Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 12
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 skjöldu. Ætla má að hann hafi lagt meiri rækt við skákina en áð- ur, eftir að hann ákvað að þiggja skóiavistina í Harvard. Vilhjálm- ur skýrir svo frá að þeim Shaler hafi fallið þessar málalyktir ákaf- lega þungt. Ekki var þó ein báran stök í vestandvöl Björns. Vil- hjálmi segist svo frá: „Hann varð altekinn þeirri hugsun, að hann væri að missa vitið. Einmitt þegar við hinir töld- um, að hann ætti að vera gramur eða reiður vegna þess, að einhverj- ar reglur hindruðu að hann gæti keppt, kom hann á fund minn og tjáði mér að hann væri að bila andlega." Og síðar: „Ég held að það hafi haft mest áhrif á Björn, að honum var ómögulegt að gleyma. Nær frá bernsku mundi hann hverja skák, sem hann hafði teflt; hann gat stillt skákum upp eftir minni og skilgreint í huganum mistökin, sem honum eða andstæðingunum höfðu orðið á. Að líkindum taldi ég þetta ekki nógu alvarlegt, þegar hann sagði mér frá því, þar eð ég hélt, að ég gæti fengið hann til að skipta um skoðun með því að hlæja að honum. En einum eða tveimur dögum síðar var hann horfinn." Gegn Frank Marshall Ennfremur: „Nokkru síðar barst bréf frá Winnipeg. Ættingi Björns hafði útvegað honum starf við múrsteina- og kalkburð. Björn var þá staðráðinn í að tefla aldrei skák framar, og með því að strita, þar til hann yrði dauðuppgefinn og dytti út af í draumlausan svefn á hverju kvöldi, gæti hann kannski haldið vitinu. Allir, sem voru kunnugir honum, voru mér sammála um, að best væri fyrir mig að hafast ekki að.“ Vilhjálmur segir að prófessor Mavor hafi orðið fyrir vonbrigðum þegar hann frétti hver örlög Björns hefðu orðið. Hann hafði lagt á ráðin um að afla Birni fjár og frama með því að efna til sýn- isskáka (fjölteflis) um Kanada þvert og endilangt. Vilhjálmur greinir frá því þegar hinn heimsfrægi skákmeistari Banda- ríkjanna Frank Marshall tefldi fjöltefli í Winnipeg, en það mun líklega hafa verið sumarið 1906. Einhver kunningi Björns hafði fengið hann með sér til að vera á meðal áhorfenda. Einn skák- manna Winnipeg mætti ekki til leiks. Nokkrir viðstaddra sem vissu að Björn gat teflt „bókstaf- lega drógu hann að auðu borðinu", eins og Vilhjálmur orðar það. Skák þeirra Marshalls hófst með eðlilegum hætti: „Eftir nokkra leiki virtist Marshall forviða. Hann kvartaði um það síðar, að menn hefðu átt að aðvara hann, og sagði, að þessi skákmaður hefði átt að vera á fyrsta borði. Marshall tapaði þess- ari einu skák í fjölteflinu, en lét í ljós ósk um að tefla aðra skák við Björn. Hann neitaði hins vegar að tefla aftur og tefldi aldrei framar, að minnsta kosti ekki í Winnipeg. Skák hans við Marshall virðist vera hin eina, sem hann tefldi vestanhafs, er varðveitt hefir ver- ið. Hún birtist í Lasker’s Chess Magazine eftir uppskrift í Winni- peg“ Um Björn Pálsson Kalman er óvenju litlar upplýsingar að hafa, sérstaklega þó um skákferil hans. í afmælisriti Taflfélags Reykja- víkur er hans þó getið á einum stað. Pétur Zophaníasson, sem bar höfuð og herðar yfir íslenska skákmenn í byrjun aldarinnar, nefnir einn mann í bókinni sem komist hafði með tærnar þar sem hann hafði hælana. Pétur skrifar: „Rétt eftir að félagið var stofnað (árið 1900) gekk Björn Kalman málaflutningsmaður í það. Hann tók miklum framförum og var munur okkar um 1904 mjög lítill." Þá segir Pétur að eftir að Björn hafi komið til Vesturheims hafi hann teflt mjög mikið við Magnús Smith og verið jafn honum. Skákstyrkur Björns En hvað segir þetta okkur um skákstyrk Björns? í