Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 PlnrgmwMuliilí Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. Stefnir í stöðvun fiskveiðiflotans Það var hald manna, að megintilgangur bráðabirgða- laga og efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar hlyti að véra sá, að rétta af undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, ekki sízt sjávarútveg. Vaxandi taprekstur og skuldasöfn- un höfðu ýtt öllum greinum útflutningsframleiðslu að mörkum stöðvunar. Það kemur hinsvegar í ljós, að í kjölfar bráðabirgðalag- anna og fiskverðshækkunar verður meðaltap á minni tog- urum um 15%, lítillega minna á bátaflotanum en mun meira á stærri skuttogurum, að dómi Þjóðhagsstofnunar. í ályktun trúnaðarráðs LÍÚ segir: „Ljóst er að undir- stöðuatvinnuvegur þjóðarinnar verður ekki rekinn með slíkum halla og áframhaldandi rekstur leiðir einungis til skuldasöfnunar og stöðvunar flotans innan skamms tíma, nema viðunandi ráðstafanir verði gerðar til þess, að skip með meðalafla geti greitt skuldbindingar sínar. — Trún- aðarráð LÍÚ sér sig því knúið til að samþykkja stöðvun fiskiskipaflotans, samkvæmt heimild í b-lið 20. gr. sam- takanna." Útvegsmenn taka ekki slíka ákvörðun nema í nauðvörn. LIÚ hefur varað stjórnvöld við þeirri þróun mála, sem nú er orðin, allar götur frá því í júnímánuði sl. og lagt fram sundurliðaðar tillögur til úrbóta, en án árangurs. Fjölgun togara og aukin þátttaka loðnuskipa í þorsk- veiðum, samhliða verulegum aflasamdrætti, hækkun olíu, sem er 40% dýrari hér á landi til fiskiskipa en í nágrannalöndum, auk þeirrar almennu efnahagsþróunar, sem orðin er í þjóðarbúskapnum í tíð núverandi ríkis- stjórnar, hefur reyrt útveginn í tapfjötra. Ríkisvaldið hefur kosið þá leið, í stað þess að búa at- vinnuvegunum viðunandi rekstrarstöðu, að halda þeim við einhvers konar skömmtunarjötu, þar sem ráðherrar „£efa“ á garðann. Þannig geta þeir deilt og drottnað. Utvegurinn á sýnilega ekki upp á pallborðið hjá valdhöf- um, enda sjávarútvegsráðherrann í slappara lagi. Stjórnarstefnan hefur alið af sér samdrátt í þjóðarbúskap og framleiðslu, sem sagt hefur til sín í lakari lífskjörum. Sú aðgerð að stöðva fiskveiðiflotann er nauðvörn, sem sýnir betur en flest annað, hverskonar kák og sýndar- mennska fólst í bráðabirgðalögum og svokölluðum efna- hagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. • • Oldrunarráðherrar Það er ár aldraðra á íslandi. Formaður Alþýðubandalagsins fer með ráðuneyti öldrunar- og tryggingarmála. Fyrrverandi formaður þess fer með embætti fjármálaráðherra. Þessir tveir sungu „dúettinn" um „félagslega þjónustu" allar götur þangað til þeir settust á ráðherrastóla. Hver er dekksti bletturinn á samtíð þessara „félags- legu“ ráðherra? Tvímælalaust sá, að það skortir sjúkra- rými fyrir hundruð öldrunarsjúklinga, sem búa við óvið- unandi hjúkrunaraðstæður í heimahúsum. Hvert er mesta misréttið í höndum þeirra? Að margra dómi misréttið í lífeyrismálum hinna öldruðu, sem fyrst og fremst bitnar á fyrrum starfsfólki hins almenna vinnumarkaðar. Og svo er það ráðstöfunarfé gamla fólksins á vistheim- ilum. Það kom fram í sjónvarpsviðtali við forstöðumann eins slíks, að roskið vistfólk, sem hefur eingöngu ellilíf- eyri og tekjutryggingu að styðjast við, hefur aðeins rúm- lega 700 krónar á mánuði til ráðstöfunar, þegar húsnæði og fæði hefur verið greitt. Þessir fjármunir eiga að nægja fyrir öllu öðru: fatnaði, tóbaki, síma, lesmáli og hverju einu, sem nútíma lífshættir krefjast. A ári aldraðra skammta Svavar og Ragnar hinu roskna fólki annan