Morgunblaðið - 08.09.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
29
Margrét Steinsdótt
ir — Minning
Aðfaranótt 28. ágúst sl. andað-
ist á Borgarspítalanum í Reykja-
vík móðursystir mín, Margrét
Steinsdóttir, og verður útför
hennar gerð frá Dómkirkjunni í
dag, 8. september.
Mörgum þeim sem aldnir eru að
árum og farnir eru að heilsu og
kröftum að loknu merku ævistarfi,
er dauðinn kærkomin hvíld. Oft
kemur hann mjög á óvart og við
eigum bágt með að trúa því, að
„kallið sé komið", að náinn ættingi
eða vinur sé horfinn úr hópnum og
við stöndum eftir með dapran
huga, en sagt er að vegir Guðs séu
órannsakanlegir, og sú er huggun
harmi gegn, að tíminn læknar
flest sár.
Margrét Kristjana Steinsdóttir
fæddist 10. mars 1896 að Hálshús-
um í Reykjafjarðarhreppi, Norð-
ur-ísafjarðarsýslu. Foreldrar
hennar voru Ingibjörg Þorvalds-
dóttir og Steinn Bjarnason sem
bjuggu á Hálshúsum og síðar í
Vatnsfjarðarseli í sömu sveit.
Margrét var yngst níu systkina
sem náðu fullorðinsaldri. A þeim
tímum var lífsbaráttan á mörgum
alþýðuheimilum á íslandi hörð og
svo var einnig á æskuheimili
Margrétar. Fjölskyldan var stór
en búið lítið. Þurfti því husbónd-
inn oft að vera langdvöldum frá
heimilinu í vinnu til þess að
drýgja tekjur sínar. Kom þá í hlut
eiginkonu og barna að sjá um
heimilið. Margrét vandist því
snemma við vinnu og iðjusemi, en
möguleikar til langrar skólagöngu
voru litlir þó að löngun og hæfi-
leikar væru fyrir hendi. Margrét
dvaldist í heimahögum fram yfir
tvítugt. Á þeim árum var ung-
mennafélagshreyfingin að breið-
ast um landið og náði einnig heim
í sveit Margrétar. Hreifst þá
margur unglingurinn af hugsjón-
inni um ræktun lands og lýðs.
Þetta varð til þess að Margréti var
falið að fara til Akureyrar til að
vinna þar sumarlangt í Lystigarð-
inum og kynna sér ræktunarstörf.
Þar með voru mörkuð þáttaskil í
ævi hennar. Þetta sumar var einn-
ig að vinna í Lystigarðinum ungur
Svarfdælingur sem hét Ingimar
Óskarsson. Þarna kynntust þau
Margrét og Ingimar og urðu þau
kynni til þess að 2. október 1924
gengu þau í hjónaband. Margrét
fór því aldrei aftur heim í átthag-
ana til langdvalar. Þau hjónin
settust að á Akureyri. Þar stund-
aði Ingimar kennslu eða vann á
skrifstofu. Þar fæddust einnig
börnin þeirra þrjú: Óskar, Ingi-
björg og Magnús. 1937 fluttist
fjölskyldan að Árgerði við Dalvík.
Ingimar gerðist þá kennari við
unglingaskóla Svarfdæla og þau
höðfðu einnig nokkurn búskap í
Árgerði.
1945 flytjast þau svo til Reykja-
víkur með börn sín og keyptu lítið
hús að Langholtsvegi 3 þar sem
þau bjuggu síðan til æviloka. Ingi-
mar hélt áfram að kenna fyrstu
árin eftir að hann kom suður en
gerðist síðan starfsmaður í at-
vinnudeild Háskólans.
Starfsvettvangur Margrétar var
fyrst og fremst á heimilinu og það
starf vann hún af mikilli prýði.
Þau hjónin voru mjög samhent í
starfi. Þar sem þau voru bæði
miklar ræktunarmanneskjur og
Ingimar einnig einn þekktasti
grasafræðingur landisins, rækt-
uðu þau auðvitað garðinn sinn vel.
En þau stunduðu einnig ræktun-
arstörf á heimilinu. Þar þreifst
ekkert illgresi, heldur blómstraði
þar fagurt mannlíf og menning.
