jakob V. Hafstein var um margt
athyglisverður félagi og vinur.
Hann var óvenjulega fjölhæfur
maður, fróður um margt, víðles-
inn, með áhuga til allra átta. Um-
ræðuefnin því óþrjótandi.
Áhugamaður um íþróttir, ljóð-
elskur og skáldmæltur, listamaður
á mörgum sviðum, mörg eru þau
íslenzku heimilin, sem málverk
hans prýða með sínum glöðu litum
sem lýsa svo vel þeirri heiðríkju,
sem í huga listamannsins bjó. Jak-
ob var jafnvígur á penna sem
pensil.
Jakob V. Hafstein var eldheitur
sjálfstæðismaður, en gat þó deilt
hart á samherja sína, mislíkaði
honum. Tæplega leið sá dagur að
ég ætti ekki fjörugar umræður við
hann um landsmá).
Þá hafði Jakob V. Hafstein
helgað miklum tíma í fiskirækt-
armál og hafði ákveðnar mein-
ingar þar um. Hann naut þeirrar
ánægju að lokum, að sjá málstað
sinn vinna á í umræðum þau mál.
Hann hafði eytt miklum tíma og
krafti í baráttunni fyrir skoðun-
um sínum.
Trú hans á framtíð fiskiræktar
á íslandi var staðföst og sýndi
hann í verki mikinn árangur á því
sviði, sem fólk framtíðarinnar
mun byggja á.
Nokkur kveðjuorð nægja ekki til
þess að skrifa um áhuga og bar-
áttumál þessa fjölhæfa vinar. Þótt
kynni okkar hafi verið náin í
nokkra áratugi komu æ nýjar
hliðar upp á yfirborðið.
Börn okkar voru samferðafólk
frá æsku til fullorðinsára, gengu í
sömu skóla og urðu félagar. Við
eignuðumst öll trausta vini í Jak-
obi V. Hafstein og frú Birnu og
þægilegt samferðafólk.
Á kveðjustundu vil ég þakka
þær mörgu og góðu stundir, sem
við áttum með Hafsteinfjölskyld-
unni á yndislegu heimili þeirra,
þar sem heimilisfólkið var sam-
taka um að láta gestum líða vel.
Jakob V. Hafstein, vini og sam-
ferðamanni fylgja nú góðar kveðj-
ur og fýrirbænir til hins „eilífa
austurs".
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég vinkonu okkar, Birnu, Jakob
yngri, Júlíusi og Áslaugu, og ást-
vinunum öllum.
Albert Guðmundsson
„Yakna þú harpa og gígja,
ég vil vekja morgunroðann."
(OrftMkv. 108:3)
Við lát Jakobs Hafstein leiftra i
hugarsýn myndir nær 30 ára
kynna af sérstökum vini og vel-
gjörðarmanni og heimili hans.
Ég leyfði mér stundum að kalla
hann fóstra. Hann tók því vel, eins
og hans var von og vísa. Við hitt-
umst fyrst við eldhúsborðið á
Kirkjuteignum, eftir að við strák-
arnir höfðum verið í fótbolta og
öðru tuski í bakgarðinum hans
Jakobs og úðuðum í okkur ýmiss
konar góðgæti. Hann hafði alveg
sérstakt lag á því að tala við unga
drengi á þann hátt að þeir fundu
svolítið til sín og fannst gaman að
lifa. Síðan hafa böndin treyst æ
meir og ég hlotið frá honum og
heimili hans ómældar góðgjörðir,
andlegar ekki síður en hitt.
Ljóslifandi eru endurminningar
frá bökkum Laxár í Aðaldal þegar
undirritaður var hafður með og
litlum drengjum kennt að tví-
henda „Hardyinn" gamla og flug-
an látin kyssa flúð og streng. Svo
voru fluttar vísur af ýmsum til-
efnum eða sagðar sögur af veiði-
klóm og tvísýnum viðureignum.
