Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
13
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir BJÖRN BJARNASON
Ronald Reagan flytur ræðu sína
um nýtt friðarátak í löndunum
fyrir botni Miðjarðarhafs.
ræðunum, er að ísraelsmenn
ákveði nú þegar að hætta við
frekara landnám. Með hliðsjón
af öryggishagsmunum ísraels er
ekki unnt að rökstyðja nauðsyn
þess, að þeir nemi meira land á
hinum umdeildu svæðum en það
myndi hins vegar draga úr trú
Araba á það, að unnt reynist að
ná sanngjörnu samkomulagi ...
Sé litið fram yfir umþóttun-
artímann og metin framtíðar-
skipan mála á Vesturbakkanum
og Gasa-svæðinu, er ljóst, að
friður verður ekki tryggður með
því að stofnað verði sjálfstætt
ríki Palestínumanna á þessum
svæðum. Frið er ekki heldur
unnt að tryggja með því að ísra-
elsmenn fari um aldur og ævi
með stjórn mála á svæðunum ...
Það má hins vegar benda á
aðra leið til friðar. Um endan-
lega stöðu þessara svæða verður
Landnám ísraelsmanna
og hugmyndir Reagans
RONALD RKAGAN, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir miðvikudaginn I.
september, þegar siðustu PLO-hermennirnir höfðu verið fluttir frá Beirút,
að þar með gæfist tækifæri til að gera víðtækari friðarsamninga til
lausnar deilumálunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Að kvöldi Hmmtudags-
ins 2. september lá fyrir, að rikisstjórn Menachem Begins í ísrael hafnaði
friðarhugmyndum Bandarikjaforseta. Shimon Peres, leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar, var þó ekki sama sinnis og Begin; hann taldi bandarísku
tillögurnar umræðugrundvöll. Arabaríkin hafa ekki hafnað tillögunum,
þó voru þær ekki formlega á dagskrá 12. leiðtogafundar Arabaríkjanna,
sem hófst i Marokkó á mánudagskvöld. Bjartsýnir Bandaríkjamenn
töldu í upphafi Arabafundarins, að þar yrði líklega fallist á einhvers
konar aðild Jórdaníu að friðarviðræðum á grundvelli Camp David-
samkomulagsins. Bæri ræða Reagans þann eina árangur á þessu stigi,
hefði mikið áunnist.
Ariel Sharon, varnarmála-
ráðherra ísraels, lýsti því
yfir í sjónvarpsviðtali í
nýlegri Bandaríkjaför sinni, að
Jórdanía væri Palestínuríki, það
væri ekki þörf á því að stofna
annað slíkt ríki við vesturlanda-
mæri ísraels. Hussein, konungur
Jórdaníu, sagði eftir að hafa
heyrt þessi orð varnarmálaráð-
herrans, að sér þætti líklegt, að
ísraelsmenn hefðu gert um það
áætlun að hrekja alla Palestínu-
menn af vesturbakka Jórdanár,
sem ísraelsmenn hernámu 1967,
inn í Jórdaníu svo að svæðið yrði
óáðskiljanlegur hluti Ísraelsrík-
is og byggt ísraelsmönnum.
Hussein konungur neitaði að
gerast aðili að Camp David-
samkomulaginu 1978. Jórdaníu-
konungur lýsti í síðustu viku af-
stöðu sinni til samkomulagsins
með þessum orðum: „Ég geri
ekki Iítið úr þeim árangri sem
náðist með því, hins vegar finnst
mér það ganga of skammt. Við
stöndum enn í svipuðum sporum
og áður andspænis höfuðvanda-
málinu, Palestínuvandamálinu
— hvað á að gera við Vestur-
bakkann, arabíska hluta Jerús-
alem og Gaza-svæðið? Og hver á
að vera réttur Palestínumanna á
þeim svæðum, sem þeir eiga
lögmætt tilkall til — úr þessum
ágreiningsmálum ísraelsmanna
og Araba hefur ekki enn verið
leyst og á þeim þarf að grípa."
Það var einmitt þungamiðjan í
ræðu Ronald Reagans, að hann
lýsti afdráttarlaust skoðunum
stjórnar sinnar á því, hvernig
grípa bæri á Palestínuvanda-
málinu: „... Við höfum aldrei
misst sjónar af næsta skrefinu
samkvæmt Camp David-sam-
komulaginu: Viðræðum um
sjálfsforræði sem leggja grunn-
inn að því, að Palestínumenn
geti notið lögmætra réttinda
sinna,“ sagði forsetinn. „Nú
stöndum við frammi fyrir því,
hvernig unnt er að sætta lög-
mæta öryggishagsmuni ísraels-
manna og lögmæt réttindi Pal-
estínumanna. Sú lausn finnst
aðeins við samningaborðið."
