Morgunblaðið - 08.09.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
17
tarfsstúllni Coldwater saga niður þorsk-
egir The Worlds Finest Fish eða heimsins
Símamynd Mbl.: ÓLK.M.
legðust að bryggju 16 sinnum á ári.
„Það skapar atvinnu í bænum og
skipverjar versla, leigja sér bíla og
líta inn á skemmtistaði." — Cam-
bridge er iðnaðarbær en áform eru
uppi um að endurnýja hafnarsvæð-
ið til að laða að ferðamenn í fram-
tíðinni.
Veglegur hádegisverður var lagð-
ur fyrir forsetann og kvaðst Vigdís
hafa beðið um fjórar uppskriftir.
Guðfinnur Einarsson bauð forset-
ann velkominn og vitnaði í orð
Halldórs Laxness er hann sagði líf-
ið vera saltfisk. Hann minnti á
mikilvægi fisks fyrir íslendinga og
gott starf Coldwater Seafood í
Bandaríkjunum. Vigdís forseti
þakkaði fyrir boðið og sagði að
þetta væri einstakur dagur í upp-
hafi langs ferðalags. Þorsteinn
Gíslason forstjóri þakkaði síðan
gestunum komuna og óskaði Vigdísi
forseta góðrar ferðar um Bandarík-
in.
Vigdís forseti mun sækja mót-
töku Georgia Ann Geyer dálkahöf-
undar sem hún heldur fyrir þekkta
bandariska blaðamenn í dag. Siðan
mun hún sækja móttöku íslend-
ingafélagsins í Washington og að
henni lokinni tendra flugelda í sam-
bandi við Scandinavia-Today.
Forseti íslands í viðtali við Washington Post:
„Ætla að ræða menning-
armál við Ronald Reagan“
Iceland s Unpolitical Presidem
Myndin er af Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands sem birtist i bandariska stórblaðinu Washington Post.
Símamvnd Mbl. ÓI.K.M.
Washington 7. sept, frá Önnu
Bjarnmdóttur, fréttaritara Mbl.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands, segir í viðtali sem birtist i
stórblaðinu Washington Post i
þriðjudag að forseti fslands svari
aldrei og sé ekki spurður spurn-
inga um stjórnmál. Blaðamannin-
um Carla Hall þótti það jafn at-
hyglisvert og bjartar íslenskar
sumarnætur, sundlaugar hitaðar
með hveravatni, árstekjur íslend-
inga og fjöldi sauðfjár í landinu. —
Vigdís forseti segir að hún muni
því ekki ætla að ræða stjórnmál
við Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seta þegar hún hittir hann í Hvíta
húsinu á miðvikudag, heldur
menningarmál. „Reagan er menn-
ingarmaður," segir hún.
Koma forseta íslands til
Bandaríkjanna hefur enn ekki
vakið verulega athygli í fjölmiðl-
um, en viðtalið í Washington
Post gefur væntanlega smjörþef-
inn af því sem koma skal á
næstu vikum.
Viðtalið birtist með stórri
mynd á forsíðu þess hluta blaðs-
ins sem fjallar um listir og
skemmtanalíf, en þar birtast
einnig viðtöl við þjóðarleiðtoga
og frægt fólk.
Vigdís forseti segir frá nafna-
kerfi íslendinga í þessu viðtali.
Ennfremur segir hún að sér
finnist skrýtið að sjá sín getið
sem „president Finnbogadóttir"
þar sem á íslandi séu allir
ávarpaðir með skírnarnafni.
Þess er getið að Vigdís Finn-
bogadóttir er eina konan sem
hefur verið kjörin þjóðhöfðingi í
lýðræðislegri kosningu. Hún
greinir frá því hvernig það kom
til að hún bauð sig fram til for-
seta og segist vera fulltrúi lands-
ins fyrir hönd þeirra sem kusu
hana. Hún kveðst eiga erfitt með
að segja í hverju dagleg störf sín
séu fólgin en hún eyði ekki dög-
unum í djúpum hægindastól.
Hún hitti mikinn fjölda fólks,
ferðist víða og sæki opinberar
samkomur.
