Morgunblaðið - 04.09.1982, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982
15
Bráðabirgðalög
— eftir Birgi Isl.
Gunnarsson alþm.
Útgáfa ríkisstjórnarinnar á
bráðabirgðalögum um efnahags-
aðgerðir hefur orðið tilefni all-
mikilla umræðna um réttmæti
þeirra, ekki síst þegar fyrir ligg-
ur, að 29 þingmenn hafa lýst
andstöðu við lögin og því komast
þau ekki í gegnum neðri deild
Alþingis. Þessar umræður gefa
tilefni til hugleiðinga um bráð-
abirgðalög almennt og hvort
ekki sé nauðsynlegt að taka til
endurskoðunar ákvæði stjórn-
arskrárinnar um bráðabirgða-
lög.
Heimildin frá 1874
Heimild til útgáfu
bráðabirgðalaga var tekin upp í
stjórnarskrána þegar árið 1874.
Þá voru aðstæður hér þannig, að
reglulegt Alþingi var aðeins háð
annað hvert ár og samgöngur
allar mjög erfiðar. Þá var valdið
lagt í hendur konungs að gefa út
slík lög „milli alþinga". Ákvæðið
í stjórnarskránni um bráða-
birgðalög hefur haldist síðan
með þeim breytingum, sem leitt
hafa af breyttri stjórnskipun,
þ.e. forseti gefur út bráðabirgða-
lög með atbeina og á ábyrgð
ráðherra.
Núgildandi ákvæði er í 28. gr.
stjórnarskrárinnar og er það
svohljóðandi: „Ef brýna nauðsyn
ber til getur forsetinn gefið út
bráðabirgðalög milli þinga. Ekki
mega þau þó ríða í bága við
stjórnarskrána. Ætíð skulu þau
lögð fyrir næsta Alþingi á eftir.
— Nú samþykkir Alþingi ekki
bráðabirgðalög og falla þau þá
úr gildi. — Bráðabirgðalög má
ekki gefa út, ef Alþingi hefur
„NauÖsyn á ákvæði
um útgáfu bráðabirgða-
laga er alls ekki eins
mikil og áður var. Bæði
situr þingið nú mun
lengur en áður og sam-
göngur orðnar þannig
að hægt er að kalla þing
saman með örstuttum
fyrirvara. Vaxandi til-
hneigingu ríkisstjórna
til útgáfu bráðabirgða-
laga á að mæta með því
að takmarka mjög
þennan rétt.“
samþykkt fjárlög fyrir fjár-
hagstímabilið."
Rúm túlkun
í framkvæmd hefur þetta
ákvæði í tímans rás verið túlkað
mjög rúmt. Þannig hefur verið
talið heimilt að gefa út bráða-
birgðalög í þingfrestun og stílaði
núverandi ríkisstjórn beinlínis
upp á það um áramótin 80/81 að
senda Alþingi í langt jólafrí til
að fá ráðrúm til útgáfu bráða-
birgðalaga um efnahagsmál. Þá
hefur ákvæðið um „brýna nauð-
syn“ verið skilið þannig, að það
er lagt í vald ráðherra að meta
nauðsynina og hefur það mat oft
verið umdeilanlegt.
í sambandi við útgáfu bráða-
birgðalaga hafa oft komið upp
umræður um það, hvort lögin
njóti stuðnings þingmeirihluta,
þegar þau eru gefin út. Hvort
svo er, skiptir ekki máli um gildi
þeirra, fyrr en á það reynir á
Alþingi og stjórnskipulega þarf
ríkisstjórn ekki að ganga úr
skugga um það fyrirfram, þótt
það sé æskilegt út frá stjórn-
málalegu og siðferðilegu sjónar-
miði.
Útgáfa bráða-
birgðalaga vaxandi
Útgáfa bráðabirgðalaga hefur
farið mjög vaxandi á síðari tím-
um. Bættar samgöngur og lengri
starfstími Alþingis hefði þó átt
að gera útgáfu bráðabirgðalaga
nauðsynjaminni en ella. Veikar
ríkisstjórnir hafa ríka tilhneig-
ingu til útgáfu bráðabirgðalaga.