Forsetinn sagði, að Bandaríkja-
menn bæru sérstaka ábyrgð á
því, að viðunandi samkomulag
næðist, þeir hefðu hingað til
gegnt hlutverki sáttasemjara og
ekki lýst opinberlega skoðun
sinni á helstu deilumálunum. Nú
væri hins vegar nauðsynlegt, að
Bandaríkjamenn tækju af skarið
og lýstu skoðun sinni afdráttar-
laust:
„í fyrsta lagi ber í samræmi
við ákvæði Camp David-sam-
komulagsins að gefa Palestínu-
mönnum á Vesturbakkanum og
Gasa-svæðinu tíma til að fara
sjálfir með stjórn eigin mála ...
Þessi fimm ára umþóttunartími
sem hæfist eftir að Palestínu-
menn hefðu valið sér eigin
stjórnendur í frjálsum kosning-
um mun sanna það fyrir Palest-
ínumönnum að þeir séu færir um
að ráða málum sínum sjálfir, og
þá mun einnig koma í ljós, að
sjálfsstjórn þeirra ógnar ekki
öryggi Israels.
Bandaríkjamenn munu ekki
styðja neitt frekara landnám
ísraelsmanna á þessum svæðum
á umþóttunartímanum. Raunar
er ljóst, að besta leiðin til að
skapa traust á milli aðila og fá
fleiri til þátttöku í samningavið-
LEBANON
Beirut/
s $ .
. / S Dama;
- Hatfa
ISRAEL
jWCST
TelAvív \
t,»' Damascus
SYRIA
1
\
v
. Amman
+
JORDAN
Hiltt
8«
Kort er sýnir hin umdeildu svæði
Vesturbakkann og Gasa.
auðvitað að semja. Bandaríkin
hafa hins vegar þá bjargföstu
trú, að sjálfsstjórn Palestínu-
manna á Vesturbakkanum og
Gasa-svæðinu í samvinnu við
Jórdaníu sé besta forsendan
fyrir varanlegum og réttlátum
friði.“
Ríkisstjórn Menachem Begins
hefur síðan 1978 hafnað þeim
skilningi Egypta og Bandaríkja-
manna á Camp David-samkomu-
laginu, að í því fælist bann við
frekara landnámi ísraelsmanna
á Vesturbakkanum og Gasa-
svæðinu, landsvæðin séu óað-
skiljanlegur hluti Ísraelsríkis.
Nú búa um 30 þúsund Gyðingar
á þessum svæðum, en 1,3 milljón
Palestínumanna. Ráðherrar
Begins kalla Vesturbakkann
Júdeu og Samaríu til að leggja
áherslu á þau rök sín, að með
tilvísun til Biblíunnar heyri
svæðið til Gyðingalands.
Nú kann Bandaríkjamönnum
að hafa tekist að fá Hussein,
Jórdaníukonung, til að taka þátt
í friðarviðræðunum. Afstaða
Begins liggur hins vegar skýr
fyrir og breyti stjórn hans ekki
um stefnu og sýni viðleitni sína í
verki með því að banna frekara
landnám Gyðinga, er varanleg
lausn alls ekki í sjónmáli.
(Heimildir: New York Times og AP.)
2. leikvika — leikir 4. september 1982
Vinningsröð: 221 — X 1 1 — 1 1 1 — 1 1 X
1. vinningur: 12 réttir — kr. 106.085,00
60.001 (1/12,
4/11)
2. vinningur: 11 réttir — kr. 1.748,00
2329 16175+ 65031+ 74998 95477
8243 16972 66703 76235+ 57174
10560 61652 75720 93581+ 11918(2/11)
11377 63977+ 75721 94376 91466(2/11)
Kærufrestur er til 27. september kl. 12 á hádegi. Kærur
skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboös-
mönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinnings-
upphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seöla(+) veröa aö framvísa stofni
eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
GERA MÁ RÁÐ FYRIR VERULEGUM TÖFUM Á
GREIÐSLU VINNINGA FYRIR NÚMER, SEM ENN
VERÐA NAFNLAUS VID LOK KÆRUFRESTS.
GETRAUNIR - íþróttamiöstööinni - REYKJAVÍK
HÚSEIGNIN
Sími 28511
Verðmetum eignir samdægurs
Einbýlishús — Garöabæ
Mjög glæsilegt einbýlishús á þremur hæöum, samtals 320 fm,
tvöfaldur bilskúr viö Eskiholt ófullgert aö hluta. Mjög stór lóö.
Teikningar og upplýsingar á skrifstofunni. Verö 2,7 millj.