Þlkki síst var honum annt um að
benda á leyndardóma lífríkisins,
gróðurinn sem klæddi hraunið,
endur litprúðar með ungafjöld og
fjölbreytilegt rennsli árinnar. Síð-
ast en ekki síst talaði hann fjálg-
lega um straumbúann, sem hann
þekkti svo vel og kunni betur skil
á en aðrir. Sú þekking hans átti
raunar eftir að aukast eftir því
sem árin liðu og furðulegt var,
hvað hann aflaði sér fjölbreytilegs
fróðleiks um laxfiska og laxarækt,
möguleika hennar og hættur.
Hann tjáði sig töluvert um þessa
hluti opinberlega, svo sem áhuga-
menn um þessi mál vita, og var þá
hreinskiptinn, rökvís og heiðarleg-
ur í málflutningi sínum. Bókin
„Laxá í Aðaldal" stendur ofan á
þessu öllu eins og perla, þar sem
hið mikla náttúrubarn nýtur sín
svo vel í glöggskyggni, kunnáttu,
gáska og listfengi.
Mér hefur þótt gott að vera
Ieiddur af honum gegnum þennan
fjölskrúðuga lystigarð skaparans
og fyrir bragðið séð svo miklu
meira af þeim dásemdum, sem
Guð hefur gefið okkur í þessu
landi, sem Jakob þreyttist aldrei á
að lofa og þakka skaparanum
fyrir. Það gerði hann í máli sínu,
ljóðum og söng og ekki síst mynd-
um.
Þeir eru ófáir sem hafa tekið
undir þennan lofsöng hans með
því að sækja myndlistarsýningar
hans út um allt land á undanförn-
um árum og eignast myndir hans.
(Blómamyndunum hans var að
vísu alltaf erfitt að koma á sýn-
ingar, því þær voru sjaldnast
þornaðar, áður en þær voru farn-
ar.) Jakob kepptist aldrei eftir því
að laga stíl sinn eftir tískulist eða
tíðaranda opinberra gagnrýnenda.
Stíll Jakobs var því styrkur hans
og spegilmynd næms skilnings á
fjölbreytileika og tign þess um-
hverfis sem maðurinn lifir í.
Sannfæring hans og náttúrulegt
innsæi réði fyrst og fremst í
listsköpun hans, sem og öðru er
hann tók sér fyrir hendur í orðum
eða verkum, þótt það þýddi stund-
um snarpan mótbyr eða ósann-
gjarnt nag misvitra manna. Slíkt
beygir ekki menn, sem eru sjálfum
sér samkvæmir og fáa þekki ég,
sem stóðu honum framar þar.
Það kemur manni ekki svo mjög
á óvart að Jakob sé burtkallaður
nú, eftir þau veikindi og áföll, sem
hann hefir orðið fyrir á undan-
förnum misserum. Það var þó
sannarlega fyrir aldur fram. Hins
vegar undrast ég dagsverkið hans.
Þegar litið er til baka verður hann
sannarlega maður morgunroðans,
sem heilsaði hverjum degi þrótt-
mikill og bjartsýnn og hafði oftast
skilað a.m.k. hálfu dagsverki, þeg-
ar aðrir risu úr rekkju. Mér eru
einnig minnisstæðar vikurnar sem
hann dvaldi á Reykjalundi í vor er
leið og sá lífsþróttur, sem bjó í svo
sjúkum manni. Umhverfi hans
allt smitaðist og dagleg umgengni
við hann var í senn uppörvun og
trúarhvatning. Trúartraust hans
var ávallt leiðandi í lífi hans og
bænir hans heitar. Það fengu allir
að reyna, sem stóðu honum nær.
Þökk sé Guði.
Heimili hans var griðastaður.
Það fékk ég að finna á svo marg-
víslegan hátt frá upphafi kynna og
fjölskylda mín síðar, þegar hún
kom til. Þar stóðu þau saman Jak-
ob og Birna og umvöfðu allt kær-
leika sínum, hvort á sinn hátt. En
þarna var líka svolítill vísir að
fjörugri akademíu, þar sem rök-
rætt var vítt og breitt um hin
margvíslegustu málefni og kom þá
oft í ljós, hve Jakob var vel að sér
um hina aðskiljanlegustu mála-
flokka. Þessum umræðum lauk á
ýmsan veg, oft með snerpuskák.