Ef vafamál er um þingstyrk rík-
isstjórnar í einstökum málum,
er þægilegt að geta gripið til
bráðabirgðalaga og losna þannig
við óþægilegar pólitískar um-
ræður á Alþingi og samningavið-
ræður við erfiða þingmenn. Það
er allt annað fyrir þingmenn að
standa síðar frammi fyrir bráða-
birgðalögum sem gerðum hlut og
setja þannig á þau stimpil sam-
þykkis en að eiga að samþykkja
þau fyrirfram í þingflokkum rík-
isstjórna sem venjulegt þingmál.
í rauninni mætti hugsa sér að
núverandi ríkisstjórn gæti hald-
ið áfram leiknum með útgáfu
bráðabirgðalaga. Stuðnings-
menn ríkisstjórnarinnar munu
vafalaust reyna að þæfa nýút-
gefin bráðabirgðalög fram eftir
þingi — eða þar til hin tíma-
bundnu áhrif þeirra hafa að
fullu komið fram. Síðan er hægt
að senda Alþingi í langt jólaleyfi
og gefa þá út bráðabirgðalög að
nýju, þar sem reynt yrði að tak-
ast á við vandann 1. marz. Slíkt
væri að sjálfsögðu pólitískt sið-
leysi og brot á öllum reglum lýð-
ræðis og þingræðis, en stjórnar-
andstæðingar trúa því mæta vel
upp á núverandi rikisstjórn að
haga sér þannig.
Endurskoðun
nauðsynleg
Nauðsyn á ákvæði um útgáfu
bráðabirgðalaga er alls ekki eins
mikil og áður var. Bæði situr
þingið nú mun lengur en áður og
samgöngur orðnar þannig að
hægt er að kalla þing saman með
örstuttum fyrirvara. Vaxandi
tilhneigingu ríkisstjórna til út-
gáfu bráðabirgðalaga á að mæta
með því að takmarka mjög þenn-
an rétt. Hugsanlegt er að af-
nema hann með öllu eða a.m.k.
að takmarka heimildina við al-
veg sérstök tilvik, t.d. stríðs-
ástand, náttúruhamfarir eða ef
snögglega þarf að afstýra ein-
hverjum þjóðarvoða. Núgildandi
heimild til útgáfu bráðabirgða-
laga er alltof rúm og færir of
mikið vald frá Alþingi til ríkis-
stjórnar.
Þórður Þórðaraon í Sighifirói meó
framleióslu sem hann er þekktur
fyrir, þ.e. handlaugarboró meó sam-
steyptum skálum úr „gervimarm-
ara“. (Ljósm. MbU HBj.)
Siglufjörður:
Innflutta varan
þrisvar sinn-
um dýrari
ÞÓRÐUR Þórðarson á Siglu-
firði framleiðir vörur úr svo-
kölluðum gervimarmara, en
það er blanda úr polyester og
marmarasalla. Þórður keypti
framleiðsluleyfi þetta af
kanadísku fyrirtæki og hóf
framleiðslu undir vörumerki
þeirra, „Marble Ore“, árið
1975, á konuárinu, eins og
Þórður orðar það.
Þórður sagði í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins: „Ég var
fyrstur í Evrópu til að framleiða
handlaugar úr þessu efni og er
ennþá sá eini hér á landi með þær.
Nú er þetta komið víða um Evrópu
og þeir eru farnir að flytja þær
inn hérlendis, en þær seljast illa
því þær innfluttu eru þrisvar sinn-
um dýrari en mín framleiðsla."
Auk handlauganna framleiðir
Þórður alla mögulega hluti úr
gervimarmaranum, sem svo
gluggakistur, borðplötur, veggþilj-
ur og ýmsa smámuni. Vörurnar
fara mest í verslanir í Reykjavík
og seljast ágætlega. HBj.
Scrftfisknjsínubollur
Laugardaishanareyttar Veitlngar Þessa dagana í
A^k þ^^ögðu bornfr'fram re°tt? dar°9 PiZZUr
4tÞm1mS^PennanU' 9SÍnS'
saltfisk-rúsfnubf,funUkarfS-td'
Ljufferigt ekki satt?
nvernig vaeri að fiölskviwo t
aar-bá,suerðáHéimfeXen9'
veiti ngasal
mm
82
œ
&