Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.09.1982, Qupperneq 44
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Sími á ritstjóm og skrifstofu: 'N 10100 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982 90 starfsmenn Hafskips skora á Guðmund J. Tek áskoranir mjög alvarlega — segir Guðmundur J. Guðmundsson, „oddamaður stjórnarliða á Alþingi“ „K(> TKK mjög alvarlega allar iskoranir frá Dagsbrúnarmönnum, hvar i flokki sem þeir standa. Kf þeir eru Dagsbrúnarmenn þá tek ég mjög alvarlega áskoranir þeirra. Ég vona að ég geti haldið áfram trausti þeirra,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson alþingismaður og formað- ur Dagsbrúnar, er Mbl. spurði hann í gærkvöldi hvernig hann stli að bregðast við áskorunum sem nú þeg- ar hafa borist frá 140 Dagsbrúnar- mönnum í Bæjarútgerð Keykjavíkur og llafskip um að hann greiði at- kvæði gegn bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar á Alþingi, en þau fela m.a. í sér umtalsverða skerðingu launa. Guðmundur var þá spurður hvort þetta svar hans þýddi, að hann myndi greiða atkvæði gegn bráða- birgðalögunum, eins og Dagsbrún- armenn krefjast af honum. Hann svaraði: „Eg mun skýra það ítarlega síðar.“ Þá var Guðmundur einnig spurður álits á bráðabirgðalögunum og sérstaklega þeim kafla sem felur í sér visitöluskerðinguna. Hann svaraði: „Eg vil ekki tjá mig um þau a þessu stigi, en mun gera það ítar- lega síðar.“ Auk áskorana 50 Dagsbrúnar- manna í Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem Mbl. hefur greint frá barst blaðinu tilkynning frá, Dagsbrúnar- mönnum hjá Hafskip í gær þar sem kemur fram, að í tveimur kaffitím- um síðdegis á fimmtudag og á föstu- dagsmorgun 3. september hafi 90 starfsmenn við skipa- og vöruaf- greiðslu Hafskips ritað nöfn sín á undirskriftalista með áskorun á Guðmund J. Guðmundsson formann Dagsbrúnar og Verkamannasam- bandsins, og „núverandi oddamann stjórnarliða á Alþingi" eins og þar segir, að beita atkvæði sínu á Al- þingi gegn þeim bráðabirgðalögum, sem ríkisstjórnin setti nýverið. I til- kynningunni segir og, að fullur hug- ur sé hjá Dagsbrúnarmönnum hjá Eimskip, Ríkisskip og Togaraaf- greiðslunni að taka undir áskoranir Dagsbrúnarmanna hjá BÚR og Haf- skip. I áskorun starfsmanna Hafskips segir: „Við viljum treysta því, að hann bregðist nú jafn skörulega við til varnar launþegum og hann gerði af svipuðu tilefni árið 1978.“ Segir í tilkynningu frá starfsmönnunum að þessir 90 starfsmenn Hafskips við höfnina sem skrifuðu undir áskor- unina séu yfirgnæfandi meirihluti allra hafnarstarfsmanna þess. Jónas Rafnar: Lagar aö- eins stöðu bankanna „l'KTTA lagar að sjálfsögðu eitt- hvað stöðuna, en hún hefur verið sla-m frá því í vor,“ sagði Jónas Kafnar bankastjóri fltvegsbankans í samtali við blaðamann Morgun blaðsins í gær, er hann var spurður hvort lækkun bindiskyldu Seðla- bankans úr 5% i 2% breytti miklu um stöðu Útvegsbankans. „Ekki er hægt að neita því að þetta hefur áhrif á stöðuna í rétta átt,“ sagði Jónas ennfrem- ur, „hér er þó ekki um neina bylt- ingu að ræða. Til þess er þetta of lítill hluti þess sem okkur er gert að binda hjá Seðlabankanum, þetta er aðeins viðbótabindi- skyldan sem er lækkuð, en sam- tals er innlánsstofnunum skylt að binda um 30% af heildarinn- lánunum." Jónas kvað erfitt að spá fyrir um hvernig þróun peningamála yrði á næstunni, menn vonuðu hið besta, en útlitið væri ekki gott. Innlánsaukning væri mun minni en var í fyrra, og ekki útlit fyrir að sú þróun snerist við á síðustu mánuðum þessa árs. Þá hefðu vanskil farið vaxandi að undanförnu, og gerðu þau bönk- unum enn erfiðara fyrir. „En þessi lækkun sérstakrar bindi- skyldu lagar stöðuna aðeins, en ræður engum úrslitum, það er aðalatriðið," sagði Jónas Rafnar að lokum. MorRunblaÖið/Emilía. lljálparstofnun kirkjunnar gengst þessa dagana fyrir fjársöfnun til aðstoðar hjálparsveitum við endurnýjun útbúnaðar þeirra. Til þess að minna á þessa fjársöfnun hafa þessir aðilar gert mönnum dagamun með sýningum. I gær sigu félagar úr Hjálparsveit skáta niður vegginn á húsi Útvegsbankans. Myndin er tekin við það tækifæri. