Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982
miskunnsami
Samverjinn.
TM Reg U S Pal Oft -all rlghts reserved
• 1982 Los Angeles Times Syndlcate
Kcmur ekki til mála að ég falli á
götuna fyrir byssukúlu í glænýjum
fötum.
Já, vekja gestinn með kossi. — Ég
læt næturvörðinn vita það!
Þjónustusalur Aðaljárnbrautarstöðvarinnar eða Hovedbanegárden. „Starfsmenn DSB eru ávallt á ferðinni með
sópinn, að þrífa, og verður stöðin að teljast mjög hreinleg miðað við það álag sem þar er, þar sem allt fram
streymir endalaust."
Ég sé ekki ástæðu
til að hneykslast
Jón M. járnsmiður skrifar:
„Ágæti Velvakandi!
Mig langar til að biðja þig
fyrir nokkrar línur, m.a. vegna
skrifa nafnnúmers 8549—9814 í
opnu þína föstudaginn 27. ágúst
sl.: „Hvarvetna erlendis mætir
manni þessi leiðinlega sjón,“
segir þar, og fær Aðaljárnbraut-
arstöðin í Kaupmannahöfn sinn
skammt, og 8549—9814 hneyksl-
ast á mannlífinu þar.
Ég er nýkominn frá Höfn og
átti þó nokkrum sinnum leið um
Hovedbanegárden, þar sem ég
hreifst af litriku mannlífi. Við
getum ekki búist við paradís á
jörðu, um leið og dansað er
kringum gullkálfinn. Við íslend-
ingar erum ferðasjúkir. Þess
vegna verður að gera ráð fyrir að
eins sé ástatt hjá öðrum þjóðum,
því að „forvitin börn vita mest“,
segir máltækið.
Um háferðamannatímann
(júlí—ágúst) setur ungt fólk
skemmtilegan svip á mannlífið í
stórhýsi Hovedbg., með sinn
ferðabúnað, sem samanstendur
oftast af bakpoka, þunnri dýnu,
léttu tjaldi, fjallgönguskóm með
meiru. Stundum er það margt
saman, stundum parað. Þá eru
efnin oft takmörkuð og sparsemi
nauðsynleg. Oft þarf að bíða eft-
ir lest. Hvað er þá til ráða? Þol-
inmæði, breiða mottuna sína á
gólfið í einhverju horninu og fá
sér kríu. Og það er þetta sem
gerist. Það slæðast inn ógæfu-
menn þjóðfélagsins, sbr. á
Hlemmi. Við getum bara sagt að
Hovedbg. sé heimur í hnotskurn,
þegar grannt er skoðað.
Ekki vantar þjónustuna.
Þarna er pósthús, kjörbúð,
blaða- og bókasala (kiosk), apót-
ek, blómabúð, snyrtivöruverslun,
farangursgeymsla, fljótbitastað-
ur, restaurant og svona mætti
lengi telja, s.s. þjónusta við gesti
og gangandi.
Starfsmenn DSB eru ávallt á
ferðinni með sópinn, að þrífa, og
verður stöðin að teljast mjög
hreinleg miðað við það álag sem
þar er, þar sem allt fram
streymir endalaust.
Ég sé ekki ástæðu til að
hneykslast á litríku mannlífi á
Hovedbg. Þar er kannski kelað,
en hitt held ég að sé látið kyrrt
liggja.
Ef við viljum gera okkur að
siðapostulum, þá skulum við
byrja á heimaslóðum.
Með þökk.“
HÖGNI HREKKVlSI
wBKJÁluPO BÍMU, &BK.AST MÚ pEGAR ZÚPAgr
GJAFifi? I STORUM ST/L'"
Nær útilokað að gera samanburð
„S“ skrifar:
„I Velvakanda hinn 2. sept.
svarar Arndís Smáradóttir fyrir-
spurn Rósu Vilhjálmsdóttur varð-
andi „lægstu" laun. Koma fram í
svarinu tvær tölur byrjunarlauna,
annarsvegar kr. 7.500 á mánuði,
hinsvegar kr. 6.692.
Þegar slíkar tölur eru fram-
bornar, er nánast útilokað að gera
nokkurn marktækan samanburð á
þessum launum eða öðrum, nema
gleggri upplýsingar liggi fyrir. Að
baki samningsbundinna launa eru
margir þættir sem varða viðkom-
andi starf, eru ræddir við samn-
ingsgerð og teknir til greina með
misjöfnum þunga þó.
í svari Arndísar (kr. 6.692) kem-
ur fram að um nokkra ábyrgð er
að ræða í starfi hennar eins og
hlýtur að vera í öllum störfum, þó
ekki um stjórnunarlega ábyrgð að
ræða. Starfið er unnið innandyra,
engin vosbúð né sérstök slysa- eða
lífshætta virðist fylgja því.
Ekki kemur fram, hvort sér-
stakar námskröfur eru gerðar
vegna þessara starfa, né hvort
starfsreynslu sé krafist.
Ekkert er getið um Iengd dag-
legs vinnutíma, fjöld frídaga,
hvort starfið bjóði upp á full-verð-
tryggðan lífeyrissjóð, frítt eða
niðurgreitt fæði og barnapössun
eða önnur hlunnindi.
Þótt mér þyki vanta mikið á að
framangreindur samanburður fái
staðist, breytir það ekki þeirri
staðreynd að umrædd laun eru of
lág þegar tekið er tillit til verð-
lags, óðaverðbólgu og óbilgjarnrar
skattheimtu. En við hverju er að
búast þegar við völd er verka-
lýðsfjandsamleg ríkisstjórn sem
skirrist ekki við að skerða ítrekað
samninga verkalýðsfélaga og
verðbætur á laun með lögum,
þrátt fyrir öll stóru orðin, þegar
þeir voru að brölta í ráðherrastól-
ana.
En hvað finnst leppum ráðherr-
anna í stjórnum launþegasamtaka
eins og ASÍ og BSRB um slík
laun?“
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til aó skrifa þættinum um hvaóeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til
rdstudaga, ef þeir koma því ekki vió að skrifa. Meóal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og oróaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisfong veróa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar \
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lescnda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.