fyrsta lagi er Björn, annar frá hægri, ásamt frændum s/num, sonum Jóns Ólafssonar ritstjóra. athyglisvert að Pétur nefnir Björn sem dæmi um ungan mann sem tekur mjög örum framförum. I annan stað sem dæmi um mann sem hafi komist sér næst að styrkleika. Athygli vekur að það líða ekki nema þrjú ár frá því Björn byrjar að tefla og þar til hann tvítugur kemur næst besta skákmanni landsins að styrkleika. Samkvæmt upplýsingum grein- arhöfundar hugsaði Björn mjög mikið um skák í Kaupmannahöfn veturinn 1904 til 1905. Það er því ekki fráleitt að ætla, miðað við hinar öru framfarir hér heima, að Björn hafi verið fljótur að gera meira en að jafna þennan „mjög litla“ mun sem Pétur segir að hafi verð þeirra í millum á öndverðu ári 1904. Líklega segir það þó enn meira um skákstyrk Björns að hann hafi „teflt mjög mikið við Magnús Smith og verið jafn honum", eins og Pétur staðhæfir. Saga Magnús- ar er ævintýri útaf fyrir sig. Hann fæddist í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi í desember 1867, son- ur Magnúsar Árnasonar á Rauða- mel. Föður sinn missti Magnús ungur og fyrir fátæktarsakir sá hann ekki fram á að njóta hér heima þeirrar menntunar sem hugur hans stóð til. Einn síns liðs hélt hann vestur til Kanada árið 1885, þá aðeins 17 ára. Helstu hugðarefni Magnúsar þar vestra urðu fljótt rafmagnsfræði og skák, en í þeirri list tók hann strax miklum framförum. Þrisvar sinnum tók Magnús þátt í Kanadameistaramótinu í skák og varð hann Kanadameist- ari í öll skiptin; 1899,1903 og 1906. Árið 1907 kom sjálfur heims- meistarinn í skák, Dr. Emanuel Lasker, tii Kanada. Lasker var þýskur stærðfræðiprófessor af Gyðingaættum sem unnið hafði heimsmeistaratitilinn af Steinitz árið 1894. Hann var nú búsettur í New York þar sem hann gaf út hið fræga skákrit Lasker’s Chess Magazine. Heimskringla birtir frétt um komu Laskers þann 20. júní 1907: „Dr. Lasker, taflkappinn heims- frægi, sem var hér í bænum fyrir nokkrum dögum, fékk svo mikið álit á landa vorum Magnúsi Smith við þá litlu viðkynningu, sem hann hafði af honum þau tvö kvöld, sem þeir kynntust hér, að hann bauð Magnúsi stöðu við ritstjórn þeirra taflblaða, sem dr. Lasker gefur út í þágu tafllistarinnar. — Dr. Lask- er sagði ennfremur, að það væri ósk sín að hafa hr. Smith sem tafl- félaga til að æfa sig við til undir- búnings, er hann þarf að tefla í keppni til að verja taflheiður sinn. Þessi staðhæfing taflkappans sýn- ir best hve mikið álit hann hefur á taflþekking Magnúsar. Landar Magnúsar hér munu allir óska honum til lukku í þessari nýju stöðu hans. Magnús fer héðan al- farinn til New York innan fárra daga.“ Eins og segir í Heimskringlu fluttist Magnús til New York og gerðist leikbróðir Laskers og með- ritstjóri að Lasker’s Chess Maga- zine. Gat nú Magnús sér gott orð, ekki síst fyrir afrek sín í frægasta skákklúbbi Bandaríkjanna ,The Manhattan Chess Club. Um Lask- er er það að segja að hann hélt heimsmeistaratitlinum í 27 ár samfellt, eða þangað til Caba- blanca vann hann árið 1921. Eng- inn skákmaður fyrr eða síðar hef- ur komist nálægt því að slá þetta met Laskers. Féll jafnan í sömu gryfjuna Af framansögðu má nokkuð Ijóst vera að þeir Magnús og Björn hafa ekki verið neinir amlóðar til höfuðsins. En sem fyrr greinir tekur Björn þá afdráttarlausu ákvörðun að hætta skákiðkun, ein- mitt þegar hann er að komast í hóp hinna fremstu snillinga. Þeg- ar hann hafði ráðið bót á svefn- truflunum þeim er skákin olli hon- um, hætti hann múrsteina- og kalkburði og réðst til starfa við vestur-íslenska blaðið Lögberg. Þar starfaði hann