Einbýlishús — Garöabæ
Höfum í einkasölu einbýlishús viö Holtsbúö. Efri hæö úr timbri neöri
úr stein. íbúöarrými ca. 180 fm + 43 fm bílskúr. 1200 fm lóö. 2ja
herb. íbúö í kjallara. Verö 2—2,1 millj.
Gamli bærinn — einbýli
2ja hæöa + kjallari viö Uröarstíg, 180 fm samtals. Bílskúrsréttur.
Sér íbúö í kjallara. Laus strax. Verö 1,8 millj.
Einbýlishús — Garöabæ
Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæöum, íbuöarrými 230 fm. Tvö-
faldur bílskúr, fallega ræktuö lóö. Á efri hæö eru tvö svefnherb.,
baöherb., eldhús stofa og boröstofa, á neöri hæö er sjónvarps-
herb., þvottahús, baðherb., og 2ja herb. íbúð. Unnt er að hafa neöri
hæöina sem sér íbúö. Verö 3,3 millj. Möguleg skipti á einbýlishúsi á
einni hæö í Lundarhverfi Garöabæ.
Hlíöar — sér hæð
4ra herb. vönduð 135 fm sérhæö meö sér inngangi. Suöur svalir,
stór garður. Verð 1350—1400 þús.
Þingholtsstræti — 5 herb.
130 fm ibúö á hæö í tvíbýlishúsi. Tvö svefnherb., tvær stofur,
boröstofa, og stórt hol. Verö 1100—1150 þús.
Vesturbær — Holtsgata 4ra herb.
Mjög góö 4ra—5 herb. 116 fm á 4. hæö i steinhúsi viö Holtsgötu.
Mjög gott útsýni yfir vesturbæinn. 3 svefnherb., samliggjandi stof-
ur. Verð 1100 þús.
Kambasel — 4ra—5 herb.
3 svefnherb., tvær stofur, suöur svalir. 120 fm. Forkaupsréttur aö
bílskúr. Að hluta til ófullgerö íbúð. Verð 1100 þús.
Breiövangur — 4ra herb. bílskúr
120 fm á 3. hæö við Breiövang. 3 svefnherb., tvær stofur, búr innaf
eldhúsi. 32ja fm bílskúr. Verð 1250 þús.
Barmahlíð — 4ra herb.
Mjög góö 90 fm íbúö i kjallara, sér inngangur. Verö 900—950 þús.
Kleppsvegur — 4ra herb.
3 svefnherb., stofa, 100 fm á 4. hæð. Verð 1100 þús.
Ásvallagata — 3ja herb.
Mjög skemmtileg og vandlega nýinnréttuö 3ja herb. í kjallara viö
Asvallagötu. 75 fm. Verð 800—830 þús.
Vesturgata — 3ja herb.
3ja herb. 80 fm á 2. haaö í þríbýli. 2 svefnherb., stór stofa. Verö 850
þús. Lyklar á skrifstofunni. Laus strax.
Vesturbær — 2ja herb.
Mjög skemmtileg íbúö viö Blómvallagötu. Rúmlega 60 fm. Herb.,
stofa, stórt eldhús. Allt nýtt á baöi, nýtt tvöfalt gler. Verö 700 þús.
Reynimelur — 2ja herb. á 3. hæö
2ja herb. íbúö á 3. hæö viö Reynimel. 60 fm. Útb. 600 |)ús.
Sólvallagata — 4ra herb.
110—115 fm. Glæsileg íbúö í nýju húsnæöi viö Sólvallagötu. 3
svefnherb., stofa, hol og baöherb., þvottahús. Allt Ijósviöarklætt.
Skápar í öllum herb. Verö 1200—1300 þús.
í Miöborginni stór hasö
— íbúöarhúsnæöi/atvinnuhúsnæöi
Rúmlega 170 fm, stór hæö meö vandaöri 4ra herb. íbúö til sölu,
lyfta upp i svefnherb. auk þess er á hæöinni 40 fm húsnæöi sem
nota má undir rekstur. Möguleiki á aö stækka húsnæöiö i 6
herb. íbúö. Allar lagnir endurnýjaöar. Skipti á minni íbúö koma
til greina.
Asparfell — 2ja herb.
Vönduð 2ja herb. 60 fm íbúö á 4. hæö með suöursvölum. Flísar á
baöi. Verð 680—700 þús.
Vesturberg — 2ja herb.
60 fm góð íbúð á 1. hæð. Verö 660—680 þús.
HUSEIGNIN
Skólavöröustíg 18,2. hæö — Sími 28511
Pétur Gunnlaugsson, lögfræðingur.
E3