Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 3 Ríkisstarfsmenn: Kosið á vinnustöðum 17. til 19. september Allsherjaratkvæðagreiðsla ríkisstarfsmanna BSRB um að- alkjarasamning verður 15.—17. september næstkomandi. Á vegum yfírkjörstjórnar fer nú fram undirbúningur atkvæða- greiðslunnar. Atkvæða- greiðslan á að vera skrifleg og leynileg. Á höfuðborgarsvæð- inu sjá aðildarfélögin um fram- kvæmd atkvæðagreiðslunnar og munu trúnaðarmenn af- henda félagsmönnum kjör- gögnin á vinnustað. Félags- menn utan höfuðborgarsvæðis- ins fá kjörgögnin send í pósti á vinnustað og geta þeir kosið strax og þeir fá kjörgögnin, og síðan eiga þeir að póstieggja at- kvæðin í síðasta lagi 17. sept- ember. Atkvæði sem póstlögð verða eftir þann dag teljast ógild. Hafí einhver félagsmað- ur ekki fengið kjörgögn í hend- ur að kvöldi þess fímmtánda getur hann farið á næsta póst- hús og fengið þar kjörgögn en aðalkjarasamningurinn verður einnig fáanlegur á pósthúsun- um fyrir þá sem vilja. Utankjörstaðaatkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu BSRB að Grettisgötu 89, á venjulegum skrifstofutíma frá 8. til 17. sept- ember. Þess má geta að til þess að samningurinn verði samþykktur þarf ekki neina lágmarksþátttöku heldur aðeins meirihluta greiddra atkvæða. Verði samningurinn felldur þarf að semja að nýju. Þessi atkvæðagreiðsla er aðeins vegna samnings BSRB við ríkið en ennþá er ósamið við bæjarstarfs- mannafélögin sem eru 18 talsins. _ _ , , , , , Núerí byggingu ný brú yfír Glerá, sem rennur í gegnum ý bru 2i lllGrE Akureyri. Er brúin á veginum, sem liggur upp í Lögmannshlíð og upp í Hlíðarfjall, rétt við Möl og land .Ljósmynd Snorri Snorrason. Guðlaugur Hermannsson, eigandi Isvogar hf.: Get fengið 40 dollurum meira fyrir skreiðarpakkann í S-Ameríku en fengizt hefur annars staðar INNLENT „ÉG HEF trú á því að hægt sé að ná miklum markaði fyrir skreið í Suð- ur-Ameríku og auk þess fá talsvert meira verð, en fengizt hefur fyrir skreið að undanfornu. Á næstunni verður 50 lesta prufusending að Landsþing sveita- stjórna hefst í dag LANDSÞING Sambands íslenzkra sveitarfélaga verður sett að Hótel Sögu í Reykjavík í dag og stendur fram á föstudag. Þingið verður hið 12. í röðinni, en landsþing eru haldin fjórða hvert ár eftir sveitarstjórnarkosningar. Sveit- arfélög landsins, 224, sem öll eru aðilar að sambandinu, eiga rétt til að senda fulltrúa á þingið, alls 274 fulltrúa. I upphafi þings munu félags- málaráðherra og forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur flytja ávörp. Fjallað verður m.a. um fræðslu- og upplýsingastarfsemi sam- bandsins og mun Alexander Stef- ánsson, alþingismaður og varafor- maður sambandsins, hafa fram- sögu um það mál. Endurskoðun sveitarstjórnarlaga verður til um- ræðu á þinginu og mun Steingrím- ur Gautur Kristjánsson, héraðs- dómari, hafa framsögu í því máli, en hann er formaður nefndar, sem nú vinnur að endurskoðun sveitar- stjórnarlaga. Arnljótur Björnsson, prófessor, mun flytja á þinginu erindi um skaðabótaábyrgð sveitarfélaga og Sigurður Guðmundsson, áætlana- fræðingur, mun flytja erindi um sveitarfélögin og atvinnumálin. Formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga er Jón G. Tómasson, borgarlögmaður, en framkvæmda- stjóri er Magnús E. Guðjónsson. vcrðmæti um 6 milljónir króna send út og ef samningar nást gæti ég væntanlega selt allar þorskbirgðir, sem í landinu eru, fyrir um 330 doll- ara pakkann í stað 287 eins og feng- izt hefur fyrir skreiðina hingað til,“ sagði (iuðlaugur Hermannsson, eig- andi ísvogar hf., í samtali við Morg- unblaðið. Sagði Guðlaugur, að hér væri þó aðeins um þorsk að ræða, til að byrja með myndi hann selja til Brasilíu og vildu Brasilíumenn eingöngu vindþurrkaðan þorsk. Þegar samningar næðust væri væntanlega hægt að senda þeim heilu skipsfarmana í kjölfar prufusendingarinnar. Þá sagði Guðlaugur ástæðu þess að fyrirtæki hans stæði í þessum fisksölusamningum þá að fyrir- tækið flytti inn tölvuvogir fyrir ís- lenzk fiskverkunarhús. Þau hefðu að undanförnu átt í erfiðleikum með að kaupa vogirnar og bæru það fyrir sig að illa gengi að selja skreiðina. Því hefði verið ákveðið að reyna að leysa skreiðarsölu- málin til þess að hægt væri að halda áfram að selja vogir og hefðu þeir fengið einn aðila til að vera tengilið á milli sín og brasil- ísku ríkisstjórnarinnar