kost en sjálfum sér, að ekki sé meira sagt. En þjóðin er a.m.k. reynslunni ríkari. Seðlabankinn lækkar innlánsbindmgu úr 5% í 2%: Áhersla lögð á að það gefur bönkunum ekki aukið svigrúm til útlána — Aukning innlána þriðjungi minni en í fyrra MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá Seðla- banka íslands, þar sem fjallað er um óhagstæða þróun pen- ingamála á þessu ári, og jafnframt er frá því skýrt að ákveðið hafi verið að lækka um sinn hina sérstöku innlánsbindingu, er innlánsstofnunum hafí verið gert að greiða, úr 5% í 2% af heildarinnlánum. Skýrt er þó tekið fram að þetta gefí bönk- um ekki aukið svigrúm til útlána. Frétt Seðlabankans er svohljóðandi: Þróun peningamála hefur verið mjög óhagstæð á þessu ári. Aukn- ing innlána fyrstu 7 mánuði ársins var þriðjungi lægri en á sama tímabili á síðastliðnu ári. Hins vegar dró ekki úr útlánaaukningu, þrátt fyrir tilraunir innlánastofn- ana til aðhalds. Af þessu hefur leitt mjög versnandi lausafjár- staða innlánsstofnana gagnvart Seðlabankanum og rýrnandi gjaldeyrisstaða. Orsakir þessarar þróunar eru margvíslegar. Minnk- andi sjávarafli og erfiðleikar á erlendum mörkuðum samfara vaxandi verðbólgu hefur leitt til versnandi afkomu fyrirtækja og aukinnar rekstrarfjárþarfar þeirra. Jafnframt hefur óvissa í efnahagsmálum ýtt undir inn- flutning og dregið úr sparifjár- myndun. Seðlabankinn hefur talið nauð- synlegt að bregðast við þessari þróun með því að bæta ávöxtun sparifjár og færa vexti óverð- tryggðra inn- og útlána til sam- ræmis við vaxandi verðbólgu. Hann hefur því talið vaxtabreyt- ingu mikilvægan þátt í heildarað- gerðum í efnahagsmálum, er stefndu að því að draga úr við- skiptahallanum við útlönd og koma á jafnvægi milli tekna og útgjalda þjóðarbúsins. Banka- stjórn Seðlabankans gerði því 11. ágúst sl. tillögu til ríkisstjórnar- innar bæði um gengisbreytingu, vaxtahækkun og innbyrðis sam- ræmingu lánskjara. Gengisbreyt- ingin kom, svo sem kunnugt er, til framkvæmda 23. ágúst ásamt ýmsum mikilvægum hliðarráð- stöfunum, sem ákveðnar voru með bráðabirgðalögum, er þá voru gef- in út. Ríkisstjórnin hefur hins vegar fyrir sitt leyti ekki ennþá fallizt á tillögur Seðlabankans um vaxtabreytingu, en bankastjórnin hefur átt rækilegar viðræður við viðskiptaráðherra um það mál að undanförnu. Er það enn skoðun bankans, að breytingar á ávöxtun- arkjörum lánsfjár sé nauðsynlegt skilyrði til þess að takast megi að koma að nýju á sæmilegum jöfn- uði á lánsfjármarkaðnum og í viðskiptum við útlönd. Hefur bankinn nú tillögugerð sína í þessu efni til endurskoðunar, og munu nýjar tillögur væntanlega lagðar fyrir ríkisstjórnina síðar í þessum mánuði. Á meðan ekki hefur tekizt að koma á jöfnuði milli aukningar innlána og útlána, ber brýna nauðsyn til, að innlánsstofnanir beiti ýtrasta aðhaldi í útlána- starfsemi sinni. Seðlabankinn hef- ur hins vegar talið óhjákvæmilegt vegna mikilla lausaskulda inn- lánsstofnana að lækka um sinn hina sérstöku innlánsbindingu, sem innlánsstofnunum er gert að greiða úr 5% í 2% af heildarinn- lánum. Mun sú lækkun taka gildi 10. þ.m. Bankastjórn Seðlabank- ans leggur áherzlu á, að með þess- ari aðgerð er eingöngu stefnt að því að draga úr skuldasöfnun inn- lánsstofnana við Seðlabankann, og gefur hún innlánsstofnunum ekk- ert svigrúm til aukinna útlána. Á fundi, er viðskiptaráðherra og bankastjórn Seðlabankans áttu með fulltrúum viðskiptabanka og sparisjóða í dag, ítrekaði banka- stjórn Seðiabankans þau sjónar- mið, sem hér hafa verið rakin, og lagði áherzlu á það meginatriði, að útlánastarfsemi bankanna