Þar var friður og ró, enda hús-
bóndanum nauðsyn þegar hann
vann að vísindastörfum.
Margrét var mikil mannkosta-
manneskja og skarpgreind, en
ekki væri henni að skapi að ég
færi að hrósa henni mikið opin-
berlega. Við hana gætu vel átt
þessar ljóðlínur Davíðs:
„Hún fer aó enjfu óð
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóó.“
Margrét var yfirlætislaus,
hjartahlý, glaðleg í viðmóti og
hjálpsöm. Fyrst og fremst bar hún
umhyggju fyrir fjölskyldu sinni,
eiginmanni, börnum sínum og
barnabörnum, en hún hjálpaði
fleirum á ýmsan hátt og var alltaf
reiðubúin að láta gott af sér leiða.
Vináttu hennar og trygglyndi
fengu margir að reyna. Hún var
rík af andans auði og fórnfús, þótt
ekki væri alltaf miklum fjármun-
um úr að spila og hjartarúmið var
nóg. Hjá henni var að finna það
öryggi sem vantaði ef eitthvað
amaði að, og hún var sterkust þeg-
ar mest reyndi á.
Ég kynntist ekki Margréti
frænku minni og manni hennar
fyrr en ég kom í skóla til Reykja-
víkur um tvítugsaldur. En síðan
hef ég farið margar ferðir á Lang-
holtsveginn og alltaf var jafngott
að koma þar. Elskulegt viðmót
húsbændanna, gestrisni þeirra og
glaðværð og skemmtilegar og
fróðlegar viðræður gerðu manni
glatt í geði.
Fyrir þessar samverustundir vil
ég nú þakka. Alltaf hélt Margrét
tryggð við æskustöðvar sínar þótt
ferðir þangað yrðu færri en hún
vildi. Oft var hún búin að ráðgera
ferð vestur að Djúpi, en þá þurfti
eitthvað annað að ganga fyrir, svo
að ferðin dróst oft lengi.
Síðustu árin var heilsa Margrét-
ar farin að bila og þurfti hún þá
stundum að dvelja á sjúkrahúsum.
Fyrir rúmu ári missti hún mann
sinn og varð það henni þung raun.
En öllu tók hún með æðruleysi og
sagðist vera reiðubúin þegar
hennar kall kæmi.
Og nú er hún horfin yfir landa-
mærin miklu og hefur eflaust átt
góða heimvon. Við kveðjum nú
hinsta sinn þessa mikilhæfu konu
og væri gott ef þjóðin ætti margar
slíkar.
Börnum Margrétar og öðrum
aðstandendum votta ég mína inni-
legustu samúð.
„Kar þú í fridi
friöur (aUÓs þig hles8Í.“
Óli Kr. Jónsson.
Afmœlis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Kennimörk
hins kristna
Einskis þarf heimurinn frem-
ur en hugarfars og hjartsláttar
Krists. Að feta í fótspor hans á
vegum friðar, frelsis og fyrirgefn-
ingar er hið eina, sem veitir
mannkyni jarðar von um líf og
heillir. Það hefur aldrei orðið
ljósara en nú á atómöld tveggja
heimsstyrjalda.
Þar gildir aðeins líf og starf
ofan og utan við allar kreddur og
kröfur tilbúinna helgiforma, þar
sem oft hefur sannast: „Bókstaf-
urinn deyðir, en andinn lífgar“, og
„Af ávöxtunum skuluð þér
þekkja þá“, svo vitnað sé í loka-
niðurstöður beggja stærstu og
göfugustu frumherja kristninn-
ar, eins og hún er að innsta
kjarna án allra umbúða.
En hver eru þá helztu kenni-
mörk slíkra fylgjenda í fótspor
Meistarans mikla frá Nazaret?
Væri hægt að finna, sjá og
þekkja hina sönnu Iærisveina
hans á alfaravegi hversdagslífs-
ins utan og ofan við alla páfa og
presta, fræðimenn og sjálfskip-
aða „frelsendur", þótt vissulega
geti þeir einnig fundizt í þessum
hópum?
Eru til einhver kennimörk
hins kristna manns, hvort sem
hann er kona eða karl, hvítur
eða svartur, ríkur eða snauður?
