Morgunblaðið - 08.09.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
23
hefur verið með svipuðum hætti
og spáð var. Það hafa engar
stökkbreytingar komið fram, allar
spár um að við myndum fylgja
frændum okkar á Norðurlöndum
hafa komið fram. Ef þessi þróun
heldur áfram, þá ber okkur að
vera sérstaklega á varðbergi gagn-
vart hættulegri efnum, sem í vax-
andi mæli hafa verið að ryðja sér
til rúms erlendis."
— Hvernig er fíkniefnum helst
smyglað til landsins? Viðmælandi
segir, að mest sé smyglað með
skipum, en einnig flugi og pósti.
„Meðan ekki tekst að upplýsa
fíkniefnasmygl með skipum er
erfitt að fullyrða nokkuð og var-
hugavert er að slengja því framan
í sjómenn. Þá er vert að geta þess,
að skipafélögin taka mjög hart á
þessu og sjómönnum hefur verið
sagt upp starfi vegna smygls á
ftkniefnum.
Það er erfitt að koma í veg fyrir
smygl með skipum. Það fer ekki
mikið fyrir fíkniefnum. Skipin
koma oft fyrst á hafnir úti á landi
og einnig er hugsanlegí, að efnum
sé komið frá skipi áður en toll-
skoðun fer fram. Hitt er svo að við
vitum, að með skipum er miklu
smyglað inn í landið af annars
konar varningi; af hverju ætti það
að vera öðru vísi með fíkniefni.
Hvað aðrar smyglleiðir varðar,
þá hefur talsvert verið tekið af
fíkniefnum í pósti eftir að hass-
hundar komu til sögunnar. Þess er
skemmst að minnast, að í vor
fundu hasshundar 676 grömm af
hassi í pósti. Þá er algengt, að
minna magn sé tekið í pósti, bréf
sem innihalda nokkra tugi
gramma af fíkniefnum. Og öðru
hvoru finnast fíkniefni hjá fólki,
sem kemur til landsins með flugi.
Mest er tekið hjá farþegum með
flugi og einnig talsvert í pósti, en
mikið, alltof mikið af fíkniefnum
berst inn í landið."
H.Halls
„Ný og skaðlegri afslaða
verður æ útbreiddari“
segir Ingvar Guðnason, sálfræðingur, um vímugjafaneyslu unglinga
„Það er erfltt að tala um afstöðu unglinga gagnvart fikniefnum, þar sem
þeir virðast gera harla lítinn greinarmun á hinum ýmsu efnum er valda
vímu,“ sagði Ingvar Guðnason, sálfræðingur við Unglingaheimili ríkisins í
Kópavogi, er hann var inntur eftir því
meðal unglinga í dag, að hans mati.
„Sjálf víman virðist skipta þau
höfuðmáli og þau meðul sem not-
uð eru fara eftir efnum og aðstæð-
um hverju sinni,“ sagði Ingvar og
bætti því við að hann teldi hand-
hægast að nota samheitið vímu-
gjafa yfir ólík fyrirbæri, eins og
hass, áfengi, sniffefni og ýmiss
konar pillur og duft, sem væru í
umferð. „Orðið fíkniefni er í raun
óheppileg lagaleg skilgreining og
engin ástæða til þess að firra fólk,
sem drekkur áfengi frá vandamál-
inu, eða skilgreina það á annan
hátt.
Áður fyrr, fyrir svona 10 til 15
árum, átti þessi aðgreining milli
áfengis annars vegar og hass, LSD
og álíka lyfja hinsvegar meiri rétt
á sér, þar sem þau síðarnefndu
höfðu ákveðna pólitíska og menn-
ingarlega þýðingu og voru tengd
nýjum viðhorfum og hugmynda-
fræði. í dag eru þessi tengsl að
mestu horfin, enda vímugjafar
harla áhrifalítil baráttutæki þeg-
ar til lengdar lætur.
Sums staðar erlendis er þó enn
litið á t.d. marijúanareykingar
sem hugmyndafræðilega athöfn
og jafnvel trúarlega, en hér á
landi fer lítið fyrir þeirri skoðun
og alls ekki meðal unglinga.
Vímugjafaneysla meðal ungl-
inga hefur tvímælalaust farið
mjög í vöxt undanfarin ár og þar
hvernig staðan í þessum málum væri
að auki færst niður á við, þ.e. ung-
ir krakkar neyta vímugjafa í æ
ríkari mæli. Þetta eru staðreyndir
sem blasa við, en engu að síður er
spurningin um það hvers konar
vandamál er um að ræða ærið
flókin."
Að hvaða leyti?
„Tímarnir breytast og mennirn-
ir með, eins og þar stendur. Nú-
verandi ástand gæti alls ekki hafa
skapast í þessu þjóðfélagi fyrir 30
árum, enda voru drengir, sem í þá
daga hentu snjóboltum upp í
Ijósastaura nefndir óknyttadreng-
ir og talað um vandamál.