og þjónusta þeirra við atvinnuvegina í landinu, hlýtur til lengdar að takmarkast af þeirri sparifjár- myndun, sem á sér stað í landinu. Alþjóðasjóður vegna olíutjóns: Bætir tjón að upphæð allt að 50 milljónir dollara NÚ ER staddur hér á landi R.H. Ganten, framkvæmdastjóri Alþjóða- sjóðs til aö bæta tjón af völdum olíu- mengunar. Til sjóðsins var stofnað með alþjóðasamningi 1971 af Al- þjóðasiglingamálastofnuninni (IMO), í framhaldi af alþjóðsamn- ingi um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengun- ar, sem gerður var 1969. f tilefni af veru framkvæmdastjórans hér á landi voru blaðamenn boðaðir til fundar, þar sem starfsemi sjóðsins var kynnt. Tilgangur sjóðsins er að bæta tjón af völdum olíumengunar sjávar, sé tjónið meira en svo, að venjuleg trygging dekki það og því valdi olíuskip með flutningi á olíu. Tryggingum vegna skaða sem flutningur olíu getur valdið er þannig hagað, að tryggingarupp- hæð er miðuð við stærð skipa, þ.e.a.s. hvert tonn er tryggt fyrir ákveðna upphæð. Hámarksupp- hæð slíkrar tryggingar á stærstu skipunum er 16 milljónir dollara, en sú staða getur auðvitað komið upp, þar sem lítil skip, sem eru tryggð fyrir minni upphæð, valda miklu tjóni. Það var því ljóst að þörf var fyrir aðila sem tryggði eftir öðrum reglum og fyrir hærri upphæð, þar sem tjón af völdum olíumengunar getur verið gífur- legt. Sjóðurinn tryggir tjón að upphæð allt að 50 milljónir doll- ara. Sé tjónið stærra, fá menn hlutfallslega minna greitt í sam- ræmi við það. Iðgjöldum til sjóðsins er þannig háttað, að greiðslur miðast við innflutning á gjaldskyldri olíu sérhvers aðildarríkis. Gjaldið er tekið beint af olíufélögum viðkom- andi landa og lágmarksviðmiðun- in til að vera gjaldskyldur er að innflutningurinn nemi 150 þúsund lestum. Sú er ástæða þess að við Islendingar þurfum ekki að greiða nein iðgjöld til sjóðsins, þrátt fyrir að við erum fullgildir með- limir hans, þar sem innflutningur hvers olíufélags um sig hér á landi nær ekki 150 þúsund tonnum. í öllu falli hefðu iðgjöldin, sem við hefðum þurft að borga, verið hverfandi, þar sem heildarinn- flutningur aðildarríkja sjóðsins á olíu, sem iðgjöld eru greidd af, nemur 880 milljónum tonna. Sjóð- urinn safnar ekki fé, heldur eru iðgjöld innheimt eftir á, í sam- ræmi við þær kröfur sem gerðar hafa verið á sjóðinn og verið sam- þykktar. Aðildarþjóðir sjóðsins eru 26. Að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins R.H. Ganten hefur inn- heimta fjár frá olíufélögunum gengið mjög vel. Sjóðurinn hóf starfsemi sína 1978 og á fyrstu fjórum árunum, sem hann hefur starfað, hafa komið fram kröfur á hendur sjóðnum upp á 41 milljón sterlingspunda, vegna 14 slysa. Þrátt fyrir að mikið fé fari um hendur sjóðsins, krefst hann mjög fámenns starfsliðs. Starfsmenn eru aðeins 6, auk framkvæmda- stjórans, varaframkvæmdastjóri, gjaldkeri og þrír ritarar. Sjóður- inn heyrir undir ráð, sem í eiga sæti 8 af aðildarþjóðunum 26. í máli R.H. Ganten kom fram, að sjóður þessi gæti orðið íslend- ingum mikilvægur, ef hér yrði skaði vegna olíu. Benti hann á í því sambandi, að í Japan, þar sem 7 þeirra 14 slysa, sem fyrr voru nefnd, hafa orðið, hefur mestur hluti skaðabótanna farið til fiski- manna, vegna skaða sem þeir hafa orðið fyrir vegna fiskimiða. Frá blaðamannafundinum. Talið frá vinstri: Jón Ævar Þorgeirsson, fulltrúi hjá Siglingamálastofnuninni, R.H. Ganten, framkvæmdastjóri Alþjóðasjóðs- ins og Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri. i.jónmjnd Mbi. Emiii*.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.