Margir telja að svo sé. Og um
það virðist Kristur einnig sann-
færður sjálfur. Þarf þar ekki
annað en minna á orðin um
„ávextina", sem áður er hér til
vitnað. Frægust er þar sagan um
Samverjann, sem reyndar var
hvorki fermdur eða skírður og af
fræðimönnum talinn fyrirlitlegt
„himpigimpi" í trúmálum. En
stendur samt eftir tvö þúsund ár
sem hið æðsta tákn kristins hug-
arfars, fyrirmynd og ímynd
allra, sem eiga að marka heilla-
brautir heimsþjóða og teljast í
sannleika kristnir.
Lítum samt nær og til þess
lífs, sem við lifum daglega í
venjum og störfum.
Þar eru viss kennimörk hins
kristna hugarfars, sem um er
rætt til eftirbreytni. Þar mætti
fyrst nefna hinar fornu dyggðir:
Bænrækni, trúrækni og kirkju-
rækni. Tvær hinar fyrstu eru oft
svo mikið einkamál, að þar er
erfitt að átta sig. En hin síðasta,
kirkjurækni, sem er raunar
býsna sjaldgæf hjá nútímafólki,
blasir þó við ef að er gætt.
Rétt er þó að taka með í þessa
athugun, að allar þessar fornu
og fögru dyggðir hafa verið not-
aðar til að sýnast, eins og ein-
mitt sagan um Samverjann
bendir svo beizklega á, þar sem
minnzt er bæði á prestinn og lev-
ítann, sem gætu táknað klerk og
meðhjálpara við altari kristi-
legrar kirkju. Og oft bendir
Jesús á þá sem lélegar fyrir-
myndir og kenningar þeirra sem
súrdeig, hræsni og hroka.
Oft mun kirkjurækni hér áður
fyrr hafa verið notuð sem
skálkaskjól misviturra höfð-
ingja. En nú er óhætt að telja
kirkjurækni miklu betra merki
um Kristsfylgd fólks, að minnsta
kosti utan sérstakra hópa, sem
ganga í fótspor Fariseans, sem
taldi sig „ofar öðrum" í trúrækni
og helgi, en vakti samt ekki
hrifningu Meistarans.
Kirkjurækni nútímafólks á ís-
landi er yfirleitt sönn í sann-
leiksleit og hollustu við helgar
hugsjónir kristilegrar menning-
ar, tilbeiðsluþörf og þrá eftir
fegurð og friði hins heilaga.
Kennimörk hins kristna hugar-
fars og hjartalags birtist
kannski ekki síður í því, sem
kristin og um leið góð mann-
eskja gerir ekki.
Þar mætti fyrst telja, að hún
tekur lítt þátt í hörðum dómum
og því síður fordómum gagnvart
mönnum og málefnum.
Hún er ekki öfundsjúk, illgjörn
og heimtufrek í afstöðu sinni til
umhverfis og samferðafólks á
lífsleiðinni.
Hún er oftast auðþekkt á sínu
jákvæóa viðhorfi til alls og allra.
Hún afsakar, þegar aðrir ásaka.
Hún biður afsökunar, ef henni
verða illgjörn orð á vörum og
slúður er henni andstyggð.
Hún lofar fremur en lastar og
mun sjaldan í hópi þeirra sem
skáldið yrkir um á þessa leið:
„Lostaranum líkar ei neitt.
Lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt,
fordæmir hann skóginn."
(Stgr. Th.)
Það má því telja hið fyrsta,
sem vekur athygli sé leitað eftir
kennimörkum hins kristna hug-
arfars, hve það er jákvætt í öllu
gagnvart tilveru og umhverfi.
Fylgjendur Meistarans mikla
finnast vart í hópi þeirra, sem
hampa eigin ágæti og finna öðr-
um flest til lasts og lýta og
hampa því, sem verst er í fari
annarra unz alls konar smámun-
ir skyggja á mannkosti og
dyggðir, sem einmitt skyldi lofað
til að lýsa upp samfélag manna.
Kristin manneskja er yfirleitt
aldrei neikvæð heldur jákvæð í
viðbrögðum og afstöðu til lífsins
í svonefndum smámunum hins
daglega.
Hún er þar Ijós í sínu horni.