Sérhvert félagslegt fyrirbrigði,
eins og vímugjafaneysla unglinga
óneitanlega er, er afleiðing af
þjóðfélagsháttum hverju sinni.
Þess vegna er afar varhugavert að
einangra eitthvert fyrirbrigði og
nefna það vandamál eitt og sér.
Orsakanna er yfirleitt að leita
annars staðar og lausnanna einn-
ig“
Hvaða orsakir vilt þú þá telja
helstar?
„í fljóti bragðu má nefna ýmsar
skýringar á vímugjafaneyslu
unglinga. Ein sú „vinsælasta“ er
að með neyslu vímugjafa séu ungl-
ingarnir að tileinka sér þætti úr
heimi hinna fullorðnu eins og
hann kemur þeim fyrir sjónir. Að
hér sé um að ræða lið í því að
verða fullorðinn þó að fullorðna
fólkið sé þeim miður æskileg
fyrirmynd í þessum efnum.
önnur skýring er sú, að vímu-
gjafaneysla sé hluti af samsömun
við ýmsar hetjuímyndir, sem
ofarlega eru á baugi í dag. Urvalið
sem boðið er upp á í kvikmynda-
húsum bæjarins, gerir þessa skýr-
ingu æði trúverðuga.
Þriðja skýringin er sú að með
vímunni reyni unglingarnir að
vinna bug á feimni og vanmátt-
arkennd, t.d. í samskiptum við hitt
kynið. Þetta á að sjálfsögðu ekki
við um unglingana eina saman.
Þetta eru hinar „sígildu” skýr-
ingar,“ sagði Ingvar, „en mér virð-
ist sem ný og skaðlegri afstaða
gagnvart vímugjöfum verði æ út-
breiddari meðal unglinga. Nefni-
lega sú, að víman veiti lausn frá
leiðindum og tilgangsleysi og það
er ekki úr vegi að íhuga hvað veld-
ur.
Unglingarnir eru í raun tiltölu-
lega nýr þjóðfélagshópur, sem
fyrst og fremst hefur myndast
vegna þess að þessi aldurshópur er
til fárra hluta brúklegur í at-
vinnulífinu og þjóðfélaginu yfir-
leitt. Þetta er einn þeirra mann-
legu þátta sem hefur orðið undir í
iðnvæðingunni. Iðnaðarþjóðfélag-
ið krefst æ meiri sérhæfingar, en
unglingar undir 16 ára aldri þykja
á fæstum stöðum gjaldgengir sem
starfskraftur með fullan rétt á við
aðra, jafnvel ekki þar sem engrar
starfsmenntunar er krafist. At-
vinnuleysi meðal unglinga fer sí-
vaxandi og ein afleiðingin er sú að
þeir losna úr tengslum við þjóð-
félagsraunveruleikann, ef svo má
að orði komast. Þessi fyrring hef-
ur í för með sér tilgangsleysi og
óöryggi.
Vímugjafar hafa þá náttúru að
slæva þessar leiðindatilfinningar
og krydda hversdagsleikann örlít-
ið. En um leið er aðeins um flótta
að ræða og ekkert raunhæft gert i
málunum. Víman er auðveld leið
og sú hætta er ávallt fyrir hendi
að unglingarnir temji sér þessa
útgönguleið og fari þannig var-
hluta af þeim þroska, sem hlýst af
því að takast á við aðsteðjandi
vandamál."
Hver verður þróunin að þínu
mati?
„Ég er á því að vímugjafaneysla
meðal unglinga muni þróast í
sömu átt og undanfarin ár, þ.e.
aukast, meðan ekkert verður að
gert. Dæmin úr nágrannalöndun-
um, sem lengra eru komin á iðn-
væðingarbrautinni, ættu að vera
okkur víti til varnaðar. Það verður
að endurskoða stöðu unglinga í því
þjóðfélagi sem við búum við og
umfram allt gera þá að virkum
þjóðfélagshópi. Aðgerðir í ungl-
ingamálum miðast allt of mikið
við unglinga sem þiggjendur, en ég
hygg að starfsorka þeirra og sköp-
unargleði sé mjög svo vanmetin."
HHS
Súperferð til
september
Vegna fjölda áskorana endurtökum við vikuferðina til Sviss og
„leggjum í’ann“ á nýjan leik næstkomandi sunnudag. Þú nýtur
svissneskrar náttúrufegurðar til fulls í gróðursælum dölum
Alpafjallanna, gist er á dæmigerðum svissneskum hótelum í
Interlaken (3 nætur) og Lugano (3 nætur) og helginni er síðan
eytt í eldfjörugu stórborgarlífi Zurich (1 nótt). Vikuferðin er fuU
af frábærri skemmtun og nægur tími gefst tU fjölmargra
skemmtUegra skoðunarferða.
Innifalið í verði:
Flug, gisting m.V2 fæði, rútuferðir erlendis og fararstjórn.
Við förum á sunnudaginn. Hafið samband við ferðaskrif-
stofurnar eða söluskrifstofu Arnarflugs.
Flugfélag með ferskan blæ
ARNARFLUG
Lágmúla 7, sími 84477