Greint er frá menntun Vigdís-
ar forseta og fyrri störfum. Hún
kveðst stundum enn fylgjast
með æfingum í leikfélaginu þeg-
ar henni gefst tími til. Ennfrem-
ur segir Vigdís að hún hafi
aldrei viljað verða leikkona því
að hún hafi ekki haft áhuga á því
að koma fram á sviðið, „sem er
kostulegt", segir hún „sökum
þess að nú er ég ávallt á sviði.“
Skúli Möller fararstjóri Karlakórsins afhendir Guðnýju Aðalsteinsdóttur,
konu Sverris Hauks Gunnlaugssonar, viðurkenningu. Sverrir og Ástríður
Andersen sendiherrafrú standa hjá.
agnars Björnssonar á mánudagskvöld. símmmynd Mbl.: ÓI.K.M.
Samþykkt að kaupa sænskan sjónvarpsþátt um frið og afvopnun:
Verður 1 beinni útsendingu
á degi Sameinuðu þjóðanna
Kaupin háð samþykki fjármaíayfirvalda sjónvarpsins
ÚTVARPSRÁÐ samþykkti í dag að
taka tilboði frá sænska sjónvarpinu
um sýningu á sjónvarpsþætti um frið
og afvopnunarmál, en þáttur þessi
verður sýndur í beinni útsendingu á
degi Sameinuðu þjóðanna, sunnu-
daginn 24. október. Þátturinn er
klukkustundar langur og verður út-
sending í hádeginu, frá klukkan
12.00 til 13.00.
Níu Evrópulönd taka þátt í gerð
þáttarins, sem heitir „Good morn-
ing World", og fjallar hann um
afvopnun og afstöðu fólks til víg-
búnaðar og friðar í heiminum. í
tilboðinu segir, að þáttur þessi eigi
að vera ópólitískur. Þátturinn
hefst á ávarpi sænsku leikkonunn-
ar Liv Ulmann fyrir framan hús
Sameinuðu þjóðanna í New York.
Þá munu fleiri listamenn koma
fram í þættinum.
Útvarpsráð samþykkti mót-
atkvæðalaust að kaupa þátt þenn-
an, með fyrirvara um að fjárveit-
ing fengist til kaupanna.
Hafnarfjörður:
Bann við
hundahaldi
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar
samþykkti á fundi sinum í gær
reglugerð við banni á hundahaldi í
bænum. Kom þessi samþykkt í kjöl-
far skoðanakönnunar í bænum sam-
fara bæjarstjórnarkosningum þar i
vor, er leyfi til hundahalds var fellt
með miklum meirihiuta.
Bæjarstjórn síðasta tímabils
samþykkti í fyrra með eins at-
kvæðis meirihluta að leyfa hunda-
hald í bænum undir ýmsum kring-
umstæðum, en samþykkti síðan á
næsta fundi að fresta gildistöku
þess og láta fara fram áðurnefnda
skoðanakönnun um hundahald.
4.600 lýstu sig andvíga hundahaldi
en rúmlega 1.200 voru fylgjandi
hundahaldi. Á fundinum í gær var
samþykkt að banna hundahald, en
lögregluyfirvöldum, hj álparsveit-
um og blindu fólki veitt undan-
þága. Fóru atkvæði þannig að 9
voru með, 1 á móti og 1 sat hjá.
Gert er ráð fyrir að reglugerðin
taki gildi 1. marz næstkomandi, en
samkvæmt gildandi reglugerð er
hundahald bannað.
Alþjóðleg rallkeppni hér á landi næsta sumar?
Erum að líta
á þetta mál
— segir formaður Náttúruverndarráðs
„VIÐ VÍSUM í náttúruverndarlögin og reglugerð, þar sem segir að allur
akstur utan vega og merktra slóða sé bannaður,“ sagði Eyþór Einarsson,
formaður Náttúruverndarráðs í samtali við Mbl., en hann var spurður um
álit ráðsins á hugsanlegri alþjóðlegri rallkeppni hér á landi næsta sumar.
„Við erum að líta á þetta mál bandi við þetta mál,“ sagði Ey-
og á þessu stigi getum við ekki
sagt neitt annað, en það eru lög
og reglugerðir sem fjalla um
þetta. Ég held að þær reglur
hljóti að vera notaðar í sam-
þór.
Eyþór gat þess ennfremur að
Náttúruverndarráð myndi senda
frá sér ályktun varðandi málið,
en kvaðst ekki geta sagt um
hvenær það yrði.