Hjálpsemi, góðvild, auðmýkt og
fórnarlund eru geislar þess ljóss,
ásamt biðlund, hógværð, umburð-
arlyndi, gestrisni og glaðlegu við-
móti.
Sumir virðast álíta, að alvara
og dapurð séu einkenni kristins
manns. En það eru öðru nær.
Kristin lífsskoðun var af Kristi
sjálfum, ljósi heimsins, nefnd
fagnaðarboðskapur, sjálf upp-
sprettulind hinnar sönnu lífs-
gleði. Það er ekki fullyrðing út í
bláinn.
Við hittum því ekki síður
kristnar manneskjur í danssal
en kirkju, ef vel er athugað. En í
danssalnum skína þær kannski
skærast sem ljósberar í öllu
myrkri heimsku og voða, storm-
um og myrkri mannlegrar niður-
lægingar og böls og blekkinga.
Piltur og stúlka, sem ekki er með
í reykingum og drykkjusiðum
dansenda, eru oftast kannski
alltaf úrval kristins fólks, sann-
ar fyrirmyndir og guðshetjur á
vígvelli sjónhverfinga og
heimsku.
Heill slíkri æsku, sem með
skapstyrk og siðfágun stefnir
móti straumi og stiklar fossa
aldarglaums og almenningsálits.
Slík skapgerð er vissulega eitt
helzta kennimark kristins
manns á vegum fjölda og
glaums. Þar er jarðvegur alls
sem göfgast grær í sálum og
samfélagi. Þar dafna hugsjónir
friðar og frelsis, sem Kristur
nefndi „salt jarðar" „ljós heims-
ins“ og sérkenni sinna fylgjenda
öllum orðum og formum ofar.
Þar er gleðin hin sanna lífs-
gleði æskunnar, sem endist til
hárrar elli, eitt hið æðsta ein-
kenni kristins manns, sem gerir
alls staðar umhverfi hans að
helgidómi, ljómandi kirkju og
guðshúsi, hvort sem væri í gleði-
sal eða yfirlætislausu heimili,
vinnustað eða verksmiðju, sjó
eða landi.
Og að lokum enn eitt sérstakt
kennimark kristins hugarfars,
sem er því miður að verða nær
útlægt á yfirborði hins íslenzka
samfélags, en má þó sannarlega
ekki vanta í jarðveg nokkurrar
þjóðmenningar, sem geyma skal
gleði og heillir, sanna þróun
framfara og farsældar. Það er
þakklátsemin. Sjaldgæf dyggð nú
á dögum. Þykir nær hégómleg og
barnaleg ekki sízt þeim, sem
telja svonefnda gagnrýni salt
þjóðlegra viðbragða og sannan
vitnisburð vitsmuna, menntunar
og persónuleika hinna spreng-
lærðu spekinga nútímans. Talið
er sjálfsagt að finna að öllu,
skammast yfir öllu og finna
flestu og flestum allt til lasts og
lýta, ekki sízt þeim, sem veginn
ættu að varða.
Slík lífsskoðun aðfinnslu og
ónota er ekki heppileg til heilla
og einingar í heimi kristninnar
og á framtíðarvegum friðar og
frelsis.
Þeir eða þær sem eftir orðum
Krists sía mýfluguna en svelgja
úlfaldanum eru hvarvetna
neikvæð og niðurrífandi, varpa
skugga á vegu annarra og verk
þeirra, hvort sem það eru ungir
eða aldnir, listamenn eða leið-
togar, kóngar eða kolamokarar.
Kristin manneskja byrjar með
lofi og þökk fyrir allt, sem lofs-
vert gæti talizt jafnvel í hinu
ófullkomna atferli. Mistök bæt-
ast bezt við átök til úrbóta. Ekk-
ert bætir betur mistök og galla
en viðurkenning þess, sem vel
var gert og þakka ber. Og hver
gæti upptalið öll þakkarefni eins
einasta ævidags:
Sól og dögg, bros og tár, heilsu
og störf, ætlanir og áhættu og
svo heim óskanna bak við ásýnd
dagsins. ó, þú ríki heimur, ynd-
islega líf, hvergi birtist kristin
lífsskoðun, kennimörk hins
kristna betur en í skuggsjá þíns
dýrðardjúps að hinzta kvöldi.
Rvík, 12. ágúst 1982.
Árelíus Níelsson.