fyrst sem blaða- maður en síðan meðritstjóri í hálft annað ár. Síðla árs 1908 snýr Björn heim til íslands og er hon- um haldið veglegt samsæti áður af því tilefni, auk þess sem honum er fært forláta gullúr með árituðu fangamarki. í kveðjuorðum fimmtudaginn 26. nóvember 1908 segir Lögberg m.a.: „Hann (Björn) hefir margt í það (Lögberg) ritað fróðlegt og hugkvæmt, og vér er- um þess fullvísir, að hann hefir mikla blaðamenskuhæfileika, dómgreind, smekkvísi og þekk- ingu. Hann er prýðilega vel að sér ekki eldri maður." — „Við þökkum Birni fyrir alúð hans og góða hjálp við blaðið í samvinnu við oss, óskum honum allrar velgengni heima á ættjörðinni og vonum að miklir og góðir hæfileikar hans fái þar að njóta sín sem allra best.“ Er heim var komið hóf Björn laganám og lauk Iögmannsprófi árið 1912. Upp frá því fékkst hann við ýmis störf lögfræðilegs eðlis, auk þess sem hann ritstýrði blað- inu Reykjavík um eins árs skeið árin 1912 og ’13. í október kvænist hann Mörtu Maríu Indriðadóttur leikkonu, dóttur Indriða Einars- Einarssonar, leikritaskálds og fyrsta hagfræðings íslendinga. Björn tók upp ættarnafnið Kalm- an árið 1916 og varð fljótt þekkt- ari undir nafninu Björn Kalman en Björn Pálsson. Eftir að Björn kom heim fór strax orð af honum sem miklum skáksnillingi er tefldi jafnt blind- andi sem sjáandi. Um þennan orð- róm var hann jafnan fámáll. Ein- hverju sinni munu skákáhuga- menn hafa fengið hann til að tefla en það orðið stutt gaman því Björn féll jafnan í sömu gryfju og fyrr; skákirnar festust í huganum og hann fékk ekki svefnfrið. Vit- andi um hæfileika sína hefur þessi óáran vafalaust lagst þungt á Björn. Ein af þessum tilraunum hans til að tefla að nýju mun hafa farð fram í Bárunni (bílastæðið á horni Tjarnargötu og Vonarstræt- is) þar sem Björn tefldi fjöltefli — hann blindandi en keppinautarnir sjáandi. Segir sagan að keppinaut- ar Björns hafi ekki verið upp- litsdjarfir að þeim bardaga lokn- um. „Illa dreymir drenginn minn“ Ósigur Björns gegn sjálfum sér í skákinni var aðeins eitt áfallið af mörgum sem hann varð fyrir á misviðrasömu lífshlaupi. Geðslag hans var mjög sveiflukennt þann- ig að á stundum dró hann sig í hlé svo vikum skipti vegna þunglyndis. Féllust honum þá hendur í lífsbaráttunni, varð kvíð- inn og fámáll. Hákon Bjarnason fyrrum skógræktarstjóri, sem þekkti Björn kvað gerst af núlif- andi mönnum, héfur tjáð grein- arhöfundi að Björn hafi gert sér mætavel grein fyrir þessum hæð- um og lægðum í fari sínu og kunn- að að hegða sér samkvæmt því. Árið 1924 veiktist Björn í mænu, með þeim afleiðingum að hann dofnaði í vinstra helmingi líkamans og gekk haltur upp frá því. Honum mun þó hafa batnað mænuveikin að einhverju marki en aldrei svo að hann gengi heill til skógar. Stuttu eftir að hann veiktist skildu þau Marta Indriða- dóttir. Næstu ár stundaði Björn málflutningsstörf með hléum, því til að lina andlegar og líkamlegar þjáningar var hann farinn að nota áfengi í meira mæli en aðrir menn. Sá er þetta ritar hefur lagt sig nokkuð fram um að hafa upp á fólki sem þekkti Björn Kalman. Þó eftirtekjan sé rýr, eru umsagnirn- ar um hann allstaðar nær sam- hljóma: Björn var óvenju greindur maður með vítt áhugasvið. Hann var skapmikill ef því var að skipta og þungur, nema helst þegar hann var með í staupinu. Þrátt fyrir þetta var hann prúðmenni, vand- aður og kurteis í öllum samskipt- um við fólk. Þá ber mönnum sam- an um að slyngari og eftirsóttari málflutningsmaður en Björn hafi varla fyrirfundist í bænum. Þeir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.