Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 31 7. leikurinn gegn A-Þýskalandi: Einn sigur i sex KnatLspyrnusam.skipti íslands og Austur-Þýskalands hófust árið 1973, er þýska landsliðið kom hingað til lands og lék tvo landsleiki á Laugar- dalsvellinum dagana 17. og 19. júlí. Voru það vináttulandsleikir. fsland stóð sig mjög vel í leikjunum þrátt fyrir töp, sérstaklega þó í þeim fyrri sem endaði 2—1 fyrir Austur-Þjóð- verja. Ólafur Júlíusson úr Keflavík skoraði mark íslands. Síðari leikur- inn endaði 2—0 fyrir Þjóðverja og voru fslendingar ívið daufari en í fyrri leiknum. Naest áttust þjóðirnar við í Magdeburg 12. október 1974 og voru þær þá saman í riðli í Evrópukeppni landsliða. Þýska liðið var álitið sigurstranglegast í riðlinum og það skók knattspyrnu- heiminn verulega er Island tók stig af knattspyrnustórveldinu, enda hróður íslenskrar knatt- spyrnu fjarri því jafn mikill og í dag. Matthías Hallgrímsson skor- aði mark íslands. Þessi úrslit voru aðeins forsmekkurinn að því sem í vændum var, því hafi jafnteflið komið knattspyrnuheiminum á óvart verður viðbrögðunum vart lýst er liðin áttust við á Laugar- dalsvellinum 5. júní árið eftir. 2—1 sigur Islands er enn víðfræg- ur og í minnum hafður. Jóhannes Eðvaldsson og Asgeir Sigurvinss- on skoruðu mörk íslenska liðsins og enn þann dag í dag eru það Ellert Schram: leikjum einhver glæsilegustu mörk sem skoruð hafa verið í Laugardalnum. Fimmti landsleikur þjóðanna var einnig í Evrópukeppni lands- liða, 4. október 1978, en þá mætt- ust þær í Halle. Leiknum lauk með sigri Þýskalands, 3—1, og skoraði Pétur Pétursson mark íslands. Heimaleiknum tapaði ísland einn- ig, 0—3, en hann fór fram í Laug- ardalnum 12. september 1979. Leikurinn í kvöld er j>ví sjöundi landsleikur þjóðanna. Island hefur unnið einn leik, einum hefur lokið sem jafntefli, en Austur-Þjóðverj- ar hafa unnið fjóra leiki. Marka- talan er 5—12 Þjóðverjum í hag. — gg- „Nýir menn fá tækifæri til að spreyta sig“ „ÞÓ AÐ aðeins leiki einn atvinnu- maður með íslenska landsliðinu þarf það ekki að þýða lakari frammistöðu af Islands hálfu gegn Austur-Þjóð- verjum,“ sagði Ellert Schram for- maður KSÍ á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni landsleiksins í kvöld. Ellert hélt áfram: „Það að „útlendingarnir" geta ekki leikið gefur öðrum leik- mönnum möguleika að spreyta sig, leikmönnum sem standa við dyr landsliðsins. Nú fá þeir tæki- færi til að sýna að þeir eigi heima í A-landsliðinu. Við eigum nóg af mannskap til að gera vel, nægir að benda á „leik undir 21 árs-liðsins“ gegn Hollandi suður í Keflavík um daginn. Þar var enginn atvinnu- maður, en engu að síður lék liðið afar vel og stóð sig frábærlega." — Nú, en það verður þó einn atvinnumaður með, Pétur Péturs- son, og það verður gaman að sjá hann leika á Laugardalsvellinum á nýjan leik, en það er orðið tals- vert langt síðan hann lék þar sið- ast.“ Ifí'jTMi v\ Fm fr 1 1 m vSf 'v LJm 4 < IJi • Grjónapungarnir og Riddararnir eftir að golfeinvíginu lauk á föstudag. Allir eru greinilega í sólskinsskapi. Lýósm. ÞR. Riddarar hringborðsins biðu lægri hlut að þessu sinni • Halldór Einarsson (Henson) varð sigurvegari f einstaklingskeppninni lék af hreinni snilld og sigraði ýmsa þekkta golfleikara eins og Berg Guðnason, sem þarna á eitthvað ósagt við Halldór sem situr í stóln- um og slappar af eftir erfíðan hring. SÍÐASTLIÐINN fostudag fór fram á Nesvellinum merkileg golfkeppni. Þá leiddu saman hesta sína félagar úr FÍGP og hinir svokölluðu Riddar- ar hringborðins frá Akureyri. En í þessum tveimur