Oftast fór sú viðureign þó aðeins á
einn veg, en menn hlutu glettnis-
legan hlátur í sárabætur.
Það er einkennilegt að kynnast
svo sterkum persónuleika sem
Jakob var og þegar náðargáfurnar
eru svo margar, eins og raun bar
vitni, leggur það viðkomandi per-
sónu ýmsa erfiðleika á herðar sem
fáir skilja. Umhyggja hans fyrir
heimili sínu, fjölskyldu og vinum
verður mér þó einhvern veginn
efst í huga nú á minningarstund.
Þar er svo margt að þakka.
Góður Guð blessi Birni og heim-
ili hennar allt, börn, tengdabörn
og barnabörn. Björt minning er
styrkur og blessun. Bænir Jakobs
munu fylgja okkur áfram. Morg-
unroðinn er hans og Guði er hann
geymdur. Birgir Ásgeirsson
Einn af mínum beztu vinum og
bekkjarbróðir í Menntaskólanum
á Akureyri, Jakob V. Hafstein,
lézt þriðjudaginn 24. ágúst.
Ég settist í 3. bekk MA haustið
1930 og lukum við gagnfræðaprófi
saman vorið 1931. Um haustið
settumst við báðir í 4. bekk M.A.
Þeir voru í sama bekk bræðurnir
Jóhann og Jakob Hafstein.
Við bjuggum ekki í heimavist en
áttum heima í Brekkugötunni. Við
urðum því ávallt samferða í skóla
og úr og tókst brátt með okkur
góður kunningsskapur sem eðli-
lega þróaðist í mikla vináttu.
Bræðurnir og ég urðum brátt
ásáttir um að ég kæmi til þeirra á
hverjum degi eftir að tímum lauk
til þess að lesa saman undir næsta
dag. Héldum við það samkomulag
alla veturna þrjá í 4., 5. og 6. bekk
og lásum einnig saman undir stúd-
entspróf. Það er margs að minnast
frá þessum áhyggjulausu æskuár-
um. Við lásum þó nokkuð vel og
reglulega.
Á leið okkar úr skóla alla þessa
þrjá vetur syntum við í gömlu
sundlauginni á Akureyri nokkra
spretti á hverjum degi. Það gerð-
um við hvernig sem viðraði og vor-
um á þessum árum vel hraustir og
frískir þegar við settumst að
lestri.
Kringum Jakob var aldrei logn.
Áhugamálin voru svo mörg. Hon-
um voru gefnir afburða hæfileikar
á mörgum sviðum.
Jakob skrifaði hina fegurstu rit-
hönd. Hann var sem afburða skák-
maður ávallt í keppnisliði M.A.
þegar símskákir voru tefldar, t.d.
við M.R. og Húsvíkinga og ýmis
önnur skákfélög.
Jakob skaraði fram úr í teikn-
ingu hjá Jónasi Snæbjörnssyni í
gagnfræðadeildinni. Hafði Jónas
mikið álit á Jakobi sem verðandi
listamanni. Þar byrjaði Jakob að
mála með litum. í Gagnfræðaskól-
anum og síðar í M.A. var jafnan
haldin árshátíð á hverjum vetri.
Skólameistari, Sigurður Guð-
mundsson, hvatti til þessara árs-
hátíða og leyfði að þær skyldu
haldnar á Sal. Nemendur breyttu
þrem samliggjandi kennslustof-
um, 3. bekk A, 5. bekk og 6. bekk í
ævintýraheim. Nemendur máluðu
á pappír og striga, sem síðan var
hengt upp á veggi og í loft, kastala
og konungsríki og draumaheima.
Á skólaárunum var Jakobi ávallt
falið að taka þátt fyrst í stað og á
síðustu árum að vera í þeirri sveit,
sem hafði allan veg og vanda að
þessum undirbúningi stórhátíðar
M.A. og í 6. bekk bar hann einn
ábyrgðina. Það verk tókst honum
með afbrigðum vel.