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra: Heildarlausn er von- laus fyrir 10. sept. „ÞAÐ hefur verið fundað tvívegis i dag með aðiljum LÍÚ. Fyrst ræddum við forsætisráðherra og iðnaðarráðherra við þá og var þá almennt farið yfir samþykkt LÍÚ og aðgerðir rikisstjórnarinnar. Siðdegis var farið ítarlegar yfir þessa hluti með fulltrúum Þjóðhagsstofnunar og fleiri aðiljum. Ég gerði þar grein fyrir þeim leiðum, sem hafa verið í gangi til að lækka olíukostnað útgerðarinnar. Málið var sem sagt rætt almennt og síðan sett í gang vinna, sem miðast við það að finna hvernig megi lækka kostnað útgerðarinnar eftir ýmsum leiðum," sagði sjávarút- vegsráðherra, Steingrímur Hermannsson, er hann var inntur frétta af fundum hans með fulltrúum LÍÚ í gær. Hverjar eru helztu leiðir, sem þú telur geta leyst vandann? „Það eru helzt hugmyndir um lækkun á kostnaðarliðum útgerðar- innar, sem ég hef sett fram og menn hafa talið að lækkun á olíukostnaði að minnsta kosti væri að einhverju leyti raunhæf og ætti að vera fram- kvæmanleg. Hins vegar er lækkun á fjármagnskostnaði meiri erfiðleik- um háð, en mín skoðun er nú sú að það sé ekki minni baggi. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig í smáatrið- um um þetta mál. Það er unnið í því og aðilar þess hafa orðið sammála um að rekja ekki gang mála í fjöl- miðlum.“ Nú telja fulltrúar sjómanna að þú Vaxandi neysla fíkniefna: Ný og enn hættulegri efiii ryðja sér til rúms 26% nemenda í framhaldsskól- um á höfuðborgarsvæðinu hafa neytt kannabisefna, samkvæmt könnun sem gerð var af hálfu heil- brigðisráðuneytisins á síðastliðn- um vetri. Rétt um 30% nemenda eins framhaldsskólans í Reykja- vík, sem spurðir voru, segjast hafa neytt kannabisefna í könnun, sem þar var gerð. Aukning á neyslu fikniefna í þeim skóla er talin vera 50% á fjórum árum. Kannanir hafa verið gerðar í skólum víða um land. Neysla fíkniefna er minni úti á lands- byggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Þannig segjast 13,6% nemenda í framhaldsskólum úti á landi hafa neytt kannabisefna. Mbl. mun á næstunni birta greinar um fíkniefnavandann. Fólk, sem tengt er fíkniefna- heiminum, og lögregla eru sam- mála um, að breytingar eigi sér nú stað. Að ný og hættulegri efni séu að ryðja sér til rúms. Hass sé langmest neytt, en svokallaðs „speed“ og LSD sé neytt í vax- andi mæli og einnig hefur borið á kókaíni á markaði hér á landi. Erfitt er að meta hve miklu er smyglað til landsins. Einn við- mælenda Mbl. segir, að meðal fólks í fíkniefnaheiminum sé tal- ið, að um einu tonni af kannabis- efnum hafi verið smyglað til landsins á síðastliðnu ári. Gisli Björnsson, fulltrúi í fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík, telur þessa tölu nærri lagi. Til eru þeir, sem telja að mun meira sé smyglað til landsins. Hrafn Pálsson, félagsráðgjafi telur, að áætla megi að allt að þriggja tonna hafi verið neytt hér á landi á síðastliðnu ári. Hver sem talan er, þá er ljóst að fórnarlömb fíkniefna eru mörg á liðnum árum. Lögreglu- menn minnast á milli 15—20 manna, sem á undanförnum ár- um hafa látist af völdum fíkni- efna, beint eða óbeint. Sam- kvæmt könnun danskra heil- brigðisyfirvalda er talið að ís- lenskir heróínistar í Danmörku séu eitthvað innan við tíu. Sjá fréttaskýringu á bls. 12. hafir gefið vilyrði fyrir meiri fisk- verðshækkun en raunin varð á. „Ég bauð bæði Kristjáni Ragn- arssyni og Ingólfi Ingólfssyni, full- trúum LÍU og sjómanna, í vitna við- urvist að beita mér fyrir 20% fisk- verðshækkun. Ég tel að staða út- gerðarinnar sé svo slæm, að það væri verjanlegt þó það hefði þrengt að fiskvinnslunni, en Kristján hafn- aði þessu þar sem hann taldi það ekki nægjanlegt að hækka fiskverð." Býst þú við að lausn verði fundin fyrir 10. þessa mánaðar, er útgerð- armenn ætla að byrja að sigla skip- um sínum til hafnar? „LÍÚ hefur ekki boðið neinn frest á þessu og mér finnst það mikið bráðræði að hefja aðgerðir svona snemma, þar sem Ijóst er að það sem þeir fara fram á næst ekki fram á einni viku. Kröfur þeirra eru miklu meiri en við höfum áður séð. Það er alveg vonlaust að það náist allt fyrir 10. Vissa þætti gætum við vissulega boðið þeim fyrir þennan tíma, en ekki það sem skilja má að þeir heimti í samþykkt sinni. Það getur ekki gengið að menn heimti alltaf stærri bita af kökunni þegar þjóðar- tekjur fara minnkandi,“ sagði Steingrímur. Forseti íslands til Bandaríkjanna FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, heldur til Bandaríkj- anna í dag. Þar verður Vigdís full- trúi Norðurlanda við opnun sýn- ingarinnar „Scandinavia today“. Við opnun sýningarinnar mun for- setinn ávarpa sýningargesti, en einnig mun forsetinn ræða við for- seta Bandaríkjanna, Ronald Reag- an. Alls mun forsetinn verða í tæplega 20 daga í þessari ferð og fara víða um Bandaríkin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.