hópum eru vaskir garpar sem hittast daglega í hádeg- inu og ræða landsins gagn og nauð- synjar. í fyrrasumar skoruðu norð- anmenn á sunnanmennina í golf- keppni og fór hún fram á Akureyri, og þá unnu norðanmenn frækilegan sigur á sunnanmönnum. Að þessu sinni fór keppnin fram sunnanlands og þá var ekki að sökum að spyrja, félagar úr FÍGP sigruðu af öryggi, enda á heima- velli. Það var glatt á hjalla á Nesvellinum á föstudag og greini- legt var að ánægjan sat í fyrir- rúmi. Á myndinni hér að ofan má sjá félagana úr hópnum sem tók þátt í keppninni, og eru í honum mörg kunnugleg andlit íþróttamanna sem gert hafa garðinn frægan í hinum ýmsu íþróttagreinum gegn- um árin. Og ekki var annað að sjá í golfkeppninni en að flestir þeirra hefðu náð góðum tökum á golf- kylfunum. Enda margir þeirra orðnir kunnir golfleikarar. Eftir að keppni lauk var Riddurunum boðið til mikils fagnaðar þar sem fram fór verðlaunaafhending o.fl. — ÞR. Forsala Forsala aðgöngumiða á landsleik íslands og Austur-Þýskalands hefst i dag í Austurstræti og í Laugardaln- um klukkan 10.00. Fólk getur sparað sér að standa i biðröðum í kvöld með þvi að nýta þjónustuna. • Pétur Pétursson, eini atvinnumaðurinn í islenska liðinu. Pétur Pétursson í hópnum sem mætir A-Þjóóverjum ÍSLAND og Austur-Þýskaland leika landsleik í knattspyrnu á Laugar- dalsvellinum i kvöld kl. 18.30, en þjóðirnar hafa löngum eldað grátt silfur saman á knattspyrnuvellinum. Hafa fslendingar furðu oft gert þeim þýsku skráveifur og er skemmst að minnast er landinn tók þrjú stig af Austur-Þýskalandi í Evrópukeppni landsliða um árið. Er mörgum enn í fersku minni 2—1-sigurinn á Laug- ardalsvellinum og 1—1-jafnteflið í Magdeburg. Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari hefur valið lands- liðshóp fyrir átökin, en hann er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Þorsteinn Bjarnason, ÍBK Guðmundur Baldursson, Fram Örn Óskarsson, ÍBV Trausti Haraldsson, Fram Viðar Halldórsson, FH Sigurður Lárusson, ÍA Marteinn Geirsson, Fram Ólafur Björnsson, UBK Ómar Torfason, Vikingi Gunnar Gislason, KA Guðmundur Þorbjörnsson, Val Árni Sveinsson, ÍA Ragnar Margeirsson, ÍBK Sigurður Grétarsson, UBK Pétur Pétursson, Antverp. Sigurjón Kristjánsson, UBK Eins og sjá má, er aðeins einn úr hópi „útlendinganna" með að þessu sinni, Pétur Pétursson, en það er orðið æði langt siðan hann kom sið- ast til liðs við landsliðið. Hinir at- vinnumcnn íslenska liðsins eiga ým- ist við meiðsli að stríða, eða þeir fá sig ekki lausa frá félögum sínum. Þá munu þeir Trausti Haraldsson og Örn Óskarsson eiga við meiðsli að stríða og ekki útséð um hvort þeir geta leikið með eða ekki. — gg- Unnu heimsmeistarana ÁRANGUR Austur-Þjóðverja í landsleikjum á þessu ári hefur verið mjög góður það sem af er þessu ári. Aðeins einum leik hefur liðið tapað og var það gegn Brasilíu í Brasilíu, lokatölurnar 1—3. Jafntefli, 2—2, náði liðið gegn hinu geysisterka liði Rússa, en þrjá sigra hefur liðið að baki. Svíar lágu, einnig Grikkir, en mesta afrekið var 1—0 sigur gegn Ítalíu, sem skömmu síðar stóð uppi sem hcimsmeistari. Leikur sá fór fram mjög skömmu fyrir HM. Það verður því örugglega þungur róður hjá íslenska liðinu. Þýska liðið er blanda af reynd- um köppum og ungum og upp- rennandi leikmönnum. Eru Þjóð- verjarnir að yngja lið sitt upp hægt og bítandi. Kunnustu leik- menn liðsins eru Júrgen Pommer- enke, Hans Júrgen Riediger, Rud- iger Schuphase og Joachim Streich, en flestir þeirra léku með í 2—1 leiknum fræga um árið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.