Á fyrstu árum sínum í skólan-
um á Akureyri tók Jakob mikinn
þátt í íþróttum, sérstaklega
knattspyrnu, og var þar mjög
áberandi kraftur.
Enn er eftir að minnast á söng-
inn og 3önggleðina. Eins og alþjóð
veit var Jakob í MA-kvartettinum
sem um nokkur ár hélt fjölda
konserta um land allt og hvar sem
þeir komu fram var húsfyllir.
MA-kvartettinn var stofnaður af
þeim Jakobi Hafstein og Jóni frá
Ljárskógum, bekkjarbróður
okkar, og þeim bræðrum Þorgeiri
og Steinþóri Gestssyni frá Hæli.
Við sátum eitt sinn við lestur
heima hjá Jóhanni og Jakobi í
Brekkugötu 29. Þá kom þar í
heimsókn bekkjarbróðir okkar, Jn
frá Ljárskógum. Erindi Jóns var
að ræða við Jakob um það, hvort
hann vildi ekki koma upp í
Menntaskóla og æfa nokkur lög
með sér og Þorgeiri og Steinþóri
frá Hæli. Ég var áheyrandi að
þessu erindi Jóns frá Ljárskógum.
Þetta atvik var upphafið að stofn-
un MA-kvartettsins, sem orðið
hefur frægastur kvartetta á ís-
landi. Það héldu Jakobi engin
bönd. Hann hætti að lesa með
okkur Jóhanni og fór rakleitt upp
í Menntaskóla til fyrstu æfingar
þeirra félaga.
Opinberlega kom MA-kvartett-
inn ekki fram fyrr en eftir að Jak-
ob var setztur í lagadeild Háskóla
íslands.
Jakob Hafstein hafði í raun og
veru ekki mikinn tíma til þess að
sökkva sér niður í lestur en samt
héldum við upphaflegt samkomu-
lag um að lesa tungumálin saman
á hverjum degi.
Ég minnist þess að á stúd-
entsprófi fengum við í íslenzkri
ritgerð þrjú verkefni. Það fyrsta
var: „Hlutverk dagbiaða, kostir
þeirra og gallar". Flestir skrifuðu
um þetta verkefni. Tíminn, sem
okkur var ætlaður, var 3 tímar.
Ég sat mest allan tímann og
komst sæmilega frá verkefninu.
En Jakob. Hann gekk út úr
kennslustofunni eftir einn klukku-
tíma og skilaði ritgerð sinni til
prófdómara, en hann var Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi. Rit-
gerð Jakobs var ein af beztu rit-
gerðunum og fékk hann fyrir hana
afbragðseinkunn.
Við bekkjarfélagar útskrifuð-
umst frá M.Á. vorið 1934. Við vor-
um sautján um vorið, en einn
okkar bekkjarbræðra, sem var
óreglulegur í 6. bekk, útskrifaðist
um haustið 1934. Sá var Guð-
mundur Matthíasson, landsfrægur
hljómlistarmaður og kennari.
Hann las utanskóla en tilheyrði
avallt bekkjarsögninni 1934. Af 18
stúdentsbræðrum eru 12 látnir.
Sex eru eftir.
Leiðir skildu um tíma.
Þegar Jakob hafði lokið stúd-
entsprófi og við tók að ákvarða
frekara nám, kom margt til
greina. Hæfileikarnir voru svo
margir, söngnám, málaralist en
loks kaus hann lögfræðinám.
Ásamt laganámi sinnti Jakob
einnig málaralistinni og gekk í
tíma til Ásgríms Jónssonar og
Jóns Stefánssonar.
Bræðurnir Jakob og Jóhann
innrituðu sig í lagadeild Háskóla
íslands 1934. Luku þeir prófi, báð-
ir með fyrstu einkunn, vorið 1938,
eftir 4 ár. Það var afburða
frammistaða og það gátu ekki aðr-
ir en afburða námsmenn gert að
Ijúka lögfræðinni þá á 4 árum.