en mark- aður væri í fleiri löndum. Menn þar væru búnir að vera að leita að vindþurrkuðum þorski og þeim var því bent á þennan möguleika. Við værum líklega með beztu skreið í heiminum og eingöngu vindþurrkaða svo þetta ætti að ganga vel. Sem dæmi um vinnubrögð ann- arra þjóða varðandi skreiðar- markaðinn í Nígeríu mætti nefna, að einn af stærstu norsku útflytj- endunum hefði sett upp skreiðar- þurrkun í Nígeríu og flutt þorsk- inn inn heilfrystan og síðan þurrkað hann þar syðra. Á þann hátt hefði hann losnað við alla sína skreið. Þetta væri kannski umhugsunarefni fyrir íslenzka út- flytjendur. Þá sagði Guðlaugur, að einnig stefndi fyrirtæki hans á útflutn- ing rækju til Bandaríkjanna. Miklar líkur væru á að 9 dollarar fengjust fyrir kílóið af frystri rækju, en hingað til hefðu fengizt um 8 dollarar fyrir kílóið og meðal annars hefði hann fengið fyrir- spurn frá norskum aðilum um að hann flytti út rækju fyrir þá. Umboðslaun búvörudeildar SÍS í athugun: Ekki mikil breyting að miða við cif-verð — segir Agnar Tryggvason „ÞETTA ER til athugunar hjá okkur, en þessi umboðslaun hafa stundum verið til umrteðu og hafa yfírleitt verið miðuð við haustverð, — grundvallarverðið —, þegar það er lægst og ráðuneytið ákvað á sin- Óshlíðarvegurinn lokaður vegna lagningar nýs vegar um Steinsófæru Óshlíðarvegurinn á milli ísafjarð- ar og Bolungarvíkur, er nú lokaður þar sem verið er að leggja nýjan veg á 400 metra kafla í svokallaðri Steinsófæru. Að sögn Gísla Eiríks- sonar, umdæmisverkfræðings Vega- gerðar ríkisins á ísafírði verður veg- urinn aftur opnaður síðdegis, föstu- daginn 10. september, en hann hefur verið lokaður frá því aðfaranótt sl. mánudags. Óshlíðarvegurinn hefur verið slæmur á þessum kafla, þar hefur hann verið krókóttastur og hættu- legastur og er þessi lagfæring hans upphaf þeirra framkvæmda sem ætlunin er að vinna að á næstu árum. Nýi vegurinn verður lægri og utar í fjörunni. Vegurinn verður opinn um næstu helgi, en í næstu viku verður hann lokaður allan sólarhringinn nema á milli 7.30 og 13.00, en á þeim tíma má þó búast við að hann verði erfiður yfirferðar fyrir fólksbíla. Aðspurður um hvort til greina kæmi að leggja jarðgöng til að leysa vandamál Oshlíðarvegarins sagði Gísli: „Síðastliðinn vetur þá lagði Vegagerð riksins fram skýrslu um möguleika á breyting- um á veginum á milli ísafjarðar og Bolungarvíkur og var bent á tvo möguleika. Annarsvegar að gera nýjan veg um Óshlíð með vegþekjum um 3 gil og var kostn- aður við það verk áætlaður 60 milljónir króna og hinsvegar að grafa jarðgöng Seljadalur/Os sem yrði 4,2 km á lengd en kostnaður við þá lausn yrði um 140 milljónir. Með hliðsjón af þessum kostn- aðarmun og þeim gæðum sem gætu orðið á vegi um Oshlíð var sú leið valin að byggja nýjan veg um Óshlíð. Ég skil vel að Bolvíkingar séu vonsviknir yfir þessari ákvörðun því þeir vilja auðvitað það besta, en það eru bara ekki þeir einir sem eiga að borga þetta," sagði Gísli að lokum. um tíma að við ættum að hafa 2% í umboðslaun, en þetta hefur komið út sem 1,6—1,8%, þegar reiknað er út eftir árið,“ sagði Agnar Tryggva- son, framkvæmdastjóri búvörudeild- ar Sambandsins í samtali við Mbl. Hann var spurður álits á þeim um- mælum Pálma Jónssonar landbún- aðarráðherra, að framkvæmdanefnd framleiðsluráðs landbunaðarins hefði beint þeim tilmælum til bú- vörudeildarinnar að reglum um um- boðslaun yrði breytt. Agnar sagði að verið væri að at- huga tillögu um breytingar, nú væri talað um að miða umboðs- laun við cif-verð, en hann taldi að með því yrði ekki mikil breyting á umboðslaunum. Taldi hann að um svipaða upphæð yrði að ræða þeg- ar upp væri staðið, en Agnar sagðí að ráðherrann teldi að viss hvati fælist í breytingunni og umboðs- laun yrðu hærri eftir því sem cif- verð hækkaði. Agnar ítrekaði að hann teldi að um svipaða upphæð yrði að ræða, en gat þess að verið væri að skoða málið og ákvörðun yrði tekin á næstunni. Hluti af Óshlíðarveginum en hann er á milli Bolungarvíkur og tsafjarðar. Ríkisstjórnar- fundi frestað Ríkisstjórnarfundi sem halda átti í gær var frestað seint í fyrra- kvöld þar til kl. 11 í dag. Eins og Mbl. skýrði frá í gær var fyrir- hugað að taka á dagskrá fundar- ins flugstöðvarmálið, en af- greiðslu þess hefur verið marg- frestað á siðustu rikisstjórnar- fundum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.