Ég flutti til Reykjavíkur 1953 og
þá endurnýjaðist vinátta okkar
Jakobs sem hefur haldizt til
hinzta dags.
Við áttum sameiginleg áhuga-
mál. Ásamt Jakobi var ég einn af
stofnendum klak- og eldisstöðvar
Húsavíkur. Við Jakob ásamt Böðv-
ari sýslumanni, syni mínum, vor-
um þeir aðilar sem stuðluðum að
stofnun félags um veiðisvæði
Fróðár á Snæfellsnesi árið 1971.
Jakob var formaður þessa félags
frá stofnun þess til hinztu stund-
ar. Við störfuðum saman í stjórn
félagsins en Jakob var formaður
og hinn leiðandi kraftur í allri
stjórn þess og verður starf hans og
staða seint fyllt.
Ég hefi aðeins minnzt á nokkra
þætti, sem við áttum sameiginlega
í glaðri og áhyggjulausri æsku.
Eitt vorið þegar ég fór frá Ak-
ureyri á leið heim til ísafjarðar
vildi svo til að Jakob og Jóhann
urðu samferða, því skipið skyldi
fyrst sigla til Húsavíkur. Vont var
í sjó á leiðinni fyrir Gjögra og inn
Skjálfandaflóa til Húsavíkur. Var
ég illa haldinn af sjóveiki.
Þegar skipið hafði verið bundið,
fóru bræður í land og Júlíus sýslu-
maður var kominn á bryggju og
breiddi út sinn heita faðm og
fagnaði sonum sínum. Mér var
auðvitað boðið heim til sýslu-
mannshjóna. Ég get ekki gleymt
því hve sýslumannsfrúin, Þórunn,
tók innilega vel á móti mér, rétt
eins og ég væri einn af þeim. Hún
gaf mér dýrlegan mat og fór ég vel
nestaður þaðan um borð.
Ég læt hér staðar numið úr
minningasjóði frá æskuárum.
Aðrir vinir Jakobs munu minnast
ýmissa annarra þátta í lífi hans.
Genginn er hinn bezti drengur
og fölskvalaus vinur. Blessuð sé
minning hans.
Jakob var kvæntur Birnu Ág-
ústsdóttur. Áttu þau saman þrjú
börn, Jakob, fiskifræðing, sem
kvæntur er Hólmfríði Gísladóttur,
Júlíus, stórkaupmann, sem kvænt-
ur er Ernu Hauksdóttur, og Ás-
laugu, sem gift er Ingimundi Kon-
ráðssyni framkvæmdastjóra.
Við hjónin, Heiða mín og ég,
vottum Birnu og börnum þeirra og
barnabörnum og systkinum Jak-
obs og öðrum ættingjum innilega
samúð. Bragi Eiríksson
í dag er til hinstu hvílu lagður
einn mesti unnandi íslenskrar
náttúru, víkingurinn Jakob V.
Hafstein. Nú, undir haust, með
hnígandi sól og sölnandi grösum,
um það leyti er veiðimenn hýsa
stengur sínar, lýkur jarðvist þess
manns sem með ótrauðri baráttu
sinni fyrir vexti og viðgangi laxa-
stofnsins hefir gert nafn sitt
ódauðlegt meðal ísl. stangveiði-
manna. Svo lengi sem veiðimenn
ganga vonglaðir að fossi og flúð
munu þeir minnast Jakobs Haf-
stein og ódeigrar baráttu hans
fyrir áhugamáli þeirra.
Það var sumarið 1971 sem ég
fyrst kynntist Jakobi og hans
indælu eiginkonu, frú Birnu.
Fyrsta erindi mitt við hann var að
fá leyfi í Fróðá á Snæfellsnesi en
Jakob hafði forystu meðal leigj-
enda árinnar og síðar eigenda frá
því ári og allt til dauðadags. Tókst
með okkur og fjölskyldum okkar
vinátta og samskipti, sem síðan
hefir engan skugga á borið. Vin-
átta Jakobs var hlý og trygg.
í fornsögunum er mikið um góð-
ar mannlýsingar. Væri Jakobi lýst